Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 59

Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 8 og 10. Cremaster 1, 2 & 3 Sýndar kl. 4. Cremaster 4 & 5 Sýndar kl. 6.10. YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Martröðin er raunveruleg! FRUMSÝNING Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle POWE RSÝn ING kl. 1 0. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS kl. 2 . Ísl. tal. Tilboð 100 FRUMSÝNINGFRUMSÝNING YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og POWERSÝNING kl. 10. B.i. 12 ára Toppmyndin sem rústaði samkeppninni í Bandaríkjunum síðustu helgi Svalasta mynd sumarsins er komin. kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 100 kr 100 kr Bláskógablíða Verið velkomin á markaðs- og kynningardaga í Bláskógabyggð Opin hús, kynningar og fjölbreyttar uppákomur um alla sveit helgina 14. og 15. júní. Skoðið nánar dagskrá á www.blaskogabyggd.is HANN var síðasti móhíkaninn. Eini eftirlifandi af þessum gömlu góðu Hollywood-körlum; James Stewart, Cary Grant, Henry Fonda, Clark Gable, Gary Cooper og Gregory Peck. Glæsilegir karlmenn, flekk- lausir, sannar bandarískar hetjur. Enda fór þeim best að leika hetjuna en voru aldrei eins sannfærandi sem skúrkarnir. Það hafði með útgeislun að gera. Þeir voru tignarlegir í fasi, hávaxnir, spengilegir og þráðbeinir í baki. Og slík reisn verður ekki leikin, nema að einhverju leyti, hún kom frá mann- eskjunni sem þeir sjálfir höfðu að geyma enda allir talir öðlingar miklir. Mikill mannvinur Sannarlega virðist Peck hafa verið öðlingur. Þessi leikari sem varði æ meiri tíma í góðgerðarmál eftir því sem aldurinn færðist yfir, svo mjög að það kom jafnvel niður á sjálfum leikferlinum. „Ég er enginn góðgerð- arsinni,“ sagði Peck eftir að hafa veitt viðtöku Óskarsverðlaunum árið 1968 fyrir framlag sitt til mannúðarmála. „Mér þykir vandræðalegt að vera kallaður mannvinur. Ég læt mig ein- faldlega varða málefni sem ég hef trú á.“ „Gregory Peck var ekki einasta bandarískur kvikmyndarisi sem við dáðum, hann var líka einstaklega kúltiveraður maður, hjartastór mað- ur sem tók tillit til annarra og lét sig mjög varða heimsmálin,“ lét Frakk- landsforseti Jacques Chirac hafa eftir sér um Peck en með þeim var góður kunningsskapur. Peck var gestur Chirac á opn- unarleik heims- meistaramótsins í knattspyrnu en eft- irlifandi eiginkona leikarans til 48 ára, Ver- onique, er frönsk. Saman eignuðust þau 4 börn og fjölda barnabarna. Peck lést á heimili sínu í Los Ang- eles á fimmtudag, 87 ára að aldri, „úr hárri elli“ að sögn talsmanna hans. Samferðamenn Peck heitins hafa keppst um að lofa hann, jafnt mann- eskjuna og leikarann. „Hann var einn fárra leikara sem hafði allt til brunns að bera; örlæti, kímnigáfu, seiglu og rétt hugar- ástand,“ sagði Charlton Heston, en þeir léku saman í Big Country frá árinu 1948. Hann fæddist 5. apríl 1916 í La Jolla í Kaliforníu og var skírður Eldr- ed Gregory Peck. Áður en hann snéri sér að kvikmyndaleiknum nam hann enskar bókmenntir og brautskráðist frá Kaliforníuháskóla. Leikferillinn hófst þó á námsárunum er hann var ráðinn í hlutverk Ahabs kapteins í leikuppfærslu á Moby Dick eftir Her- man Melville, hlutverk sem hann átti síðan eftir að endurtaka á hvíta tjald- inu árið 1956 með eftirminnilegum hætti. Fyrsta myndin sem Peck fékk hlutverk í heitir Days of Glory og var hún frumsýnd 1944. Seinni heims- styrjöldin stóð þá sem hæst en hinn ungi Peck var undanþeginn her- skyldu sökum þrálátra bakeymsla. Segja má að stjarna hans hafi skotist á loft á einni nóttu því fyrir annað hlutverk sitt, sem prestur í Keys of the Kingdom, hlaut hann sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu. Mjög fljótlega kom á daginn að best fór honum að leika hlutverk hetj- unnar, hins réttláta manns, sem hann gerði í nú sígildum myndum á borð við Spellbound (1945), Gentleman’s Agreement (1947), Roman Holiday (1953), The Guns of Navarone (1961), To Kill a Mockingbird (1962) og Cape Fear (1962) og þótti hann aldrei eins sannfærandi í hlutverkum illmenna, en þeirra eftirminnilegust eru þó hlutverk svikuls sonar í Duel in the Sun (1946) og sem hinn alræmdi Dr. Josef Mengele í The Boys from Braz- il (1978). Á dögunum valdi Bandaríska kvik- myndastofnunin lögfræðinginn hug- sjónasama Atticus Finch úr To Kill A Mockingbird, en fyrir túlkun sína á Finch hlaut Peck sín fyrstu Ósk- arsverðlaun, en þá þegar hafði hann verið tilnefndur fjórum sinnum áður. Faðir kvikmyndaleikaranna „Arfleifð hans liggur ekki einasta í myndunum sem hann lék í, heldur þeim virðulegu, hæversku og siðsömu vinnubrögðum sem hann stundaði og lifði samkvæmt,“ sagði Steven Spiel- berg og bætti við „Peck var ótvíræð- ur faðir kvikmyndaleikaranna.“ „Töfrandi kvikmyndastjörnur eru ekki til lengur,“ lýsti Peck yfir er hann var meðal heiðursgesta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2000. Gregory Peck þótti alla tíð einkar glæsilegur og tóku þau sig því vel út saman, hann og Audrey Hepburn, í Roman Holiday frá 1953. skarpi@mbl.is Hæverski Ameríku- maðurinn Kvikmyndastjarnan Gregory Peck er látinn, 87 ára að aldri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.