Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 48

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 48
48 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                               !  " #     !     #%"    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ stöndum á tímamótum. Við gerum okkur ekki öll grein fyrir því en það er satt. Við stöndum frammi fyrir vali um tvennt; ann- ars vegar að losa okkur við banda- ríska herinn úr landinu og þar með hætta að skilja eftir okkur spor hundtryggs aðdáanda stríðs og blekkinga. Við þurrkum ekki út þau spor sem liggja eftir okkur og okkar guðsvoluðu stjórn frá því að fáir menn ákváðu í nafni örvænt- ingar, tortryggni og fáfræði að fyrirgera sjálfstæði Íslands og selja það í hendur óvissu og eilífr- ar hræðslu, en við getum byrjað upp á nýtt. Nýir tímar þar sem fólk hættir að hylla herinn fyrir að skapa atvinnu á Suðurnesjum heldur bölva þeim sem bjuggu svo- leiðis um hnútana fyrir löngu með skammsýni sinni að atvinnuöryggi fjölda fólks getur núna hrunið á einni stundu að fyrirskipan nokk- urra manna sem hafa aldrei komið til Íslands, þekkja ekki fólkið sem það gerir atvinnulaust og er í raun skítsama um það. Já, það verður þröngt í búi fyrir fólk sem missir vinnuna og nei, það verður ekkert auðvelt, en ekki kenna okkur sem sáum þessa stund fyrir, erum friðarsinnar og höfum aldrei viljað þennan her á landinu um. Ég vil að þær fjöl- skyldur sem missa lífsviðurværi sitt, sem vill svo til að snýst um að gera hernum auðveldara að drepa aðrar fjölskyldur úti í heimi sem missa aðeins meira en lífsviður- væri sitt, verði gert auðveldara um vik, fái styrki og að stjórnin ábyrgist að það fólk fari ekki á götuna. Ég vil að atvinnuuppbygg- ing á Suðurnesjum snúist um eitt- hvað annað og meira en einn vinnuveitanda og hafi æðri tilgang en þann að eyðileggja líf fólks úti í heimi, en ég vil ekki og ég bið um að ríkisstjórn Íslands selji ekki enn á ný sálir okkar allra og geri ekkert annað en fresta þeirri stund sem nú er upp runnin. Hvernig hefði verið að milljónirnar eða milljarðarnir sem fóru í aðstoð við að flytja sprengjur á áfanga- staði sína; írösk íbúðahverfi, götu- markaði og söfn í stríðinu gegn íraska fólkinu, hefði farið í það að byggja upp öðruvísi atvinnu á Suð- urnesjum svo við yrðum tilbúin þegar herinn ákvæði að fara eða enn betra, við hefðum getað rekið herinn sjálf úr landi þegar hann gegndi engu hlutverki lengur á Ís- landi. Hins vegar getum við haldið hernum hérna, haldið áfram að styðja átök og morð og frestað þeirri stund þegar Suðurnesjafólk missir vinnuna. En nú er svo komið að herinn vill flytja burt og fólk mun missa vinnuna vegna þess að íslenskir ráðamenn sýndu vítaverða skamm- sýni að halda að útlenskur her myndi alltaf halda sig á Miðnes- heiði, hann myndi aldrei fara eða vera rekinn burt af þeim sem enn hafa einhvern vott af siðferði í sér. Já, við erum á tímamótum. Ef við veljum fyrri kostinn getum við hreinsað samvisku okkar að stórum hluta og byrjað upp á nýtt með friðsamt, hlutlaust og mann- eskjuvænt samfélag, en ekki hund í bandi hermálaráðherra úti í heimi sem gæti ekki bent á Ísland á korti af Íslandi. Það verður ekki auðvelt en samt sér víðsýnt fólk strax fyrir endann á þeim erfið- leikum sem gætu fylgt, það eru aðrar leiðir. Ef við veljum síðari kostinn fyrirgerum við sálu okkar og hugsum á banabeðinum: „Ég gat breytt öllu en ég kaus að gera ekkert.“ Friður. FINNUR GUÐMUNDSSON, Skeiðarvogi 13, 104 Reykjavík. Tímamót Frá Finni Guðmundssyni: NÚ NÝLEGA sá ég það haft eftir George W. Bush Bandaríkjaforseta að efnahagsþvinganir hefðu ekki getað skilað árangri í Írak því að landið flyti bókstaflega á olíu. Þessi staðhæfing heldur ekki vatni. Ef Írakar hefðu ekki getað selt olíu umfram þá sem alþjóðasamfélagið leyfði í vöruskiptum þá hefðu þeir heldur ekki getað keypt neitt bann- að. Staðreyndin er hins vegar sú að um NATO-ríkið Tyrkland var íraskri olíu smyglað og þess vegna virkaði viðskiptabannið ekki að fullu. Nú fer meira fyrir olíu en fíkniefnum svo hæpið er að þetta hefði verið hægt án aðildar tyrk- neskra embættismanna. Rétta leið- in hefði því verið að setja þumal- skrúfurnar á Tyrki að loka þessum viðskiptum. Það kaupir enginn neitt fyrir ekki neitt. Þetta sýnir hversu skýrt Bush og hans ráðgjafar hugsa. Persónuvernd gerði athugasemd- ir við framgang stjórnsýslunnar gagnvart meðlimum Falun-Gong hreyfingarinnar. Björn Bjarnason, nýsettur dómsmálaráðherra, segir að stjórnsýsla heyri ekki undir Per- sónuvernd. Svona framsetning ber ekki vott um skilning. Það að gera athugasemdir við sjálfa stjórn- sýsluna heyrir undir alla sem hafa staðfesta vissu fyrir rangri embættisfærslu. Þetta er hreint og klárt yfirklór kjána. Mikið geta þjóðir verið heimskar að kjósa yfir sig hreina undirmáls- menn sem leiðtoga. HILMAR HARÐARSON, Sléttahrauni 29, 200 Hafnarfirði. Skortur á heilastarfsemi Frá Hilmari Harðarsyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.