Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Jónsson,bóndi í Minni Hattardal í Súðavík- urhreppi, fæddist á Ísafirði 11. febrúar 1949. Hann lést á hágæsludeild Land- spítalans í Fossvogi föstudaginn 6. júní síðastliðinn. Foreldr- ar Magnúsar voru Ragnhildur Magnús- dóttir, f. 20.7. 1922, d. 3.6. 1986, og Jón Björnsson, f. 24.8. 1916, d. 18.3. 1982, bændur í Minni Hatt- ardal. Systkini Magnúsar eru: Björn Halldór, f. 10.3. 1943, maki (látin) Margrét Helga Garðars- dóttir, Einar, f. 16.7. 1945, maki Soffía Bergmannsdóttir, Ásmund- ur, f. 15.9. 1946, d. 19.4. 1972, Ólöf, f. 15.4. 1948, Gísli, f. 23.11. 1953, Guðbjörg, f. 23.7. 1955, maki Sveinn Sörensen, Sigríður, f. 4.7. 1956, maki Þorsteinn Magn- freðsson, Halldóra Björk, f. 3.10. 1962, maki Jónas Guð- mundsson, og Ingi- björg Rúna, f. 5.7. 1967, maki Elvar Reynisson. Magnús ólst upp í Hattardal og bjó þar alla tíð. Var bóndi með móður sinni þar til hún lést og síðan bjó Magnús félagsbúi með Gísla bróður sínum til dauðadags. Útför Magnúsar fer fram frá Súðavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku stóri bróðir, eftir langt og erfitt veikindastríð ertu loksins bú- inn að fá hvíldina. Þótt ég sé fegin að þú skulir vera laus við verki og þrautir er söknuðurinn sár. Ein- hverjar fyrstu minningarnar mínar um þig, elsku Maggi minn, eru þeg- ar þú sem ungur maður varst að búa þig til ferðar með mjólkina út í Súðavík. Akandi á gamla traktorn- um okkar húslausum, með mjólk- urbrúsana á kerru. Kobba, gamla tíkin þín, sem alltaf fylgdi þér hvert sem þú fórst, lá á afturbrettinu. Þú hefur líklega verið einn af síðustu mjólkurpóstunum þegar þú fórst hús úr húsi í Súðavík og skammt- aðir eftir pöntunum nokkra lítra hér og aðeins fleiri þar. Einhverjum árum seinna var það ég sem fékk að sitja á brettinu á traktornum heim í Hattardal úr barnaskólanum í Súðavík. Sem bet- ur fer vorum við þá komin með ný- móðins traktor með húsi og nokkuð hraðskreiðari en fyrra farartækið. Yfirleitt beiðstu eftir mér á föstu- dögum þegar skóla lauk, búinn að versla, ná í póstinn og fá þér kaffi- bolla í einhverju húsinu. Ég man ennþá hvað þú varst umhyggjusam- ur, passaðir alltaf uppá að litlu systu væri nógu hlýtt og eins vel færi um hana og hægt var á leið- inni. Alltaf var ég jafnglöð að sjá þig, þú táknaðir í mínum huga hlýju, ástúð og öryggi. Þú hafðir yf- irleitt tíma til að spjalla, svara spurningum og spila við mig þegar ég var að alast upp. Á tímabili lás- um við sömu bókmenntirnar, ást- arsögur eftir Ingibjörgu Sigurðar og sveitasögur Guðrúnar frá Lundi, en síðan tókst þú ævisögur og ann- að tormeltara lestrarefni framyfir. Síðan ég flutti suður til Reykja- víkur hefur stundunum okkar sam- an fækkað. Þegar ég kom vestur í sumarfrí var gott að koma í heim- sókn til ykkar Gísla. Þú varst vanur að byrja á því að hella uppá kaffi fyrir okkur og spyrja frétta meðan þú hlóðst góðgæti á borðið fyrir dætur mínar. Þú vildir alltaf fá fréttir, enda fylgdistu vel með þínu fólki sem og sveitungum þínum. Systkinabörnunum þínum reynd- ist þú sá besti frændi sem hægt var að fá. Spilltir þeim með eftirlæti, gafst þér tíma til að spjalla við þau og fylgdist stoltur með þeim þegar vel gekk. Ekki datt okkur í hug þegar þú komst suður til rannsóknar í lok mars að þú ættir ekki afturkvæmt heim. Ef þær drægjust á langinn varstu til öryggis með jakkafötin í töskunni því þú ætlaðir á árshátíð þrem vikum seinna. En raunin varð önnur, við tók rúmlega tveggja mánaða erfitt veikindastríð. Í lokin vissirðu hvert stefndi og kvaddir sáttur og æðrulaus, tilbúinn að tak- ast á hendur ferð á ókunnar slóðir. Við vorum bæði afar þakklát vin- konum þínum, starfsfólkinu á Há- gæslunni, sem önnuðust þig af sér- stakri natni og alúð allan þennan tíma. Þær töluðu alltaf um hvað þú væri þægilegur sjúklingur og ætl- uðu svo sannarlega að koma þér vestur aftur. Ég er þakklát fyrir stundirnar okkar saman þessar síðustu vikur, þótt margar væru erfiðar. Eftir á ég minningar um góðan, hlýjan bróður með stórt hjarta sem alltaf hugsaði fyrst og síðast um þá sem honum þótti vænt um. Þín systir, Halldóra Björk Jónsdóttir. Elsku Maggi frændi. Það var gott að vera nálægt þér því þú varst svo góður við mig og systur mínar. Stundum leyfðirðu okkur að gera hluti sem yfirleitt voru bannaðir. Eins og þegar við vorum á leiðinni í sveitina til ykkar Gísla og stopp- uðum í Súðavík því við sáum bílinn þinn í búðinni. Þá keyptirðu handa okkur fullt, fullt af nammi af því við vorum svo svangar. Mér fannst líka notalegt að koma heim þegar þú varst hjá okkur í Reykjavík síðast- liðinn vetur. Þá beiðstu heima eftir mér og spjallaðir við mig þegar ég kom úr skólanum. Og einn daginn þegar mig langaði í einhvað gott þá bökuðum við í sameiningu fjall af pönnukökum og héldum veislu. Mundu mig því ég man þig um alla tíð og tíma. Þín frænka, Hilda Björk Jónasdóttir. Maggi frændi, þú varst uppá- halds frændi minn. Þú nenntir allt- af að spila við mig og gafst mér allt- af eitthvað gott að borða. Í vetur gafstu okkur systrunum fimm þús- und krónur því við vorum að fara í bíó. Þú gættir þess sérstaklega að ég fengi að passa peninginn þótt ég sé yngst og við máttum fá nammi fyrir afganginn. Ég er viss um að það hefur verið haldin flott veisla hjá Guði þegar þú komst og allir hafa fengið lamba- kjöt. Bless – þín frænka, Hafdís Pála Jónasdóttir. Maggi minn, það var gaman að koma í sveitina til þín. Ef það voru heimalningar í sveitinni fengum við að gefa þeim. Þú áttir alltaf eitt- hvað gott handa okkur að borða. Við fengum kökur, ís, kex eða hvað annað sem okkur datt í hug. Einu sinni gafstu mér 20 sleikjóa í einu þegar við hittumst í búðinni í Súða- vík. Takk fyrir samveruna. Þín frænka, Fanney Hrund Jónasdóttir. Það er mikið myrkur í hjarta mínu síðan Maggi frændi dó. Þegar Maggi lifði var sól í hjarta mínu. En vonandi líður þér, Maggi frændi, betur núna í himnaríki. Þinn frændi Alex Rafn Elvarsson. Mig langar í örfáum orðum að kveðja elskulegan frænda minn, Magnús Jónsson frá Minni-Hattar- dal. Elsku Maggi, ég er ákaflega þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk notið með þér. Það voru skemmtilegar stundir og oft mjög fróðlegar. Alltaf hefur verið jafn gott að koma í sveitina til þín og Gísla og spjalla um allt milli himins og jarðar. Oft hafa líka verið rifjuð upp skondin atvik frá fyrri tíð og mikið hlegið. Ég man t.d. þegar við báðum þig að gefa okkur hvolpinn og þú gast ekki sagt nei. Við földum hann inni á okkur til að komast með hann heim, en auðvitað uppgötvuðu mamma og pabbi það um leið og bíllinn var settur í gang því þá byrj- aði greyið að gelta og við urðum að skila honum. Alltaf varstu þakklát- ur fyrir það sem við krakkarnir gerðum fyrir þig og skipti þá ekki öllu máli hvernig við gerðum hlut- ina. Eftir að ég eignaðist Birnu dótt- ur mína hef ég reynt að fara með hana í sveitina eins oft og kostur er. Það var gaman að sjá hve vel ykkur kom saman því auðvitað varstu góð- ur við hana eins og öll önnur börn sem þú hittir. Elsku frændi, ég gæti eflaust skrifað heila bók um þig, svo marg- ar eru minningarnar. Það að þurfa að kveðja þig núna er ekki átaka- laust en það er huggun að vita að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna. Ragnhildur Einarsdóttir. Við hjónin vorum að leita að sum- arbústaðarlandi snemma á níunda áratugnum og vildum setja okkur niður í Álftafirði. Við ákváðum að herða upp hugann og ræða við land- eigendur í Minni-Hattardal. Þannig hófust eiginleg kynni okkar af Magnúsi sem ásamt fjölskyldu sinni tók okkur og erindinu ljúfmannlega og reyndist okkur alla tíð sannur og traustur vinur. Magnús hafði strax ákveðna skoðun á því hvar best væri að setja húsið niður og benti okkur á staðinn þar sem húsið stendur nú. Við sumarbústaðar- framkvæmdirnar reyndist hann óþreytandi að gefa góð ráð, sagði sína skoðun, leist vel á sumt og ann- að ekki en þannig var Magnús, hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Hann gat staðið fast á sínu en hann var vinur vina sinna og ennfremur sérlega barn- góður. Því fengu börnin okkar að kynnast. Hann gaf okkur góð ráð, fylgdist með öllu af áhuga og ef við vorum ekki á staðnum, þá fylgdist hann samt með að engir óboðnir gestir gerðu sig heimakomna. Til marks um áhugann þá gerðu þeir bræður sér lítið fyrir og girtu spild- una fyrir okkur. Það eru góðar stundir að minnast þegar Magnús skrapp yfir í kaffi og spjall, hann var hafsjór af fróðleik og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Það var okkur heiður að eiga hann að vini. En lífið er hverfult, allt á sér upphaf og endi, sumarbústaðardög- unum ljúfu lauk og nú er Magnús horfinn á vit feðra sinna langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Kvöldin í Álftafirði, einum falleg- asta firði við Ísafjarðardjúp, eru ógleymanleg, fjörðurinn spegil- sléttur í logninu, uppítök og fjöl- skrúðugt fuglalíf … og Magnús. Þannig minnumst við hans og góðra samverustunda sem við áttum þar og þökkum af alhug. Við og börn okkar sendum systkinum hans og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Lóa og Georg. Elsku Magnús. Það er þungt að horfast í augu við að þú sért horfinn á braut. Ég var svo viss um að þér myndi batna. Ég rifja upp þegar vinátta okkar hófst. Það var haustið 2001 þegar ég hafði lofað ykkur Gísla að koma við í Hattardal á leið minni úr Djúpinu og athuga með veika kú. Þegar ég svo kem er Ólöf litla mín orðin svo bílveik, svo ég ætlaði á Ísafjörð með hana fyrst. Þú sagðir mér að koma með hana strax inn og leist ekkert á það að ég héldi áfram með hana svona bíl- veika. Eftir smástund hjá þér var hún orðin hin hressasta og þið orðin mestu mátar. Upp frá þessu opn- aðir þú fyrir mikla vináttu á milli okkar. Ísinn var brotinn. Þetta lýsir manngæsku þinni og hversu barn- góður þú varst. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að hjálpa mér. Eitt sinn þegar ég fór næturlangt á Barðaströnd fékk Ólöf að vera hjá þér og Gísla. Hún var alsæl með það og auðvitað voru bakaðar pönnukökur, þær bestu í heimi. Þú varst góður bóndi og hafðir mikla innsýn í það ef eitthvað amaði að dýrunum þínum. Ég fæ aldrei full- þakkað þér hlýjuna og vináttuna sem þú gafst okkur mæðgum. Það er ekki hægt að eiga traustari vin. Ég sakna þín sárt en minningarnar um þig lifa. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ættingja og vina Magnúsar. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu, lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Sigríður Inga Sigurjónsdóttir. MAGNÚS JÓNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 59, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítala við Hring- braut fimmtudaginn 12. júní. Björk Sigurðardóttir, Einar Hilmar Jónmundsson, Sigurður Einarsson, Eyrún Einarsdóttir, Carlos Cardoza. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SVAFARSDÓTTIR frá Sandgerði á Akranesi, sem lést þriðjudaginn 11. júní, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Akraness. Guðrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Samúelsson, Þuríður Jóhannsdóttir, Simon Páll Aðalsteinsson, Finnur Jóhannsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Svafar Jóhannsson, Pétur Jóhannsson, Sigurveig Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, STEFÁN MAGNÚSSON frá Skriðu í Breiðdal, Draumalandi, Stöðvarfirði, sem lést laugardaginn 7. júní, verður jarðsung- inn frá Heydalakirkju í Breiðdal mánudaginn 16. júní kl. 14.00. Börn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg vinkona okkar, SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, til heimilis að Skálatúni, Mosfellsbæ, lést að slysförum fimmtudaginn 12. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Starfsmenn og heimilsfólk í Skálatúni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.