Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Genginn er aldinn höfðingi, höfuð fjöl- skyldunnar, í okkar augum stórbrotinn maður. Hann var glettinn og gamansam- ur, hlýr og drengilegur. Hann var líka stjórnsamur, röggsamur og stundum óvæginn. Mikið í mun að við stæðum okkur vel í því sem við gerðum og leiddist barlómur. Það voru forréttindi að fá að alast upp í návígi við hann og samveru- stundirnar í Viðjugerði hafa verið ómetanlegar. Hæst standa þó í minningunni öll sumrin á Kirkjuhóli í Staðarsveit og heimsóknirnar á Búðir, á gamla hótelið þar sem hann fæddist í einu herbergjanna. Ég minnist þess ekki að hann hafi setið með okkur barnabörnin lítil í fanginu, sagt sögur eða lesið fyrir okkur. Hann sýndi hlýju sína og væntumþykju með því að klappa okkur á kollinn eða strjúka okkur um vangann með stórum hlýjum höndunum. Hins vegar þegar við fórum að hafa til þess nokkurt vit spjallaði hann við okkur um heima og geima. Sögurnar hans voru lifandi og gam- ansamar. Skaut gjarnan föstum skotum og stundum ekki gott að sjá hvort skotið var í gríni eða alvöru. Ekki kunnu allir að taka húmornum hans og einhverja móðgaði hann víst í gegnum tíðina. Glettnisglamp- inn í augunum leyndist þó aldrei þeim sem til hans þekktu. Ég er þakklát fyrir hversu lengi við nutum hans og hvernig hann átti sinn þátt í að móta líf okkar og lífsskoðanir. Soffía Haraldsdóttir. Rétt eftir miðja síðustu öld bar fundum okkar Ingólfs Finnboga- sonar fyrst saman. Ég var á ferð á Keflavíkurflugvelli ásamt fleiri mönnum úr stjórn Iðnaðarbankans til þess að skoða byggingu útibús bankans, sem þar var að rísa. Verk- stjórinn þar á staðnum vakti athygli mína. Hann var stórvaxinn og svip- mikill. Þessi myndarlegi maður var Ingólfur Finnbogason bygginga- meistari. Ekki grunaði mig þarna í grunn- inum öll þau samskipti, sem okkar biðu í framtíðinni. Í fjöldamörg ár urðum við Ingólfur samstarfsmenn í Íslenskum aðalverktökum. Milli okkar ríkti vinsemd og traust, en enginn skyldi halda að það hafi allt verið hávaðalaust. Ég gætti hags- muna Regins h/f, sem var alfarið eign Sambands ísl. samvinnufélaga og átti fjórðungshlut í ÍAV. Síðar var ég fulltrúi ríkisins. Ingólfur var annar af tveim fulltrúum Samein- aðra verktaka h/f, sem áttu helming Ísl. aðalverktaka. Við Ingólfur stóð- um saman í því, að reyna að gæta hagsmuna Aðalverktaka, en utan þess gætti mismunandi sjónarmiða vegna þeirra, sem við unnum fyrir. Málum var þannig háttað, að ég var óforbetranlegur framsóknar- maður, en Ingólfuur traustur sjálf- stæðismaður. Kannske var það ástæða þess, að oft voru átök milli okkar um mál, sem komu á borð stjórnarinnar, en ekki eru tök á að rekja í fáum orðum, enda liðin tíð. Glettur milli okkar utan funda voru hinsvegar daglegt brauð og minnist ég þeirra með ánægju. Ing- ólfi þótti stundum ástæða til að minna mig á það sem Austfirðing, að á kreppuárunum hefði ríkið sent staura austur til að koma upp girð- ingum til varnar ágangi búfjár. Í stað þess að girða hefðu heima- INGÓLFUR FINNBOGASON ✝ Ingólfur Finn-bogason húsa- smíðameistari fædd- ist á Búðum í Staðarsveit 12. júlí 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 11. júní. menn notað girðingar- efnið sem eldivið. Þeim hefðu einnig verið sendar útsæðis- kartöflur í garða sína til uppskeru, en Aust- firðingar hefðu ein- faldlega étið útsæðið. Var Ingólfi vel dillað, en ég reyndi að skjóta á móti. Ingólfur fór létt með þetta hjal hjá mér og breytti um- ræðuefninu. Þótt Ingólfur Finn- bogason væri skemmtilegur, þægi- legur og vildi hvers manns vanda leysa, þá var það jafnvíst, að hann tók viðfangsefni lífsins alvarlega. Hann hafði forystu og frumkvæði til góðra verka fyrir fjölda samtaka og stofnana, einkum þeirra, sem snertu hagsmuni húsameistara eða iðnaðarmanna yfirleitt. Í þessum kveðjuorðum hlýt ég að minnast margra ógleymanlegra stunda úr leik og starfi okkar frá þessum árum. Starf okkar við stjórnun Aðalverktaka var býsna mikið, en því tengdust ferðalög um vinnustaði hér á landi og erlendis. Í sambandi við Sameinaða verk- taka starfaði félag, sem nefndist Dverghamrar h/f, eftir fallegum klettaborgum austan Kirkjubæjar- klausturs. Þegar ég var þar á ferð á seinni árum var það föst venja mín, að stansa þar og hringja úr bifreið minni í Ingólf Finnbogason, og eiga við hann létt spjall. Ég minnist þess einnig að ég og konan mín fórum með Ingólfi og frú inn í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu til þess hann fengi að líta eig- in augum fæðingarstað föður síns, Finnboga Lárussonar. Það býli hét því eftirminnilega nafni Mánaskál. Annars áttum við hjónin ljúfar og ógleymanlegar stundir með Ingólfi og konu hans Soffíu Ólafsdóttur bæði víða á Íslandi og í öðrum lönd- um. Þar má nefna New York, Nor- folk í Virginíu, og víðar í Bandaríkj- unum. Leiðir okkar lágu einnig saman til Norðurlanda. Dýrðlegir dagar við laxveiði í góðum íslensk- um ám í glímu við lónbúann, með tilheyrandi glensi og gamni. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs, Soffía, er myndarleg og traust kona, sem stóð dyggilega við hlið manns síns langa ævi. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og fjöl- skylduböndin eru sterk. Átthagar Ingólfs á Snæfellsnesi voru honum mjög kærir. Það var hygg ég kveikjan að því, að hann hafði forystu um kaup á jörðinni Kirkjuhóli í Staðarsveit, og gaf okk- ur nokkrum samstarfsmönnum hjá Aðalverktökum kost á því, að vera meðeigendur. Hér komu góðir eig- inleikar Ingólfs vel í ljós. Hann hugsaði ekki einungis um sig. Hjá fjölskyldum okkar, sem áttum Kirkjuhól með honum, eru bundnar dýrmætar minningar um yndisleg- ar stundir á þessum fagra stað. Mörg barna okkar nefna fyrst Kirkjuhól þegar þau nefna skemmtilega staði og stundir úr æsku sinni. Nú er kempan Ingólfur Finn- bogason fallin í valinn. Með sam- úðarkveðjum frá mínu fólki til fjöl- skyldu hans fylgja litlar stökur úr gamalli gestabók frá Kirkjuhóli eft- ir tengdaföður minn Ingimar H. Jó- hannesson. Þetta gæti verið kveðja frá Ingólfi til Snæfellsjökuls og sveitarinnar, sem var honum svo kær: Langt í vestri voldugur, virðulegur konungur, Snæfellsjökull sveipaður sólarljóma draumfagur. Aldrei gleymist hátign hans, hann að sjá er yndi manns, ein af perlum Ísalands og undraverkum skaparans. Vilhjálmur Árnason. Kveðja frá Iðnaðarmanna- félaginu í Reykjavík Á þeim 136 árum sem liðin eru frá stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hafa margir góðir fé- lagsmenn starfað fyrir félagið sitt og er Ingólfur Finnbogason einn þeirra sem það hafa gert. Ingólfur gekk í félagið 1955 og varð formað- ur nokkrum árum síðar þegar félag- ið gekkst í það að byggja stórhýsi á Hallveigarstíg 1 með öðrum iðnað- armannafélögum og iðnrekendum. Ingólfur var alla tíð virkur fé- lagsmaður og var einn af heiðurs- félögum þess. Honum eru nú að leiðarlokum færðar þakkir fyrir störf í þágu félagsins. F.h. stjórnar Pétur R. Siguroddsson. Elsku amma mín. Ég sakna þín svo mik- ið. Þú fórst svo snöggt að ég náði ekki að kveðja þig nóg áður en þú fórst frá mér, en nú ert þú komin til afa. Það var svo gott að koma til þín í sveitina af því að þú varst alltaf svo góð og glöð og hress. Það var svo gaman að geta spilað við þig rommí og kana af því að brosið fór aldrei af þér. Það var svo margt sem þú fræddir mig um, því þú vissir svo mikið. Ég er mjög ánægð yfir því að þú gast komið í ferminguna mína. Þakka þér, amma mín, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) MARÍA MAGNÚSDÓTTIR ✝ María Magnús-dóttir fæddist á Kolgröfum í Eyrar- sveit 13. september 1915. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu að kvöldi þriðjudags- ins 3. júní síðastliðins og var útför hennar gerð frá Grundar- fjarðarkirkju 11. júní. Ég mun ætíð geyma góðu minningarnar í hjarta mínu. Guð varðveiti þig. Birna Rún. Elsku amma mín, nú ert þú farin til afa. Það átti engin von á að þú mundir fara núna og það svona snöggt. Vegna þess hvað þú varst hress og geislaði af þér lífs- gleðin. Þú varst ætíð með bros á vör og það var svo gaman að spjalla við þig. Þú sinntir heimilisverkunum, og bakaðir svo góðar pönnukökur. Það var svo gaman að koma í sveitina, þú tókst svo vel á móti öll- um. Síðasta skiptið sem ég hitti þig var þegar þú komst í heimsókn þegar dóttir mín fæddist, og það er ég svo þakklát fyrir. Guð geymi þig, amma mín. Þú gafst mér akurinn þinn, þér gaf ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. (Hallgr. Pét.) Ég mun ætíð geyma góðu minn- ingarnar í hjarta mínu. María. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð 39 og á dvalarheimilinu Hlíð, B-gangi fyrir hlýja og góða umönnun. Bára Guðrún Sigurðardóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Litla-Hofi, Öræfum. Sérstakar þakkir til heilbrigðisfólks sem annaðist hana. Halla J. Gunnarsdóttir, Sigurjón Þ. Gunnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra sem sýnt hafa okkur vinarhug og samúð í veikindum og við andlát okkar ástkæru, GUÐBJARGAR KRISTÍNAR KRISTINSDÓTTUR Skarði, Gnúpverjahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir frábæra umönnun og einstakan hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Jón Áskell Jónsson, börn, tengdasonur og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför SVEINS BJARNASONAR frá Hvannstóði, Borgarfirði eystra, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- hússins á Egilsstöðum. Geirlaug Sveinsdóttir, Sveinn Jóhannsson, Ágústa Sveinsdóttir, Helgi Eyjólfsson, Bjarni Sveinsson, Jón Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Karl Sveinsson, Margrét Bragadóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Bernard Gerritsma, Guðrún Hvönn Sveinsdóttir, Skúli Sveinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.