Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 45 Þráinn Löve fæddist í Reykjavík en ólst upp á Vestfjörðum; á Þing- eyri, Bolungarvík, Ísa- firði og Hornbjargsvita í stórum systkinahópi, uns fjölskyldan fluttist suður um miðbik 4. áratugarins. Þrá- inn fór í lífsins skóla til Sigurðar Greipssonar í Haukadal í tvö ár; það- an lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Eftir stúdentspróf sigldi Þráinn yfir Atlantshafið í skipalest á miðjum stríðsárunum til háskóla- náms við Kaliforníuháskóla í Berkel- ey. Þar kynntist hann Betty, konu- efni sínu; hann lauk prófi í jarðvegsfræði og sneri heim til Ís- lands. Þar var enga vinnu að fá fyrir jarðvegsfræðing. Ævistarf Þráins varð kennsla, einkum náttúrufræði- greina, fyrst í gagnfræðaskóla en síðar við Kennaraskólann og loks Kennaraháskólann þar sem hann lauk starfsferli sínum sem konrekt- or. Þráinn bjó með fjölskyldu sinni í meira en hálfa öld á Hraunteig 16; hann hélt heimili fyrir foreldra sína meðan þau lifðu; Hraunteigur 16 varð einskonar ættaróðal Löve-fjöl- skyldunnar. Þráinn var dulur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Við sem átt- um því láni að fagna að kynnast hon- um vel vissum hvílíkt gull af manni ÞRÁINN LÖVE ✝ Þráinn Lövefæddist í Reykja- vík 10. júlí 1920. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 8. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. hann var. Og hversu ríkulegur hans innri heimur var sem hann opnaði einungis fáum útvöldum. Þessi heim- ur varð áþreifanlegur þegar Þráinn eignaðist Hjörsey fyrir um fjór- um áratugum. Þar varð ævintýraheimur að veruleika og veruleik- inn að ævintýri. Hugar- flug og sannindi runnu saman í eitthvað óað- skiljanlegt. Sögur um gotterísskipið sem strandaði vestan við Hjörsey og hvalinn gráðuga sem át allt sælgætið en varð svo illt af ofát- inu; náði að synda austur fyrir eyju þar sem hann bar beinin í Skálafjöru urðu sannar þegar við sem börn horfðum á mölbrotinn togarann í stórgrýttri fjörunni og hvít hvalbein- in hinum megin á eynni. Hjörsey var ekki einungis ævintýraeyja okkar kynslóðar; Hjörsey er náttúruperla þar sem land, haf og himinn er grundvöllur stærstu fuglaparadísar við Faxaflóa. Kannski var það eitt hið ótrúleg- asta við allt þetta Hjörseyjarævin- týri að þangað voru farnar mörg hundruð ferðir án þess að nokkru sinni væri farið á bát. Þeir sem vel þekktu hin fornu fræði og kunnu skil á drykkju hins almáttuga áss vissu að þegar Þór saup á horninu fjaraði út; þegar Þór saup sem ákafast varð stórstraumsfjara svo sjórinn þornaði upp milli lands og eyjar. Vissulega var vandratað yfir grænar marhálmsengjar á sjávarbotni framhjá leirbleytum og varasömum pyttum, en þeir sem guðirnir elska deyja ekki ungir heldur ganga klakk- laust yfir bæði keldu og sund. Hverjum þykir sinn fugl fagur og þegar fuglarnir eru margir eins og í Hjörsey var ekki erfitt að hrífast með. Þráinn hélt Hjörsey á lofti hvarvetna. Margir sannfærðust um að fátt eða ekkert kæmist í hálfkvist við Hjörsey. En ekki allir. Í hópi þeirra sem efuðust var valkyrja ein og samstarfsmaður Þráins í Kenn- araháskólanum; hún átti sér sína eig- in sumarbústaðarparadís einhvers staðar austur í einhverjum Laugar- dal. Það var Þráni mikilvægt að opna augu valkyrjunnar og greip til bund- ins máls; hann orti dýrt um eyjuna og öll hennar gögn og gæði. Valkyrj- an svaraði hins vegar með enn dýrk- veðnara hrósi um höllina sína háu og gaf lítið fyrir eitt eyðisker úti í hafs- auga. Þetta var Þráni erfið glíma en ekki dugði annað en halda henni áfram; lauk henni svo að Þráinn komst ósár en nokkuð móður frá henni. Valkyrjan stóð hin styrkasta eftir og einnig hennar helsta hjálp- arhella í glímunni; sá ágæti orðsins maður Helgi Hálfdanarson sem glað- ur hafði tekið að sér að yrkja í orða- stað valkyrjunnar. Þráinn var svosem enginn viðvan- ingur á vettvangi hins bundna máls. Þegar hann var við nám í Berkeley skrifaði hann 15 ára gamalli systur sinni og sendi henni einstaka vísu; systirin svaraði og hrósaði bróður sínum og taldi hann skáld gott. Óx Þráni mjög ásmegin við þetta og sendi systurinni bréf sem byrjar: Birkilaut í byrjun október er birta himins dvínar fögur, ég niður sest í næði að skrifa þér, 1944. Kasta ég minni kveðju á kæra, litla systur. Heil og sæl! Á meðan má mun þér standa næstur. Þótt löngum hafi ég lítinn frið af lærdóms pínu, ég niður sest að sæti mínu systurinni að rita línu. Og til þess að sýna nú og sanna fyrir systur sinni að hann stæði Ein- ari Ben. og hinum dáðu skáldum yf- irleitt ekki neitt að baki lagði Þráinn fram eftirfarandi sönnunargagn: Er sest ég að lestri í lýstu en mistruðu vestri og læst ver’ að bresta af hreistinnar neista, oft þrestir þar tísta á kvisti svo tvístrast mér lyst sú og treystist ei lestur að fást við í vist hér. Þá mest oft og fastast sig læst getur lyst sú í brjóst mér að losna og hrist’ af mér pestanna festir, en rista það frostrósum lýstum af geisla hið fyrsta, hve flest er hér laust við hið Æðsta án syst- ur (Í Kristi). Erfitt var það – það var ljóst. Og kannski var það líka erfitt systurinni að svara bréfunum því Þráinn endaði bréfin med fyrriparti sem botna skyldi: Pikkar einum puta á vél, penna ei getur valdið. Annan fyrripart, med innrími og því erfiðari til að botna, fékk systirin að spreyta sig á: Ritaði brúnu bleki bréf í rúnum systur. Þótt ekki sé bréfið ritað í rúnum þá liggja eftir Þráin fjöldi rúnarista. Það eru valin vísuorð og margfróð spakmæli, ekki síst úr Eddukvæð- um. Eddukvæði voru Þráni hugleik- in. Hann velti fyrir sér skýringum fræðimanna á Völuspá og fannst leitt þegar þeim tókst ekki að leysa gátur kveðskaparins heldur vísuðu til þess að eitthvað hefði misfarist í síðari tíma afskriftum; jafnvel heilu bálk- arnir eins og dvergatalið væri utan- aðkomandi innskot. Þráinn glímdi við skýringu Völuspár um árabil. Hann gekk út frá því að allt væri rétt sem varðveist hefði; menn hefðu vissulega mislesið á stöku stað. Og engu hefði verið skotið inn eða við bætt. Skýringar sínar birti Þráinn á prentaðri bók fyrir nokkrum árum, og er þar margt nýtt og nýstárlegt að finna. Þar færir hann meðal annars rök fyrir því hver sé höfundur Völu- spár, og er kenning hans skemmtileg og sannfærandi. Í bókinni er auk Völuspárskýringanna einnig að finna skýringar hans á Sonatorreki og nokkrum lausavísum Egils Skalla- grímssonar. Þráinn var ekki einung- is hagmæltur; hann var hagur á tré og smíðaði bæði stórt og smátt. Sjó- rekin tré úr fjörum Hjörseyjar urðu að húsum eða helgigripum þar sem norræn goðafræði var grundvöllur- inn. Með örlitlu Hörpusilki urðu óásjáleg rekasprek að Miðgarðs- ormi, Hel og Loka Laufeyjarsyni. Fyrr en varði voru regin öll á rök- stólum og ýmsir aðrir úr heimi ása og jötna án samastaðar. Þórshof varð að veruleika. Hinir miklu höfðingjar, sem fyrir 1000 árum ákváðu á Þing- völlum að afnema trúfrelsi í landinu með því að allir skyldu kristnir verða, leyfðu landsmönnum að blóta á laun, enda yrði ekki vitnum við komið. Það var því alltaf stór stund þegar gengið var til Þórshofs, hurð felld að stöfum og því enginn utanað- komandi til frásagnar um það sem innandyra gerðist. En það var eitt- hvað mikið; fólk kom langt að, jafnvel alla leið frá Svíþjóð, til að ganga til hofs. Nú er hofgoðinn allur. Kæri Arthúr, Lu, Dísa, Kolbrún, Lísa og Lena. Við sem þekktum Þrá- in best höfum misst mest. En einmitt með því að við þekktum hann svo vel erum við ríkari en flestir aðrir því við eigum minningar sem eru meira virði en allt það sem mölur og ryð fá grandað. Steingrímur Jónsson. Fyrir nokkrum ár- um biðum við íbúarnir hér í Dalalandi 12 með nokkurri eft- irvæntingu og ef til vill örlitlum kvíða eftir því hver myndi flytja í íbúðina á 3.h.t.v. eftir að hún var seld. En kvíði reyndist alveg óþarf- ur, því inn flutti Páll Jónsson með fjölskyldu sína. Páll var mikill öðlingsmaður, traustur á velli sem í lund, glaðvær og þægilegur á allan hátt. Hann var ráðagóður ef til hans þurfti að leita t.d. í sambandi við framkvæmdir við blokkina okkar og aldrei bar skugga á samskipti okkar hinna við hann. Okkur þykir því öllum sárt að þurfa að kveðja Pál nú, því öll vorum við þess viss, að þó hann ætti fyrir höndum að fara í stóra aðgerð, þá myndi hann koma heim aftur. Hann sagði oft við okkur að þegar hann hefði verið að leita að íbúð og komið í anddyrið hér, þá hafi hann sagt: „Hér vil ég búa“ og það var okkur sönn ánægja að fá að vera í sambýli við Pál og hans fólk. En núna dimmir um stund, við munum ekki mæta hlýjunni og bros- inu hans sem hann var svo óspar á, í ganginum. Eftir lifir með okkur minningin um einstaka persónu og allt það sem hann gaf okkur. Elsku Jóhanna og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vonum að við fáum að njóta nær- veru ykkar sem lengst. Íbúarnir í Dalalandi 12. PÁLL JÓNSSON ✝ Páll Jónsson,fyrrverandi framkvæmdastjóri, fæddist á Úlfarsá í Mosfellssveit 26. jan- úar 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 2. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 11. júní. Það var líklega sum- arið 1989, sem Guð- mundur Malmquist, þáverandi forstjóri Byggðastofnunar, tjáði mér, að hann hefði hug á að ráða nýjan mann á lögfræðisvið Byggða- stofnunar, þar sem ég var forstöðumaður, til að annast vörslu eigna, einkum fullnustueigna. Áður höfðum við Guð- mundur rætt nokkrum sinnum nauðsyn þess vegna aukinna umsvifa stofnunarinnar að fá sérstakan mann til að sjá um þessa hluti. Stuttu síðar sagði Guðmundur mér að hann hefði ákveðinn mann í huga, Pál Jónsson, sem þá var ný- hættur sem framkvæmdastjóri Meitilisins í Þorlákshöfn. Leist mér strax vel á þá hugmynd að ráða Pál, þar sem ég hafði áður kynnst honum lítillega og vissi að þar fór traustur maður. Varð úr að Páll var valinn til starfans. Er óhætt að fullyrða að ráðning Páls til stofnunarinnar var happa- drjúg. Þegar hér var komið sögu var Páll kominn yfir sextugt og hafði víðtæka reynslu af atvinnulífi lands- manna sem kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyr- irtækja til áratuga. Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá stofnuninni fór hann auk þess að sjá um vörslu eigna, einnig að sinna undirbúningi uppboða, þ. á m. að leggja mat á virði eigna, en langoftast var um að ræða uppboð á eignum, sem voru notaðar til atvinnurekstrar. Veðrétt- ir Byggðastofnunar og þeirra sjóða, sem hún vistaði, voru oft þannig að tvísýnt var hvort það borgaði sig að verja þá á uppboði. Varðaði það miklu við töku ákvarðana í þessum efnum að undirbúningurinn væri vandaður, en oft voru miklir hags- munir í húfi. Leysti Páll þessa hluti af festu og öryggi. Kom hin víðtæka reynsla hans og þekking af atvinnu- lífi þjóðarinnar hér að góðum not- um. Um það bil sem Páll réðst til stofnunarinnar reið yfir þjóðina efnahagslægð með tilheyrandi fjár- hagsvandræðum fyrirtækja. Fór Byggðastofnun ekki varhluta af þessum erfiðleikum og á tímabili fór fjöldi uppboða, er stofnunin var aðili að, upp úr öllu valdi. Reyndi því enn frekar á starfsmenn og oft þurfti að taka skjótar ákvarðanir. Minnist ég ekki þess, að í öllu annríkinu, sem þessu fylgdi, hafi í hita leiksins verið teknar rangar ákvarðanir eða gerð hafi verið nokkur mistök. Skipti mestu máli í þessu sambandi hversu vel menn voru undirbúnir, þegar til kastanna kom. Páll starfaði hjá Byggðastofnun fram yfir sjötugsaldur, er hann varð að hætta samkvæmt reglum um há- marksaldur starfsmanna ríkisins. Á þeim tíma, sem hann vann hjá Byggðastofnun, held ég að hann hafi ekki misst einn einasta dag úr vinnu, nema þegar hann fór í lögbundið sumarfrí, enda vandfundnir menn, sem voru eins skylduræknir og ósér- hlífnir og hann. Var hann afar vel liðinn af samstarfsmönnum, jafnan léttur í lund, hrókur alls fagnaðar, jákvæður, ráðagóður, greiðvikinn og öllum velviljaður, þó fastur fyrir og harður í horn að taka ef því var að skipta en alltaf sanngjarn og hrein- skiptinn. Hann var drengur góður. Ég votta eiginkonu hans, Jó- hönnu, og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Karl F. Jóhannsson. Fyrir nokkrum árum urðum við Páll nágrannar, er hann ásamt fjöl- skyldu sinni flutti í Dalaland 12 í Fossvogi. Fljótlega tókust með okk- ur góð kynni sem varað hafa alla tíð síðan. Bílskúrar okkar Páls liggja saman og þar átti ég margar góðar stundir með honum. Páll var gjarnan að dunda eitthvað í bílskúrnum, hann átti trillu sem þurfti að huga að og var þá spjallað og oftar en ekki leng- ur en ætlað var. Í mínum augum var hann ávallt glaður og kátur í bragði, með þétt og traust handtak. Hann var hafsjór af fróðleik og margar sögurnar sagði hann mér frá árunum þegar hann var viðloðandi atvinnurekstur víða um land. En mest hafði ég gaman af að ræða við hann um stjórnmál, þar var hann á heimavelli, þekkti stjórn- málin frá öðru sjónarhorni en mörg okkar enda hafði hann verið kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins 1974. Einnig tókum við púlsinn á þeim málum sem efst voru á baugi, þá flaug tíminn hratt og mikið var hlegið. Það var einkennandi við Pál, að sama um hvað var rætt var hann alls staðar vel heima. Við nágrannarnir við Dalaland höfum á síðustu árum þurft að standa í steypuviðgerðum á fasteignum okkar og bílskúrum. Þar var Páll fremstur í flokki, gefandi góð ráð og alltaf tilbúinn að aðstoða og afla gagna. Síðasta samtalið áttum við að af- loknum húsfundi seint í apríl sl., þá átti hann að fara í aðgerð nokkrum dögum síðar. Hann var glaður og hress og kvöddumst við með gaman- yrðum. Ég þakka Páli vini mínum sam- fylgdina, allar góðu stundirnar sem voru þó alltof fáar. Við hjónin sendum fjölskyldu Páls innilegar samúðarkveðjur. Megi al- góður Guð vernda þau og blessa. Ögmundur og Ásta. Kæri Páll. Nú er baráttu þinni lokið og nú getur þú hvílst. Minn- umst þín með brosi og þakklæti í hjarta. Við söknum þín og þökkum þér allar þær góðu stundir sem við átt- um með þér og Hönnu skólasystur okkar sem okkur þykir svo vænt um. Megi Guð gefa fjölskyldu þinni og öðrum aðstandendum styrk í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg Ingvadóttir og skólasystur Staðarfellsskóla. Mér þykir vænt um þig. Mér þótti gaman að vinna hjá þér sem húshjálp og passa börnin þín í þessi 12 ár. Guð geymi þig. Ég kveð þig með þessari bæn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja, Friðbjörg og Rósmarý. PAUL ODD- GEIRSSON ✝ Paul Oddgeirsson fæddist íReykjavík 22. júní 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hring- braut 2. maí síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni 9. maí. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.