Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 31

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 31 París – flug og bíll “Sous le ciel de Paris, S'envole une chanson....’’ EDITH PIAF „Undir Parísarhimni tekur söngurinn flugið....“ Verð frá 37.031 kr.* á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í eina viku. verð frá 47.715 kr.* á mann miðað við 2 fullorðna í eina viku. Innifalið; flug, bílaleigubíll í A-flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Sjá nánari upplýsingar um París á www.icelandair.is/paris Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16) Þetta tilboð gefur 3.600 ferðapunkta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 55 2 03 /2 00 3 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Í DAG, 14. júní 2003, er merkur dagur í sögu Kennaraháskóla Íslands sem og í íslenskri skólasögu. Tilefnið er að í dag útskrifast tæplega 20 tómstundafræðingar hér á landi í fyrsta sinn frá skólanum. Um er að ræða 45 eininga diplómanám. Námið er m.a. byggt á grunni námskráa s.k. „fritidsledara- og fritidspedagog“ menntunar í Svíþjóð og Danmörku. En margir Íslend- ingar hafa á umliðnum árum sótt slíka menntun út fyrir landsteinana. Þörfin fyrir heildstætt nám af þessu tagi hér á landi var orðin mjög knýjandi því fjöldi þeirra sem starfa á vettvangi frítímans hérlendis skiptir orðið þús- undum og mun aukast á næstu árum. Kröfur til þess fólks sem í geiranum starfar munu og hafa aukist og jafnframt er ábyrgð þeirra orðin mun meiri en var áður fyrr. KHÍ hefur staðið að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum af miklum myndarskap enda aðsókn verið góð. Sá fjöldi sem í námið sækir sýnir svo ekki verður um villst að þörfin fyrir nám af þessu tagi hér- lendis er mikil. Sú skynsama ákvörðum stjórnenda KHÍ frá því í vor að lengja námið í 90 eininga heildstætt BA-nám er því rökrétt framhald af vel heppnuðu diplómanámi. Markvisst og gott nám eins og hér um ræðir mun styrkja hinn íslenska uppeldisgeira verulega á komandi árum. Margt fólk sem áhuga hefur á að mennta sig á þessu sviði en hefur ekki viljað eða átt þess kost að flytja utan í þeim tilgangi hefur nú möguleika til náms. Ég vil á þessum tímamótum óska stjórnendum Kennaraháskóla Íslands hjartanlega til hamingju með daginn sem og öllum þeim nemendum sem í dag ljúka námi af tómstunda- og félagsmálafræðibraut skólans. Til hamingju með daginn, KHÍ Eftir Árna Guðmundsson Höfundur er æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði og formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva, UFN. Í TENGSLUM við uppstokkun rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var tilkynnt um ráðstöfun tveggja embætta með löngum fyrirvara, þ.e. skipan í embætti sendiherra í París og ráðstöfun á embætti forseta Al- þingis! Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, gagnrýndi þetta í útvarpsviðtali. Það var réttmæt gagnrýni. Það er ósmekklegt, að til- kynna nú hver eigi að verða forseti Al- þingis eftir 2 ár. Það er Alþingi, sem kýs þingforseta. Ríkisstjórnin skipar ekki í það emb- ætti. Það er einnig óeðlilegt, að rík- isstjórnin sé að tilkynna sendiherra- skipan eftir langan tíma í tengslum við stjórnarmyndun. Sendiherrastöður eiga ekki að vera fyrir stjórnmálamenn sem duga ekki í ráðherraembættum. En stjórnarflokk- arnir hafa verið svo lengi við völd, að þeir telja sig geta ráðskast með emb- ætti að vild. Valdið spillir. Of fáir ráðherrastólar? Svo virðist sem að þessu sinni hafi ekki verið nægilega margir ráðherra- stólar fyrir alla þá gæðinga Sjálfstæð- isflokksins sem koma þurfti í slíka stóla. Því var gripið til þess ráðs að út- hluta öðrum embættum í leiðinni og lofað ráðherraembættum síðar. Aðeins einn ráðherrastóll „losnaði“ strax en koma þurfti 3 þingmönnum fyrir í ráð- herrastóla, þ.e. Birni Bjarnasyni, Sig- ríði Önnu Þórðardóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Björn Bjarna- son fær stólinn strax en Sigríði Önnu er lofað stól eftir 15 mánuði og Þorgerði Katrínu um næstu áramót. Það er nýtt í íslenskum stjórnmálum, að tilkynning um skipan í ráðherraembætti sé gefin út með svo löngum fyrirvara og hér á sér stað. Svo virðist sem Davíð hafi vilj- að allt fyrir alla gera nú þegar hann er að undirbúa brottför sína úr forsæt- isráðuneytinu. Merkilegt, að ekki skuli vera tilkynnt hverjir eigi að verða ráð- herrar árið 2007, eftir næstu kosn- ingar! Björn Bjarnason gefst upp Björn Bjarnason gefst nú upp á verkefni sínu í borgarstjórn, þ.e. því verkefni að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur þó verið svo stutt í því hlutverki, að hann hefur tæplega sýnt enn hvort hann ræður við það. Ósigur hans í viðureign- inni við Ingibjörgu Sólrúnu sl. vor hef- ur dregið úr honum allan kraft. Mun mörgum Sjálfstæðismönnum þykja það svik, að Björn skuli fara úr hlut- verki leiðtoga Sjálfstæðismanna svo skömmu eftir kosningar til borg- arstjórnar, einkum þegar haft er í huga, að hann flæmdi Ingu Jónu Þórð- ardóttur úr embætti oddvita Sjálfstæð- ismanna. Margir telja að Inga Jóna hefði staðið sig betur en Björn í við- ureigninni við Ingibjörgu Sólrúnu. Björn var að sjálfsögðu kosinn til fjög- urra ára í borgarstjórn og því var reiknað með að hann yrði leiðtogi Sjálf- stæðismanna þar út kjörtímabilið. Í viðtali við Morgunblaðið 3. febrúar 2002 var Björn spurður að því hvort hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið sem oddviti Sjálfstæðismanna ef Ingi- björg Sólrún og R-listinn ynnu borg- arstjórnarkosningarnar. Hann svaraði: „Að sjálfsögðu. Ég er að bjóða mig fram til starfa í borgarstjórn og hef ekki hugsað mér að tjalda til einnar nætur.“ Nú svíkur Björn þetta fyr- irheit sitt. Hann og aðrir sjálfstæð- ismenn eru því að kasta steinum úr glerhúsi, er þeir gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hasla sér völl í lands- málunum. Óánægja var orðin með Sólveigu Pétursdóttur sem dómsmálaráðherra og því var hún látin hætta í ríkisstjórn. Ekki hefði þó þurft að sækja Björn Bjarnason til þess að gegna því emb- ætti, þar eð Sigríður Anna Þórðardóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins hefði sem best getað gegnt embætt- inu. Hún er mjög hæf kona og með mikla reynslu sem stjórnmálamaður. Hún hefði einnig getað tekið að sér embætti menntamálaráðherra en hún gjörþekkir skóla- og menntamál. Vek- ur undrun að nýr þingmaður, sem að- eins hefur setið eitt kjörtímabil á þingi, skuli tekinn fram yfir Sigríði Önnu í embætti menntamálaráðherra. Sigríð- ur Anna hefur mun meiri þingreynslu. Tómas Ingi Olrich er látinn hætta sem menntamálaráðherra eftir aðeins 1 ár í starfi og lofað sendiherrastöðu næsta vor! Um leið er honum hælt á hvert reipi og sagt að hann hafi staðið sig vel í starfi ráðherra. Ef það væri rétt hefði hann ekki verið látinn hætta. Það er að sjálfsögðu mál Sjálfstæð- isflokksins hverja flokkurinn velur í ráðherrastóla. En það er óeðlilegt að þeir sem ekki duga sem ráðherrar fái úthlutað einhverjum embættum í stað- inn svo sem sendiherrastöðum. Stjórnarflokkurinn! Alþingi kom saman fyrir skömmu og hélt stutt sumarþing. Þingmenn fengu afgreidd kjörbréf eftir nokkrar deilur. Forsætisráðherra flutti stefnuræðu og umræður urðu um hana. Stjórnarand- staðan gagnrýndi stjórnina harðlega. Ræða Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar vakti at- hygli vegna þess að hún var hörð og rökföst en einnig vegna þess að hann talaði alltaf í ræðu sinni um stjórn- arflokkinn þegar hann ræddi um stjórnarflokkana. Þótti þetta táknrænt, þar eð svo virðist sem Sjálfstæð- isflokkur og Framsókn séu að renna saman í eitt. Það er enginn munur á flokkunum. Hverjir verða ráðherrar 2007? Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. www.fotur.net

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.