Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 8 og 10. Cremaster 1, 2 & 3 Sýndar kl. 4. Cremaster 4 & 5 Sýndar kl. 6.10. YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Martröðin er raunveruleg! FRUMSÝNING Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle POWE RSÝn ING kl. 1 0. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS kl. 2 . Ísl. tal. Tilboð 100 FRUMSÝNINGFRUMSÝNING YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og POWERSÝNING kl. 10. B.i. 12 ára Toppmyndin sem rústaði samkeppninni í Bandaríkjunum síðustu helgi Svalasta mynd sumarsins er komin. kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 100 kr 100 kr Bláskógablíða Verið velkomin á markaðs- og kynningardaga í Bláskógabyggð Opin hús, kynningar og fjölbreyttar uppákomur um alla sveit helgina 14. og 15. júní. Skoðið nánar dagskrá á www.blaskogabyggd.is HANN var síðasti móhíkaninn. Eini eftirlifandi af þessum gömlu góðu Hollywood-körlum; James Stewart, Cary Grant, Henry Fonda, Clark Gable, Gary Cooper og Gregory Peck. Glæsilegir karlmenn, flekk- lausir, sannar bandarískar hetjur. Enda fór þeim best að leika hetjuna en voru aldrei eins sannfærandi sem skúrkarnir. Það hafði með útgeislun að gera. Þeir voru tignarlegir í fasi, hávaxnir, spengilegir og þráðbeinir í baki. Og slík reisn verður ekki leikin, nema að einhverju leyti, hún kom frá mann- eskjunni sem þeir sjálfir höfðu að geyma enda allir talir öðlingar miklir. Mikill mannvinur Sannarlega virðist Peck hafa verið öðlingur. Þessi leikari sem varði æ meiri tíma í góðgerðarmál eftir því sem aldurinn færðist yfir, svo mjög að það kom jafnvel niður á sjálfum leikferlinum. „Ég er enginn góðgerð- arsinni,“ sagði Peck eftir að hafa veitt viðtöku Óskarsverðlaunum árið 1968 fyrir framlag sitt til mannúðarmála. „Mér þykir vandræðalegt að vera kallaður mannvinur. Ég læt mig ein- faldlega varða málefni sem ég hef trú á.“ „Gregory Peck var ekki einasta bandarískur kvikmyndarisi sem við dáðum, hann var líka einstaklega kúltiveraður maður, hjartastór mað- ur sem tók tillit til annarra og lét sig mjög varða heimsmálin,“ lét Frakk- landsforseti Jacques Chirac hafa eftir sér um Peck en með þeim var góður kunningsskapur. Peck var gestur Chirac á opn- unarleik heims- meistaramótsins í knattspyrnu en eft- irlifandi eiginkona leikarans til 48 ára, Ver- onique, er frönsk. Saman eignuðust þau 4 börn og fjölda barnabarna. Peck lést á heimili sínu í Los Ang- eles á fimmtudag, 87 ára að aldri, „úr hárri elli“ að sögn talsmanna hans. Samferðamenn Peck heitins hafa keppst um að lofa hann, jafnt mann- eskjuna og leikarann. „Hann var einn fárra leikara sem hafði allt til brunns að bera; örlæti, kímnigáfu, seiglu og rétt hugar- ástand,“ sagði Charlton Heston, en þeir léku saman í Big Country frá árinu 1948. Hann fæddist 5. apríl 1916 í La Jolla í Kaliforníu og var skírður Eldr- ed Gregory Peck. Áður en hann snéri sér að kvikmyndaleiknum nam hann enskar bókmenntir og brautskráðist frá Kaliforníuháskóla. Leikferillinn hófst þó á námsárunum er hann var ráðinn í hlutverk Ahabs kapteins í leikuppfærslu á Moby Dick eftir Her- man Melville, hlutverk sem hann átti síðan eftir að endurtaka á hvíta tjald- inu árið 1956 með eftirminnilegum hætti. Fyrsta myndin sem Peck fékk hlutverk í heitir Days of Glory og var hún frumsýnd 1944. Seinni heims- styrjöldin stóð þá sem hæst en hinn ungi Peck var undanþeginn her- skyldu sökum þrálátra bakeymsla. Segja má að stjarna hans hafi skotist á loft á einni nóttu því fyrir annað hlutverk sitt, sem prestur í Keys of the Kingdom, hlaut hann sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu. Mjög fljótlega kom á daginn að best fór honum að leika hlutverk hetj- unnar, hins réttláta manns, sem hann gerði í nú sígildum myndum á borð við Spellbound (1945), Gentleman’s Agreement (1947), Roman Holiday (1953), The Guns of Navarone (1961), To Kill a Mockingbird (1962) og Cape Fear (1962) og þótti hann aldrei eins sannfærandi í hlutverkum illmenna, en þeirra eftirminnilegust eru þó hlutverk svikuls sonar í Duel in the Sun (1946) og sem hinn alræmdi Dr. Josef Mengele í The Boys from Braz- il (1978). Á dögunum valdi Bandaríska kvik- myndastofnunin lögfræðinginn hug- sjónasama Atticus Finch úr To Kill A Mockingbird, en fyrir túlkun sína á Finch hlaut Peck sín fyrstu Ósk- arsverðlaun, en þá þegar hafði hann verið tilnefndur fjórum sinnum áður. Faðir kvikmyndaleikaranna „Arfleifð hans liggur ekki einasta í myndunum sem hann lék í, heldur þeim virðulegu, hæversku og siðsömu vinnubrögðum sem hann stundaði og lifði samkvæmt,“ sagði Steven Spiel- berg og bætti við „Peck var ótvíræð- ur faðir kvikmyndaleikaranna.“ „Töfrandi kvikmyndastjörnur eru ekki til lengur,“ lýsti Peck yfir er hann var meðal heiðursgesta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2000. Gregory Peck þótti alla tíð einkar glæsilegur og tóku þau sig því vel út saman, hann og Audrey Hepburn, í Roman Holiday frá 1953. skarpi@mbl.is Hæverski Ameríku- maðurinn Kvikmyndastjarnan Gregory Peck er látinn, 87 ára að aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.