Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BANDARÍKJAMENN eru í þann mund að rifta elsta tvíhliða öryggissáttmála, sem þeir hafa gert, og það hyggjast þeir gera einhliða. Varnarsamningur Banda- ríkjanna og Íslands var undirritaður í maí árið 1951 og í 3. grein hans var kveðið á um að samsetning heraflans yrði háð gagnkvæmu samkomulagi. Í fréttum (Agence France Presse) hefur verið upplýst að bandaríski flug- herinn hyggist flytja orrustuþoturnar fjórar af gerð- inni F-15, sem eftir eru í stöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík, og björgunarþyrlurnar, sem þeim tilheyra. Eins og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, hef- ur oft bent á mun þetta leiða til þess að Reykjavík verður eina höfuðborgin í Evrópu án varna í lofti. Hvorki bandaríska varnarmálaráðuneytið né utan- ríkisráðuneytið hafa staðfest þessa breytingu sem virð- ist hafa orðið frá þeim stefnuyfirlýsingum, sem Colin Powell utanríkisráðherra hefur sent frá sér á und- anförnum tveimur árum, en ljóst er að Bandaríkja- stjórn sendir ekki aðstoðarutanríkisráðherra til fundar við utanríkisráðherra og forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis til þess að flytja þeim góðar fréttir. Og þetta eru vissulega slæmar fréttir fyrir vini Bandaríkjamanna í landi, sem um langan aldur hefur verið bandamaður Bandaríkjanna, átti þátt í stofnun NATO og var meðal fyrstu ríkjanna, sem studdu aðgerðir Bandaríkja- manna í Írak. Bandaríkin hafa haft herafla á Íslandi til að vernda bæði Íslendinga og okkur frá því í júlí 1941, eða rúmum fimm mánuðum áður en Bandaríkjamenn skárust í leikinn í heimsstyrjöldinni síðari. Bandaríkjah áfram á Íslandi, sem Churchill kallaði „ósökkv flugmóðurskip“, eftir að stríðinu lauk. Ísland verið nefnt „tregi bandamaðurinn“, en Banda menn voru einnig tregir til að ganga í NATO Á Íslandi gekk það þannig fyrir sig að óeirðir út þegar þingmenn greiddu atkvæði um aðild þingi. Aðeins einu sinni hafði komið til borgar óeirða í 1100 ára sögu Íslands áður en Íslendi gengu í NATO. Sjálfstæðisflokkurinn, sem ávallt hefur ver flokkur Íslands og er undir forustu Davíðs Od hefur frá upphafi stutt aðild að NATO og veru rískra hermanna á Íslandi og er ekki einn um Þessi stuðningur hefur verið veittur með ærn kostnaði hvað snertir trúverðugleika og pólití Bandaríkjamenn og v Eftir Michael T. Corgan „Hernaðaraðgerðir okkar í Afg istan og Írak hafa sýnt að það borgar sig ekki að vera óvinur Bandaríkjamanna. Aðgerðir ok á Íslandi sýna að ef til vill borg það sig ekki heldur að vera vin Bandaríkjamanna.“ AUKIN þensla; vaxandi verðbólga, hærra fasteignaverð, hækkandi vextir: Öll þessi atriði hafa verið nefnd í viðbrögðum sérfræðinga við hugmyndum Árna Magnússonar, nýs félagsmálaráðherra, um að hækka hlutfall íbúðalána í kaup- verði fasteigna og jafnframt hækka hámarksupphæð húsbréfalána Íbúðalánasjóðs. En fólk spyr, getur þetta verið satt? Hvers vegna heyrðust þessar athugasemdir varla í aðdraganda alþingiskosning- anna? Var Framsóknarflokkurinn kannski að plata kjósendur? Látum það liggja á milli hluta. Hitt blasir þó við, að yfirboð Framsókn- arflokksins í kosningabaráttunni féllu í frjóan jarðveg og 17% flokk- urinn hélt sæti sínu við ríkisstjórn- arborðið. Og hvað býður Framsókn kaup- endum fasteigna eftir 8 ára setu í félagsmálaráðuneytinu? Á næstu fjórum árum á lánshlutfall að hækka í áföngum úr 65% eða 70% (við fyrstu kaup) í 90% af bruna- bótamati fasteigna. Jafnframt er tillaga félagsmálaráðherra að há- markslán hækki úr 8 milljónum króna og verði orðin 18 milljónir króna árið 2007 en sú hækkun nem- ur 130%. Nú er hámarkslán fyrir notaða íbúð 8 m.kr. og 9 m.kr. fyrir nýja íbúð. Hér er um miklar breyt- ingar að ræða sem gætu haft víð- tæk áhrif á fasteignamarkaðinn verði þeim hrint í framkvæmd. Árni Magnússon virðist nokkuð öruggur með að hugmyndir hans fái brautargengi innan og utan rík- isstjórnar og segir að eina ljónið í veginum sé að gera þurfi smávægi- legar breytingar á fyrirkomulagi ís- lensks fjármálamarkaðar til að auð- velda aðgengi erlendra fjárfesta að íslenskum skuldabréfaflokkum. En er málið svona einfalt? Við fyrstu skoðun bendir margt til hins gagn- stæða. Ráðherrann segist vilja gefa sér fjögur ár til þess að innleiða breyt- ingarnar til þess að koma í veg fyrir „eftispurnarsprengingu á fjár- magni til íbúðakaupa“ eins og hann orðaði það í viðtali við Morg- unblaðið nýverið. Ýmislegt bendir þó til þess að eftirspurnin eftir fast- eignum gæti vaxið mjög hratt á skömmum tíma. Hagfræðingur hjá Kaupþingi sagði aðspurður ljóst að tillögur félagsmálaráðherrans gætu valdið umtalsverðri þenslu á fast- eignamarkaði á næstu árum. Hún gæti gert að engu jákvæð áhrif breytinganna með verðhækkunum og aukinni verðbólgu, sem síðan hækkaði vísitölu neysluverðs og þar af leiðandi greiðslubyrði lánanna. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur í sa streng og segir fyrirhugað ingar geta valdið mikilli þe efnahagslífinu. Sú þensla k an á mikla þenslu vegna vi anaframkvæmdanna fyrir sem einar og sér krefjast y unar og aðhalds við stjórn hagsmála. Hjá forstöðuma greiningardeildar Landsb kveður við sama tón. Hún einnig við því að aukin ver kunni að þurrka út ávinnin fólk hafi af hækkuðu lánsh Þá hafa einnig verið ger hugasemdir við að lánsfjár umferð aukist til muna á s og íslenskar fjölskyldur er skuldsettar upp fyrir haus ir heimilanna eru orðnar u af ráðstöfunartekjum þeir sérstaklega bent á að veru hækkun hámarkslána, eða 90% lán Framsóknar Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur „Ungt fólk þarf að komið sér þaki yf á viðunandi kjöru síst í ljósi þess að greiðslubyrði, t.d lánum og framfæ barna, er þung.“ MÖRGUM kemur á óvart hversu mikil viðskipti við Íslendingar eig- um við frændþjóð okkar Fær- eyinga. En tölur um viðskipti milli þessara landa tala sínu máli. Þannig nam útflutningur á ís- lenskum vörum til Færeyinga árið 2001 um 2,5 milljörðum íslenskra króna. Sama ár nám vöruútflutn- ingur til Rússland og Kína sam- anlagt um 1,6 milljörðum og við fluttum íslenskar vörur til Kan- ada, fyrir um 2 milljarða, svipað til Svíþjóðar og fyrir um 1,3 milljarða til Finnlands. Færeyjar eru því mikilvægt markaðssvæði fyrir mörg íslensk fyrirtæki, ekki aðeins í vöru- viðskiptum heldur einnig í rekstri fyrirtækja, t.d. á sviði samgangna og fjármála en sá þáttur í við- skiptatengslum þjóðanna hefur aukist mjög á síðustu árum. Þó markaðurinn sé að sönnu fá- mennur hefur reynslan eigi að síð- ur verið sú að íslenskar vörur eiga veiðum og vinnslu en líkt Íslendingar hafa Færeyin síðustu árum leitast við a ný og fjölbreytt atvinnut t.d. í ferðaþjónustu. Íslen og Færeyingar eiga því m sameiginleg hagsmunam Eigi að síður hafa þess þjóðir kosið að fara ólíkar ýmsum efnum. Eins og k er þá eru Færeyingar en sambandi með Dönum, þ síðustu árum hafi þeim v megin sem krefjast þess eyjar verði lýst fullvalda Færeyingar fylgdu hins v ekki Dönum inn í Evrópu greiðan aðgang að færeyskum neytendum. Það sem hefur hins vegar helst staðið í vegi fyrir við- skiptum milli þjóðanna eru ým- islegar tæknilegar viðskipta- hindranir, sérstaklega með viðskipti við landbúnaðarvörur. Með nýlegu – og um margt ein- stæðu – samkomulagi um end- urnýjaðan fríverslunarsamning þjóðanna hefur nú náðst samn- ingur sem tekur til nánast allra sviða viðskipta og stóreykur þannig frjálsræði í viðskiptum milli þjóðanna. Samskipti byggð á gömlum merg Í gegnum aldirnar hefur saga Íslands og Færeyja að mörgu leyti verið samofin og samskipti þessara tveggja grannþjóða eru byggð á gömlum merg. Færeyjar og Ísland eru að mörgu leyti harðbýl lönd og nálægðin við óblítt Atlantshafið hefur lagt mark sitt á sögu beggja þjóðanna. Báðar þjóðirnar byggja lífs- afkomu sína að miklu leyti á fisk- Viðskipti við góða nág Eftir Björn Inga Hrafnsson „Alþjóðavæðingi á kostnað þess n samstarfs sem vi grannþjóðir okka irnar. Í raun kalla ingin á enn nánar SAMKEPPNI FRÁ KÍNA SKÓLAR Í SAMKEPPNI Skólaumhverfið hér á landi hef-ur gjörbreyst á undanförnumárum. Aukið námsframboð, fjölbreyttari námsleiðir og meira valfrelsi nemenda hefur ýtt undir samkeppni á öllum stigum skóla- kerfisins. Virk samkeppni leiðir aftur til þess að kröfurnar aukast um betri þjónustu, því nemendur láta ekki bjóða sér hvað sem er. Ef þeir eru ósáttir við þjónustuna sem þeir fá, þá leita þeir einfaldlega annað. Um leið og gæði þjónustunnar aukast má gera ráð fyrir betri árangri. Samkeppni verður sífellt meiri og meiri um nemendur og hefur hún verið áberandi milli framhaldsskóla upp á síðkastið. Nokkuð hefur verið um auglýsingar í fjölmiðlum og öðr- um aðferðum er einnig beitt til að vekja áhuga nemenda, s.s. opnum dögum með kynningu á skólastarf- inu. Grunnurinn að virku samkeppnis- umhverfi framhaldsskólanna var lagður þegar landið varð eitt skóla- umdæmi fyrir nokkrum árum og hverfisskólarnir afnumdir. Reynsl- an sýnir að það var rétt ákvörðun. Úr þeim jarðvegi hefur sprottið þéttari og fjölbreyttari námsflóra, t.d. menntaskólinn Hraðbraut, sem gefur nemendum kost á að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Svip- uð þróun hefur átt sér stað á há- skólastiginu þar sem valkostum fjölgar óðum. Með fleiri valkostum er líklegra að nemendur finni nám við sitt hæfi og fái tækifæri til að þroska hæfileika nær sínu áhuga- sviði. Þá virðist samkeppnin um nem- endur vera komin inn á nýjar braut- ir, því skólarnir eru farnir að kepp- ast um úrvalsnemendur, líkt og tíðkast erlendis. Það er til dæmis gert með niðurfellingu skólagjalda. Og auðvitað virkar það hvetjandi fyrir nemendur sem skara fram úr að fá að njóta uppskeru erfiðisins með áþreifanlegum hætti. Blómlegt skólastarf á lands- byggðinni hefur valdið straum- hvörfum í byggðaþróun. Fjölbrauta- skólarnir og nú síðast háskólarnir eru atvinnuskapandi og auka breiddina í atvinnulífinu á smærri stöðum úti á landi. En ávinningur- inn felst einnig í því að staðirnir verða samkeppnishæfir við höfuð- borgarsvæðið þegar kemur að því að laða að fjölskyldufólk. Til þess þurfa skólarnir að vera í fremstu röð, bæði hvað aðbúnað varðar og kennara. Eftir því sem kröfurnar aukast sem nemendur og foreldrar þeirra gera til skólastarfsins má ganga út frá því sem vísu að skólarnir leggi sig meira fram um að ráða til sín hæfa kennara. Sú samkeppni veldur því að hæfir kennarar verða í betri samningsstöðu þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Af ofansögðu má draga þá ályktun að ekki aðeins nemendur hagnist á nýjum áherslum og tíðaranda í skólakerfinu. Samkeppnisumhverf- ið veitir hæfum kennurum tækifæri til að bæta kjör sín og er þeim hvatning til að standa sig vel í starfi. Ekki er til gott menntakerfi án góðra kennara. Ef vel tekst til verða áhrifin víðtæk og hafa áhrif á allt þjóðlífið. Menntun þegnanna er undirstaða hagsældar þjóðarinnar. Skilgetin afkvæmi hennar eru ný- sköpun og framfarir. Það er athyglisvert hvað umræðurum fiskvinnslu í Kína skjóta oft upp kollinum, þegar rætt er um vanda íslenzkrar fiskvinnslu um þessar mundir. Erfiðleikarnir í rekstri Jökuls á Raufarhöfn eru raktir til samkeppni frá Kína. Í sam- tölum við forystumenn í sjávarút- vegsfyrirtækjum kemur aftur og aftur fram, að Kínverjar eru að hasla sér völl á fiskmörkuðum okkar með þeim hætti að erfiðleikum veld- ur. Í samtali við Morgunblaðið, sem birtist í Úr verinu, sérblaði Morg- unblaðsins um sjávarútveg, sl. fimmtudag, sagði Margrét Vil- helmsdóttir, framkvæmdastjóri Jökuls ehf. á Raufarhöfn, m.a.: „Kínverjar kaupa fisk frá Bar- entshafi og að mér skilst vinna þeir líka alaskaufsa. Þeir vinna orðið flestar fisktegundir og bjóða vöruna á mun lægra verði á mörkuðunum í Evrópu og sérstaklega í Bandaríkj- unum ... launahlutfallið virðist nán- ast ekki vera neitt hjá þeim. Þeir handskera allan fisk og það virðast engin vandamál vera þegar kemur að skurði...“ Þessi samkeppni frá Kína mun ekki hverfa. Meiri líkur eru á að hún aukizt og þess vegna er nauðsynlegt fyrir íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki að gera sér skýra grein fyrir því, hvernig þau ætla að bregðast við. Vinnulaun eru svo lág í Kína, að himinn og haf skilja á milli launa- kjara í fiskvinnslu hér á Íslandi og þar. Að einhverju leyti er kannski hægt að mæta þessum mun með aukinni tæknivæðingu í fiskvinnslu- stöðvum okkar. Að öðru leyti mun hún leiða til þess, að við leggjum meiri áherzlu á fiskvinnslu, sem ekki er stunduð í Kína. En þar fyrir utan má vel vera skynsamlegt að mæta samkeppninni frá Kína að einhverju leyti með því að nýta aðstæður þar til vinnslu á fiski í Kína í fiskvinnslu- fyrirtækjum sem væru í eigu Íslend- inga. Samkeppnin frá Kína og þau áhrif, sem hún er byrjuð að hafa í sjávar- útvegi hér, sýnir, hvað heimurinn er orðinn lítill. Fyrir nokkrum árum hefði fáum dottið í hug, að Kínverjar ættu eftir að veita okkur samkeppni á fiskmörkuðum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Sú samkeppni og afleið- ingar hennar eru veruleiki, sem við verðum nú að horfast í augu við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.