Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI TÓLF klukkustunda inntökupróf fyrir þá sem hyggja á nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands verða haldin 23. og 24. júní. Prófið er tvískipt, annars vegar er prófað úr námsefni fram- haldsskóla, einkanlega um náttúruvísindi, sem gilda á 70% í einkunn og hins vegar er almennt próf sem gildir 30%. Snýst sá hluti um greindarpróf, siðfræðispurningar og spurningar þar sem nemendur eru beðnir að sjá mynstur úr ýmsum formum. Nemendur sem Morgunblaðið ræddi við hafa gagnrýnt fyrirkomulag prófanna, sérstaklega 30%-hlutann, en í síðasta samkeppnisprófi voru einnig svipaðar spurningar. Nemendur kalla þennan hluta „gettu betur“-spurningar. „Maður getur skilið að greindarpróf geti verið hluti af þessu en enginn veit af hverju þessar „gettu betur“-spurningar eru þarna,“ seg- ir einn viðmælandi Morgunblaðsins sem tók samkeppnispróf síðasta vetur. Þá hafa læknanemar gagnrýnt að ekki hafi verið nægilega vel staðið að undir- búningi og telja að prófa hefði átt spurn- ingar á samanburðarhópi áður en til prófs kæmi. Þetta er í fyrsta sinn sem læknadeild leggur samkeppnispróf fyrir að vori en til þessa hefur efstu nemendum í desem- berprófum verið hleypt áfram. Alls hefur 181 nemandi skráð sig í prófið fyrir 48 sæti í læknadeild og 33 slást um 20 sæti í sjúkraþjálfun. Hópur framhaldsskóla- kennara samdi prófin í samvinnu við full- trúa læknadeildar. Inntökupróf fyrir læknis- fræði og sjúkraþjálfun Gagnrýna „gettu betur“- spurningar  Keppa um/11 ÓLAFUR Einarsson, skipstjóri á Faxa RE, var á heimstími í gær- kvöldi með fullfermi af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hún veiðist þessa dagana innan ís- lensku lögsögunnar um 180 sjómíl- ur norð-austur af Langanesi. Hann sagði létt yfir áhöfninni, það hafi tekið aðeins einn og hálfan sólar- hring að fylla skipið og um 300 tonn af síld fengist í hali. „Síldin fer öll í bræðslu hjá okkur en það er sjálfsagt hægt að vinna hana ef henni er haldið ferskri. Hún er full af átu,“ sagði Ólafur. „Þetta er stór og falleg síld.“ Mörg skip voru á miðunum, veð- ur gott og spáin hagstæð, að sögn Ólafs. Síldin hefur haldið sig á þess- um bletti og ekki verið að ganga neitt. „Ég gat ekki séð að hún væri að fara eitt eða neitt. Síldin virtist vera á sama stað allan tímann.“ Ráðgert er að Faxi komi til Þor- lákshafnar með aflann aðfaranótt sunnudags. „Súlustaðurinn“ Vignir Traustason, fyrsti stýri- maður á Júpiter ÞH, sat vaktina í brúnni í gærkvöldi eftir að hafa landað fullfermi af síld fyrr um dag- inn á Þórshöfn. Var hann á útstími á miðin sem Vignir kallaði „Súlustað- inn“, en það nafn mun Jón Axelsson, skipstjóri á Júpiter, hafa gefið mið- unum þar sem síldin veiðist eftir að Súlan EA fann hana. „Ég held að flest öll íslensku nótaskiptin séu þarna,“ sagði hann. Spennandi tíðindi Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstað, segir tíð- indin um síldveiðina geysilega spennandi. Reynt verði að vinna aflann sem komi með skipunum í næstu ferð. „Þetta kom svolítið óvænt og síldin er troðfull af átu,“ sagði hann aðspurður um af hverju aflinn hefði farið allur í bræðslu. Skipstjórnarmenn vonist til þess að geta kælt síldina í lestinni með sjó svo hún verði vinnsluhæf þegar komið er að landi. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að sú staðreynd að síld úr norsk-íslenska síldarstofninum sé farin að veiðast í íslenskri lögsögu gjörbreyti samn- ingsstöðu okkar gagnvart Norð- mönnum um hlutdeild úr stofninum. Friðrik segir að ef síldin taki upp sitt fyrra göngumynstur gefi það Ís- lendingum fremur tilefni til aukinn- ar hlutdeildar í stofninum. Góð síldveiði úr norsk-íslenska síldarstofninum innan íslensku lögsögunnar „Síldin virtist vera á sama stað allan tímann“ Í DAG brautskráir Kennaraháskóli Íslands 350 kandídata. Eyrún Ólafsdóttir, Júlía G. Hreinsdóttir og Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir eru í þeirra hópi en þær eru jafnframt fyrstu heyrnarlausu manneskjur á Íslandi til að ljúka háskólanámi. Júlía hefur verið í fjarnámi en Eyrún og Ragnheiður Sara hafa notið aðstoðar túlks og verið í staðnámi. Að þeirra sögn hefur ekki verið auðvelt fyrir heyrnarlausa að mennta sig enda hefur túlkþjónusta ekki verið aðgengileg í gegnum tíðina. Þær eru allar hæstánægðar með námið í Kenn- araháskólanum en vonast til þess að í framtíðinni læri allir kennarar táknmál enda eru heyrnarskert börn víðs vegar um landið. / 4 Morgunblaðið/Jim Smart Eyrún Ólafsdóttir, Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir og Júlía G. Hreinsdóttir. Fyrstar heyrnarlausra til að ljúka háskólanámi á Íslandi EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sett sérstakan staðal fyrir lykt, sem gilda mun hér á landi. Evrópu- staðallinn um lykt gerir kleift að mæla lykt með sérstökum mæli. Frá þessu er greint í Staðla- málum, tímariti Staðlaráðs Ís- lands. Í staðlinum er því lýst hvernig matsmenn með sérstaka lyktar- mæla geta mælt lykt og hvaða mælieiningar þeir skuli nota. Þó verður ekki hægt að leggja mat á hvort lykt sé góð eða slæm, heldur mun lyktarmælirinn finna út styrk lyktarinnar með því að mæla þétt- leika hennar í einum rúmmetra af lofti. Mælingin segir því til um hve mikil eða lítil lyktin er. Staðallinn mun sennilega bera nafnið: „Gæði andrúmslofts – ákvörðun um þéttleika lyktar með virkum lyktarmæli“ og verður á næstunni staðfestur sem íslenskur staðall. Íslenskur staðall fyrir lykt LÖGREGLAN í Grafarvogi gerði yfir 50 kannabisplöntur upptækar í tveimur íbúðum í gærkvöld. Á staðnum fannst einnig nokkuð af kannabisgræðlingum og hálfþurrk- uðu hassi, auk lítilræðis af hassi til- búnu til neyslu, að sögn lögreglunn- ar. Einn maður var handtekinn vegna málsins og verður hann yfir- heyrður í dag. Hann hefur komið við sögu lögreglunnar áður í ýmsum málum. Málið er enn í rannsókn. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan í Grafarvogi lagði hald á talsvert magn af kannabis- plöntum í gærkvöld. Gerðu fimmtíu kannabisplöntur upptækar Í GREIN sem Björn Th. Björnsson list- fræðingur og rithöfundur ritar í Les- bókina í dag kemur fram að sá tími er Jón Sigurðsson og Ingibjörg kona hans bjuggu í húsinu við Öster- voldsgade í Kaup- mannahöfn hefur verið ofáætlaður um 9 ár. Björn færir rök fyrir því að Jón og Ingibjörg hafi ekki flutt í húsið fyrr en árið 1861 en eins og kem- ur fram á skilti utan á húsinu hefur verið talið að þau hafi flutt inn 1852. Meðal annarra merkra íbúa og reglu- legra gesta hússins á dögum Jóns og Ingibjargar voru listmálarinn Paul Gauguin og heimspekingurinn Sören Kierkegaard. Jón forseti bjó níu árum skem- ur í Jónshúsi  Lesbók 10–11 ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um kálfadauða hér á landi und- anfarið. Talsvert er um að kálf- ar fæðist annaðhvort andvana eða deyi nokkrum dögum eftir fæðingu. „Það hefur verið í nokkurn tíma visst vandamál með kálfa- dauða, ekki bara hér á landi heldur í nágrannalöndunum líka,“ segir Gunnar Guðmunds- son, forstöðumaður ráðgjafar- sviðs hjá Bændasamtökum Ís- lands. „Kálfarnir fæðast andvana, eða hafa ekki nægan lífsþrótt fyrstu dagana til að lifa.“ Gunnar segir þetta hafa verið rannsakað eitthvað og ýmsar skýringar fundnar. Hugsanlega sé hægt að finna eitthvert sam- band við skyldleikarækt. „Einn- ig gæti snefilefnaskorti verið um að kenna án þess að það hafi verið rannsakað sérstaklega,“ segir Gunnar. Hann segir að nú sé að fara í gang viðamikil rannsókn á veg- um Bændasamtaka Íslands, Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og fleiri fagaðila þar sem kannað verður magn snefilefna í heyi af landinu öllu til þess að komast að því hvort um einhvern skort snefilefna getur verið að ræða, og höfð til hliðsjónar gögn frá bæjum víðs- vegar um landið. Skýringa leitað á miklum kálfadauða ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR varð fyrir sliskju, stokki sem möl rennur um, í gærdag í malarnámu skammt utan Hvalfjarðarvegar við Mýr- dalsveg. Hlaut maðurinn mar og 30 senti- metra langan skurð á sköflung sem risti inn að beini. Einnig fékk hann skurð aftan á höfuð. Maðurinn var fluttur með einkabíl til Kollafjarðar þar sem sjúkrabíll tók við og flutti hann á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Maður varð fyrir sliskju ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.