Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 50

Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.     Á vefsíðunni Múrnumskrifar Ármann Jak- obsson um tap Línu Nets á síðasta ári. Hann segir: „Á aðalfundi Línu nets um daginn kom í ljós að tapið á fyrirtækinu seinasta ár var 157 milljónir. Það er vissulega há tala, sér- staklega í ljósi þess að borgin heldur uppi ýmissi mikilvægri starfsemi sem kostar ekki nema brot af þessu tapi. Það er eðlilegt að upp vakni spurningar um hversu skynsamleg fjárfesting hér hafi verið á ferð. Mun Lína net skila hagnaði á næsta ári eða verður hún síðar talin mesta axarskaft borg- arstjórnar undir lok 20. aldar?“     Múrinn, sem alla jafnaer fullur efasemda um hinn frjálsa markað, virðist telja að stofnun Línu nets, á vegum Orku- veitunnar, hafi verið um- deilanleg ákvörun. Ár- mann segir að ýmiss konar starfsemi hafi á undanförnum árum verið færð frá hinu opinbera á einkamarkað og jafnvel hafi verið gengið of langt í þeim efnum. Varðandi Línu net segir hann hins vegar: „Jafnvel hefur ver- ið gengið of langt í þessu og afleiðingin orðið fá- keppni. Það má hins vegar velta fyrir sér hvort það sé heillaskref að stofna ný fyrirtæki á markaði þar sem allt útlit er fyrir sam- keppni, enda þurfti enginn að efast um að þessu hlytu að fylgja ásakanir um ójafna samkeppnisstöðu og opinberan stuðning.“     Ármann heldur áfram:„Öllu verra er þó ef ævintýrið reynist ekki ganga upp og hagnaður- inn lætur bíða eftir sér. Þá verður spurt að því hvort verjandi hafi verið fyrir borgina að standa í slíkum rekstri. Margir vinstri- menn hafa undanfarið tal- að fyrir því að hið op- inbera standi ekki í fyrirtækjarekstri. Betra sé að það skilgreini þá samfélagsþjónustu sem það þarf að rækja og hún sé veitt af stofnunum en ekki fyrirtækjum. Þannig var Póstur og sími í raun og veru stofnun á sínum tíma þó að það hafi hentað að skilgreina þá stofnun sem fyrirtæki.“     Ármann telur að í mörg-um tilfellum kunni að vera réttlætanlegt að hið opinbera standi í fyrir- tækjarekstri þótt tísku- sveiflur hagfræðinnar skrifi ekki upp á slíkt um þessar mundir. Hann er þó fullur efasemda um að slíkt eigi við í tilfelli Línu Nets og telur að gengi þess kunni að hafa alvar- leg áhrif á R-listann í Reykjavík: „Um hitt verð- ur vart deilt að það er djörf ákvörðun þegar sveitarfélög fara að hætta sér í áhættusaman fyr- irtækjarekstur. Þá er eins gott að vel gangi því að annars verður skellurinn mikill og margir munu líta á skipbrot Línu nets sem áfellisdóm yfir Reykjavík- urlistanum.“ STAKSTEINAR Tap Línu Nets 2002 Víkverji skrifar... VEÐURBLÍÐAN hefur verið ein-stök síðustu daga og fyrir mið- bæjarrottu eins og Víkverja er þá fátt meira viðeigandi en að spássera um miðbæinn. Skoða mannlífið, gefa öndunum, reka nefið inn í Kolaport- ið, kaupa þar harðfisk og flatkökur, renna yfir matseðlana í veitinga- húsagluggunum, sporðrenna einni bæjarins bestu, fletta blöðum í Ey- mundsson, bókum á bókasafninu, dást að tilþrifum hjólabrettakrakk- anna sem kastast um Ingólfstorgið og kasta svo sjálfur kveðju á styttur bæjarins – sem Víkverji nennir sko víst að horfa á. x x x EN UM þessar mundir, og reynd-ar undanfarna mánuði, ef ekki hreinlega ár, hefur stór galli verið á gjöf Njarðar. Það eru þessar eilífu framkvæmdir. Vissulega er ætlunin með þeim að fegra miðborgina en að það skuli þýða að fjölförnustu göt- urnar séu sundurgrafnar yfir há- sumar fer vægast sagt í þær fínustu. Víkverji er löngu búinn að gleyma hvenær þessar framkvæmdir á Laugavegi og í Bankastræti hófust fyrst en það virðist ótrúlega langt síðan. Og nú hafa skurðirnir lekið neðst niður í Bankastrætið og eru nú sem nemur við sjálft Núllið. Allt í góðu og lítið tillit tekið til okkar borgarbúa, við hljótum að geta hald- ið í okkur, beðið betri tíðar með blóm í haga og heilan miðbæ. Verst leikur þetta ástand ferða- manninn sem er kannski í sinni einu Íslandsferð um ævina og neyðist til að klofa um sundurgrafna miðborg og lætur sér duga að ímynda sér hvernig þessi miðbær lítur út í heilu lagi. Ekki væri Víkverji a.m.k. sátt- ur við að þurfa að klofa um sundur- grafna Oxfordgötu eða Ráðhústorg. Víkverji gerir sér mætavel grein fyrir því að stundum eru fram- kvæmdir nauðsynlegar og að kom- inn hafi verið tími á þessar fyrir löngu. En samt vaknar spurningin hvort þær þurfi að taka svo langan tíma, því á meðan nostrað hefur ver- ið við æðakerfi miðbæjarins hafa risið heilu verslunarmiðstöðvarnar, mislæg gatnamót úti um allar triss- ur og hvaðeina. Hefði ekki þurft að leggja viðlíka pressu á að hespa af framkvæmdum í miðbænum? Þetta á nú einu sinni að vera andlit höf- uðborgarinnar út á við. x x x ENDURVINNSLA er af hinugóða og Víkverji fagnar því hversu víða orðið er að finna gáma fyrir endurvinnanlegan pappír og fernur. Nærri heimili Víkverja stendur einn slíkur gámur, á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs. Ánægjulegt er að sjá hversu mikið hann er notaður en öllu má nú of- gera. Þannig blöskrar Víkverja til- ætlunarsemin í fólki þegar það skil- ur eftir stútfulla og galopna pokana af pappír utan við gáminn er hann er fullur – sem fýkur svo að sjálf- sögðu út um allt. Hvurslags endur- vinnsla er það? Morgunblaðið/Ómar Á sumargöngu í miðborginni. LÁRÉTT 1 skro, 8 lestarop, 9 snæddur, 10 smávegis ýtni, 11 kremja, 13 súr- efnið, 15 hjólgjörð, 18 frumhvatar, 21 sefi, 22 stríðni, 23 hlaupa, 24 skynsemin. LÓÐRÉTT 2 ótti, 3 híma, 4 forsmán, 5 þátttaka, 6 ill, 7 gabb, 12 nöldur, 14 aðstoð, 15 ráðrík, 16 álúta, 17 eldstæði, 18 hlífði, 19 meginhluti, 20 geð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dunda, 4 fýlan, 7 gusta, 8 reist, 9 rúm, 11 riða, 13 hita, 14 korði, 15 maka, 17 klúr, 20 ask, 22 kolin, 23 rjóli, 24 lesta, 25 feiti. Lóðrétt: 1 dugar, 2 nesið, 3 afar, 4 form, 5 leiði, 6 nátta, 10 útrás, 12 aka, 13 hik, 15 mikil, 16 kolls, 18 ljómi, 19 reiði, 20 anga, 21 krof. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG KEM mjög oft í Foss- vogskirkjugarð til að líta eftir leiðum ættingja minna. Undrar það mig að þar virðist sjaldan slegið grasið á leiðunum – og ef það er gert, þá er það svo illa gert að grasið skemm- ist. Allar götur milli leið- anna eru ósópaðar og er það til mikillar óprýði. Þarna virðist sem ungling- ar séu látnir vinna og þeir kunni ekki almennilega til verka. Finnst mér hirðingu þarna hafa farið mjög aftur með árunum og leiðinlegt er þarna að koma meðan ástandið er óbreytt. Borgari. Meingallað ÉG VIL taka undir orð Árna Jónssonar sem lýsir andúð sinni á okkar mein- gallaða dómskerfi í grein í Velvakanda hinn 12. júní sl. Hvernig hefðu dómarar dæmt í þessu máli ef þetta hefði verið eitt af þeirra börnum? Svari nú hver fyrir sig. Elín. Lokun útibúa MIG langar til að vekja at- hygli fólks á máli sem skiptir okkur öll miklu. Nú stendur til að loka útibúum hjá Íslandspósti og færa afgreiðslustaði í Nóatúns- búðir vítt og breitt um bæ- inn. Það er þegar búið að færa eina afgreiðslu í Nóa- túnsbúð í Árbænum. Póst- húsum hefur verið að fækka á undanförnum ár- um og hafa mörg góð útibú verið lögð niður. Hérna í Grafarvoginum er eitt útibú í Spönginni þar sem er þjónustukjarni fyrir hverfið og fer vel á að hafa útibú þar. Var áður við hliðina á Íslandsbanka v/Gullinbrú. Við viljum alls ekki missa þetta útibú og þá þjónustu sem það veitir okkur. Starfsfólkið er gott í Spönginni og viljum við fá að hafa það áfram hjá okk- ur. Ég skora á alla Graf- arvogsbúa, Grafarvogs- samtökin og aðra hagsmunaaðila að láta nú til sín taka og skrifa bréf og mótmæla þessari ákvörðun yfirstjórnar. Pósturinn er til fyrir okkur og er þjónustustofnun sem á að veita sem besta þjón- ustu fyrir alla. Við viljum geta treyst því að póstur- inn komist til skila og glat- ist ekki á leiðinni. Það er og nauðsynlegt að hafa gott og reynt starfsfólk við stjórnvölinn sem kann sitt fag. Pósturinn mætti einnig taka það til athugunar að notast í auknum mæli við frímerki og hætta ofnotk- un stimpla. Við viljum frí- merki og almennilegan póst. Katrín Þorsteinsdóttir. Hvar er fegr- unarfélagið? VÆRI ekki gott fyrir Fegrunarfélagið að skoða inngang að læknastöð og Lyfjum og heilsu Vestur- bæjar sem þar er til húsa? Vegfarandi. Dýrahald Páfagaukur flaug út í óvissuna KARLKYNS gári, grænn og gulur að lit, týndist frá heimili sínu í Árbænum 9. júní sl. Fuglinn er með af- brigðum gæfur og bítur aldrei. Litur hans er að sögn eiganda afar sjald- gæfur. Punktar fyrir neð- an gogg eru kolsvartir að lit og fullkomlega hring- laga. Þeir sem kunna að hafa séð fuglinn eru vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 567 2954 eða 869 1247. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hirðuleysi í kirkjugarði Morgunblaðið/Kristinn Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Bjarni Sæmundsson, Baltica Hav., Ronhald H. og Brown. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Arrow og bv. Kleif- arberg. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Morgungangan er frá Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Húnavatnssýslur – Vatnsdalur 15.–16.júlí, 2 dagar. Ekið norður Kjalveg. Hveravellir, Vatnsdalur. Ekið til Þingeyra og kirkjan skoðuð. Á Blönduósi verður m.a. litið inn í Heimilisiðnaðarsafnið. Ekið um þjóðveg 1 til Reykjavíkur. Gist á Húnavöllum. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Uppl. á skrifstofu FEB s. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki. Nokkur sæti eru laus í Pól- landsferðina 1.–13. ágúst nk. Upplýsingar í síma 554 3400. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyr- ir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Sumarferð fé- lagsins verður farin fimmtudaginn 19. júní nk. og er ferðinni heit- ið á Kirkjubæj- arklaustur. Brottför er frá Hallgrímskirkju kl. 9. Verð er kr. 4.500 og er þar innifalið rúta og matur. Þátttaka ósk- ast tilkynnt til Dag- bjartar í síma 510 1033 eða Ásu (mánudag), í síma 552 4713. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudög- um í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12-spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upplýsingar á www.oa.is og í síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110, gengið að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.) er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565 1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minn- ing@krabb.is). Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588 9390. Hrafnkelssjóður (stofnaður 1931) minn- ingarkort afgreidd í símum 551 4156 og 864 0427. Í dag er laugardagur 14. júní, 165. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóh. 10,9)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.