Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 57 Aflraunakeppnin „Sterkasti maður Íslands 2003“ hefst í dag, laug- ardaginn 14. júní, kl. 15, þegar keppt verður í hnébeygjulyftu í Firðinum, Hafn- arfirði. Á sunnu- dag kl. 14 verður keppni haldið áfram í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal. Þar munu menn etja kappi í steinatök- um, axlalyftu, drumbalyftu og hleðslugrein. Þriðjudaginn 17. júní kl. 14 verður keppt í trukkadrætti á Hafnarbakkanum í Reykjavík. Lokasprettur keppninnar mun fara fram sama dag í Mosfellsbæ og hefj- ast leikar þar kl. 16. Keppnisgreinar í Mosfellsbæ eru bóndaganga og sleðadráttur, Herkúlesarhald og Húsafellshella. Aflraunakeppnin „Sterkasti mað- ur Íslands“ var haldin í fyrsta sinn árið 1985. Þar var um sögufrægt mót að ræða og voru þrír keppendur af sex fluttir á brott með sjúkrabíl. Þrátt fyrir að helmingur keppenda hafi meiðst í fyrstu keppninni náði hún vinsældum og lifir góðu lífi í dag, að sögn Hjalta Árnasonar, eins af skipuleggjendum hennar. Leit að veikleikum „Meðal keppenda í ár eru Auðunn Jónsson, sterkasti kraftlyftingamað- ur Íslandssögunnar, undrabarnið Benedikt Magnússon gerir tilkall auk Torfa Ólafs- sonar og eldri refa,“ segir Hjalti. „Keppnin snýst um það að leita að veikleikum, ef þú hefur einhvern veikleika þá finn- um við hann. Mót- ið er þannig upp byggt. Það kemst enginn í gegnum mótið án þess að búið sé að reyna á líkamlegt atgervi hans til hins ýtr- asta,“ segir hann og bætir því við að oftar en ekki sé það viljastyrkurinn sem ráði úrslit- um í keppni sem þessari. Leitin að sterkasta manni Íslands er hafin Auðunn Jónsson og Benedikt Magnússon verða með í keppninni „Sterkasti maður Íslands“. Viljastyrkurinn getur ráðið úrslitum EFNT var til langhlaups frá Sveinshúsi í Krýsuvík til Suðurbæj- arlaugar í Hafnarfirði um síðustu helgi. Sveinssafn, sem rekur Sveinshús og hefur með höndum kynningu á list Sveins Björnssonar listmálara, átti frumkvæði að þessu fyrsta Hafnarfjarðarlanghlaupi og nefndi hlaupið Madonnuhlaup í höfuðið á hinu kunna mótífi mál- arans, Krýsuvíkurmadonnunni. Hlaupið var skipulagt í sam- vinnu Sveinssafns, Maraþonfélags- ins og Hafnarfjarðarbæjar og setti Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, hlaupið af stað með stuttu ávarpi og niðurtalningu. 50 hlauparar höfðu skráð sig og hlupu lang- flestir alla leiðina, 23,21 km þótt rúta hefði fylgt hlaupurunum og gefið þeim sem vildu kost á hvíld. Jasstríó Björns Thoroddsens, sem saman stóð af Birni á gítar, Guðmundi Steingrímssyni á trommur og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, lék í vinnustofu lista- mannsins áður en hlaupið hófst við mikinn fögnuð hlauparanna en jassmúsík, einkum það sem Louis Armstrong hafði upp á að bjóða, var eftirlæti listamannsins, þegar hann var að mála um miðjar nætur. Ráðgert er að Madonnuhlaupið verði eftirleiðis árviss viðburður. Hlaupið snýst um stefnumót lista og íþrótta, vekur athygli á því sem þessar greinar eiga sameiginlegt, að listamenn þurfi á íþróttum að halda og íþróttamenn sköp- unarmætti listamannanna. Í þessu nýstárlega hlaupi er því engin tímataka, um er að ræða útsýn- ishlaup en á áfangastað, undir 12 metra langri mósaíkmynd Sveins í Suðurbæjarlaug, tók jasstríóið á móti hlaupurunum með hlaupa- sveiflu. Því næst voru verðlaun dregin út, þrjú listaverk úr Sveins- safni, sem hinir heppnu fá að hafa í sinni vörslu í eitt ár. Madonnuhlaup úr Krýsuvík í Hafnarfjörð Hlauparar leggja af stað frá Sveinshúsi í Krýsuvík og framundan er hin ægi- fagra leið frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fyrir miðri mynd er Sveinn Kr. Baldursson langhlaupari úr hlaupaklúbbnum Bláu könnunni í Hafnarfirði. Jasstríó Björns Thoroddsen í vinnu- stofu Sveins Björnssoar. Stefnumót lista og íþrótta Sveinssafn er opið fyrsta sunnudag í hverjum mánuði í sumar milli kl. 13 og 17.30 og eftir samkomulagi. JÓN Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum er þessa dagana önnum kafinn við æfingar á söngleiknum Grease sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 26. júní. Svörtu fötin vinna líka hörð- um höndum að plötu sem væntanleg er fyrir jól og Jónsi fæst endrum og sinnum við skrif fyrir Hús og híbýli. Hann segist þó reyna að vera eins mikið og hann getur með fjölskyldu sinni og sofa eins mikið og hægt er. Hvað ertu með í vösunum? Þúsundkall, afsláttarkort á Booztbar- inn í Kringlunni og símann minn. Ann- ars gengur eiginlega ekki upp fyrir mig að vera með mikið í vösunum á Grease-æfingum þessa dagana, það hoppar bara út og suður! Er mjólkurglasið hálftómt eða hálf- fullt. Ekkert hálfkák hér, ég vil fá fullt glas. Ég held að minnsta kosti að það lýsi mér vel þessa dagana. Það gæti ekki veri skemmtilegra að vera ég en ein- mitt nú. Ef þú værir ekki tónlistarmaður, hvað myndirðu þá helst vilja vera? Þá væri ég örugglega kominn með háskólapróf í einhverju sem teng- ist viðskiptum, fjölmiðlum eða þess háttar. Hefurðu tárast í bíói? Já, oft og mörgum sinn- um. Man ekki hvenær það var seinast vegna þess að ég kemst svo sjaldan í bíó! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Fyrstu alvöru tónleik- arnir sem ég fór á voru í 1929 á Akureyri, þungarokkshljómsveitirnar Skurk, Sororicide og fleiri voru að spila. Man að ég var með hálsríg eftir „head- bangið“ í marga daga á eftir og mér fannst það bara kúl! Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Vonda Shepard. Það er alveg sama hvað þessi kona gerir, leikur eða syngur, það er allt ömurlegt! Hver er þinn helsti veikleiki? Ég veit ekki hvort er verra, hégómi eða leti, en hjá mér virkar þetta tvennt eins og gott mótvægi á hvort ann- að, ég er sumsé að vona að það núllist út. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Orkumikill, glaðlyndur, djúpt hugsi endrum og eins, ófeiminn og alveg jafn hress og Gunni leikstjóri í Grease. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir. Mér finnst Stones vera svona band sem maður fílar eftir góða tónleika með þeim en Bítlaplöt- urnar eru bara skólabókardæmi um vel samda tónlist. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Night over Water eftir Ken Follet. Hvaða lag kveikir blossann? Það fer eftir því hvaða blossa þú meinar! „Smells Like Teen Spirit“ með Nirvana leysti allavega tónlistar- bakteríuna úr læðingi. Ég var þrjá mánuði að æfa trommutaktinn á trommurnar hans Bibba í kjallaran- um hjá Örvari frænda. Fallegasta lag í heimi er hins vegar „Soon after Christmas“ með Stinu Nordenstam, maður bara fyllist einhverri sælutil- finningu við að heyra fyrstu tónana. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Nýju Cardigans-plötuna. Hún er eins og draumur. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Þótt ótrúlegt megi kannski virðast er ég ekki þessi prakkaratýpa en ég á nú samt nokkur ágæt í pokahorninu. Ég límdi til dæmis límband undir alla symbalana hans Dodda, gamla trommarans okkar á Patreksfirði, og eyddi korteri í að undrast yfir því hvað þeir hljómuðu þurrir og skítugir. Doddi sat við settið og barði og barði og skildi ekki neitt í neinu. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ábrystir með kanilsykri. Ég veit ekki enn þá hvort mér fannst þetta þykka, slímuga furðubragð gott eða vont. Setti límband undir symbalana SOS SPURT & SVARAÐ Jón Jósep Snæbjörnsson Jón Jósep Snæbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.