Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergur ElíasGuðjónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 10. júní 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni í Vestmanna- eyjum laugardaginn 7. júní sl. Foreldrar Bergs voru Margrét Sím- onardóttir, f. 17.9.1891, d. 30.5.1920, og Guð- jón Pétur Valdason, f. 4.10.1893, d. 17.8.1989. Seinni kona Guðjóns og fóstra Bergs Elíasar var Guðbjörg Þorsteins- dóttir, f. 29.7.1895, d. 8.1.1991. Alsystur Bergs voru Ragnhildur og Klara sem báðar eru látnar. Hálfsystkini hans eru Þorsteinn og Bergrós sem létust ung og Marteinn og Ósk sem lifa bróð- ur sinn. Bergur Elías kvæntist 15. maí 1937 Guðrúnu Ágústsdóttur frá Hróarsholti í Flóa, f. 29.1.1916. Foreldrar Guðrúnar voru Krist- ín Bjarnadóttir, d. 1963, og Ágúst Bjarnason, d. 1928. Börn Bergs Elíasar og Guð- rúnar eru: 1) Ágúst, f. 19.9.1937, kvæntur Stefaníu Guðmundsdóttur, f. 16.1.1941. Börn þeirra eru a) Bergur Elías, f. 7.7.1963, sambýliskona hans er Bryndís Sigurðardóttir, f. 23.2.1964 og eiga þau tvo syni, fyrri kona Bergs Elíasar var Berglind Steinþórsdóttir, f. 23.12.1964, og eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn. b) Sig- urbjörg, f. 29.7.1969, gift Sveini Sigurðssyni, f. 14.6.1964 og eiga þau einn son; 2) Margrét Klara, f. 13.8.1941, gift Birgi Símonarsyni, f. 16.9.1940. Börn þeirra eru a) Elva Björk, f. 17.9.1963, gift Sigurgeiri L. Ingólfssyni, f. 25.7.1960, og eiga þau tvo syni. b) Jó- hanna, f. 26.2.1968, gift Rafni Krist- jánssyni, f. 1.10.1966, og eiga þau fjögur börn. c) Rúnar Þór, f. 1.10.1970, sambýliskona hans er Íris Pálsdóttir, f. 29.3.1973, og eiga þau tvö börn; 3) Kristín, f. 8.12.1945, gift Kristmanni Karlssyni, f. 6.6.1945. Börn þeirra eru a) Guðrún, f. 22.8.1964, gift Halldóri I. Hall- grímssyni, f. 4.10.1957, og eiga þau þrjár dætur. b) Betsý, f. 22.4.1967, gift Ingólfi A. Arn- arssyni, f. 5.1.1967, og eiga þau fjögur börn. c) Elísa, f. 2.4.1976, gift Sigurjóni Eðvarðssyni, f. 14.12.1970, og eiga þau tvo syni. Bergur Elías, sem ávallt var kallaður Elli Bergur, hóf ungur störf við sjávarútveg og vann við það alla sína starfsævi. Hann gerðist útgerðarmaður, meðeig- andi í Ísfélagi Vestmannaeyja og sat þar í stjórn, var verk- stjóri í Stakki hf. og Ísfélagi Vestmannaeyja. Einnig var hann fjárbóndi í mörg ár með öðrum störfum. Útför Bergs Elíasar verður gerð frá Landakirkju Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson.) Á svona stundum reikar hugurinn oft til baka og margs er að minnast. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að vera yngst af barnabörnunum og fá að njóta þess að vera með ömmu og afa þegar þau voru byrjuð að minnka við sig vinnuna og svo eftir að þau hættu að vinna. Mjög marg- ar af æskuminningum mínum eru einmitt af Dverghamrinum. Þegar við tjölduðum í garðinum var tjaldið sett beint fyrir utan herbergis- gluggann svo að afi heyrði ef eitt- hvað væri að. Ég man allar stundirnar sem ég og vinkonur mínar eyddum við leik í kartöflukofanum, ferðirnar sem ég fór með afa suður á Eyju að taka upp og setja niður kartöflur og ekki má gleyma Þorláksmessu, litla stelpan hans afa sá alltaf um að skreyta jólatréð fyrir afa sinn, þrátt fyrir að vera löngu hætt að vera lít- il. Amma kom oft í morgunkaffi til mömmu eftir venjubundnar sund- ferðir og svo fékk ég að fara með henni heim. Ég man hvernig ég beið eftir hljóðinu í bílskúrshurðinni og tók á móti afa, tók fyrir hann netið – með kaffibrúsanum og nestisbox- inu. Alltaf var þetta jafnspennandi og alltaf vorum við jafnglöð að hitt- ast. Ég hef eflaust verið á svipuðum aldri og eldri sonur minn er í dag þegar við afi fórum að venja komur okkar á bryggjurnar. Ég kunni orð- ið alla stafina og þá fannst afa við hæfi að kenna mér að lesa nöfnin á bátunum sem voru í höfn því bát- arnir og sjórinn voru alltaf stór hluti af hans lífi. Þegar afi hætti svo að vinna var ég alveg óð í að vera á Dverghamr- inum, hringdi í tíma og ótíma og bað afa að sækja mig. Það var nú meira bröltið á okkur þá. Þegar ég lít til baka er ég alveg hissa á hvað amma og afi nenntu að brasa með mér. Hjá þeim saumaði ég í fyrsta skipti á saumavél, bakaði mínar fyrstu pönnukökur, sagaði, boraði og smíðaði mitt fyrsta og e.t.v. eina skip. Sem heppnaðist svo vel að far- in var sérstök ferð inn í Dal á hvíta SAABnum að sjósetja skipið. Og viti menn – það flaut! Afi minn var alltaf mikill barna- karl og var mér og drengjunum mínum góður. Hann var alltaf svo ofsalega glaður þegar við komum í heimsókn, fór með þann eldri að smíða í bílskúrnum og sótti bolta fyrir þann stutta á meðan við amma spjölluðum yfir kaffibolla í eldhús- inu. Í vikunni sem afi kvaddi var ég að spjalla við hann og segja honum að eldri syni mínum hefði nú ekki þótt mikið varið í að koma á Dvergham- arinn og geta ekki fengið neina spýtu því langi væri á sjúkrahúsi. Afi gladdist mjög og kvaddi mig með þeim orðum að Kristmann Þór fengi bara tvær spýtur næst. Elsku afi, því miður varð nú ekk- ert af því að þú kæmir heim aftur og þar er nú komið stórt skarð því að stóran klett vantar nú í líf okkar. Söknuðurinn er mikill eftir svo góð- um manni. Ég veit að þú varst sátt- ur og tilbúinn að fara en alltaf er erfitt að kveðja. Bless, bless, afi minn, þú átt alltaf vísan stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Þín Elísa. Hann Elli Bergur hefur kvatt þetta tilverustig. Drottinn gaf og Drottinn tók og nú hefur hann tekið Ella Berg afa og langafa í faðm sinn. Ef einhver hefði sagt að heim- sókn hans í sveitina fyrir réttum tveimur vikum, þegar hann kom til þess að samgleðjast okkur við ferm- ingu Símonar Bergs og útskrift Ing- ólfs Birgis, langafabarna sinna, yrðu okkar síðustu samverustundir hefðum við sagt það tóma vitleysu. Þessi síðasta vika sem við áttum saman í sveitinni er okkur nú dýr- mæt minning. Elsku Elli Bergur, ást þín, um- hyggja, hlýja og gleði er það sem við munum alla tíð minnast. Sam- verustundirnar í sveitinni og á Dverghamrinum þar sem tíminn virtist óþrjótandi til að rísla með drengjunum í bílskúrnum við smíð- ar. Þeir voru ófáir hlutirnir sem þar urðu til, ófá feilhöggin hjá litlum höndum sem voru að reyna að skapa, þá kyssti langafi á puttann og leiðbeindi svo með sinni stóísku ró. Þegar hluturinn svo loks var tilbúinn var ævinlega sama umsögn- in: „Þetta er alveg beautiful,“ og svo hlógu allir. Allar heimasmíðuðu gjafirnar sem bárust í sveitina eru okkur öll- um einnig ómetanlegir dýrgripir. Ófá voru líka símtölin í sveitina þar sem þú varst bara að spyrja frétta og aðgæta hvernig við hefð- um það, því að þú vildir fylgjast með afkomendum þínum og sýndir því mikinn áhuga hvað þeir höfðu fyrir stafni. Elsku Guðrún amma, góður Guð gefi okkur öllum styrk til þess að takast á við missinn og söknuðinn. Minningin um yndislegan afa og langafa mun lifa með okkur. Elva og Sigurgeir. Elsku afi minn, nú þegar ég kveð þig langar mig að segja nokkur orð. Ég tel mig hafa verið heppinn og er stoltur af að hafa átt þig sem afa. Þú varst alltaf í góðu skapi og svo skemmtilegur. Hjá þér var ekkert kynslóðabil til og sóttu börnin ekki síður í þig en við hin fullorðnu. Ég man hvað ég sótti mikið í þig sem barn, alltaf var hægt að koma til þín að „brasa“ eitthvað. Svo þeg- ar ég varð örlítið eldri hélt ég áfram að fá að „brasa“ með þér, en þá í saltfiskinum. Var ég þá kominn í al- vöruvinnu með þér, stoltur af að fá að vinna með afa. Ég á einnig ljúfar minningar sem peyi frá öllum flugeldunum sem þú gafst mér á gamlársdag í mörg ár. Alltaf beið ég eftir að þú kæmir með sprengjurnar, og ekki leiddist þér brosið út að eyrum hjá litlum strák þegar þú komst með herleg- heitin. Til að sýna þér hversu stoltur ég er af að hafa átt þig sem afa get ég nefnt lítið dæmi. Það er nú ein- hvernveginn þannig að flestallir þekktu þig hér í Eyjum. Þegar ég var og er spurður hverra manna ég væri var nóg að segja bara: „Hann Elli Bergur er afi minn“ og þá vissi fólk hver ég var. En það þekktu þig fleiri en bara Eyjamenn. Einu sinni var ég staddur á Seyðisfirði þar sem við vorum að landa loðnu. Ég brá mér upp í sjoppu en þar sátu þrír eldri menn. Þeir gáfu sig á tal við mig og spurðu hvaðan ég væri. Þegar ég sagðist vera frá Vest- mannaeyjum spurðu þeir mig hverra manna ég væri. „Hann Elli Bergur er afi minn,“ sagði ég stolt- ur og þeir ljómuðu allir og spurðu mig spjörunum úr. Þennan sama dag fór ég í kaupfélagið á staðnum og miðaldra kona á afgreiðslukass- anum spyr mig að því sama og herramennirnir þrír. Hún fékk sama svar: „Hann Elli Bergur er afi minn.“ Varð hún þá glöð og spurði mig um þig og þína þar sem að hún vissi líka hver þú varst. Mér fannst skemmtilegt að lenda í þessu einn og sama daginn og þá líka á Seyð- isfirði þar sem ég þekki engan. En elsku afi minn, í dag er ég mjög leiður. Ég er leiður yfir að þú skulir ekki hringja oftar í mig og spyrja fiskifrétta af bátunum okkar, eins og þú orðaðir það. Ég er leiður yfir að þú skyldir ekki ná að gera hann Snorra minn „óþekkan“ eins og þú sagðir svo oft. Ég er líka leið- ur yfir að þú skyldir ekki ná afmæl- inu þínu og sjá alla fjölskylduna þína samankomna. Ég er svo leiður yfir að ég skuli ekki fá að sjá þitt þakkláta bros aftur í þau skipti sem ég hjálpaði þér eitthvað, hversu lítið sem það var. Ég er svo leiður yfir að ég skuli ekki aftur fá að sjá hvað hún Sirrý mín ljómaði í hvert skipti sem hún sá þig. En eins og ég er leiður yfir mörgu núna þá er ég einnig þakk- látur. Þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og að hún Sirrý mín hafi fengið að kynn- ast þér. Fyrir að fá að vera hjá þér síðustu mínúturnar í lífi þínu og þakklátur fyrir að amma er enn hjá okkur. Þú þarft ekki að vera hrædd- ur um hana ömmu því að þú skildir eftir þig stóra og góða fjölskyldu sem mun hugsa vel um hana. En elsku afi minn, mest af öllu er ég þakklátur fyrir að þú varst og verður alltaf afi minn. Saknaðarkveðjur, þinn vinur, Rúnar Þór. Elsku afi minn, Bergur Elías Guðjónsson, afi langi eða bara „langi“ eins og börnin okkar kalla hann alltaf, er dáinn. Fregnin barst okkur alla leið til Spánar þar sem við fjölskyldan í Heiðartúni 6 vorum í sumarfríi. Voðalega er nú sárt að vera svona langt í burtu þegar afi deyr. Margar minningar koma upp í hugann, hann afi var alveg frábær, ávallt svo glaður og góður, að hitta hann var alltaf svo gaman. Hann hugsaði svo mikið um börnin sín öll og vildi alltaf fylgjast með því sem þau voru að gera. Hann afi er svo ríkur, sagði hann oft sjálfur og átti þá við öll börnin sín, alla gullmolana sína eins og hann kallaði okkur oft. Auðvitað vissum við að kallið kæmi bráðum, bara þrír dagar í 90 ára afmælið og afi orðinn þreyttur, en það er samt svo voðalega sárt, ég sakna hans strax svo mikið. Elsku amma, missir þinn er mestur, megi góður Guð styrkja þig og varðveita í sorginni og um ókomna daga. Elsku mamma, Klara, Ágúst og fjölskylda. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði. Þín Betsý Kristmannsdóttir. Þær voru ófáar, stundirnar sem langafi eyddi í smíðaskúrnum, en það var hann vanur að kalla bílskúr- inn á Dverghamrinum, við að smíða leikföng handa langafabörnum sín- um. Þær stundir sem við áttum sam- an í smíðaskúrnum eru ómetanleg- ar, að fá að gramsa í öllu dótinu, nota verkfærin hans og svo ef mað- ur fór að hrósa honum eitthvað sagði hann bara si-svona: „Það er aumt að heita Jón og hafa ekki til þess unnið.“ Ég man þegar þú gafst mér vöru- bílana og bílskúr annars þeirra var svo stór að ég komst sjálfur inn í hann og var hann mjög vinsæll felu- staður. Síðan gafstu mér fjós, kálfafjós, hest með kerru og jólasvein sem þú smíðaðir allt sjálfur. Að ógleymdum öllum peningunum sem þú varst vanur að stinga í vasa minn svo lítið bar á. Mér er það einnig minnisstætt að þegar ég einhverju sinni var að læra dönskuna þá komst þú og sagðir: „Ég kann dönsku.“ Svo kom: „Én for lille og én for stor.“ Síðan hlógum við óskaplega. Elsku langafi, ég mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Símon Bergur. „Það er hart að heita Jón og hafa ekkert til þess unnið – ene for lille – beautiful.“ Þetta eru orð sem hann afi minn notaði við ýmis tilefni. Það er alveg frábært að hafa fengið að hafa hann afa og læra af honum þangað til það vantaði bara þrjá sólarhringa í að hann yrði 90 ára. Ég hugsa til baka (u.þ.b. 35 ár) og minningarnar eru margar. Við erum stödd á Skólavegi 10 að gantast og amma í eldhúsinu að brasa. Við erum í þurrkhúsinu um helgar, ég að leika á lyftara og afi að athuga með tækin. Aðfaranótt 23. janúar 1973 kom afi gangandi eftir Búastaðabrautinni að gá að okkur sem áttum heima á Suður- veginum, rétt við gosið. Ég er í baði í þvottabala í þvottahúsinu á B-götu 9, í Þorlákshöfn hjá ömmu og afa. Afi, amma, ég og Betsý fórum sam- an í útilegu á Laugarvatn. Ég er orðin unglingur að vinna í saltfiski, afi er verkstjóri og til að ná athygli er afi ekki að skammast og æsa sig, nei, hann bara segir brandara (kannski örlítið grófa) og hann fékk alla athyglina, allir hlýddu og ég skammaðist mín fyrir að þekkja hann. Svo var kallað: „Elli, pabbi þinn er að gá að þér!“ Þá urðu allir hissa og horfðu á afa sem þá var orðinn gamall maður, að okkur fannst. Barnabörnin komast á legg og afi og amma fá nöfnin Langi og Langa. Þegar ég varð mamma og kom í heimsókn án Kristínar leit afi á mig og sagði: Hva, ertu ein? Sigrún tos- ar í afa og segir: Kysstu mig, Langi. Það þótti afa gott að heyra og gerði að orðatiltæki. Ágústa var trippið hans Langa og hann bauð henni að sofa hjá sér í baðkarinu. Í seinni tíð gátum við afi, og stundum líka amma, setið og spjallað um liðna tíð og framtíðina, lífið og dauðann. Þetta er aðeins brotabrot af þeim minningum sem ég á um hann afa minn. Í dagbók ömmu 10. júní 2003 stendur: „Berum virðingu fyrir ell- inni,“ og það geri ég svo sannarlega því að af eldra fólki er margt að læra. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að hafa hann afa til að læra af. Elsku amma mín, missir þinn er mikill eftir 66 ára hjónaband. Ég bið Guð að vera með okkur öllum þegar við kveðjum eiginmann, pabba, tengdapabba, afa, langafa og langalangafa, þennan merka mann. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Guðrún Kristmannsdóttir. Elsku langafi, það er alltaf erfitt að vera langt frá fjölskyldunni sinni í langan tíma en það er sennilega aldrei jafnerfitt og núna, og geta ekki kvatt þig með hinum. Þess vegna langar mig að senda þér nokkrar línur að skilnaði héðan frá Spáni. Það eru ekki nema um tvær vikur síðan þú varst heima í sveitinni og við vorum að spjalla saman um framtíðina og hvað ég ætlaði að gera eftir útskriftina. Þú hafðir allt- af mikinn áhuga á því hvað börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin þín væru að gera. Við brölluðum mikið saman og þú varst alltaf til í að spjalla og hlusta á það sem ég hafði að segja. Mér eru minnisstæðir bíltúrarnir sem við fórum saman í Vestmannaeyjum þegar ég var lítill strákur, eða þeg- ar við bræðurnir vorum að sniglast í kringum þig í bílskúrnum á Dverg- hamrinum. Manni leið alltaf vel hjá þér og sást það vel þegar ég svaf í fanginu á þér í giftingunni hjá mömmu og pabba. Ég get ekki kvatt þig án þess að minnast á allar gjafirnar sem þú gafst mér, fyrsta vasahnífinn minn og úrið sem þú gafst mér sem auka- gjöf á fermingardaginn minn geymi ég mjög vel, svo ekki sé minnst á alla þá peninga sem þú stakkst að mér við ýmis tækifæri. Það var gott að geta hitt þig um þarsíðustu helgi og spjallað við þig og verða þær stundir ómetanlegar í minningunni. Elsku langamma og þið öll heima, megi góður Guð styrkja okkur öll og blessa minninguna um langafa. Ég er hjá ykkur í huganum þótt ég sé svo langt langt í burtu. Ingólfur Birgir. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt, kvað Vilhjálmur Vilhjálmsson. Við lát elskulegs vinar flæða fram minningar frá áratugakynnum, sem aldrei bar skugga á. Við vorum baráttufélagar í stjórnmálum um margra ára skeið, hann eldhugi af hugsjón, traustur eins og Heimaklettur, og ef til er eðalkrati þá var það Elli Bergur. Hann hvatti mig og studdi af dreng- skap sínum í hretviðri stjórnmála, hann var eins og besti stóri bróðir minn, sem alltaf var hægt að fá góð ráð hjá og klapp á bakið. Seinna urðum við stofnfélagar í Félagi eldri borgara í Vestmanna- eyjum, og þau Guðrún virkust í okk- ar góða hópi. Þegar hann var sjötugur langaði okkur að ganga upp á Klif, en féll- BERGUR ELÍAS GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.