Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 53
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 53 Markverðir: Þóra Björg Helgadóttir, KR .....................24 María Björg Ágústsdóttir, Stjörnunni.......3 Aðrir leikmenn: Björk Ásta Þórðardóttir, Breiðabliki .........1 Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabliki...............0 Erla Hendriksdóttir, FC Kaupmannah. ..36 Margrét L. Viðarsdóttir, ÍBV.....................0 Olga Færseth, ÍBV ....................................37 Ásthildur Helgadóttir, KR ........................51 Edda Garðarsdóttir, KR............................19 Embla S. Grétarsdóttir, KR........................0 Guðný Sóley Gunnarsdóttir, KR ..............14 Hrefna H. Jóhannesdóttir, KR...................2 Dóra María Lárusdóttir, Valur...................0 Dóra Stefánsdóttir, Valur ...........................2 Íris Andrésdóttir, Valur ..............................1 Laufey Jóhannsdóttir, Valur.......................3 Laufey Ólafsdóttir, Valur ............................5 Málfríður Erna Sigurðardóttir, Valur .......1 Hópurinn Við vitum bara lokatölur úr leikj-um Ungverjanna en ekkert um styrk þeirra en ég á von á að liðið sé svipað okkur að styrk. Það er auðvit- að spenna í leik- mönnum, það skipt- ir miklu máli að byrja þessa keppni vel og fyrsti leikur segir mikið um það sem koma skal svo að við leggjum mikla áherslu á að ná góðum úrslitum á laugardaginn, við ætlum að ná í þessi þrjú stig sem eru í boði,“ segir Olga. Trúi að ég spjari mig „Ég er mjög spennt því það er auðvitað alltaf draumur að spila fyrir Ísland og á Laugardalsvell- inum,“ sagði Eyjastúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir sem er nýliði í hópnum. „Það væri frábært að fá tækifæri þótt maður geri sér ekki of miklar vonir um að byrja en ég fæ þó reynslu og hef gaman af. Það er áhugi á þessum leik í Eyjum því það hafa ekki margar landsliðskon- ur komið úr ÍBV og heiðurinn er því mikill, bestu verðlaun sem mað- ur getur fengið. Ég er tilbúin og hef trú á að ég spjari mig, maður verð- ur að hafa trú á sjálfum sér – ann- ars gera aðrir það ekki.“ Byrja nýtt mót vel „Mér líst vel á leikinn,“ sagði Íris Andrésdóttir, sem er að fara í sinn annan landsleik en hún var í liðinu, sem tapaði naumlega fyrir Banda- ríkjunum í síðasta leik. „Það var gríðarlega gott fyrir okkur að ná góðum leik við bandaríska liðið á þeirra heimavelli fyrir framan mörgþúsund áhorfendur. Þetta er hinsvegar fyrsti leikur í nýrri keppni og því mikilvægt að byrja vel, sérstaklega á heimavelli með fullum stuðningi áhorfenda, sem ég vona að fjölmenni. Það hefur verið mikil umræða um gengi karlaliðsins og við því aðeins í felum á bakvið. Fyrir vikið er minni pressa á okkur og við mætum óhræddar. Það eru margar nýjar stelpur og vonandi að þær standi sig. Það kemur alltaf að því að þurfi að endurnýja liðið og ágætt að það gerist í upphafi nýrrar keppni.“ Morgunblaðið/Jim Smart Olga Færseth um viðureignina gegn Ungverjum Leikurinn segir til um það sem koma skal OLGA Færseth hefur 37 landsleiki að baki og skorað í þeim níu mörk svo að í hennar hlut kemur eflaust að hvetja hinar áfram. „Lið- ið er mjög breytt frá leiknum í Bandaríkjunum en við munum nýta tímann vel fram að leiknum og stilla strengina. Við þurfum að rífa þessar nýju með okkur og kynna fyrir þeim umhverfið í kringum landsliðið og ég held að við þessar eldri séum fullfærar um það. Mér sýnist einhver endurnýjun í liðinu en þær yngri munu þurfa að hafa fyrir því að taka af okkur sætin þótt alveg sé á hreinu að eng- inn eigi fast sæti í landsliðinu,“ sagði markadrottningin Olga, sem nú spilar með ÍBV og hefur skorað 8 mörk í fyrstu fimm leikjum í efstu deild kvenna. Eftir Stefán Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.