Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Laugardagur: EM kvennalandsliða Laugardalsv.: Ísland – Ungverjaland ......16  Ókeypis aðgangur. Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Torfnesvöllur: BÍ – Haukar .................13.30 Húsavík: Völsungur – Fylkir ....................14 Akranes: ÍA-23 – Stjarnan ........................14 Vilhjálmsvöllur: Höttur – FH ...................14 Keflavík: Keflavík-23 – Grindavík ............14 Siglufj.: KS – Afturelding..........................14 Garður: Víðir – Þór.....................................14 1. deild kvenna: Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík – Einherji............14 Sunnudagur: Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar kvenna: Kaplakriki: FH – ÍA...................................20 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Valbj.v.: Þróttur/Haukar –Þór/KA/KS ....14 3. deild karla: Gróttuvöllur: Grótta – Drangur................20 1. deild kvenna: Sauðárk.: Tindastóll – Einherji.................14 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: KR-völlur: KR – Valur..........................19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram .............19.15 Akranes: ÍA – KA..................................19.15 3. deild karla: Akranes: Deigan – Skallagrímur..............20 Þorlákshöfn: Ægir – ÍH.............................20 Eyrarbakki: Freyr – Reynir S. .................20 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Árborg ..........20 Þróttarvöllur: Afríka – Hamar..................20 Hofsós: Neisti H. – Hvöt............................20 Dúddavöllur: Snörtur – Reynir Á.............20 KA-völlur: Vaskur – Magni .......................20 Seyðisfj.: Huginn – Einherji .....................20 Fáskrúðsfj.: Leiknir F. – Neisti D............20 1. deild kvenna: Fjölnisv.: Fjölnir – Þróttur/Haukar 2 ......20 FRJÁLSÍÞRÓTTIR  Meistaramót Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum verður að Laugarvatni í dag og á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 12 báða daga.  FH-ingar verða með mót í dag og á morgun, sunnudag, í Kaplakrika. UM HELGINA KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Huginn – ÍA...............................................0:6 Hjörtur Hjartarson 3, Ellert Jón Björns- son, Guðjón Sveinsson, eitt sjálfsmark.  Julian Johnsson lék ekki með Skaga- mönnum. Hann átti að koma til landsins í gærmorgun með farþegaskipinu Norrænu, en missti af skipinu og kom ekki til Íslands fyrr en í gærkvöld með flugi frá Færeyjum. HK – KR.....................................................2:3 Ólafur V. Júlíusson 2 - Garðar Jóhannsson 2 (53., 93.), Veigar Páll Gunnarsson 105. Númi – Valur.............................................1:7 Ómar Bentsen - Hálfdán Gíslason 2, Jó- hann Möller 2, Baldvin Jón Hallgrímsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Bjarni Ólafur Ei- ríksson. Deiglan – Víkingur R...............................0:2 - Daníel Hjaltason 2. Njarðvík – Þróttur R................................0:0 Þróttarar unnu í vítaspyrnukeppni, 5:4. Staðan var 3:3 eftir fimm vítaspyrnur á lið. Heimamenn náðu ekki að skora úr sjöunda vítaspyrnu sinni. Leikurinn var baráttu- leikur, þar sem heimamenn vörðust og skutust fram í skyndisóknir þegar við átti. KFS – ÍBV..................................................0:4 - Bjarni Rúnar Einarsson 2, Steingrímur Jóhannesson, Ian Jeffs. Selfoss – KA ..............................................1:1 Hallgrímur Jóhannsson - Steinar Tenden.  KA vann í vítaspyrnukeppni 4:3. Jón Sveinsson (vsp.), Jónas Guðmundsson (vsp.), Ingþór Guðmundsson (vsp) - Steinar Tenden, Þorvaldur Makan (vsp.), Hreinn Hringsson (vsp.), Þorvaldur Guðbjörnsson (vsp.), Örlygur Helgason (vsp.). Tindastóll – Keflavík ...............................0:9 - Þórarinn Brynjar Kristjánsson 3, Krist- ján Helgi Jóhannsson 2, Hólmar Örn Rún- arsson 2, Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson. ÍR – Fram ..................................................1:5 Arnar Þór Valsson - Andri Fannar Óttós- son 2, Kristján Brooks, Ragnar Árnason, Ómar Hákonarson. VISA-bikar kvenna, 2. umferð: Fjölnir – ÍR ................................................6:2 Guðný Jónsdóttir 3, Elín Heiður Gunnars- dóttir, Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, Hrafnhildur Eymundsdóttir - Berglind Rafnsdóttir, Alda Róbertsdóttir. GOLF Opna bandaríska meistaramótið. Staða efstu manna eftir tvo keppnisdaga. J. Furyk, Bandaríkjunum ......................... -7 V. Singh, Fidjí .............................................-7 S. Leaney, Ástralíu .....................................-5 J. Byrd, Bandaríkjunum ............................-5 T. Woods, Bandaríkjunum.........................-4 N. Price, Zimbabwe ....................................-4 E. Romero, Argentínu................................-4 F. Jacobson, Svíþjóð ...................................-4 J. Leonard, Bandaríkjunum ......................-4 T. Watson, Bandaríkjunum .......................-3 R. Damron, Bandaríkjunum ......................-3 KFS-liðið stóð í stóra bróður, ÍBV, í fyrri hálfleik í nágrannaslagnum í Eyjum – í 32 liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ – og það þrátt fyrir að hafa haft strekkingsvind í fangið og misst leikmann af velli á sautjándu mínútu. Þá fékk Jóhann Sveinn Sveinsson, sonur Sveins Sveins- sonar, aðstoðarþjálfara ÍBV, rauða spjaldið eftir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld fyrir brot. Í seinni hálfleik tóku leikmenn ÍBV svo öll völd á vellinum og skor- uðu fjögur mörk (4:0) og hefðu þau hæglega getað orðið fleiri. Það tók Steingrím Jóhannesson, marka- hæsta leikmann ÍBV frá upphafi, 502 mínútur að opna markareikn- ing sinn á nýjan leik, eftir að hann skipti aftur yfir í ÍBV frá Fylki. Hér var um að ræða bræðraslag – Steingrímur mætti Lúðvíki, stóra bróður sínum. Bræðrabyltan hefði getað orðið stærri en Hjalti úr ÍBV var meiddur og yngsti bróðirinn, Sæþór í KFS, kom ekki við sögu. Bræðurnir Bjarni Geir úr ÍBV og Sindri í KFS mættust einnig en þeir eru synir Viðars Elíassonar, for- manns knattspyrnudeildar ÍBV. Hlynur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði ÍBV, var fyrirliði KFS, þannig að það var söguleg stund þegar hann gekk inn á Hásteinsvöll og lék gegn sínum gömlu semherj- um í ÍBV-liðinu „Stóri bróðir“ sterkari í Eyjum STEINAR Þór Guðgeirsson, fyrr- verandi fyrirliði og leikmaður Fram, hefur verið ráðinn þjálfari Framliðsins og tekur við starfi Kristins Rúnars Jónssonar. Steinar Þór mun stjórna sinni fyrstu æfingu í dag í Safamýrinni og síðan Framliðinu í fyrsta deild- arleiknum í Eyjum á mánudaginn, en þess má geta til gamans að hann varð Íslands- og bikarmeistari með liði ÍBV 1998. Fram er á botni efstu deildar með tvö stig úr fjórum leikj- um. Steinar Þór er 32 ára gamall og lék með meistaraflokki Fram frá 18 ára aldri þar til hann lagði skóna á hilluna í lok ársins 2000, fyrir utan árið í Eyjum 1998. Steinar Þór var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar árið 1990, en það ár varð hann einmitt Ís- landsmeistari með Fram. Steinar Þór er einn leikjahæsti leikmaður Fram í efstu deild og lék hann 174 leiki með liðinu og skoraði 10 mörk. Steinar lék einn landsleik, 14 leiki með 21 árs landsliðinu, 16 leiki með 18 ára landsliðinu og sex leiki með 16 ára landsliðinu. Steinar Þór hefur ekki þjálfað áður í efstu deild, en hefur þjálfað yngri flokka Fram og sá um knatt- spyrnuskóla félagsins í mörg ár. Hann hefur setið í stjórn Fram og gengt ábyrgðarstöðum fyrir Fram og Knattspyrnusamband Íslands. Steinar tekur við Framliðinu Framan af varðist HK af stakrifimi og gestunum gekk illa að finna smugu á vörn þeirra. Þeir urðu síðan sjálfir að gæta sín í vörninni því heimamenn voru snöggir fram og hvort lið fékk tvö góð færi fyrir hlé. Ljóst var að KR- ingar ætluðu sér að taka öll völd á vellinum eftir hlé, þeir spiluðu af ör- yggi og Garðar Jóhannsson, sem kom inn á fyrir Arnar Gunnlaugsson í hálfleik, skoraði af öryggi með skalla eftir hornspyrnu. Það dugði samt engan veginn til að brjóta nið- ur baráttuvilja HK-manna, þeir hófu að fikra sig framar á völlinn og áttu jafnvel að fá vítaspyrnu á 56. mínútu þegar sóknarmanni þeirra var hrint inni í teig. Þeir héldu sínu striki og Ólafur V. Júlíusson skoraði af öryggi eftir að hann fékk góða sendingu fram völlinn. Í lokin færð- ist mikið fjör í leikinn með mörgum færum en engu marki svo það var framlengt. Á þriðju mínútu framlengingar skoraði Garðar aftur eftir vel út- færða sókn. Fyrstu mínútur eftir það var sjálfstraust KR gott en heimamenn ekki af baki dottnir og Ólafur jafnaði með glæsilegri auka- spyrnu af 25 metra færi. KR-ingar tóku hraustlega við sér, sóttu af krafti og Veigar Páll Gunnarsson skoraði af öryggi fimm mínútum síð- ar eftir að hann náði boltanum af varnarmanni HK sem reyndi að leika á hann. Heldur lá á gestunum í seinni hluta framlengingarinnar og HK fékk góð færi en KR slapp með skrekkinn. HK-menn stóðu sig mjög vel, voru vel skipulagðir og misstu aldrei taktinn eða einbeitinguna enda var þjálfari þeirra, Goran Kristófer Micic sem kom þeim upp um deild í fyrra, ánægður. „Við urðum að spila af skynsemi og reyna snöggar sókn- ir, það gekk vel og skapaði hættu. Við vorum mjög nálægt því að gera alla hissa en þeir skora sín mörk eft- ir okkar mistök og við erum lið sem á enn eftir margt ólært. Samt var þetta góður leikur, við sýndum að við getum leikið góða knattspyrnu og liðið hefur bætt sig mikið á tveimur árum.“ Þjálfari KR, Willum Þór Þórsson, var ekki síður ánægður með sína menn enda lék liðið vel. „Mér fannst þetta fínn bikarleikur. Við fengum nóg af færum og héldum boltanum en HK spilaði af skynsemi og nýtti sín færi. Mér fannst okkar strákar standa sig vel, gáfu sig alla í leikinn og við vissum að það þyrfti mikla orku til að gera út um þennan leik. HK stóð sig mjög vel og markið úr aukaspyrnu var eitthvað sem æðri máttarvöld ráða ekkert við.“ Sigur- inn var þó ekki alveg ókeypis því að fjórir leikmenn fengu að líta gula spjaldið fyrir kjánaleg brot eins og að sparka burtu bolta eftir brot, þeir Veigar Páll, Einar Þór, Bjarki Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson. KR slapp fyrir horn gegn HK HURÐIN skall harkalega nærri hælum Íslandsmeistara KR þegar þeir sóttu fyrstu deildar lið HK heim í Kópavoginn í gærkvöld. Tví- vegis héldu Vesturbæingar sig hólpna en með mikilli skynsemi tókst HK-mönnum að jafna og það var ekki fyrr en eftir varnar- mistök í framlengingu að KR tókst að skora sigurmarkið í 3:2-sigri. Stefán Stefánsson skrifar HELENA Ólafsdóttir, landsliðs- þjálfari kvenna, tilkynnti í gær- kvöld byrjunarlið sitt gegn Ung- verjalandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardals- velli í dag kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Byrjunarliðið er þannig skipað (4-5-1) að Þóra B. Helgadótt- ir er í markinu, varnarmenn eru Málfríður Erna Sigurðardóttir, Íris Andrésdóttir, Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir og Laufey Jóhannsdóttir, miðjumenn eru Erla Hendriks- dóttir, Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Ásthildur Helgadóttir fyrirliði og í fremstu víglínu er Olga Færseth. Þær byrja gegn Ungverjum ÍSLAND leikur í næstu viku fyrstu landsleiki sína í yngri aldurs- flokkum í blaki um árabil. Drengja- og stúlknalandslið Íslands, skipuð ungmennum 15 ára og yngri, mæta Færeyingum í landsleikjum á mánudag og þriðjudag, í Kambsdal og Klakksvík. Íslensku liðin verða í Færeyjum til miðvikudags en til viðbótar landsleikjunum munu þau dvelja í æfingabúðum með jafn- öldrum sínum. Það er liður í nýju samstarfsverkefni sem blak- sambönd þjóðanna hafa komið á og verða slíkar æfingabúðir haldnar á hverju ári, til skiptis í löndunum. Yngri landslið í blaki endurvakin Framarar sýndu nýjum þjálfarasínum, Steinari Guðgeirssyni, hvers þeir eru megnugir á ÍR-vell- inum í gærkvöldi. ÍR-ingar áttu aldrei möguleika gegn létt- leikandi liði gest- anna sem unnu auðveldlega og þurftu ekki að hafa mikið fyrir þeim sigri, 5:1. Heimamenn lágu aftarlega í fyrri hálfleik og Framarar náðu ekki að skora nema eitt mark. ÍR- ingar þurftu að setja mörk til að vinna og gerðust því sókndjarfari eftir leikhléið – þá komu mörk Framara á færibandi og með þeim urðu bikarvonir ÍR-inga að engu. Andri Fannar Óttósson var sprækastur Framara, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Ómar Hákonarson. „Þetta var fín æfing fyrir okkur. Það hefur verið létt yfir hópnum í stjórnleysinu síðustu vik- una og þetta styrkti liðsandann. Svo er æfing með nýjum þjálfara á morg- un og framhaldið leggst vel í okkur. Við getum aðeins farið upp á við í deildinni,“ sagði Andri Fannar. Áreynslu- laust hjá Fram Morgunblaðið/Golli Steinar Þór Guðgeirsson, nýráðinn þjálfari Framliðsins (t.h.), fylgdist með sínum mönnum, ásamt Finni Thorlacius, formanni Fram Fótboltafélags Reykjavíkur, leggja ÍR að velli í gærkvöldi. Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.