Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 41 um frá því vegna skertrar fótafimi okkar. Nýlega töluðum við hins veg- ar um að fá bara þyrlu með okkur upp og syngja þar lagið okkar, „Þegar aldraðir safnast hér saman“. Elli Bergur var alltaf í góðu skapi, stundum stríðinn, stundum lúinn. Ég kveð kæran vin með söknuði, ég vona að hann hafi vitað hvað mér þótti vænt um hann. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar og allrar fjölskyldunnar. Kristjana Þorfinnsdóttir. „Verst þykir mér að eiga ekki stelpu handa þér líka, Ágúst minn.“ Þetta sagði Elli Bergur við mig þegar ég hafði komið nokkrum sinn- um á Skólaveg 10 með Kristmanni bróður, sem þá var byrjaður með Kristínu, dóttur þeirra Gunnu og Ella Bergs. Ég held að það hafi haft talsvert að segja fyrir mig að fá þessi ummæli, að minnsta kosti varð okkur Ella vel til vina upp frá þessu. Margar samveru- og gleðistundir áttum við eftir að eiga saman um dagana og mikið er nú ljúft að hafa heimsótt ykkur um páskana, þegar við Jenna vorum í Eyjum. Ekki ætl- aði ég heldur að klikka á því að heilsa upp á þig um hvítasunnuhelg- ina, þegar fagna átti 90 ára afmæli þínu, en þess í stað sit ég nú að kvöldi nítugasta afmælisdagsins þíns og skrifa um þig minningar- grein. Elli Bergur var hreinn eðalkrati og eftir að ég fór að vinna á Alþingi spurði hann mig alltaf að því hvort það væri ekki allt gott að frétta af Jóhönnu. Svo kvöddumst við alltaf með því að hann sagði: „Ég bið að heilsa Jóhönnu!“ Þetta var nú svona á léttu nótunum hjá okkur, en að- dáun Ella Bergs á Jóhönnu var al- veg ósvikin. Það var alltaf jafngaman að hitta þig, fá í nefið og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, og svo gönt- uðumst við og grínuðumst, því að þú vildir nú frekar vera á þeim nótum. „Það eru nógu margir í leiðinlegu deildinni,“ sagðirðu einhvern tím- ann. Við Jenna þökkum allar ljúfu stundirnar og biðjum Guð að blessa Gunnu og fjölskylduna alla. Ágúst Karlsson. Í dag kveðjum við Ísfélagsmenn okkar elsta hluthafa, heiðursmann- inn Berg Elías Guðjónsson eða Ella Berg eins og hann var ávallt nefnd- ur. Elli Bergur og Ísélagið áttu samleið í nærri hálfa öld en það var árið 1956 sem Elli Bergur kom að Ísfélaginu ásamt mörgum öðrum sem hluthafi, þá útgerðarmaður á Kap VE. Elli Bergur var sérstak- lega áhugasamur um velferð félags- ins alla tíð og fylgdist ávallt vel með öllu. Líklega hefur hann mætt á flestalla aðalfundi félagsins síðan 1956 og um tíma sat hann í vara- stjórn þess. Elli Bergur hafði alla tíð mikla trú á Ísfélaginu og aldrei hvarflaði að honum að selja sinn hlut í því en hann var sá eini af hluthafahópnum frá 1956 sem enn átti sinn hlut. Hin seinni ár hefur Ágúst, sonur Ella Bergs, setið í varastjórn þannig að tenging Ísfélagsins við Ella Berg og fjölskyldu hans hefur verið óslitin um langt árabil. Elli hringdi oft á skrifstofuna til að afla frétta af gangi mála og eins til að fá stað- festar fréttir sem honum höfðu bor- ist til eyrna um Ísfélagið. Elli mátti aldrei heyra hallað réttu máli um Ísfélagið og því vildi hann fá að vita hið rétta um málefni félagsins svo hann gæti gætt hagsmuna þess í spjalli við félaga sína. Um árabil var Elli Bergur starfs- maður Ísfélagsins, hann sá meðal annars um saltfiskverkun félagsins og gerði það með miklum sóma eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Elli Bergur lét ekki af störfum hjá félaginu fyrr en á átt- ræðisaldri og var hans sárt saknað meðal vinnufélaga. Elli var mjög gamansamur og skemmtilegur karl sem öllum leið vel í návist við. Síð- ustu samskipti okkar Ísfélags- manna við Ella Berg voru 30. apríl sl. þegar hann mætti á aðalfund fé- lagsins í Akógeshúsinu og síðar um kvöldið, tæplega níræður, á árshátíð félagsins í Höllinni. Þannig má segja að hann hafi kvatt félagið með formlegum hætti þennan dag og með reisn, en vissulega hefðum við viljað að samverustundirnar yrðu fleiri. Ísfélag Vestmannaeyja hf. vill að leiðarlokum þakka áratuga samleið og kveður Berg Elías Guðjónsson með söknuði. Við vonumst þó til þess að eiga enn frekari samleið með fjölskyldu Ella Bergs og vitum að Ágúst sonur hans sem fulltrúi hennar í stjórn félagsins mun halda merki og anda gamla mannsins á lofti um ókomin ár. Elsku Guðrún, Ísfélag Vest- mannaeyja hf. vottar þér og fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð og megi minningin um Ella Berg lifa um ókomin ár. Ísfélag Vestmannaeyja hf. Aðeins þremur dögum fyrir ní- ræðisafmælið sitt kvaddi eftirminni- legur samferðamaður, Bergur Elías Guðjónsson eða hann Elli Bergur eins og hann var ávallt nefndur. Ella Bergi kynnist ég sem ungling- ur þegar ég hafði sumarvinnu í Ís- félaginu um margra ára skeið. Elli, sem var af gamla skólanum, undr- aðist þessa skólagöngu mína og spurði oft í gamansömum tón hvort þessu færi ekki að ljúka. Í tengslum við skólaveru mína gerðum við óformlegan samning um tiltekið verkefni sem ég því miður mun ekki standa við enda eru aðrir mun fær- ari um að leysa það verkefni en ég. Elli Bergur var sérlega léttur og skemmtilegur og manni leið vel í návist hans. Ég minnist samveru- stunda sem Elli Bergur átti með göngufélögum sínum en annar þeirra var afi minn, Halli á Baldri, og hinn fyrrverandi framkvæmda- stjóri Ísfélagsins, Einar Sigurjóns- son. Þessi gönguhópur var þekktur hér í Eyjum og þar var margt spjallað. Nú sameinast þeir á ný og væntanlega verður gamli gönguhóp- urinn endurvakinn á nýjum slóðum. Segja má að nýr kafli í samskipt- um okkar Ella Bergs hafi hafist fyr- ir rúmum tíu árum þegar Hrað- frystistöð Vestmannaeyja hf. sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Allt frá þeim tíma höfðum við mikil samskipti og var Elli Bergur sérlega áhugasamur um málefni fé- lagsins og fylgdist vel með öllu sem hér var að gerast. Hann hafði mikl- ar mætur á fyrrverandi fram- kvæmdastjóra okkar, Sigurði heitn- um Einarssyni, og lýsti oft yfir ánægju sinni með gang mála hjá Ís- félaginu. Oft hringdi hann til að spyrja frétta og stundum kom hann við hjá okkur í smákaffispjall og var þá talað tæpitungulaust. Elli Bergur mætti á alla aðalfundi Ísfélagsins sem ég hef setið, ásamt syni sínum, Ágústi, sem setið hefur í varastjórn félagsins um árabil. Einnig eru eftirminnilegar heim- sóknir mínar undanfarinn áratug til Ella Bergs með arðinn eða jólagjaf- irnar og þá var tekið létt spjall yfir kaffinu hennar Gunnu um Ísfélagið og stöðu mála í sjávarútveginum. Ella Bergs verður sárt saknað í huga mínum því að samband okkar var bæði sérstakt og innilegt. Elsku Guðrún mín, Ágúst, Krist- ín, Klara og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi minningin um heiðursmanninn Berg Elías Guð- jónsson lifa um alla framtíð. Þinn vinur að eilífu, Hörður Óskarsson. ✝ Guðbjörg KristínKristinsdóttir frá Skarði í Gnúpverja- hreppi fæddist á Skúmsstöðum á Eyr- arbakka 20. nóvem- ber 1942. Hún andað- ist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Pálsson, sjómaður og verkamaður á Eyrar- bakka, f. á Skúms- stöðum á Eyrar- bakka 27. júní 1903, d. á Selfossi 12. maí 1984, og Elísabet Stein- þóra Kristinsdóttir, húsmóðir á Eyrarbakka, f. í Syðri-Tungu á Tjörnesi í S-Þing. 22. febrúar 1909, d. á Selfossi 10. febrúar 1995. Systkini Guðbjargar eru: Gunnar Hvanndal (sammæðra), f. 1930, búsettur á Húsavík; Elsa Kristinsdóttir, f. 1933, búsett í Reykjavík; Páll Kristinsson, f. 1935, búsettur á Selfossi; Unnur Kristinsdótt- ir, f. 1941, búsett á Selfossi; Jón G. Kristinsson, f. 1945, búsettur í Hafnar- firði; og Loftur Kristinsson, f. 1946, búsettur á Eyrar- bakka. Guðbjörg trúlof- aðist jólin 1958 Jóni Áskeli Jónssyni, f. 20. september 1939, og hóf með honum búskap í maí 1960. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Jón Rafn, f. 28. apríl 1965; 2) Óm- ar, f. 1. janúar 1968, hann á eina dóttur, Lydíu Rún; 3) Jónína f. 28. júní 1970, sambýlismaður Hróar Magnússon. Hún á tvo syni, Arnar og Jón Frey. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tíminn er afstætt hugtak, það sem sumum finnst langur tími finnst öðrum stutt. Mér finnst til dæmis ekki langur tími þau 23 ár sem liðin eru síðan við og Jón Ás- kell og Gauja keyptum Skarðið saman. Við vorum ungt fólk fullt af bjartsýni og ætluðum okkur stóra hluti og vissulega var ýmislegt gert, byggt upp, endurnýjað og landi bylt. Hagir þróuðust þannig að jörðinni var skipt og sat hver sæll að sínu. Í þau 23 ár sem við höfum setið þessa jörð hefur aldrei borið skugga á þetta nána sambýli og er það ekki síst Gauju að þakka þar sem það kom mikið í hennar hlut að halda um stjórntaumana heima fyrir því að mál þróuðust þannig vegna kvótasetningar og breyttra ytri aðstæðna að Jón fór að vinna fulla vinnu aftur í Búr- fellsvirkjun. Öllum þeim hlutum sem sneru að Gauju og Jóni er vörðuðu sameign og sameiginlegan rekstur hafði Gauja góðan skikk á. Hún bjó þeim Jónunum öruggt og gott skjól í Skarði og hlúði að því sem krankt var. En oft held ég að hún hafi gleymt eigin krankleika. Síðustu árin gekk hún ekki heil til skógar þó að ókunnir sæju það ekki eða fyndu fyrir því. Og núna hefur maðurinn með ljáinn farið hjá og í ljáfarinu liggur eftir í valn- um okkar kæra vinkona og sam- býlingur. Vegir Guðs eru órann- sakanlegir og hvað sem af þessu leiðir mun tíminn einn skera þar úr. Fjölskylda Gauju situr uppi með sorgina og horfir fram á breytta tíma. Við hér í Skarði söknum góðs og skilningsríks vin- ar og biðjum Jóni Áskatli og börn- um Guðs blessunar. Megi Gauja hvíla í friði. Jenný og Sigurður í Skarði. Það var bjart vor á Stokkseyri 1958, mikil vinna bæði til lands og sjávar, farfuglar að koma til hreið- urgerðar að kveikja nýtt líf. Ástin að kvikna hjá ungu fólki eins og þegar Jón Áskell kom með æsku- ástina sína, Guðbjörgu Kristínu Kristinsdóttur, hana Gauju eins og hún var ætíð kölluð, að Söndu. Það fór ekki framhjá neinum að þarna var stúlka sem hafði heilbrigðar og sjálfstæðar skoðanir, bauð af sér góðan þokka, enda af góðu fólki komin. Hannyrðakona var hún mikil, hafði yndi af að sauma út og hekla. Maður tók strax eftir því hvað þau Jón og Gauja voru sam- rýnd, elskuðu og virtu hvort annað eins og sást best þegar þau hófu búskap ung að árum á Selfossi, hann tvítugur, hún sautján ára. Þau byggðu sér fallegt hreiður á Kirkjuvegi 35 á Selfossi. Jón var við nám í bifvélavirkjun og vél- smíði, Gauja vann við verslunar- störf. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru Jón Rafn, Ómar og Jónína. Þau Jón og Gauja fluttu búferl- um að Búrfelli 1976, þaðan fluttu þau að Skarði í Gnúpverjahreppi 1981, hófu þar nautgriparækt, ræktuðu jörðina og plöntuðu trjám. Jón vann allan tímann við Búrfellsvirkjun, Gauja sá um bú og börn á meðan, sést hér best hvað samhent og dugleg þau voru. Sér- staklega má nefna hvað barna- börnin voru hænd að henni, dvöldu þau oft í sveitinni hjá ömmu og vildu helst vera þar öllum stund- um. Á fyrri hluta þessa árs fór Gauja að finna fyrir veikindum sem urðu henni að aldurtila. Það sást best hvað sterkur persónuleiki hún var þegar hún lá á sjúkrahúsinu, var í rannsóknum og lyfjagjöfum. Þegar við kvöddum hana að lokinni heim- sókn sagði hún alltaf: „Fyrirgefið mér hvað ég er syfjuð.“ Það var undrunarvert hvað mikið æðru- leysi hún sýndi er læknar tjáðu henni að lyfjagjöf hefði ekki þau áhrif sem þyrfti til bata. Það var falleg stund þegar hún faðmaði Jónínu dóttur sína á útskriftardag- inn hennar sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Eftir það fór að draga af henni og lést hún fáum dögum síðar. Það var eft- irtektarvert hvað Jón Áskell, börn- in hennar og Unnur systir hennar hjúkruðu henni af mikilli alúð til hinstu stundar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suður- lands fyrir einstaka umönnun við Guðbjörgu og ástvini hennar. Megi Guð blessa ykkur öll. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stríða stillt nú og milt upp á himinbraut. nú er búin öll dagsins þraut. Líður dagur, fríður, fagur, færist nær oss himna nótt, stjörnurnar loga bláum á boga, benda þær andanum vært og hljótt til að dreyma’ um hærri heima, hold á fold meðan blundar rótt. Dagur fríður, fagur líður. Föður blíðum sé þakkargjörð. Glatt lét hann skína geislana sína, gæzkan hans dvín ei, þó sortni jörð. Góðar nætur, góðar nætur gefast lætur hann sinni hjörð. Eyðist dagur, fríður fagur, fagur dagur þó aftur rís: Eilífðardagur ununarfagur, eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fegri’ og yndislegri unun mun sú, er þar er vís. (V. Briem.) Við biðjum Guð að blessa minn- inguna um hana Guðbjörgu. Gunnar Valur og Steinunn. Það var sól í sveitinni þegar tvær fjölskyldur úr Búrfellsvirkjun tóku sig upp og slógu niður tjöld- um sínum á Skarði í Gnúpverja- hreppi. Tíminn sveipaður ævin- týraljóma góðra daga þar sem bjartsýni og stórhugur stýrðu skráningu siglingakortanna. Að baki voru bjartir dagar í Búrfelli og með tilhlökkun horft fram á veginn í sömu sveit, en á nýjum slóðum. Traustur og einlægur vin- skapur batt saman börn og full- orðna í báðum fjölskyldum sem áð- ur höfðu sameinast við leik, störf og hestamennsku á Búrfellsárun- um. Bundin voru bönd ævilangrar vináttu sem vara enn ótrosnuð og munu gera á meðan fólk er á dög- um. Nú er höggvið skarð í hópinn og máttarstólpinn Gauja fallinn frá langt um aldur fram af illvígum sjúkdómi. Ranglætið er svo yfir- þyrmandi, enda á í hlut eindregin reglumanneskja alla sína ævi. En lífið getur verið bæði óþolandi og óréttlátt og við getum lítið annað gert en gott úr aðstæðum og ornað okkur við minningar bestu dag- anna, sem eru óteljandi í samveru okkar Skarðsfólksins. Einlægari vini en þau Jón Áskel og Gauju eignast enginn enda sam- staðan með sínum óþrjótandi, hvernig sem á braut og viðraði til verkanna. Gauja var alvöru mann- eskja. Einsog landið sjálft, Ísland. Margbrotin og sönn með allt litróf tilfinninganna í sinni sínu. Við bræðurnir á efri bænum ræktum allir mikla vináttu við þau hjón og börn þeirra og samvistir voru reglulegar. Hvort heldur var á há- tíðum eða í hverdagslegu kaffi- spjalli um pólitík og mannlíf. Þess- um kafla er vissulega lokið að Gauju genginni en fram undan eru margir góðir dagar við nýjar að- stæður þegar tíminn hefur smurt yfir dýpstu sárin og mesta miss- inn. Fyrir hönd okkar bræðra og lífsförunauta okkar sendi ég kærar kveðjur, samúðaróskir og þakkir fyrir vinskapinn og samfylgdina árin öll. Björgvin G. Sigurðsson. GUÐBJÖRG KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina  Fleiri minningargreinar um Berg Elías Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.