Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Opið sunnudag frá kl. 13-16 Epic 1906 9 fet. Verð kr. 798.000 með bremsum HAFIN ER PÖNTUNARSÖLUSÝNING á Lettmann kajökum og Nookie kajakfatnaði. Verð sem ekki hafa sést áður! BERIÐ SAMAN VERÐ! Combi Camp tjaldvagnar Verð kr. 499.000 *himinn fylgir ekki SÖLUSÝNING UM HELGINA VIKING FELLIHÝSI * NÚ eru staddir á Íslandi í kringum 70 kennarar víðs vegar af Norð- urlöndunum en tilefnið er norrænt mót kennara á eftirlaunum. Að sögn Ólafs Hauks Árnasonar, formanns Félags íslenskra kennara á eftirlaunum, er þetta mót haldið árlega og til skiptis í löndunum en þetta er í fjórða skiptið sem hóp- urinn hittist á Íslandi. „Við höldum kynningarfundi þar sem fólk sem hefur unnið að ákveðnum mál- efnum í áratugi getur hist og spjall- að. Svo erum við með kynningu á Íslandi og bjóðum upp á dagsferðir um landið. Auk þess erum við með skemmtun þar sem boðið er upp á söngatriði og dans,“ segir Ólafur Haukur. Kennararnir hafa verið hér síðan á fimmtudag og munu halda heim á mánudagsmorgun. Morgunblaðið/Jim Smart Um 70 kennarar af öllum Norðurlöndunum komu saman í gær og hlýddu á fyrirlestur á Hótel Loftleiðum. Norrænt mót 70 kennara á eftirlaunum ATVINNULEYSI í maímánuði sl. mældist 3,6% af ætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar, en skráðir at- vinnuleysisdagar á landinu öllu í mánuðinum jafngiltu því að 5.298 manns hefðu að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá. Í apríl sl. mældist atvinnuleysi 3,9% en í maí í fyrra var atvinnuleysi 2,5% af mannafla. Vinnumálastofnun segir líklegt að atvinnuleysið minnki í júní og verði á bilinu 3,2% til 3,5%. Í yfirlitinu kemur fram að atvinnu- leysið á landsbyggðinni hafi minnkað um 10% milli mánaða. Atvinnuleysið sé nú 3% af mannafla á landsbyggð- inni en var 3,5% í apríl sl. Atvinnu- leysið á landsbyggðinni var 2% í maí árið 2002. Atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu nema á Suðurnesj- um og Vestfjörðum þar sem óveru- legar breytingar urðu. Mest atvinnuleysi á Suðurnesjum Atvinnuleysið minnkaði hlutfalls- lega mest á Austurlandi og Suður- landi en aukin umsvif sums staðar á landsbyggðinni eru m.a. vegna árs- tíðabundinna eftirspurnaráhrifa og aukinnar starfsemi byggingaverk- taka. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum 4,6%, en minnst á Vestfjörð- um 1,8%. Atvinnuleysi kvenna er minnst á Norðurlandi vestra 2,6%, en mest á Suðurnesjum 6%. At- vinnuleysi karla er mest á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum 3,7%, en minnst á Vestfjörðum 1,1%. 3,6% atvinnu- leysi í seinasta mánuði NÚ stendur yfir leit að íslenskum steini sem verður hluti af lista- verki tileinkuðu látnum börnum sem verið er að setja upp í Hol- landi. Safnað verður 36 steinum frá jafnmörgum löndum og þeir settir upp í hring gerðum eftir fyrir- myndum lækningarhringja sem þekktust bæði meðal kelta og frumbyggja Norður-Ameríku. Hol- lendingurinn Mirjam de Waard, sem hefur tekið að sér að finna stein hér á landi, segir að hver steinn verði um einn og hálfur metri á hæð. Verkinu á að ljúka eftir 6 ár „Þetta er gert til að minnast barna sem týna lífinu, til dæmis í slysum og hamförum í heiminum. Staðurinn er sérstaklega ætlaður eftirlifandi fjölskyldum sem geta komið og fundið styrk frá nátt- úrunni og fundið frið,“ segir de Waard. Stefnt er að því að verkefninu ljúki eftir sex ár, enda er mikil vinna fólgin í að safna svo mörgum stórum steinum svo víða að. De Waard segir að hún hafi hug á að finna íslenskan stein á Snæfells- nesi þar sem þar sé einn af sjö orkupunktum jarðarinnar. Mestur hluti verkefnisins er unninn í sjálf- boðavinnu og segir de Waard að hún mundi fagna stuðningi frá ís- lenskum aðilum við flutning á steininum til skips. Netfang henn- ar er mirjam@itn.is. Listaverk sem tileinkað er minningu um látin börn Safnar steinum frá þrjátíu og sex löndum Hér má sjá hvernig steinunum 36 verður raðað í hring. Morgunblaðið/Arnaldur Mirjam de Waard er hér á landi við nám í jarðfræði. Stjórnarfor- maður Smyr- il Line hættir HANS Mortensen, stjórnarfor- maður í færeyska skipafélaginu Smyril Line, hefur ákveðið að hætta í stjórn félagsins. Upp- sögnin kemur í kjölfar þess að Mortensen fékk ekki stuðning meirihluta stjórnarinnar til að koma í gegn ákveðnum breyt- ingum innan félagsins. Sagt var frá þessu á norskum vefmiðlum í gær. Smyril Line sér um farþega- siglingar milli Íslands, Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjalt- landseyja. Ferja félagsins, Nor- ræna, var nýlega endurnýjuð. Hraðakstur á Reykja- nesbraut FJÓRIR ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjanes- braut í fyrrinótt, þeirra á meðal var einn á 150 km hraða. Há- markshraði er 90 km á mestallri brautinni. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru hinir ökumenn- irnir teknir á ökuhraða sem nam 145, 114 og 113 km. ATLANTSÁL, sem er í aðal- eigu breska fyrirtækisins Transals og íslenska fyrirtæk- isins Altechs, áformar enn að reisa álver við Húsavík eða á Dysnesi í Eyjafirði. Að sögn Jóns Hjaltalín Magnússonar hjá Altech er stefnt að því að forathugun og vinnu við umhverfismat álvers- ins ljúki í lok þessa árs, en það á ekki við um súrálsverksmiðju við Húsavík eins og skilja mátti af frétt í Morgunblaðinu í gær og leiðréttist það hér með. Atlantsál áformar enn álver MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- jóni Friðrikssyni, sagnfræðingi: „Björn Th. Björnsson listfræð- ingur leiðir að því rök í grein í Les- bók Morgunblaðsins 14. júní að Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg kona hans hafi ekki flutt í íbúð sína við Østervoldgade 12 (Jónshús) fyrr en 1861 í stað 1852 eins og til þessa hefur verið haldið fram og stendur á skilti utan á húsinu. Því miður hefur Björn rangt fyrir sér. Ótal mörg gögn sína það, meðal annars vegvísar fyrir Kaupmannahöfn (Vejviser for København) sem voru gefnir út árlega á þessum árum með heimilisföngum borgarbúa. Órækasti votturinn um flutning Jóns í húsið við Østervoldgade haustið 1852 er þó uppkast að bréfi til tryggingafélags, sem varðveitt er í gögnum hans (JS 528 4to), og dag- sett er 29. október 1852. Þar trygg- ir Jón Sigurðsson innbú sitt „i hus- et nr. 486 B ved Østervold“. Það er gamla fasteignanúmerið á húsinu. Tryggingaupphæðin er 2.000 rík- isdalir. Hann tekur fram í bréfi sínu að húsinu hafi verið breytt úr bindingsverkshúsi í grunnmúrað hús sumarið 1852 – áður en hann flutti inn. Eins og Björn Th. Björnsson segir réttilega brunnu húsin sem áður stóðu á lóðinni. Lík- lega hefur nýja húsið eða húsið, sem byggt var upp úr brunna hús- inu, ekki verið fullgert, er þau Jón og Ingibjörg fluttu inn haustið 1852, úr því að ekki er beðið um byggingarúttekt á því fyrr en vorið 1853.“ Jón flutti 1852 VEIÐI hófst á urriðasvæði Laxár um mánaðamótin. Veiðin hefur verið ágæt og betri en í fyrra. Á land eru komnir yfir 700 urriðar, stærst 8 punda. Silungurinn er feitur og mjög vel haldinn. Fluga hefur verið með meira móti og er það af hinu góða. Ágæt urriðaveiði í Laxá Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/BFH Sveinn Finnbogason var albrynjaður að stíga á land. Hann lætur vel af veiði en miður af flugunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.