Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Opið sunnudag frá kl. 13-16 Epic 1906 9 fet. Verð kr. 798.000 með bremsum HAFIN ER PÖNTUNARSÖLUSÝNING á Lettmann kajökum og Nookie kajakfatnaði. Verð sem ekki hafa sést áður! BERIÐ SAMAN VERÐ! Combi Camp tjaldvagnar Verð kr. 499.000 *himinn fylgir ekki SÖLUSÝNING UM HELGINA VIKING FELLIHÝSI * NÚ eru staddir á Íslandi í kringum 70 kennarar víðs vegar af Norð- urlöndunum en tilefnið er norrænt mót kennara á eftirlaunum. Að sögn Ólafs Hauks Árnasonar, formanns Félags íslenskra kennara á eftirlaunum, er þetta mót haldið árlega og til skiptis í löndunum en þetta er í fjórða skiptið sem hóp- urinn hittist á Íslandi. „Við höldum kynningarfundi þar sem fólk sem hefur unnið að ákveðnum mál- efnum í áratugi getur hist og spjall- að. Svo erum við með kynningu á Íslandi og bjóðum upp á dagsferðir um landið. Auk þess erum við með skemmtun þar sem boðið er upp á söngatriði og dans,“ segir Ólafur Haukur. Kennararnir hafa verið hér síðan á fimmtudag og munu halda heim á mánudagsmorgun. Morgunblaðið/Jim Smart Um 70 kennarar af öllum Norðurlöndunum komu saman í gær og hlýddu á fyrirlestur á Hótel Loftleiðum. Norrænt mót 70 kennara á eftirlaunum ATVINNULEYSI í maímánuði sl. mældist 3,6% af ætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar, en skráðir at- vinnuleysisdagar á landinu öllu í mánuðinum jafngiltu því að 5.298 manns hefðu að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá. Í apríl sl. mældist atvinnuleysi 3,9% en í maí í fyrra var atvinnuleysi 2,5% af mannafla. Vinnumálastofnun segir líklegt að atvinnuleysið minnki í júní og verði á bilinu 3,2% til 3,5%. Í yfirlitinu kemur fram að atvinnu- leysið á landsbyggðinni hafi minnkað um 10% milli mánaða. Atvinnuleysið sé nú 3% af mannafla á landsbyggð- inni en var 3,5% í apríl sl. Atvinnu- leysið á landsbyggðinni var 2% í maí árið 2002. Atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu nema á Suðurnesj- um og Vestfjörðum þar sem óveru- legar breytingar urðu. Mest atvinnuleysi á Suðurnesjum Atvinnuleysið minnkaði hlutfalls- lega mest á Austurlandi og Suður- landi en aukin umsvif sums staðar á landsbyggðinni eru m.a. vegna árs- tíðabundinna eftirspurnaráhrifa og aukinnar starfsemi byggingaverk- taka. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum 4,6%, en minnst á Vestfjörð- um 1,8%. Atvinnuleysi kvenna er minnst á Norðurlandi vestra 2,6%, en mest á Suðurnesjum 6%. At- vinnuleysi karla er mest á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum 3,7%, en minnst á Vestfjörðum 1,1%. 3,6% atvinnu- leysi í seinasta mánuði NÚ stendur yfir leit að íslenskum steini sem verður hluti af lista- verki tileinkuðu látnum börnum sem verið er að setja upp í Hol- landi. Safnað verður 36 steinum frá jafnmörgum löndum og þeir settir upp í hring gerðum eftir fyrir- myndum lækningarhringja sem þekktust bæði meðal kelta og frumbyggja Norður-Ameríku. Hol- lendingurinn Mirjam de Waard, sem hefur tekið að sér að finna stein hér á landi, segir að hver steinn verði um einn og hálfur metri á hæð. Verkinu á að ljúka eftir 6 ár „Þetta er gert til að minnast barna sem týna lífinu, til dæmis í slysum og hamförum í heiminum. Staðurinn er sérstaklega ætlaður eftirlifandi fjölskyldum sem geta komið og fundið styrk frá nátt- úrunni og fundið frið,“ segir de Waard. Stefnt er að því að verkefninu ljúki eftir sex ár, enda er mikil vinna fólgin í að safna svo mörgum stórum steinum svo víða að. De Waard segir að hún hafi hug á að finna íslenskan stein á Snæfells- nesi þar sem þar sé einn af sjö orkupunktum jarðarinnar. Mestur hluti verkefnisins er unninn í sjálf- boðavinnu og segir de Waard að hún mundi fagna stuðningi frá ís- lenskum aðilum við flutning á steininum til skips. Netfang henn- ar er mirjam@itn.is. Listaverk sem tileinkað er minningu um látin börn Safnar steinum frá þrjátíu og sex löndum Hér má sjá hvernig steinunum 36 verður raðað í hring. Morgunblaðið/Arnaldur Mirjam de Waard er hér á landi við nám í jarðfræði. Stjórnarfor- maður Smyr- il Line hættir HANS Mortensen, stjórnarfor- maður í færeyska skipafélaginu Smyril Line, hefur ákveðið að hætta í stjórn félagsins. Upp- sögnin kemur í kjölfar þess að Mortensen fékk ekki stuðning meirihluta stjórnarinnar til að koma í gegn ákveðnum breyt- ingum innan félagsins. Sagt var frá þessu á norskum vefmiðlum í gær. Smyril Line sér um farþega- siglingar milli Íslands, Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjalt- landseyja. Ferja félagsins, Nor- ræna, var nýlega endurnýjuð. Hraðakstur á Reykja- nesbraut FJÓRIR ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjanes- braut í fyrrinótt, þeirra á meðal var einn á 150 km hraða. Há- markshraði er 90 km á mestallri brautinni. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru hinir ökumenn- irnir teknir á ökuhraða sem nam 145, 114 og 113 km. ATLANTSÁL, sem er í aðal- eigu breska fyrirtækisins Transals og íslenska fyrirtæk- isins Altechs, áformar enn að reisa álver við Húsavík eða á Dysnesi í Eyjafirði. Að sögn Jóns Hjaltalín Magnússonar hjá Altech er stefnt að því að forathugun og vinnu við umhverfismat álvers- ins ljúki í lok þessa árs, en það á ekki við um súrálsverksmiðju við Húsavík eins og skilja mátti af frétt í Morgunblaðinu í gær og leiðréttist það hér með. Atlantsál áformar enn álver MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- jóni Friðrikssyni, sagnfræðingi: „Björn Th. Björnsson listfræð- ingur leiðir að því rök í grein í Les- bók Morgunblaðsins 14. júní að Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg kona hans hafi ekki flutt í íbúð sína við Østervoldgade 12 (Jónshús) fyrr en 1861 í stað 1852 eins og til þessa hefur verið haldið fram og stendur á skilti utan á húsinu. Því miður hefur Björn rangt fyrir sér. Ótal mörg gögn sína það, meðal annars vegvísar fyrir Kaupmannahöfn (Vejviser for København) sem voru gefnir út árlega á þessum árum með heimilisföngum borgarbúa. Órækasti votturinn um flutning Jóns í húsið við Østervoldgade haustið 1852 er þó uppkast að bréfi til tryggingafélags, sem varðveitt er í gögnum hans (JS 528 4to), og dag- sett er 29. október 1852. Þar trygg- ir Jón Sigurðsson innbú sitt „i hus- et nr. 486 B ved Østervold“. Það er gamla fasteignanúmerið á húsinu. Tryggingaupphæðin er 2.000 rík- isdalir. Hann tekur fram í bréfi sínu að húsinu hafi verið breytt úr bindingsverkshúsi í grunnmúrað hús sumarið 1852 – áður en hann flutti inn. Eins og Björn Th. Björnsson segir réttilega brunnu húsin sem áður stóðu á lóðinni. Lík- lega hefur nýja húsið eða húsið, sem byggt var upp úr brunna hús- inu, ekki verið fullgert, er þau Jón og Ingibjörg fluttu inn haustið 1852, úr því að ekki er beðið um byggingarúttekt á því fyrr en vorið 1853.“ Jón flutti 1852 VEIÐI hófst á urriðasvæði Laxár um mánaðamótin. Veiðin hefur verið ágæt og betri en í fyrra. Á land eru komnir yfir 700 urriðar, stærst 8 punda. Silungurinn er feitur og mjög vel haldinn. Fluga hefur verið með meira móti og er það af hinu góða. Ágæt urriðaveiði í Laxá Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/BFH Sveinn Finnbogason var albrynjaður að stíga á land. Hann lætur vel af veiði en miður af flugunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.