Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 2

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSNÆÐISVERÐ HÆKKAR Fasteignaverð í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað um 13% síðustu tólf mánuðina. Ekkert lát er á hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu. Eftir sam- felldar hækkanir á íbúðaverði á und- anförnum árum hefur verðlag á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu aldrei verið hærra hlutfall af al- mennu verðlagi, ef undan er skilið stutt tímabil óðaverðbólgu árið 1982. Verðhækkunarskeiðið sem nú er í gangi hefur í meginatriðum staðið yfir frá því í byrjun árs 1998. Verð hækkaði jafnt og þétt framanaf þessu tímabili þar til árið 2001 þegar það lækkaði lítillega í hlutfalli við verðlag vegna aukinnar verðbólgu. Afkoma jökla góð Mesta snjókoma mældist á jöklum Íslands frá upphafi mælinga í vetur. Verði sumarið hagstætt er spáð að Vatnajökull vaxi í ár en það hefur hann ekki gert síðan árið 1994. Ástæðan fyrir þessari miklu snjó- komu er hlýr vetur sem varð til þess að rakt loft fór yfir landið, skall á köldum jökli, þéttist og féll niður sem snjókoma. Þessi þróun kom sér- fræðingum á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands á óvart, sem hafa verið við mælingar á Vatnajökli frá árinu 1992. Norðurlöndin sýna saman Norðurlöndin munu standa sam- eiginlega að kynningu á heimssýn- ingunni í Japan árið 2005. Munu löndin kynna sig sem svæði án landamæra með sameiginlega menn- ingu og sögulegan bakgrunn. Ólafur Egilsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að mikil hagkvæmni og sparnaður felist í þessu fyrirkomulagi. Gróðursetja Alcoa-plöntur Í gærmorgun voru gróðursettar 2007 trjáplöntur sem Alcoa gaf Fjarðabyggð í tilefni samnings um byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði. Fjöldi trjánna vísar í árið 2007 þegar áætlað er að framleiðsla hefj- ist í álveri Alcoa. Viðræður áætlaðar Þrátt fyrir blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna daga voru í gær horfur á viðræðum hátt- settra fulltrúa Ísraela og Palest- ínumanna. Starf framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga Norðurlandsskógar óska eftir að ráða fram- kvæmdastjóra með aðsetur á Akureyri. Umsækjandi skal hafa reynslu af skógrækt og stjórnun. Ráðningartími er frá 1. september 2003. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2003. Umsóknir sendist formanni stjórnar Norður- landsskóga, Stefáni Guðmundssyni, Brekkut- úni 11, 550 Sauðárkróki, merkt Norðurlands- skógar, en hann gefur allar nánari upplýsingar um starfið. Framkvæmdastjóri óskast Óskað er eftir umsóknum um stöðu framkvæmdastjóra Hagþenkis Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Starfið felst í því að sjá um dag- legan rekstur félagsins, skrifa fréttabréf og upp- færa vefsíður. Um er að ræða a.m.k. hálfa stöðu. Þess er vænst að nýr framkvæmdastjóri hefji störf eigi síðar en 1. september. Umsóknir skulu berast fyrir 10. júlí. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hagþenkis, sími 551 9599, netfang: hagthenk@mmedia.is Einnig má finna upplýsingar á vefsíðu félagsins: www mmedia is/hagthenk Ræstingar Tvö hlutastörf við ræstingu eru laus næsta vetur, tímabilið 20. ágúst til 20. maí. Um er að ræða 40% störf með daglegum vinnu- tíma frá kl.16.00. Laun eru skv. kjarasamningi Eflingar og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 23. júní. Ekki þarf að sækja um á sérstök- um umsóknareyðublöðum, en senda skal skrif- lega umsókn til Lárusar H. Bjarnasonar rektors Menntaskólans við Hamrahlíð, 105 Reykjavík. Upplýsingar um störfin veitir undirritaður í síma skólans, 595 5200, ásamt Ólöfu Aðal- steinsdóttur ræstingastjóra í síma 867 4241. Rektor LAUS STÖRF •Umsjónarkennara á efsta stigi Digranes- skóla •Leikskólasérkennara eða annan upp- eldismenntaðan starfsmann í leikskólann Efstahjalla •Heimilisfræðikennara í Snælandsskóla •Umsjónarkennara í 7. – 8. bekk Salaskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3463 og 820 3463. Blaðberi óskast strax í Vallar- hverfi II í Keflavík Sunnudagur 15. júní 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.430  Innlit14.354  Flettingar 60..147  Heimild: Samræmd vefmæling Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Agi er undirstaða allrar menningar Tryggvi Gíslason varð skólameistari Menntaskólans á Akureyri árið 1972 en brautskráir stúdenta í síðasta skipti á þriðjudaginn, 17. júní, og lætur af starfi í sum- ar. Skapti Hallgrímsson skundaði á fund þessa gamla skólameistara síns og ræddi við hann af þessu tilefni um börn og fullorðið fólk, um skólamál almennt, póli- tík, stöðu mannsins í náttúrunni og fleira. /8 Sunnudagur 15. júní 2003 ferðalög B̈uenos AiressælkerarEinar Benbörn17. júníbíóTryllitæki á hvíta tjaldinu Ævi og örlög útlaga Óperan um Gretti Ásmundarson „Ljóst er að íslensk- ar fornbókmenntir og íslensk sam- tímatónlist verða […] í öndvegi.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 21 42 1 06 /2 00 3 700 fyrstu krakkarnir geta búið til sinn eigin íslenska fána á laugardag og sunnudag Lukkuleikur Kringlunnar fyrir börnin, frábærir vinningar frá Dótabúðinni Hitum upp fyrir 17. júní Ísálfur á 100 kr. í Ísbúðinni Kringlunni Opið í dag frá kl. 13.00 til 17.00 Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 42 Sigmund 8 Bréf 42/43 Listir 24/25 Dagbók 44/45 Af listum 24 Kirkjustarf 45 Forystugrein 28 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 48 Skoðun 30/31 Fólk 48/53 Minningar 36/41 Bíó 50/53 Hugvekja 41 Sjónvarp 54 Þjónusta 46 Veður 65 * * * ÞESSI ágæti skúmur var í miklum vígahug við að verja eggin sín út af Kví- skerjum í Öræfum er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í vikunni. Þrátt fyrir stingandi augnaráð þessa einkennisfugls hinna sunnlensku sanda hélt ljósmyndari ró sinni og linsan fangaði hið hárrétta augnablik. Morgunblaðið/RAX Skúmur í vígahug STJÓRNARFORMAÐUR Byggða- stofnunar, Jón Sigurðsson, sagði í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinn- ar á Höfn í Hornafirði sl. föstudag að ýmislegt benti til þess að bankar og flestar lánastofnanir hefðu yfir- gefið landsbyggðina að verulegu leyti. Jón sagði Byggðastofnun eiga margháttuð samskipti við aðrar lánastofnanir. Það væri lenska að réttindi Byggðastofnunar, og þar með almennings í lánamálum, varð- andi veð, veðrétti og ýmsar björg- unaraðgerðir, ættu alltaf að víkja fyrir öðrum aðilum, þ.á m. bönkum og lánastofnunum. „Og menn verða hissa þegar þeim er bent á skrif- legar opinberlega staðfestar reglur Byggðastofnunar sem hindra ný veðleyfi og takmarka veðflutninga og skuldskeytingu. Ýmislegt bendir til þess að bankar og flestar lána- stofnanir hafi yfirgefið landsbyggð- ina að verulegu leyti og komi helst ekki að málum, nema með þessu skilyrði, að hagsmunir Byggðastofn- unar verði látnir víkja. Byggðastofn- un hefur reynt til hins ýtrasta að taka hart í reipið á móti,“ sagði Jón. Hafa mætt tortryggni Hann sagði ennfremur að Byggðastofnun hefði árum saman mætt tortryggni og jafnvel fyrirlitn- ingu meðal almennings. Þar kæmu margir þættir við sögu. Því væri ekki að neita að sögur hefðu gengið um afskipti stjórnmálamanna, sveit- arstjórnarmanna og fleiri áhrifa- manna af umsóknum hjá Byggða- stofnun. „Sumir hafa átt erfitt með að skilja breyttar aðstæður og ný sjón- armið. Þetta hefur valdið sumum viðskiptamönnum gremju og þeir hafa sumir talið þetta bera vitni um skilningsleysi, áhugaleysi eða hroka. Það hefur jafnvel valdið heiðarleg- um og samviskusömum mönnum sárindum að við höfum neitað að grípa inn í mál sem voru í eðlilegri vinnslu í höndum starfsmanna stofn- unarinnar,“ sagði Jón og bætti við að hvergi í þessum orðum ætti hann við stjórnarmann eða varamann í stjórn Byggðastofnunar. Stjórnarformaður Byggðastofnunar í ræðu á ársfundi Segir banka hafa yfir- gefið landsbyggðina SVEITARSTJÓRN Austur-Héraðs hefur samþykkt þriggja til sex ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun, ásamt endurskoðaðri framkvæmda- áætlun þessa árs, samtals upp á ríf- lega 1,5 milljarða króna. Í fundargerð bæjarstjórnar kem- ur fram að vegna þeirra markmiða sem bæjarstjórnin hefur sett um fólksfjölgun í sveitarfélaginu og þeirra væntanlegu þensluáhrifa sem búast megi við á Austur-Héraði í kjölfar virkjunar og stóriðju næstu árin, þurfi að leggja í verulegar fjár- festingar. Þar með sé skuldaaukning óhjákvæmileg og telur bæjarstjórn að verið sé að fjárfesta í framtíðar- uppbyggingu, sem muni styrkja sveitarfélagið og gera það eftirsókn- arverðara til búsetu. Fjárþörf er áætluð 1.459.700 kr. á árunum 2004 til 2009. Endurskoðuð framkvæmdaáætlun þessa árs nem- ur rúmlega 103 milljónum króna. Austur-Hérað býr sig undir þenslutíma 1,5 milljarðar í fram- kvæmdir til 2009 Egilsstöðum. Morgunblaðið. RÆKJUVERKSMIÐJAN Gefla á Kópaskeri hefur verið lýst gjald- þrota, að beiðni eigenda, sem eru Öx- arfjarðarhreppur, Byggðastofnun, Hólmsteinn Helgason ehf., Raufar- hafnarhreppur og fleiri. Að sögn Elvars Árna Lund, sveit- arstjóra Öxarfjarðarhrepps og stjórnarformanns Geflu, hefur að- dragandi þessa verið langur. „Það hefur engin rækja verið unn- in frá því í lok ágúst á síðasta ári. Við vonuðumst eftir því þá að þá yrðu leyfðar veiðar hér í firðinum en það varð ekkert af því. Í fyrrasumar var unnin fryst rækja en það svarar ekki kostnaði að standa í því.“ Síðasta sumar unnu 15–20 manns hjá fyrirtækinu og af þeim eru 10–12 á atvinnuleysisbótum, en aðrir sóttu ekki um bætur. „Ég veit til þess að fólkið myndi sækja vinnu ef hún byð- ist, því það er tilbúið til að vinna. Fjallalamb hefur reyndar tekið við nokkrum starfsmönnum og einnig hafa einhverjir farið í Silfurstjörn- una,“ sagði Elvar. „Við lítum björtum augum til framtíðar því það er mikið af heitu vatni í Öxarfirðinum og Silfurstjarn- an er að gera mjög góða hluti þar í fiskeldi. Við munum nú fara af meiri krafti en áður að markaðssetja þetta svæði sem gott til fiskeldis og jafnvel aðra starfsemi sem getur nýtt sér góðan iðnaðarhita,“ segir hann. Rækjuvinnsla á Kópa- skeri gjaldþrota FORSETI Þýska- lands, dr. Jo- hannes Rau, er væntanlegur í þriggja daga op- inbera heimsókn til Íslands hinn 1. júlí, í boði forseta Íslands. Með forsetan- um í för verða ráðherrar úr ríkisstjórn Þýskalands, embættismenn og fulltrúar við- skiptalífs og menningar. Einnig verður með í för kammerhljóm- sveitin Tübinger, en stjórnandi hennar er Íslendingurinn Guðni A. Emilsson. Meðal þess sem er á dagskrá for- setans er handritasýning í Þjóð- menningarhúsinu, starfsemi Nýorku á sviði vetnismála, heimsókn á hesta- búgarð og orkuverið á Nesjavöllum og tónleikar með kammersveitinni Tübinger í Salnum í Kópavogi. Forseti Þýskalands í opinbera heimsókn Johannes Rau ♦ ♦ ♦ KIRKJUNEFNDIN í Eyford í Norður-Dakóta vill reisa minnis- varða um Thingvallakirkju, sem brann þar á dögunum til kaldra kola, og yrði hann þá þar sem kirkjan var við hliðina á minn- isvarða um skáldið Káinn, sem slapp að mestu óskemmdur í brun- anum. Kirkjan var 110 ára gömul en í ár eru 125 ár frá landnámi Íslend- inga í Norður-Dakóta og verður þess sérstaklega minnst á Íslend- ingadeginum í Mountain 2. ágúst. Vegna undirbúnings hátíðarhald- anna verður væntanlega ekki unn- ið með hugmynd um minnisvarð- ann fyrr en eftir þau en eining er innan kirkjunefndarinnar um að reisa minnisvarða til minningar um kirkjuna, söfnuðinn sem stóð að byggingu hennar og sögu Ey- ford. „Það skiptir miklu máli að halda þessari minningu á lofti og minningin um Káinn lifir áfram,“ segir Christine Hall, sem býr í Hoople, skammt frá Eyford. Thingvallakirkja í Eyford Vilja reisa minnis- varða  Káinn/B4 TOYOTA í Evrópu stendur fyrir umfangsmikilli ferð um 70 evr- ópskra blaðamanna til Íslands í sam- starfi við Toyota á Íslandi. Hleypur kostnaðurinn af Íslandskynningu Toyota á tugum milljóna króna. Björn Víglundsson, forstöðumaður markaðssviðs Toyota á Íslandi, segir að undirbúningur ferðarinnar hafi í raun staðið síðan 1998 þegar Toyota bauð blaðamönnum til aksturs um eyðimerkur í Marokkó. „Síðan hefur verið óvenjumikil ferðatíðni hingað til okkar. Það kom til okkar hópur yfirmanna frá Bandaríkjunum og Japan og fljótlega spurðist út að það gæti verið góð hugmynd að bjóða blaðamönnum hingað. Bandaríkja- mennirnir komu hingað í skemmti- og fundaferð en á vegum Toyota í Japan voru margir helstu topparnir hér til að prófa Land Cruiser-jeppa breytta fyrir 38 tommu dekk, þar á meðal þriðji háttsettasti yfirmaður Toyota í Japan, hr. Seito,“ segir Björn. Ferðin til Íslands kallast Toyota Forces of Nature Trail – Iceland 2003. Farið verður með blaðamenn- ina í tveimur hópum í fjögurra daga ferðir um Ísland á nýjum Land Cruiser-jeppum. Fyrri hópurinn leggur af stað 16. júní og sá síðari 23. júní. Gist verður í Húsafelli, ekið yfir Langjökul, gist í Land- mannalaugum, ekið Emstrur og Hungurfit og áð í Þórsmörk eina nótt. Íslandskynningu Toyota lýkur svo með kvöldverði í Reykjavík. 70 evrópskir blaðamenn í jeppaferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.