Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 49 UNGMENNAHREYFING Rauða krossins og BUSL, unglingastarf Sjálfsbjargar, standa fyrir tveggja daga maraþonferð fatlaðra unglinga frá Akranesi til Reykjavíkur um næstu helgi. Tilgangurinn er að safna fyrir ferð hreyfihamlaðra ung- linga til Svíþjóðar á næsta ári, þar sem ætlunin er að hitta aðra krakka í svipaðri aðstöðu. Lagt verður af stað frá Akranesi laugardaginn 14. júní kl. 10. Áætluð koma til Reykjavíkur á Olísstöðina í Álfheimum er kl. 16.30 á sunnudag. Þangað er fólki boðið að mæta og verða samferða unglingunum og bif- hjólasamtökunum Sniglunum í nokkurskonar skrúðgöngu að Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Um er að ræða eins konar boðakstur rafdrif- inna hjólastóla sem um 15 hreyfi- hamlaðir unglingar munu taka þátt í, auk sjálfboðaliða Rauða krossins, sem verða þeim til aðstoðar. Félagar í ungmennahreyfingu Rauða krossins í Reykjavík og Ný- ung Sjálfsbjargar hafa unnið með fötluðum ungmennum í Sjálfsbjörgu í sjálfboðavinnu í sex ár. Starfið hef- ur það markmið að efla félagslegt sjálfstæði hreyfihamlaðra krakka með því að taka þátt í margvíslegri starfsemi – svo sem köfun, þotu- skíðaferðum, útreiðartúrum, bíósýn- ingum, vélsleðaferðum og öðru álíka. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í söfnunarsímann 908 2003 og þá verða dregnar 700 krón- ur af símreikningi. Hjólastólamaraþon á ári fatlaðra Hótel Búðir á Snæfellsnesi verð- ur opnað í dag, 14. júní, á nýjan leik eftir mikla uppbyggingu. Vígsla hót- elsins fer fram kl. 20.20 og er stund- in valin af Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi. Pétur Þórðarson stýrir eldhúsinu á Hótel Búðum. Hótel var fyrst opnað á Búðum 1948. Gróðrarstöðin Blómi á Stokks- eyri 5 ára Í tilefni þess að Gróðr- arstöðin Blómi á Stokkseyri er fimm ára verður boðið uppá hressingu fyr- ir unga sem aldna og ýmsar uppá- komur í dag, laugardaginn 14. júní, kl. 14–18. Einnig verða plöntutilboð í gangi allan daginn. Garðplöntusala Blóma er opin alla daga yfir sumarið kl. 10–20, nema sunnudaga kl. 14–18. Í DAG Skógræktarferð Íslensk– japanska félagsins í Mirai no Mori Árleg Jónsmessuferð Íslensk- japanska félagsins verður á morgun, sunnudaginn 15. júní kl. 14. Skóg- ræktarreitur félagsins, sem ber nafnið Mirai no Mori eða skógur framtíðarinnar, er í Klifsholti, norð- an við Sléttuhlíð í landi Hafn- arfjarðar. Heiðursgestir verða sendiherra Jap- ans Masao Kawai, kona hans Keiko Kawai og Eyþór Eyjólfsson, ræð- ismaður Íslands í Japan. Þau munu draga að húni íslenskan og jap- anskan fána sem tákn um vináttu þjóðanna. Skógræktarreitur félags- ins er styrktur af fyrirtækjum og einstaklingum og munu styrktarað- ilar einnig vera viðstaddir. Formað- ur Íslensk-japanska félagsins er Gunnhildur Gunnarsdóttir. Á MORGUN Touran-landsleikurinn Í tilefni landsleikja Íslands og Þýskalands sem fram fara í haust hafa Hekla, Icelandair og KSÍ hafið samstarf um „Touran- landsleikinn“. Þessi leikur fer fram í tengslum við kynningu Heklu hf. á Volkswagen Touran, nýjum 7 manna bíl frá Volkswag- en. Með reynsluakstri á Volkswag- en Touran gefst þátttakendum kostur á að setja nafn sitt í pott sem dregið verður úr 6. sept- ember á heimaleik Íslands og Þýskalands. Þar sem Touran er sjö manna bíll hlýtur vinningshafinn ferð fyrir sjö til Þýskalands á lokaleik Ís- lands í undankeppni EM, miða á leikinn og gistingu fyrir hópinn. Námskeið í gestaltmeðferð Helgina 27.–28. júní verður gestaltþerapistinn Daníel Á. Daní- elsson með námskeið í gestalt- meðferð fyrir fagfólk, sem heitir „Að styðja til ábyrgðar“. Helgina 12.–13. júlí verður hann með nám- skeiðið „Að tengjast annarri manneskju“, fyrir hjón/pör. Daníel tekur einnig á móti einstaklingum og hjónum/pörum í einkatíma á tímabilinu 1. til 11. júlí. Námskeiðin eru kynnt á slóðinni www.gestalt.is/namskeid.html. Gestaltþerapía er lifandi og skap- andi meðferðarform sem beinir atyglinni að því sem gerist hér og nú í samtalinu eða hópnum. Gestaltþerapistinn gengur út frá því að skjólstæðingurinn beri alla reynslu sína með sér í því hvernig hann hugsar, hvernig honum líður og hvernig hann hegðar sér hér og nú. Á NÆSTUNNI EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, vegna umræðna á opinberum vettvangi um óeðlileg afskipti bæjarstjóra á vali bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2003: „Á fundi menningarmálanefndar Mosfellsbæjar þann 27. maí sl. var á 3ja dagskrárlið tilnefningar bæjar- listamanns Mosfellsbæjar 2003. Til- nefningar voru lagðar fram með ein- um eða öðrum hætti og þar á meðal tilnefning Ragnheiðar Ríkharðsdótt- ur. Sú tilnefning var lögð fram í tölvu- pósti til þess að koma nöfnum lista- mannanna að við val á bæjarlistamanni. Á það ber að leggja áherslu að tölvupóstur þessi barst inn á fundinn þann 27. maí og var þar öll- um sýnilegur en minnihlutinn hefur látið það í veðri vaka að tölvupóstur þessi hafi borist á milli funda og verið til þess fallinn að segja öðrum fyrir verkum. Það er alrangt. Eftir að til- nefningar voru fram komnar unnu fundarmenn eftir vinnureglum sem viðhafðar hafa verið undanfarin ár. Þess ber og að geta hér að engar skráðar eða óskráðar reglur eru til um tilnefningar og því öllum frjálst að koma þar að. En í kjölfar þess farvegs sem minnihlutinn í bæjarstjórn Mosfells- bæjar hefur valið að setja málið í, sem raunar bitnar harðast á frábærum listamanni og þeirri vegsemd sem því fylgir að vera tilnefndur bæjarlista- maður Mosfellsbæjar, þá er eðlilegt að láta þess getið, þeirra staðreynda málsins, sem minnihlutinn hefur kos- ið að láta hvergi koma fram og eru óeðlileg afskipti nefndarmanns að málinu. Er þar átt við hin miklu tengsl annars af fulltrúum minnihlut- ans í nefndinni, Karls Tómassonar, við einn þeirra listamanna sem hlaut tilnefningu í vali á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2003. Þegar tilnefning- ar lágu fyrir og þessi vensl voru ljós þá af þeirri ástæðu og lögum sam- kvæmt hefði Karl Tómsson átt að hafa frumkvæði að því að víkja af fundi menningarmálanefndar og ekki taka frekari þátt í meðferð málsins innan nefndarinnar sökum vanhæfis samkvæmt 2. og 6 tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga en þar segir: Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar. 6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Jafnframt hefði áðurnefndur Karl Tómasson átt að víkja af fundi nefnd- arinnar vegna vanhæfis samkvæmt 2. gr. í samþykkt Mosfellsbæjar fyrir menningarmálanefnd en þar segir: ... Fulltrúar í menningarmálanefnd skulu gæta þagmælsku um einkamál fólks sem fjallað er um á fundum nefndarinnar. Fulltrúi skal víkja af fundi og kalla til varamann, tengist hann einstaklingum eða málum sem fjallað er um í nefndinni, þannig að spillt geti óhlutdrægni hans og valdið tortryggni. Eins og áður segir hefði Karl Tóm- asson átt að hafa frumkvæði af því að víkja af fundi vegna hinna nánu tengsla hans við einn þeirra lista- manna sem tilnefndir voru en það gerði hann ekki og tók þátt í fund- inum og meðferð málsins fyrir nefnd- inni þann 27. maí sl. þar sem atkvæða- greiðslu um bæjarlistamann var frestað. Fundur er síðan haldinn þann 3. júní sl. þar sem var eitt mál á dag- skrá, val á bæjarlistamanni Mosfells- bæjar 2003. Þann fund sat Karl Tóm- asson, tók þátt í umræðum á fundinum og meðferð málsins þar til að atkvæðagreiðslu kom, þá vék hann af fundi og varamaður tók sæti. Minnihlutinn í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hefur átalið afskipti bæj- arstjóra af meðferð málsins og þótt þau aðfinnsluverð. Þeim hefur hins vegar ekki þótt ástæða til að gera slíkt hið sama við afskipti annars full- trúa minnihlutans af meðferð málsins og er það umhugsunarvert. Það sem upp úr stendur í því máli sem hér er til umfjöllunar á opinber- um vettvangi eru óeðlileg afskipti Karls Tómasonar af málinu og sú staðreynd að þátttaka hans í þessum tveimur fundum menningarmála- nefndar Mosfellsbæjar og við með- ferð málsins að öðru leyti brýtur í bága við ákvæði gildandi stjórnsýslu- laga og samþykkta Mosfellsbæjar fyrir menningarmálanefnd. Jafn- framt braut Karl Tómasson trúnað sem nefndarmaður jafnt gagnvart þeim sem þar er um fjallað svo og öðr- um nefndarmönnum þegar hann ákvað að fara opinberlega fram með upplifun sína af fundunum tveimur. Þegar bæjarstjóri Mosfellsbæjar tilnefndi tvo listamenn í tölvupósti þeim sem lagður var fyrir menningar- málanefnd þann 27. maí sl. óraði hann ekki fyrir að þær tilnefningar kölluðu á þann eftirleik sem síðan hófst og þykir leitt að nöfn þeirra listamanna sem hann tilnefndi skuli dregin inn í umræðu minnihlutans með þeim hætti sem nú er öllum ljós. Það er heiður að vera tilnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og þann heiður verðskuldar sá listamað- ur sem tilnefndur er svo sannarlega.“ Yfirlýsing frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra Líti nú hver í eigin barm NÝLEGA voru sendir út miðar í sumarhappdrætti Krabbameins- félagsins. Allt frá árinu 1955 hef- ur félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtak- anna hér á landi og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra. Um 1100 krabbamein eru að meðaltali greind hér á landi á ári. Hjá körlum er krabbamein í blöðruhálskirtli algengast og brjóstakrabbamein hjá konum. Í öðru sæti er lungnakrabbamein hjá báðum kynjum og krabba- mein í ristli í því þriðja. Um 8.200 einstaklingar sem fengið hafa krabbamein eru nú á lífi. Í sumarhappdrættinu fá karlmenn heimsendan miða. Vinningar eru 117 talsins að verðmæti 16.090.000 kr. Að- alvinningurinn er BMW 318iA SE að verðmæti 3.590.000 kr. Annar aðalvinningurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 115 vinningar eru í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100.000 kr. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní. Reyklausir bekkir fá viðurkenningu og er það einn af mörgum þáttum í tóbaksvarnastarfinu. Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsins Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.