Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 37

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 37 GUNNAR ERLINGSSON ✝ Gunnar Erlings-son fæddist á Þorgrímsstöðum í Breiðdal 2. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 6. júní síðastlið- inn. Foreldrar Gunnars voru Erlingur Jóns- son, bóndi á Þor- grímsstöðum, f. 22.10. 1895, d. 12.4. 1944, og Þórhildur Hjartardóttir, hús- freyja á Þorgríms- stöðum, f. 4.10. 1897, d. 12.7. 1992. Systkini Gunnars eru 1) Þor- steinn Erlingsson, f. 4.5. 1919, d. 10.6. 1988; 2) Málfríður Erlings- dóttir, f. 6.7. 1922, d. 26.8. 2000; 3) Guðrún Björg Erlingsdóttir, f. 10.9. 1923; 4) Herdís Erlingsdóttir, f. 4.4. 1924; 5) Hlífar Erlingsson, f. 28.7. 1927; 6) Sigrún Erlingsdóttir, f. 2.7. 1928, d. 30.10. 1983; 7) Björg Erlingsdóttir, f. 9.3. 1930. Útför Gunnars fer fram frá Hey- dalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allar sam- vistirnar sem við áttum saman. Hvíl í friði, kæri frændi minn. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kristín Þórdís Ragnarsdóttir. Ég var nýkominn inn þegar síminn hringdi. Það var síðdegi á gráum rigningardegi í byrjun júní. Í síman- um greindi ég rödd móður minnar. Það sem hún hafði að segja olli því að yfir mig færðist óvæntur drungi alls ótengdur rigningunni. Hún sagði mér andlát Gunnars frænda míns á Þorgrímsstöðum. Þegar einhver deyr svo óvænt og skyndilega tekur ýmislegt að brjót- ast um í huga manns varðandi hinn látna. Maður tekur að skima yfir kynnin og leita í minningunum að hinum ýmsu stundum sem maður varði með viðkomandi. Þegar ég tók að hugsa á þann hátt um Gunnar kom upp í hugann einkennileg blanda af gleði og trega. Í návist Gunnars var ekki hægt að vera niðurlútur. Frá honum streymdi lífsgleði og jákvæðir straumar sem smituðu út frá sér. Því þarf maður ekki að leita lengi til að rifja upp ánægjustundir með Gunn- ari. Það gerir hins vegar að verkum að það fylgir því nokkur tregi að sætta sig við að hann sé nú fallinn frá. Það stoðar þó lítt að æðrast yfir missinum heldur fremur að þakka þær stundir sem við áttum saman. Ég mun þó sakna þessara samvista og þess að sjá og tala við þann al- úðlega og skemmtilega mann sem Gunnar var, mæta ekki aftur kank- víslegu brosi hans eða taka í styrka og vinnureynda hönd hans er við heilsumst eða kveðjumst. Gunnar féll frá í önnum þess starfs sem átti hug hans og krafta nær alla hans ævi, starfs sauðfjárbóndans sem hann sinnti allt til hinstu stundar af eftirtektarverðri nákvæmni, dugn- aði og þrautseigju. Margar samveru- stundir okkar Gunnars voru tengdar búskapnum og við þau störf var ein- staklega gott að vinna með honum. Stresslausari manni hef ég varla kynnst og öll vinnubrögð hans báru þess merki að alúð var lögð í hvert verk og vandað til þess. Húmor hans og léttlyndi var einnig fallið til þess að létta verkin. Ég minnist Gunnars sem góðs vin- ar og félaga, lífsglaðs og félagslynds manns sem var vel þokkaður af þeim sem hann þekktu. Hann hafði þann góða eiginleika, sem mörg okkar hinna skortir, að reyna að sjá björtu hliðarnar á sem flestu og líta jákvæð- um augum á tilveruna. Það eru þó ekki hvað síst þau sterku lyndisein- kenni Gunnars sem hjálpsemi hans og greiðvikni voru sem valda því að fleiri en ég líta til baka, nú við andlát hans, með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum indælis- manni. Vertu sæll, kæri frændi. Þú verður ógleymanlegur öllum sem kynntust þér. Hrafnkell Lárusson. Mig langar að minnast frænda míns, Gunnars Erlingssonar, bónda á Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Gunn- ar var móðurbróðir minn og mér ást- kær frændi. Mikið skarð er nú höggvið í frændgarðinn við fráfall hans. Gunnar bjó á Þorgrímsstöðum alla sína ævi og keypti jörðina ungur að árum. Gunnar var myndarlegur bóndi, byggði upp húsakost, ræktaði land og sléttaði. Margt einkenndi Gunnar en snyrtileiki var þó eitt af því sem hann skaraði fram úr í, bæði í umgengni við skepnur og hús, og lýsti honum einnig í öllum hans hátt- um og framkomu. Allir hlutir voru vandlega hirtir. Bílar og búvélar ent- ust honum lengur en mörgum öðrum sakir þess hve vel var um hugsað. Hann var stórhuga í búskapnum og virkjaði vatn og framleiddi rafmagn. Hefur rafstöðin sem hann byggði alltaf séð Þorgrímsstöðum fyrir raf- magni og aldrei verið tekið inn raf- magn frá öðrum. Lengi vel var mannmargt á Þor- grímsstöðum og þar stórt heimili með margvíslegu sniði, allt eftir tím- ans tönn. Þorgrímsstaðir eru gestris- ið heimili og alltaf hef ég verið vel- komin þar með fjölskyldu mína og mætt þar væntumþykju. Gunnar var sannkallaður heiðurs- maður, einn af fáum sem ég myndi kalla því nafni. Alltaf hress, kátur og jafnlyndur en gat þó svarað fyrir sig, best þó með beittum vísum. Alltaf var stutt í glensið og kímnigáfan al- veg á réttum stað. Gunnar var barn- góður maður og hafði gaman af því að spjalla við börn og kynnast þeim. Ég kom ung í sveit í Breiðdalinn, rétt orðin fjögurra ára. Þá var stórt heim- ili á Þorgrímsstöðum en Gunnar víl- aði ekki fyrir sér að taka þrjú systra- börn í sveit. Hann vissi sem var að Guðrún systir hans myndi hugsa vel um okkur. Margar góðar minningar á ég tengdar þessum sumrum sem ég dvaldist á Þorgrímsstöðum í gamla bænum. Sérstaklega vegna þess að þar var mér tekið eins og ég kom fyr- ir og mikið var látið með mig oft á tíð- um. Kann ég þeim systkinum þakkir fyrir. Mér þótti gaman að syngja og voru þeir bræður, Hlífar og Gunnar, þakklátir hlustendur og alltaf tilbún- ir að heyra meira. Aldrei man ég eftir að það hafi verið þaggað niður í mér. Eitt kvöld stóð ég í eldhúsglugganum og söng af lífs og sálarkröftum vegna þess að Gunnar var á Breiðdalsvík og hann átti að heyra í mér alla leiðina heim. Seinna kynntist ég honum sem fullorðin manneskja þegar ég bjó um skeið á Breiðdalsvík. Aldrei kom hann í kaupstað án þess að kíkja til mín og ófáar ferðirnar fór ég inn á Þorgrímsstaði því þar var gott að koma. Reyndist hann mér góður frændi þar eins og ávallt áður, gjaf- mildur og hlýr. Hannes kom til starfa fyrir Reykjavíkurhöfn á viðkvæmum tíma þegar framtíð hafnareksturs og flutningatækni var í þoku, óvíst hvort sú tækni sem nú þykir sjálfsögð mundi ná til Íslands og margar skoðanir á lofti um hina réttu þróunarbraut. Þarna þurfti ákveðna stefnumörkun sem byggðist HANNES VALDIMARSSON ✝ Hannes Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1940. Hann lést á heimili sínu, Huldu- landi 20, að morgni 2. júní og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 12. júní. á tæknilegri vinnu og samstarfi við atvinnulíf- ið og pólitíkina. Þarna var Hannes réttur mað- ur á réttum tíma, staða Reykjavíkurhafnar sem hnútapunktur í flutn- ingakerfi landins er að miklu leyti verk hans og samstarfsmannanna. Það skarð sem hann skilur eftir verður vand- fyllt. Síðustu árin voru vini mínum Hannesi erfið og nú er hann látinn eftir þunga baráttu við drekann mikla. Ég votta Maríu eiginkonu hans og ættingjum öllum innilega samúð. Jónas Elíasson. ✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist á Lækj- arbotnum í Landsveit í Rangárvallasýslu 28. október 1919. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 1. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Jón Árnason og kona hans Steinunn Loftsdóttir sem bjuggu á Lækjar- botnum. Systkini Þórunnar eru: Börn Jónínu Margrétar fyrri konu Jóns; Ásta, f. 13. október 1903, d. 8. júní 1993, Sigþrúður, f. 21. febrúar 1908, og Jón, f. 20. ágúst 1912, d. 1. nóvember 2001. Jónína andað- ist 20. ágúst 1912. Seinni kona Jóns var Steinunn Lofts- dóttir, börn þeirra; Árni Kollin, f. 13. október 1915, d. 21. febrúar 1964, Loftur Jóhann, f. 14. des- ember 1916, d. 9. apríl 1983, Matthías, f. 21. september 1918, Brynjólfur, f. 26. október 1922, og Geirmundur, f. 20. janúar 1924, d. 21. október 1979. Útför Þórunnar fer fram frá Skarðskirkju á Landi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, loksins er erfiðri bar- áttu lokið, þú ert komin heim og það er fyrir öllu. Ég veit að þú ert komin í sveitina til okkar, ert með okkur í öll- um okkar verkum og vakir yfir okkur krökkunum. Þú varst alltaf til staðar öll mín uppvaxtarár, ég gat alltaf leit- að til þín og þú varst ávallt með svör og ráð á reiðum höndum. Þegar ég var lítil kunni ég ekki að flauta með vörunum og þú sýndir mér hvernig ætti að gera það. Það tók þónokkurn tíma þangað til það kom, en þú sýndir mikla þolinmæði meðan þú eldaðir matinn og sýndir mér hvernig ég ætti að bera mig að. Þú gast leikið við mig tímunum saman í hvaða leik sem er, ég var því aldrei einmana, þú varst besta vin- kona mín, amma, trúnaðarmaður og ráðgjafi. Þú kenndir mér svo margt, þú kenndir mér ljóð, vísur og bænir og við báðum saman á kvöldin. Svo um áramótin kom ég til ykkar og fékk að fara á brennuna og borða nammi eins og ég gat í mig látið, það var nokkuð víst að ég kom aldrei svöng frá ykkur. Ég var eina barnið á heim- ilinu í 11 ár og þrátt fyrir það fann ég ekki til einsemdar. Svo kom litli bróð- ir minn og ég man þegar pabbi hringdi heim og sagði mér að ég ætti nú lítinn bróður. Ég hljóp út og þú á móti mér og svo vorum við bara hopp- andi úti á hlaði eins og brjálæðingar. Það var líka eins gott að enginn sá okkur. Þú hafðir ótrúlega vítt áhugasvið og við vorum sammála um svo mörg málefni. Þegar þú varst komin á Lund varstu enn að koma mér á óvart með nýjum sögum sem ég hafði gam- an af og þú hjálpaðir mér með ýmis mál sem ég þarfnaðist aðstoðar við. Við þökkum þér fyrir hversu hjartahlý og góð þú varst og við vor- um svo heppin að þekkja þig og fá að alast upp með þig okkur við hlið. Nú ertu komin heim til okkar enn á ný og við vitum að þér líður vel. „Hvert fótspor á jörð mun verða skráð á himnum og þakklæti útilátið ríkulega hverjum þeim er stígur hinn gullna veg.“ (Þ.G.) Systkinin frá Lækjarbotnum, Þórunn og Þórhallur. Þórunn ólst upp í kærum systkina- hópi á Lækjarbotnum undir hand- leiðslu góðra foreldra sem bæði voru vel gefin, vinnusöm og stjórnsöm í þess orðs bestu merkingu og lærðu börnin til allra almennra starfa. Þeirra aðal og áhugamál var að gefa þeim gott veganesti, þar sem traust, heiðarleiki og virðing til allra verka var ofar öðru. Þessi arfur frá æsku- heimilinu kom þeim vel þegar þau gengu að sínu ævistarfi hvert um sig. Þórunn var heima með foreldrum sínum og var þeirra stoð og stytta, hún fór stundum síðla vetrar til starfa í Reykjavík, en kom alltaf heim á ný þegar vorannir kölluðu. Móðir henn- ar andaðist 26. júní 1958 og þá tók hún við bústýrustörfum hjá föður sín- um, en þremur árum seinna tók Brynjólfur bróðir hennar við búi og áfram var Þórunn við húsmóðurstörf á Lækjarbotnum. Þau systkinin Þórunn og Brynjólf- ur ráku gott bú á Lækjarbotnum þar sem var byggt upp og ræktað og góð- ur búfjárstofn. Þórunn var mikil hannyrðakona og prýddu verk henn- ar og útsaumur heimili þeirra. Heim- ilið var í þjóðbraut þar sem marga bar að garði og hjá þeim ríkti sönn gestrisni. Ættingjarnir áttu alltaf hjá þeim skjól, margt barnið kom að Lækjar- botnum til sumardvalar og oft urðu sumrin mörg sem þau dvöldu þar. Vinátta og tryggð til systkinanna var mikil og það gladdi þau að finna hve mikils virði á lífsleiðinni dvöl þessara barna á Lækjarbotnum var. Þórunn var félagi í ungmenna- félaginu Merkihvoli og eins var hún virk og dugleg félagskona í kven- félaginu Lóu. Hún var ein af stofn- endum kirkjukórs Skarðskirkju og formaður hans um árabil og söng í honum meðan heilsa hennar leyfði. Hún var söngvin og naut þess að syngja í góðra vina hópi enda voru fé- lagarnir í kirkjukórnum kærir vinir. Árið 1981 keyptu þau systkinin hús á Hellu og fluttu þangað 1983. Þá tók við búinu Guðlaugur Kristmundsson og kona hans Jónína Þórðardóttir. Eftir að á Hellu kom starfaði hún á dvalarheimilinu Lundi, en árið 1997 fékk hún blóðtappa og eftir það fór heilsu hennar að hraka. Árið 1999 fluttist hún á Lund þar sem hún naut þeirrar góðu og umhyggjusömu umönnunar starfsfólksins sem hún sjálf og hafði veitt meðan hún starfaði þar. Með orðum skálds sem Land- sveitin hennar fæddi kveðjum við sveitungar og vinir Þórunni og þökk- um störf hennar í gleði og sorg og allt sem hún var okkur og veitti. Hjartans kveðja ljúf frá okkur öllum ómar nú við grafarbarminn þinn; ljóð til þín frá Íslands fossum, fjöllum, fljótum, vogum, óma í himininn. Þú ert frjáls, sem frelsi unnir lengi, frelsi systra þinna – sofðu rótt. Englar drottins sterka gígjustrengi stilli við þitt hjarta. – Góða nótt. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Minning um góða konu lifi. Sigríður Th. Sæmundsdóttir, Skarði. Tóta mín, mig langar að þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir mig þeg- ar ég kom að Lækjarbotnum fyrir 35 árum. Það hefur nú varla verið neitt íhlaupaverk að taka að sér barnungt fólk til sumardvalar, mismunandi hvert og eitt. Sumardvölin varð að nokkrum sumrum, jól og páskar voru þar engin undantekning hjá sumum okkar og hjá öðrum varð dvölin enn lengri og stendur ennþá hjá einum okkar sem er orðinn bóndi á staðn- um. Þetta segir manni að okkur leið vel og þú Tóta, Billi og Nonni urðuð vinir okkar og eruð enn, þótt komið sé að leiðarlokum hjá ykkur Nonna, en tilfinningin til ykkar er og verður alltaf sú sama. Falleg kona var hún Þórunn Jóns- dóttir og hefði getað heillað hvaða mann sem var upp úr skónum en hún valdi sitt hlutskipti í lífinu sjálf og bjó á arfleifð foreldra sinna ásamt Brynj- ólfi og Jóni bræðrum sínum á Lækj- arbotnum í Landsveit í Rangárvalla- sýslu. Billi minn, mig langar til að senda þér og þínum mínar bestu óskir um að ykkur muni líða sem best á kom- andi tímum. Samúðarkveðju sendi ég ykkur þó svo að hjarta mitt hafi í raun fagnað að þrautum Tótu væri lokið og hún farin til sinna á æðri stöðum. Hafðu þökk fyrir allt og guð blessi þig, Tóta mín. Þórhallur Steingrímsson. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.