Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 31 París – flug og bíll “Sous le ciel de Paris, S'envole une chanson....’’ EDITH PIAF „Undir Parísarhimni tekur söngurinn flugið....“ Verð frá 37.031 kr.* á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í eina viku. verð frá 47.715 kr.* á mann miðað við 2 fullorðna í eina viku. Innifalið; flug, bílaleigubíll í A-flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Sjá nánari upplýsingar um París á www.icelandair.is/paris Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16) Þetta tilboð gefur 3.600 ferðapunkta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 55 2 03 /2 00 3 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Í DAG, 14. júní 2003, er merkur dagur í sögu Kennaraháskóla Íslands sem og í íslenskri skólasögu. Tilefnið er að í dag útskrifast tæplega 20 tómstundafræðingar hér á landi í fyrsta sinn frá skólanum. Um er að ræða 45 eininga diplómanám. Námið er m.a. byggt á grunni námskráa s.k. „fritidsledara- og fritidspedagog“ menntunar í Svíþjóð og Danmörku. En margir Íslend- ingar hafa á umliðnum árum sótt slíka menntun út fyrir landsteinana. Þörfin fyrir heildstætt nám af þessu tagi hér á landi var orðin mjög knýjandi því fjöldi þeirra sem starfa á vettvangi frítímans hérlendis skiptir orðið þús- undum og mun aukast á næstu árum. Kröfur til þess fólks sem í geiranum starfar munu og hafa aukist og jafnframt er ábyrgð þeirra orðin mun meiri en var áður fyrr. KHÍ hefur staðið að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum af miklum myndarskap enda aðsókn verið góð. Sá fjöldi sem í námið sækir sýnir svo ekki verður um villst að þörfin fyrir nám af þessu tagi hér- lendis er mikil. Sú skynsama ákvörðum stjórnenda KHÍ frá því í vor að lengja námið í 90 eininga heildstætt BA-nám er því rökrétt framhald af vel heppnuðu diplómanámi. Markvisst og gott nám eins og hér um ræðir mun styrkja hinn íslenska uppeldisgeira verulega á komandi árum. Margt fólk sem áhuga hefur á að mennta sig á þessu sviði en hefur ekki viljað eða átt þess kost að flytja utan í þeim tilgangi hefur nú möguleika til náms. Ég vil á þessum tímamótum óska stjórnendum Kennaraháskóla Íslands hjartanlega til hamingju með daginn sem og öllum þeim nemendum sem í dag ljúka námi af tómstunda- og félagsmálafræðibraut skólans. Til hamingju með daginn, KHÍ Eftir Árna Guðmundsson Höfundur er æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði og formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva, UFN. Í TENGSLUM við uppstokkun rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var tilkynnt um ráðstöfun tveggja embætta með löngum fyrirvara, þ.e. skipan í embætti sendiherra í París og ráðstöfun á embætti forseta Al- þingis! Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, gagnrýndi þetta í útvarpsviðtali. Það var réttmæt gagnrýni. Það er ósmekklegt, að til- kynna nú hver eigi að verða forseti Al- þingis eftir 2 ár. Það er Alþingi, sem kýs þingforseta. Ríkisstjórnin skipar ekki í það emb- ætti. Það er einnig óeðlilegt, að rík- isstjórnin sé að tilkynna sendiherra- skipan eftir langan tíma í tengslum við stjórnarmyndun. Sendiherrastöður eiga ekki að vera fyrir stjórnmálamenn sem duga ekki í ráðherraembættum. En stjórnarflokk- arnir hafa verið svo lengi við völd, að þeir telja sig geta ráðskast með emb- ætti að vild. Valdið spillir. Of fáir ráðherrastólar? Svo virðist sem að þessu sinni hafi ekki verið nægilega margir ráðherra- stólar fyrir alla þá gæðinga Sjálfstæð- isflokksins sem koma þurfti í slíka stóla. Því var gripið til þess ráðs að út- hluta öðrum embættum í leiðinni og lofað ráðherraembættum síðar. Aðeins einn ráðherrastóll „losnaði“ strax en koma þurfti 3 þingmönnum fyrir í ráð- herrastóla, þ.e. Birni Bjarnasyni, Sig- ríði Önnu Þórðardóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Björn Bjarna- son fær stólinn strax en Sigríði Önnu er lofað stól eftir 15 mánuði og Þorgerði Katrínu um næstu áramót. Það er nýtt í íslenskum stjórnmálum, að tilkynning um skipan í ráðherraembætti sé gefin út með svo löngum fyrirvara og hér á sér stað. Svo virðist sem Davíð hafi vilj- að allt fyrir alla gera nú þegar hann er að undirbúa brottför sína úr forsæt- isráðuneytinu. Merkilegt, að ekki skuli vera tilkynnt hverjir eigi að verða ráð- herrar árið 2007, eftir næstu kosn- ingar! Björn Bjarnason gefst upp Björn Bjarnason gefst nú upp á verkefni sínu í borgarstjórn, þ.e. því verkefni að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur þó verið svo stutt í því hlutverki, að hann hefur tæplega sýnt enn hvort hann ræður við það. Ósigur hans í viðureign- inni við Ingibjörgu Sólrúnu sl. vor hef- ur dregið úr honum allan kraft. Mun mörgum Sjálfstæðismönnum þykja það svik, að Björn skuli fara úr hlut- verki leiðtoga Sjálfstæðismanna svo skömmu eftir kosningar til borg- arstjórnar, einkum þegar haft er í huga, að hann flæmdi Ingu Jónu Þórð- ardóttur úr embætti oddvita Sjálfstæð- ismanna. Margir telja að Inga Jóna hefði staðið sig betur en Björn í við- ureigninni við Ingibjörgu Sólrúnu. Björn var að sjálfsögðu kosinn til fjög- urra ára í borgarstjórn og því var reiknað með að hann yrði leiðtogi Sjálf- stæðismanna þar út kjörtímabilið. Í viðtali við Morgunblaðið 3. febrúar 2002 var Björn spurður að því hvort hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið sem oddviti Sjálfstæðismanna ef Ingi- björg Sólrún og R-listinn ynnu borg- arstjórnarkosningarnar. Hann svaraði: „Að sjálfsögðu. Ég er að bjóða mig fram til starfa í borgarstjórn og hef ekki hugsað mér að tjalda til einnar nætur.“ Nú svíkur Björn þetta fyr- irheit sitt. Hann og aðrir sjálfstæð- ismenn eru því að kasta steinum úr glerhúsi, er þeir gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hasla sér völl í lands- málunum. Óánægja var orðin með Sólveigu Pétursdóttur sem dómsmálaráðherra og því var hún látin hætta í ríkisstjórn. Ekki hefði þó þurft að sækja Björn Bjarnason til þess að gegna því emb- ætti, þar eð Sigríður Anna Þórðardóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins hefði sem best getað gegnt embætt- inu. Hún er mjög hæf kona og með mikla reynslu sem stjórnmálamaður. Hún hefði einnig getað tekið að sér embætti menntamálaráðherra en hún gjörþekkir skóla- og menntamál. Vek- ur undrun að nýr þingmaður, sem að- eins hefur setið eitt kjörtímabil á þingi, skuli tekinn fram yfir Sigríði Önnu í embætti menntamálaráðherra. Sigríð- ur Anna hefur mun meiri þingreynslu. Tómas Ingi Olrich er látinn hætta sem menntamálaráðherra eftir aðeins 1 ár í starfi og lofað sendiherrastöðu næsta vor! Um leið er honum hælt á hvert reipi og sagt að hann hafi staðið sig vel í starfi ráðherra. Ef það væri rétt hefði hann ekki verið látinn hætta. Það er að sjálfsögðu mál Sjálfstæð- isflokksins hverja flokkurinn velur í ráðherrastóla. En það er óeðlilegt að þeir sem ekki duga sem ráðherrar fái úthlutað einhverjum embættum í stað- inn svo sem sendiherrastöðum. Stjórnarflokkurinn! Alþingi kom saman fyrir skömmu og hélt stutt sumarþing. Þingmenn fengu afgreidd kjörbréf eftir nokkrar deilur. Forsætisráðherra flutti stefnuræðu og umræður urðu um hana. Stjórnarand- staðan gagnrýndi stjórnina harðlega. Ræða Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar vakti at- hygli vegna þess að hún var hörð og rökföst en einnig vegna þess að hann talaði alltaf í ræðu sinni um stjórn- arflokkinn þegar hann ræddi um stjórnarflokkana. Þótti þetta táknrænt, þar eð svo virðist sem Sjálfstæð- isflokkur og Framsókn séu að renna saman í eitt. Það er enginn munur á flokkunum. Hverjir verða ráðherrar 2007? Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. www.fotur.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.