Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 160. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kýrhausar í borginni Hinar skepnurnar í Húsdýragarðinum Skissa 6 Söngvararnir syngja sín uppáhaldsbarnalög Fólk 48 Fjórar stjörnur Það er greinilegt að Einar Ben er í góðum gír Sælkerinn B4 Æskulögin endurvakin ÞRÁTT fyrir blóðsúthellingar á báða bóga í síðustu viku var í gær allt útlit fyrir að hátt- settir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna myndu hittast til viðræðna um öryggismál. Fyrir lá tillaga um að Ísraelar drægju lið sitt á brott frá svæðum á Gaza-ströndinni og færðu í það horf sem það var í áður en átök brutust út í september 2000. Yfirmaður palestínsku öryggisgæslunn- ar, Mohammed Dahlan, og varnarmálaráð- herra Ísraels, Shaul Mofaz, áttu að funda í gærkvöldi að sögn aðstoðarmanns Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Útlit var fyrir að þetta yrði fyrsti fundur hátt- settra fulltrúa deiluaðila frá því að George W. Bush Bandaríkjaforseti ræddi við Shar- on og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, í þarsíðustu viku. Í gær var ennfremur væntanlegur til Ísr- aels fyrsti hópurinn af bandarískum eftir- litsmönnum er á að fylgjast með því að Veg- vísinum, alþjóðlegri friðaráætlun sem bæði Ísraelar og Palestínumenn hafa samþykkt að hrinda í framkvæmd, verði framfylgt. Frá því að fundur Bush, Abbas og Shar- ons fór fram, þar sem þeir ræddu alþjóð- legu friðaráætlunina, hafa 60 manns fallið í átökum, 36 Palestínumenn og 24 Ísraelar. Viðræður þrátt fyrir blóðbaðið 60 hafa fallið í Miðaust- urlöndum undanfarið Jerúsalem. AP. TUGIR andstæðinga klerkastjórn- arinnar í Íran særðust illa í átökum við íslamska harðlínusinna í fyrri- nótt. Til átakanna kom í og við Teheran-háskóla og eru þetta hörð- ustu átök er orðið hafa þá fjóra daga sem óeirðir hafa staðið í borginni. Hundruð vígbúinna sjálfboðaliða, vopnuð kylfum og járnstöngum, eltu uppi stjórnarandstæðinga og létu höggin dynja á þeim. Óeirðirnar undanfarnar fjórar nætur hafa verið mestar við háskólana í borginni, en margir mótmælendanna eru náms- menn. Fregnir hermdu að tugir náms- manna hefðu særst illa er fylgis- menn stjórnarinnar, vopnaðir hníf- um og keðjum, hefðu ráðist á þá inni á heimavistum skólans. „Við vorum sofandi og vöknuðum við að rúður voru brotnar,“ sagði námsmaðurinn Mojtaba Najafi. Hann sagði enn- fremur að rúmlega tuttugu stúdenta væri saknað. Æðsti leiðtogi landsins, ajatollah Ali Khamenei, hefur sakað banda- rísk stjórnvöld um að ýta undir óeirðir. Íranskar gervihnattasjón- varpsstöðvar staðsettar í Bandaríkj- unum hafa hvatt mótmælendurna til dáða. Harðnandi átök í Íran Teheran. AFP. Tugir náms- manna særðust ÞAÐ getur verið gaman að príla í stuðlabergi, enda nóg um syllur og handfestur í þessu sérkennilega náttúrufyrirbrigði. Þetta mikil- fenglega stuðlaberg er við Reynisfjöru í Mýrdal. Stuðlaberg mynd- ast við hæga kólnun kvikunnar. Bergið dregst saman í sexstrenda stuðla sem standa hornréttir á kólnunarflötinn og geta því legið lá- réttir, lóðréttir eða eins og geislar. Morgunblaðið/RAX Prílað í stuðlabergi við Reynisfjöru í Mýrdal SKOTIÐ var í gær á franska hermenn sem fara fyrir fjölþjóðlegu gæsluliði í Bunia, höfuðborg Ituri-héraðs í Lýðveldinu Kongó, og svöruðu þeir í sömu mynt, að sögn talsmanns liðsins. Frönsku hermenn- irnir voru á eftirlitsferð í úthverfi borgar- innar er óþekktir byssumenn skutu á þá. Engan Frakkanna sakaði, en ekki er vitað hvort einhverjir árásarmannanna urðu fyr- ir skotum er Frakkarnir svöruðu árásinni. Mörg hundruð manns hafa fallið í blóð- ugum ættbálkaerjum í Ituri undanfarinn mánuð, en gæsluliðið, sem er á vegum Evr- ópusambandsins, kom til Bunia í síðustu viku. Alls eru um 1.500 hermenn væntan- legir þangað. Þetta var í fyrsta sinn sem fjölþjóðaliðið verður fyrir árás. Skotið á fjölþjóðaliðið í Kongó Bunia. AP. ÁSTAND íslenskra jökla var gott í vetur og hef- ur snjókoma á Vatnajökli og Langjökli ekki mælst meiri frá upphafi mælinga segir Helgi Björnsson, jöklafræðingur á Raunvísindastofn- un Háskóla Íslands. Þetta eru niðurstöður úr mælingum sem unnar eru í samvinnu við Lands- virkjun. „Það kemur mörgum á óvart að mikil snjó- koma var á jöklunum í vetur þrátt fyrir hlýindi. Reyndar þarf að fara upp fyrir 700 m hæð á jöklinum til þess að koma í vetrarsnjó en þar fyrir ofan hefur hann hellst niður svo að heildar- snjókoma á jökulinn nær því að vera með mesta móti. Á sunnanverðum hábungum Vatnajökuls mældist snjókoman 30–50% meiri en í venjulegu árferði. Þetta er mjög athyglisvert,“ segir Helgi. Á þessum hlýja vetri hefur snjórinn ekki dreifst yfir landið allt frá ströndinni þegar loft- massar bárust inn yfir land. Rakinn helst í loft- inu en þegar það loks skellur á ískaldan Vatna- jökul, kólnar það skyndilega, rakinn þéttist og fellur niður sem snjór á hájökulinn ofan við 700 m. Þegar halla fer norður af jöklinum hafi snjó- koma verið nær meðallagi. „Þetta er merkilegt í sambandi við jökla- breytingar. Síðasti vetur er sagður snjóléttur, en það snjóar jafnvel meira á jöklana í þessu tíð- arfari en þegar kalt er í veðri,“ segir Helgi. Há- jöklarnir vaxa í svona tíðarfari og hvað varðar Vatnajökul hefur hann ekki haft slíkar tekjur síðan á fyrstu árum síðasta áratugar. Þá náði sumarleysing ekki að eyða þeim tekjum svo að jökullinn óx. „Nú fer það eftir sumrinu hvað verður eftir af þessu í haust en við velunnarar jöklanna vonum að sumarið verði honum hag- stætt.“ Helgi segir að á árunum 1990 til 1994 hafi af- koma Vatnajökuls verið jákvæð og hann vaxið. „Þá voru tekjurnar umfram útgjöldin en síðan hefur verið tap á afkomu jökulsins.“ Snjókoma á hábungum Vatnajökuls um helmingi meiri en í venjulegu árferði Ástand Vatnajökuls ekki betra frá upphafi mælinga                        ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.