Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 39

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 39 ✝ Hildur Eiðsdóttirfæddist á Þór- oddsstað í Köldukinn í Suður-Þingeyjar- sýslu 4. apríl 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga á Húsavík 5. júní sl. Hildur var dóttir hjónanna Eiðs Arn- grímssonar, bónda á Þóroddsstað, f. 1886, d. 1967, og Karitasar Friðgeirsdóttur, f. 1890, d. 1975. Systkini Hildar voru 1) Friðgeir, f. 1919, d. 1998; 2) Arngrímur, f. 1922; 3) Þóroddur, f. 1927; og 4) Helga, f. 1935. Hildur giftist 5.11. 1949 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Jóni Sig- urgeirssyni frá Granastöðum, f. 13.11. 1921. Börn þeirra eru 1) Kristín, f. 16.12. 1950, gift Ög- mundi H. Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn, Guðmund, Jón og Unni; 2) Sigurgeir, f. 26.8. 1952; 3) Kristbjörg, f. 29.7. 1954, gift Hauki Þórðarsyni, börn þeirra eru Hildur og Valur. Barn Hildar og sambýlismanns hennar, Brynj- ars Óttarssonar, er Haukur; 4) Eiður, f. 28.9. 1957, kvæntur Önnu Harðardóttur, börn þeirra eru Andrea, Arnór og Hildur; 5) Arngrím- ur Páll, f. 4.5. 1967, kvæntur Svanhildi Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Íris, Óðinn og Auður; 6) Karitas, f. 3.9. 1970, gift Erlingi Krist- jánssyni, barn þeirra er Arna Valgerður. Hildur ólst upp í foreldrahúsum á Þóroddsstað. Hún stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Laugum veturinn 1943–44 og við Húsmæðraskólann á Laug- um veturinn 1945–46. Eftir það vann hún í mötuneyti á Akureyri í tvo vetur. Hildur og Jón hófu bú- skap í Ártúni 1949 og bjuggu þar til ársins 1961 er þau reistu sér nýbýli í Árteigi. Síðastliðið ár dvaldi Hildur á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga á Húsavík. Útför Hildar fer fram frá Þór- oddsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa, blómmóðir bezta! Sá ég sól roða síð um þína hjalla og birtu boða brúnum snemma fjalla. Skuggi skauzt úr lautu, skreið und gráa steina, leitandi leyna. Blómmóðir bezta, beztu jarðargæða gaf þér fjöld flesta faðir mildur hæða. Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa, að gleymi guð lofa? Hlíð, þér um haga hlýr æ blási andi, döggvi vordaga dögg þig sífrjóvgandi! Um þig aldrei næði, að þér svo að kali, vetur vindsvali! (Jón Thoroddsen.) Í dag verður til moldar borin ást- kær amma mín, Hildur Eiðsdóttir. Ljóðið hér að ofan eftir Jón Thor- oddsen er bundið æskuminningum mínum um ömmu enda raulaði hún það fyrir mig þegar ég var barn. Aldrei kom mér til hugar annað en að ljóðið fjallaði um hana. Í orðum þess felst flest það sem prýddi ömmu; takmarkalaus ást hennar á náttúrunni og sveitinni, trúrækni, yfirvegun og nærgætni. Blómmóðir- in í ljóðinu var amma mín enda þekkti ég enga aðra sem var eins umhugað um blómin sín og garðinn sinn. Inni í Árteigi voru óteljandi blómapottar og garðurinn úti bar áhuga hennar og umhirðu fagurt vitni. Hún þreyttist aldrei á að kenna mér heiti blómanna og líta eftir blómaknúppum og græðlingum. Fyrstu minningar mínar tengjast dvöl minni á heimili ömmu og afa í Árteigi í Útkinn. Þangað fór ég með foreldrum mínum flesta hátíðisdaga sem og helgar og dvaldi í góðu yf- irlæti í sveitinni. Þar var okkur tekið opnum örmum nær ávallt úti á tröppum þar sem við vorum kysst í bak og fyrir. Andrúmsloftið í Árteigi var ætíð notalegt þó svo að mikil um- ferð af fólki hafi verið þar fyrr á ár- um. Þrátt fyrir að gestagangurinn hafi verið mikill kvartaði amma aldr- ei. Hún sýndi einstaka gestrisni og örlæti á sinn yfirvegaða hátt. Hún fann sér þó alltaf tíma fyrir hugð- arefni sín, blómarækt og prjóna- skap. Það voru ófá vettlingapörin og ull- arsokkarnir sem fylgdu börnum og barnabörnum í skólann á haustin enda amma mikil handavinnukona. Þetta var þó ekki það sem helst sat í barnshuganum, heldur var það ljúf- mennska ömmu og umhyggja henn- ar. Hún var hlý og góð. Hún talaði við mig af nærgætni og áhuga og bar hag minn og hinna barnabarnanna mjög fyrir brjósti. Sérstaklega er mér minnisstætt blikið sem kom í auga hennar nú síðustu árin þegar hún fylgdist með alnöfnu sinni og sonardóttur, Hildi Eiðsdóttur. Eftirsjáin að ömmu er mikil. Sér- staklega sakna ég þess að hafa ekki getað notið fleiri ánægjustunda með henni eftir að ég varð fullorðin en eftir því sem árin liðu varð það æ erf- iðara sjúkdóms hennar vegna. Hin síðustu ár glímdi amma við Alzheim- er-sjúkdóm. Sá skelfilegi sjúkdómur varð til þess að síðustu misserin dvaldist hún á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þar sem hún lést 5. júní sl. Ég trúi því að amma Hildur hafi valið sumarið til þess að kveðja enda tíminn þegar blómin og engin skarta sínu fegursta, tími til að baða sig í sólargeislunum og anda að sér ilm- inum af náttúrunni. Haf þökk fyrir allt og guð geymi þig. Þín Hildur Hauksdóttir. Að undanförnu hafa margir góðir Kinnungar fallið frá, nú síðast amma mín, Hildur Eiðsdóttir í Árteigi. Frá því að ég man eftir mér og allt fram á unglingsaldur dvaldi ég sumarlangt í sveitinni hjá ömmu og afa. Á hverju vori beið ég þess óþreyjufullur að skóla lyki svo að ég gæti haldið norð- ur yfir heiðar og oftar en einu sinni var mér hleypt af stað áður en hefð- bundnu skólahaldi lauk. Á nágrannabæjunum bjuggu margir frændur mínir á svipuðu reki og ég og eins og gefur að skilja var margt brallað. Það kom í hlut ömmu að fæða mig og klæða og það var víst örugglega ærið verk. En amma kippti sér ekki upp við það og alltaf tók hún á móti mér brosandi, sama hver útgangurinn á mér var. Það var auðfundið að ömmu þótti vænt um mig og mér þótti líka afar vænt um ömmu. En ég var ekki einn um að njóta umönnunar og ósérhlífni hennar. Í Árteigi er stórt hús og þar var jafnan mannmargt; heimilisfólk jafnt sem ættingjar og aðrir gestir. Margir áttu erindi við afa vegna verkstæð- isvinnu og ekki var óalgengt að á annan tug manna væru í fæði hjá ömmu og annað eins gisti. Öllu þessu fólki tók hún opnum örmum og sinnti af bestu getu. Þótt það hafi verið ærið verk að sjá um heimilið átti amma sér áhuga- mál sem hún sinnti vel. Þau helstu voru blóm og garðrækt. Af mikilli natni annaðist hún víðfeðman garð- inn sinn og var að honum mikil prýði. Svo mikil, að hún hlaut m.a. viður- kenningar fyrir. Sumarið í fyrra, þegar ömmu naut ekki lengur við heima fyrir, gerði ég mér fyrst grein fyrir því hversu mikil vinna lá að baki þessu áhugamáli hennar og síð- an þá hefur það verið ærinn starfi fyrir afkomendur hennar að halda garðinum við. En það það voru ekki bara blóm sem heilluðu ömmu. Hún var söng- elsk mjög og raulaði gjarnan lag- stúfa heima við. Þar fyrir utan söng hún í kirkjukór Þóroddsstaðarsókn- ar og kvennakórnum Lissý, en með honum fór hún í söngferðalag til Þýskalands. Amma ferðaðist einnig til vesturstrandar N-Ameríku árið 1980 og er mér minnisstæður stutt- ermabolur sem hún færði mér að gjöf með áletruninni „Las Vegas“. Mér þótti sem barni afar merkilegt að amma í sveitinni skyldi hafa farið til þessarar skrautlegu borgar. Fyrir nokkrum árum greindist amma með Alzheimer-sjúkdóm og síðastliðið eitt og hálft ár dvaldi hún á sjúkrahúsinu á Húsavík. Í þau skipti sem leið mín lá norður í land heimsótti ég hana þangað og var gleðilegt að sjá að hún naut þar þeirrar góðu umönnunar sem hún hafði svo oft veitt öðrum. Ég mun ætíð minnast Hildar ömmu minnar með hlýju og þakklæti fyrir liðna tíð. Megi hún hvíla í friði. Guðmundur Ögmundsson. Heiðurskona er fallin í valinn. Mig langar í fátæklegum orðum að minn- ast genginnar svilkonu minnar. En hvað gilda fátækleg orð við slíkar að- stæður? Eftir situr þakklæti fyrir að hafa mátt kynnast slíkri mannkosta- konu sem Hildur Eiðsdóttir var. Mér er það ofarlega í sinni er fundum okkar bar fyrst saman í forstofunni í Árteigi, fyrir tæpum þremur áratug- um. Ég var þá að koma í fyrsta sinn í Útkinnina með Páli, mági Hildar, og þekkti mig lítið hér, sem vonlegt var. Mér var tekið opnum örmum af þeim heiðurshjónum Jóni og Hildi í Ár- teigi, en þar hófum við Páll búskap. Alltaf var sama hlýjan og nóg hjartarúm þar sem Hildur var. Heimilið var barnmargt og erilsamt og mörg verk að vinna. Ætíð var mjög gestkvæmt og öllum vel tekið er að garði bar. Oft var þétt setinn bekkurinn við stóra eldhúsborðið í Árteigi, hvort sem það voru við- skiptavinir á vélaverkstæðinu í Ár- teigi, nágrannar eða aðrir vinir og ættingjar. Þar var oft á tíðum glatt á hjalla yfir kaffispjallinu. Í höndum Hildar var heimilinu stýrt á faglegum nótum. Hún kunni sitt fag og féll aldrei verk úr hendi. Hjá þeirri kynslóð sem hún tilheyrði var vinnusemin talin einn af höfuð- kostunum. Þó að oft væri annríki þá skapaðist samt tími til þess að taka þátt í félagsmálum, söngstarfi og þess háttar. Hún veitti forstöðu kvenfélagi Þóroddsstaðarsóknar um árabil og söng með kirkjukór sóknar sinnar frá unglingsaldri. Einnig söng hún lengi með Kvennakórnum Lissý í Suður-Þingeyjarsýslu svo eitthvað sé nefnt. Hildur var mjög vel að sér um ættfræði og gat maður alveg gleymt sér er slík mál voru rædd þar á bæ. Einnig var hún mjög víðlesin, hvort sem það voru bókmenntaverk eða annar fróðleikur. Ætíð lét hún líka til sín taka í stjórnmálaumræð- unni og hafði ákveðnar skoðanir í þeim málum. Margar minningar koma upp í hugann við leiðarlok. Í gróanda vors- ins leiði ég hugann að öllum fallegu og litríku pelargóníunum í stofunni í Árteigi, rósunum og öllum fallegu blómunum, sem Hildur ræktaði af stakri natni. Einnig er mér ofarlega í sinni er við fórum gjarnan tvær út austur af bænum með eitthvað af börnum með okkur og hreyktum taðinu á hlýjum vordögum. En hún lét ekki sitt eftir liggja í þess konar verkun og átti ófáar ferðirnar í reykjarkofann er lögð var lokahönd á verkun haustmatarins. Oftsinnis á vorin fórum við saman kvenfélags- konur úr nágrenninu á langa brúna Land-Rovernum, upp að Hveravöll- um að kaupa kálplöntur og blóm hjá Garðræktarfélagi Reykhverfunga. Þannig hrannast minningabrotin upp er hugurinn hvarflar til baka. Það var gæfa Hildar hve góðan lífsförunaut hún átti, þar sem var hinn ástríki maki og mæti hagleiks- maður Jón Sigurgeirsson. Sam- heldni og vinátta þeirra hjóna var eftirtektarverð. Barnahópurinn er stór og hið mesta mannkostafólk. Ég vil að lokum votta Jóni mági mínum og fjölskyldu dýpstu samúð. Margrét Jónsdóttir. HILDUR EIÐSDÓTTIR ✝ Ólafía Þorgríms-dóttir verkakona fæddist í Miðhlíð á Barðaströnd 6. febr- úar 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Patreksfirði 10. júní síðastliðinn. Foreldrar Ólafíu voru hjónin Þor- grímur Ólafsson, bóndi í Miðhlíð, fæddur í Litluhlíð á Barðaströnd 30. júní 1876, d. 15. desem- ber 1958, og kona hans, Jónína Ólafs- dóttir húsfreyja, fædd í Miðhlíð á Barðaströnd 17. apríl 1884, d. 24. janúar 1978. Systkini Ólafíu eru: 1) Kristín, f. 11.7.1908, d. 30.7.1998; 2) Ólaf- ur, f. 21.8.1910, d. 13.3.1998; 3) Aðalheiður, f. 10.11.1912, d. 12.10.1975; 4) Jóhann, f. 29.10. 1917, d. 27.11.1917; 5) Jóhanna, f. 26.4. 1919, d. 30.4.1956; 6) Dagný, f. 29.9.1920; 7) Sigríður, f. 5.11. 1921, d. 8.3.1985; 8) Sæ- björg, f. 16.1.1924; 9) Unnur, f. 11.6.1926, d. 23.3.1935; 10) Bjarndís, f. 28.5. 1930. Ólafía giftist 23.12.1943 manni sínum, Ólafi Gísla Ólafssyni verkstjóra, f. 23.1. 1907, d. 10.12.1978. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Gísli Bjarnason, f. 18.11. 1865, d. 3.6.1906, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 19.4.1875, d. 20.11.1854. Ólafía og Ólafur eignuðust fjögur börn. 1) Kjartan, f. 27.4.1939, börn hans eru Ólafur, f. 14.12. 1966, Birta, f. 27.5. 1978, og Máni, f. 25.3.1989; 2) Hrafnhildur, f. 1.8.1945, börn hennar eru Lóa, f. 18.2.1966, Ingimundur, f. 13.3.1972, d. 4.7. 1977, og Karólína, f. 28.5.1978; 3) Bolli, f. 3.7.1947, börn hans eru Rúnar Héðinn, f. 15.10.1973, Þor- steinn, f. 22.7. 1975, Egill Andri, f. 15.2. 1981, Iðunn Elfa, f. 10.12.1982, og Auður Freyja, f. 7.3.1986; 4) Jóhann, f. 11.12. 1953, börn hans eru Elín Þórunn, f. 24.8.1983, Kári, f. 26.11.1986, Andri, f. 18.7.1988, og Sindri, f. 16.6.1993. Útför Ólafíu fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látin er á Patreksfirði merk og mæt kona. Með þessum fáu línum langar mig til þess að minnast henn- ar og þakka fyrir langa vináttu sem hefur varað alla mína ævi. Frá því ég var lítil stelpa minnist ég heimsókna til Lóu með móður minni en þær voru góðar vinkonur. Sem unglingsstelpa man ég eftir að hafa labbað oft niður á Tún á kvöld- in með vísi að peysu á prjónunum og hlotið þar góða tilsögn meðan hlust- að var á útvarpsleikritin o.fl. Lóa var vel þekkt fyrir allar fallegu peysurnar sem urðu til á örskömm- um tíma, ýmist útprjónaðar eða með köðlum og þótti ekki svo lítið fínt að vera með í þeim meistaraverkum. Margt annað prjónaði hún um ævina og núna seinni árin voru það ung- barnafötin og teppin sem voru afar vinsæl. Ég held að hún hafi aldrei setið auðum höndum. Eftir að ég flutti frá Patreksfirði var það fastur þáttur í heimsóknum mínum á æskustöðvarnar að kíkja til Lóu á Bjarkargötuna og þiggja hjá henni pönnukökur, hveitikökur og annað góðgæti. Þá ræddum við um það sem okkur lá helst á hjarta í hvert sinn og alltaf var jafnindælt að koma til hennar. Hún var mjög raunsæ kona og hreinskiptin og því gott að tala við hana. Þá átti hún auðvelt með að slá á létta strengi ef svo bar undir. Eitt sinn þegar ég kom vestur dreif ég mig á fætur árla dags og stormaði niður í sundlaug því þar vissi ég að ég myndi finna eldri borgara staðarins. Lóu hitti ég í sturtunni og var hún búin með morgunsundið svo hún sagði mér endilega að koma í morgunverð til sín. Auðvitað biðu mín þar kræs- ingar og er ég hafði gætt mér á þeim bauð hún mér uppá koníak. Það hefði reyndar átt að drekka það í erfidrykkjunnni hennar en einhver hafði fengið lánað úr flöskunni svo hún ætlaði bara að kaupa aðra fyrir þann tíma. Mér varð litið á klukk- una, hún var rétt rúmlega 9 að morgni en engin spurning, „já takk“, sagði ég! Fyrir nokkrum árum sagði hún mér að hún og Stína systir hennar væru búnar að gera sínar framtíð- aráætlanir. Þær ætluðu að lifa örfá ár í viðbót og síðan myndu þær veikjast, dvelja stutta stund á sjúkrahúsinu heima og kveðja síðan þennan heim. Í dag kveð ég þessa góðu vinkonu mína og þakka henni fyrir allan hlý- leika hennar við mig og fjölskyldu mína og tel mig hafa notið forrétt- inda að hafa þekkt hana. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Aldís. ÓLAFÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.