Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 47 ÞEGAR Íslandspóstur var gerð- ur að hlutafélagi um áramótin 1998 og ’99 hlutu alls konar breyt- ingar að verða í rekstri hans, sem margar hverjar hafa ekki komið vel við viðskiptavinina, hvort sem eru póstnotendur eða frímerkja- safnarar. Áður hefur svo oft verið vikið að þeirri stefnu Póstsins að nota gúmstimpla sem kvittun fyrir burðargjald í stað frímerkja, að hér verður hún ekki gerð að sér- stöku umræðuefni. Hið eina, sem verður að segjast, er það, að yf- irstjórn Póstsins virðist kæra sig kollótta, þótt í allri vinsemd sé bent á beina mótsögn í stefnu- málum hennar. Því miður er komið svo, að íslenzk frímerki eru æ sjaldséðari á þeim pósti, sem berst til viðtakenda, en áður var. Hef ég því miður orðið sannspár í þeim efnum. Enda þótt í frímerkjaþætti eigi helzt að tala um frímerkin sjálf er stimplun þeirra svo náin þeim, að ekki verður komizt hjá að taka hana einnig til umræðu. Þeir eru líka orðnir margir, sem safna stimplum póststöðva, enda eru þeir orðnir margir frá upphafi ís- lenzkra frímerkja árið 1873, bæði að gerð og lögun. Fyrstir eru svo- nefndir upprunastimplar frá 1873, þá kórónustimplar frá 1893, brúar- stimplar (öðru nafni svissneskir stimplar) frá 1894. Hafa þeir síð- astnefndu verið í notkun alla síð- ustu öld og allt fram á þennan dag. Hins vegar hafa þeir breytzt nokkuð í áranna rás. Þá má ekki gleyma svonefndum númera- stimplum, sem voru fyrst teknir í notkun á bréfhirðingastöðum í byrjun síðustu aldar og voru í um- ferð fram eftir öldinni. Söfnun þeirra hefur á síðustu árum orðið vinsæl meðal íslenzkra frímerkja- safnara, en ekki síður meðal safn- ara á öðrum Norðurlöndum. Enn- fremur eru svo alls konar hátíða- og minningarstimplar, sem bætast við þetta söfnunarsvið. Þannig mætti lengi telja. Sá, sem tekur söfnun sína alvarlega, verður vita- skuld að eiga í safni sínu sýn- ishorn sem flestra framangreindra stimpla og gleðst svo yfir öllum nýjum stimplum, sem teknir eru í notkun. Af sjálfu sér leiðir, að stimplar frá mörgum afskekktum bréfhirð- ingum í sveitum landsins frá síð- ustu öld eru sjaldséðir, enda löngu teknir úr umferð og því eftirsóttir. Nú virðist hins vegar breyting vera í aðsigi á þessu hjá Póstinum og staðarstimplum verða fækkað til muna. Kemur þar ýmislegt til. Sú breyting fylgir vissulega svo- nefndri hagræðingu í rekstri hans. Ég varð var við breytingu í stimplunarmálum Póstsins hér í Reykjavík á liðnu ári (og trúlega er sú breyting eitthvað eldri en það). Hún er í beinu framhaldi af þeirri stefnu Póstsins að nota ekki frímerki á sendingar, nema sér- staklega sé um þau beðið, og stimpla með gúmstimpli í staðinn. Ég hef áður látið í ljós vanþóknun mína á þeirri stefnu, enda beinist hún beinlínis gegn notkun frí- merkja og söfnun þeirra. Mér hefur verið tjáð, að hér á Reykjavíkursvæðinu fari allur póstur útibúanna óstimplaður upp á Höfðabakka og sé vélstimplaður þar, þ.e. með þessum stimpli, sem ég gerði einu sinni þá athugasemd við, að hefði ekki rétta stafi í stimplinum. Engin viðbrögð hafi komið fram við þeirri ábendingu. Á Pósthúsi R-9, sem ég skipti yf- irleitt við, fæ ég ágæta afgreiðslu. Ég er sjálfur búinn að frímerkja áður þau bréf, sem ég sendi, en bið alltaf um, að þau séu hand- stimpluð, þ.e. með hinum venju- bundna staðarstimpli. Slíkum bréf- um er haldið sér, því að þau eiga ekki að fara í allsherjarkvörnina uppi á Höfða. Sama mun vera gert við þau bréf, sem fá gúmstimpilinn alræmda. Því miður mun það samt oft koma fyrir, að þessi bréf og eins þau, sem eru áprentuð með leyfi Póstsins, fái svo vélstimplun ofan á þá stimpla, sem fyrir eru, og er það engin prýði og auðvitað alger eyðilegging á öllu saman. Sjálfur hef ég fengið póstsending- ar þannig útleiknar og auðvitað fara umbúðirnar þá beint í bréfa- körfuna. Nú virðist samt enn vera að þrengjast um hjá stimplasöfn- urum. Hvernig er þessum málum hátt- að úti á landi? Skal nú vikið að því nokkrum orðum. Nokkru fyrir síðustu jól fékk ég tvö bréf frá sr. Baldri Gauta Bald- urssyni á Kirkjubæjarklaustri. Í þeim vakti hann athygli mína á sérstæðri aðferð Póstsins gagn- vart póstafgreiðslum þar fyrir austan. Hann hafði fengið bréf austan úr Öræfum, stimplað í Reykjavík. Heldur virðist sú að- ferð undarleg að láta bréfið fara suður til Reykjavíkur til stimpl- unar og senda það svo þaðan til baka austur að Klaustri. Fljótt á litið virðist þetta hrein handar- bakavinna. En við nokkra athugun er þetta e.t.v. ekki svo einkenni- legt af hálfu Póstsins, sem virðist reyna að spara í hvívetna. Skal þessi aðferð hugleidd nán- ar. Þegar ég hafði samband við póstmenn var mér sagt, að þessi aðferð þekktist víðar en um Suð- urland. Sendingar frá Ólafsvík til Stykkishólms munu t.d. fá sams konar meðferð, þ.e. fara fyrst til stimplunar í Reykjavík og svo það- an til Stykkishólms. Mér þætti fróðlegt ef einhverjir yfirmenn Póstsins létu svo lítið að senda mér skýringar á þessari aðferð ásamt rökstuðningi fyrir framan- greindri póstmeðferð. Þegar póstafgreiðslu var komið í nútímalegt horf á Íslandi árið 1869 og þó einkum árið 1873, þegar sér- stök frímerki voru tekin upp hér á landi, var öðruvísi umhorfs í sam- göngumálum en nú í upphafi 21. aldar. Þá var landið nær vegalaust og ár óbrúaðar og jökulár oft ill- færar. Varð því að treysta á þarf- asta þjóninn, hestinn. Má fara nærri um það, hversu lengi póst- arnir voru á leiðinni til Póststof- unnar í Reykjavík. Ég hef gert það mér til dundurs að athuga svolítið póstleiðina aust- an frá Bjarnanesi í Austur-Skafta- fellssýslu, sem varð póstafgreiðsla árið 1873 með tilkomu íslenzkra frímerkja og fékk sérstakan póst- eða staðarstimpil. Á leiðinni þaðan og til Reykjavíkur voru svo í upp- hafi þessar póstafgreiðslur og allar með sínum póststimpli. Prestbakki (Kirkjubæjarklaustur) á Síðu, Breiðabólstaður í Fljótshlíð (reyndar með stimplinum VÖLL- UR) og Hraungerði í Flóa og loks Póststofan í Reykjavík. Á milli þeirra voru svo bréfhirðingar, sem fengu reyndar ekki sérstaka póst- stimpla fyrr en nokkru síðar. Er þarflaust að rekja nöfn þeirra hér, en mér telst til, að þær hafa á um- ræddu tímabili frá upphafi og fram yfir aldamót 1900 eigi verið færri en tíu. Vitaskuld er reginmunur á sam- göngum í lok 19. aldar og upphafi hinnar 20. aldar og svo aftur nú á dögum. Nú þeysast póstbílar frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur á einum degi og tæplega það, leið, sem áður tók marga daga og jafn- vel vikur. Hér er því ólíku saman að jafna og eðlilegt, að Pósturinn taki mið af því. En telji hann sér hentara að senda allar póstsend- ingar ofangreinda leið suður til Reykjavíkur og síðan aftur austur á ákvörðunarstað verður engin stimplun á þeim póststöðvum, sem eru á leiðinni til Reykjavíkur. Við það fækkar mjög í söfnunarsviði safnarans. Þá skilst mér, að sú aðferð að senda allan póst til stimplunar á Höfðabakka þekkist á fleiri póst- leiðum. Þannig mun póstur frá Ólafsvík, sem ætlaður er inn í Stykkishólm, fyrst fara suður til Reykjavíkur til stimplunar og svo til baka vestur á Snæfellsnes. Fyr- ir sjónum mínum virðist þetta heldur umhendis. Starfsmönnum Póstsins er meira en velkomið að senda þættinum skýringar á þessu fyrirkomulagi. Þær yrðu áreiðan- lega vel þegnar af frímerkjasöfn- urum og þá ekki sízt stimplasöfn- urum. Sparnaðarleiðir Íslandspósts hf. FRÍMERKI Íslandspóstur Póstafgreiðslum komið fyrir í hjábúð hjá bönkum og stórmörkuðum. Póstafgreiðslum fækkað. Jón Aðalsteinn Jónsson Póstbílar frá liðinni öld. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3475 og 821 3475. Blaðberar óskast til afleysinga í Njarðvík. ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3463 og 820 3463. Blaðberi óskast strax í Vallar- hverfi II í Keflavík Kennari sem getur tekið að sér kennslu í íþróttum, sér- kennslu og almennri kennslu, óskast að grunn- skólanum Gunnarshólma, Austur—Landeyjum (17 nemendur í 1.—5. bekk) Umsóknarfrestur er til 24. júní. Nánari upplýsingar veitir Helga Þorsteinsdóttir, skólastjóri í síma 453 8191 eða 865 5035. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Orkubrautir og vöðvaáhrif 16., 18., 19. og 20. júní. Upplýsingar í síma 557 5000, 557 9736 og 691 3736. Nuddskólinn í Reykjavík. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 19. júní 2003, kl. 14.00, á neð- angreindum eignum: Freyjugata 19, Sauðárkróki, þingl. eign Jóns Björnssonar. Gerðarb- eiðendur eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Ríkisútvarpið. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 12. júní 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 15. júní. Akrafjall. Gengið upp Berjadal og á Geir- mundstind. Fararstjóri Steinar Frímannsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1900/2300. 17. júní. Leggjabrjótur. Botnsdalur - Þingvellir. Farar- stjóri Steinar Frímannsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1900/2300. 18. júní. Útivistarræktin. Driffell, 254 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna húsinu) í Elliðaárdalnum kl. 18:30. Allir eru velkomnir – ekkert þátttökugjald. 20.—22. júní. Árleg Jóns- messunæturganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Uppselt í skála og fyrstu brottför kl. 18.00. Laus pláss kl. 19.00 og 20.00. Verð kr. 9600/11200. Ferðir yfir Fimmvörðuháls og í Bása allar helgar í sumar. Sjá nánar www.utivist.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla frá kl. 10:00 til 16:00 með Anitu Björk, kennara á Ark- en í Svíþjóð en hún fer fyrir handleiðslu nemenda á skólan- um þeirra og kennir m.a. um lækningu, lausn og persónuleg- an vöxt. www.fi.is 15. júní kl. 13.00 Esjudagur fjöl- skyldunnar í boði SPRON FÍ, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Flugbjörgunarsveitarinnar. 17. júní kl. 10.00 Leggjarbrjótur. 21.júní kl.18.00 Hekla. AUKAFERÐ Á LÓNSÖRÆFI – 25.—28.júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.