Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GOSPEL-tónlist er heillandi tónlistarform enda er þá jafnan sungið af innlifun og tilfinningu. Ekki gefst oft tækifæri til að hlýða á lifandi tónlistarflutning af slíku tagi hér á landi og því kærkomið tækifæri sem gafst síðastliðið fimmtudagskvöld, á tónleikum Gospelkórs Reykjavíkur, í notaleg- um salarkynnum Hvítasunnu- kirkju Fíladelfíu. Er skemmst frá því að segja að undirritaður varð ákaflega snortinn af því sem þar var boðið upp á og er ár og dagur síðan honum hefur liðið jafn vel undir tónlistarflutningi. Upphafsstef tónleikanna, This is what the Lord means to me, lofaði strax góðu og engu líkara en mað- ur væri kominn á eins konar blues- funk-tónleika, þar sem hljómsveit- in hljómaði óaðfinnanlega með Óskar Guðjónsson saxófónleikara í hlutverki sólista. Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra Óskar spila, ekki einasta hefur maðurinn skemmtilega útgeislun í sviðsfram- komu heldur er hann svo svívirði- lega góður á „rörið“ að maður gleymir stund og stað. Þarna voru líka fleiri gamalkunnug andlit á sviðinu, snillingar á borð við Sig- urð Flosason, Eyþór Gunnarsson og Jóhann Ásmundsson, en um þann síðastnefnda vil ég bara segja að ég hef þráláta sannfær- ingu fyrir því að hann sé einn besti bassaleikari í heimi, hvað sem hver segir. Annars var valinn mað- ur í hverju rúmi hljómsveitarinnar og ástæðulaust að gera þar upp á milli: Halli Gulli á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Kjartan Há- konarson á trompet og Hammond- leikur Agnars Más Magnússonar léði tónlistinni hinn rétta gospel- bakgrunn. En þetta var aðeins byrjunin og um leið og kórinn hóf upp raust sína var ljóst að hér stefndi í óvenju skemmtilega og kraftmikla tónlistarveislu. Gospelkór Reykjavíkur saman- stendur af fólki úr hinum ýmsu kirkjudeildum og greinilegt er að tónlistarstjórinn, Óskar Einarsson, hefur vandað valið vel, en hann á allan heiður af þessu framtaki. Út- setningar og raddsetning eru framúrskarandi vel unnar, sam- hljómur nánast óaðfinnanlegur og einsöngvarar valda hlutverki sínu með miklum ágætum. Svona söng hélt ég að ekki væri hægt að ná fram nema úr börkum blökku- manna. Ekki skemmdi heldur fyrir gott jafnvægi á milli hljómsveitar og kórs enda var góður hljóm- burður í salnum, sem eflaust má að hluta til þakka faglegum vinnu- brögðum hljóðstjórans, Gunnars Smára. Flutningurinn var vissu- lega kröftugur, en án þess þó að óbærilegur hávaði væri að pirra mann, eins og stundum vill verða á tónleikum. Gestasöngvarar á tónleikunum voru Fanny K. Tryggvadóttir, Edgar Smári Atlason, Maríanna Másdóttir og Páll Rósinkranz og auk þeirra sungu einsöng nokkrir meðlimir kórsins, þær Eva, Íris Lind, Rannveig, Helga, Ólöf og Erla. Ekki er ástæða til að gera upp á milli frammistöðu þessa ágæta söngfólks eða fjölyrða um einstök verk, því hér var það samhljómur heildarinnar sem skóp hughrifin. Þó má nefna gáskafulla salsaút- gáfu af He Reigns Forever, funk- aðan spuna í By the Lords Mercy og nýstárlega útsetningu á Joyful, sem byggt er á Óði til gleðinnar úr 9. sinfóníu Beethovens. Þó varð undirrituðum mest um þegar sam- hljómur kórsins reis og hneig í For Every Mountain og Your Love en undir þeim flutningi sat hann sem lamaður af hrifningu og gæsahúð hríslaðist um skrokkinn frá hvirfli til ilja. Það er ólýsanleg tilfinning, sem líkja má við uppljómun, þegar raddstyrkur kórsins magnast stig af stigi og boðskapur fagnaðar- erindisins skellur á manni eins og flóðbylgja, ekki síst fyrir reikandi sál, sem ekki hefur ræktað sam- bandið við Guð sinn sem skyldi á undanförnum árum. Tónlistarstjórinn, Óskar Einars- son, hefur oft áður skilað góðu verki á tónlistarsviðinu, en ég leyfi mér að fullyrða að sjaldan hafi honum tekist betur upp en hér. Ég ber því fram þá frómu ósk að þessi tónlist verði hljóðrituð sem fyrst, þannig að sem flestir geti notið og um leið verði þessari tónlistar- veislu forðað frá því að falla í gleymskunnar dá. Tónlist Uppljómuð gospel- tónlist Tónleikar HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA Gospelkór Reykjavíkur og hljómsveit Tónleikar til styrktar ABC hjálparstarfi, haldnir í Fíladelfíu 12. júní. Flytjendur Gospelkór Reykjavíkur, ásamt einsöngv- urum, undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveit skipuðu: Jóhann Ásmunds- son, Eyþór Gunnarsson, Halldór G. Hauksson, Agnar Már Magnússon, Ómar Guðjónsson, Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson. Sveinn Guðjónsson Morgunblaðið/Sverrir Óskar Einarsson ásamt kór og hljómsveit á gospeltónleikum í Fíladelfíu. AÐRA helgina í röð er finnski kvik- myndagerðarmaðurinn Aki Kauris- mäki í öndvegi hjá Bæjarbíói. Í dag, laugardaginn 14. júní kl. 16. sýnir Kvikmyndasafn Íslands mynd úr smiðju hans, Klassikko. Sýningin er í samvinnu við Bjarta daga, menningar- og listahátíð Hafnar- fjarðar og með stuðningi frá finnska sendiráðinu. Klassiko er frá árinu 2001 og er gerð eftir samnefndri skáldsögu finnska rithöfundarins Kari Hota- kainen sem út kom árið 1997. Hún segir frá rithöfundinum Hotkainen sem er uppálagt af útgefanda sín- um að skrifa sjálfsævisögu sína. Hann lendir í ýmsum vafasömum uppákomum í æðisgenginni leit sinni að auglýsingaslagorðum fyrir bókina, tekur ástfóstri við bíla, sér- staklega gula Toyotu og gamlan Alfa Romeo. Myndin er á finnsku en með enskum texta. Aki Kaurismäki framleiddi mynd- ina en leikstjóri hennar er Kari Vä- änänen. Í aðalhlutverkum eru Martti Suosalo og Janne Hyyt- iäinen. Aki Kaurismaki hefur leikstýrt og framleitt fjölda mynda, m.a. hinni rómuðu Maður án fortíðar sem sýnd var hér á landi við góðar undirtektir og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Aki Kaurismäki í Bæjarbíói Sýningin fer fram í sýningarsal Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, og er miðaverð 500 kr. AP Finnski leikstjórinn Aki Kauris- mäki er engum líkur og myndir hans í ætt við það. SMS FRÉTTIR mbl.is HARMUR PATREKS eftir Auði Haralds 4. sýn. lau. 14. júní kl. 20 Dansleikhús með ekka leikles LÍNEIK OG LAUFEY lau. 14. júní kl. 14 lau. 14. júní kl. 16 sun. 15. júní kl. 14 Miðaverð kr. 500 fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf. Forsala á Eskifirði í síma: 8977424 Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789 www.sellofon.is Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Nýja svið 15:15 TÓNLEIKAR - FERÐALÖG Bergmál Finnlands: Poulenc hópurinn Í dag kl. 15:15 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR DON GIOVANNI EFTIR W. A. MOZART ÓPERUSTÚDÍÓ AUSTURLANDS Su 15/6 kl. 17, Má 16/6 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús. FRUMSÝNING FIMMTUD. 26.06 - KL. 20.00 LAUGARD. 28.06 - KL. 15.00 SUNNUD. 29.06 - KL. 17.00 FIMMTUD. 03.07 - KL. 20.00 FÖSTUD. 04.07 - KL. 20.00 SUNNUD. 06.07 - KL. 17.00 FÖSTUD. 11.07 - KL. 20.00 LAUGARD. 12.07 - KL. 15.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.