Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞESSARI sveit er risastórt malbikað bílastæði og það er selt inn. Vitaskuld eru þar hestar, kýr, kindur og svín. En búskapurinn er um margt óvenjulegur, því þarna eru einnig hreindýr, selir, kalkúnar og íslensk haughænsni. Minkurinn er ekki skotinn heldur alinn og sama má segja um tófuna. Þá eru ótaldar fleiri skepnur, einkum fuglar, s.s. storkurinn Styrmir. – Hefur hann fært ykkur einhver börn, spyr blaðamaður forvitinn. – Já, svarar Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðsins, án þess að bregða svip, og bætir við: Þrír starfsmenn eiga von á barni og tveir eru nýbúnir að eiga. Við erum með storkinn í láni og ætlum að skila honum fljótlega áður en við missum allt starfsfólkið í barneignarleyfi. Í eldhúsinu eru tveir strákar að vandræðast yfir drykk úr ísskápnum. Þeir hafa streðað við að drekka hann með miklum harmkvælum síðan snemma um morguninn. Þetta er nefnilega ógeðsdrykkur. Og það var pabbi þeirra sem blandaði hann. – Þetta er veðmál, segir annar einbeittur og tekur gúlsopa. Svo kveinar hann undan óbragðinu af drykkn- um: – Ææææææ! Þegar hann er hlaupinn úr eldhúsinu brosir pabbinn og hvíslar: – Hann heldur að þetta sé ógeðslegt af því þetta er ógeðsdrykkur. En þetta er nú bara skánin ofan af óger- ilsneyddri mjólk beint frá kúnum, rabarbari sem ég týndi hér fyrir utan gluggann og klaki. Í vísindaveröldinni er höfuðið á þurs í horninu. Það á að stinga höfðinu í ginið á honum og öskra. Börn sem ekki fá að öskra heima hjá sér bíða í röð. – Aaaaaaaaa! Öskrin eru vegin og mæld og það hæsta sem þau ná er „notið heyrn- arhlífar“ eða „járnsmiðja“. – Það hefur enginn náð að skáka Gillitrutt, segir starfsmaður í þessari undraveröld, þar sem krakkar og stundum fullorðnir klæða sig í sápukúl- ur, blanda saman andlitum og fá norðurljósin í fingurna. Maður þarf ekki að vera stór til að vera 780 kíló á sólinni, enda eru það ekki nema 2 kíló á Plútó. Og strákur bankar á dyrnar á litlu húsi. – Hver er þar? spyr jafnaldra hans. – Það er ég, svarar hann. – Komdu inn, segir hún, opnar dyrnar og sýnir honum húsið sitt. Hugmyndafræðin á bakvið Húsdýragarðinn er „að sjá, að læra, að gera, að vera“. Lagt er upp úr því að virkja gesti til að taka þátt og nota hugarflugið í heimi dýra og ævintýra sem byggist á íslenskri menningu. Umgjörðin er sótt í Íslendingasögurnar og goðafræðina. Þangað eru ör- nefnin sótt. Ef til vill eiga útilegumenn eftir að gera sér bæli í Þjófadal. Og hver veit nema tröllin sem læðast í náttmyrkrinu verði steinrunnin. Hestarnir í Hringekjunni fara hring eftir hring. Og lítil hnáta vill á bak. Hún segir við mömmu sína: – Meira rugga. – Þú ert búin að rugga alveg nóg, svarar mamma og vill komast heim. – Ég vil rugga meira. – Þú ruggar meira næst. – Nei, rugga meira núna. Værðarlegur selur syndir á bakinu og rekur ístruna upp í loftið eins og karlarnir í Vesturbæjarlauginni. Það er jafn óskiljanlegt og að flugvél- arnar fljúgi að þeir geti flotið. Aligæsirnar glefsa í vírnetsgirðinguna. Þær verpa við göngustíginn til þess að gestirnir veiti þeim öryggi fyrir sílamávinum. Við girðinguna stendur strákur og passar á sér puttana. Einhvern veginn stenst hann freistinguna að stinga þeim í gegn. En gætir sín ekki á því að úr húfunni hangir dúskur í bandi. Gæsin læsir gogginum um bandið og kippir húf- unni af honum. Hann kippist við og stekkur frá girðingunni. Svo áttar hann sig, byrjar að sjá kómísku hliðina á þessu og nálgast girðinguna aft- ur – varlega. Gamall karl stendur fyrir aftan hann og kallar til stráksins: – Rektu nefið inn. Þegar heim er komið ljómar stúlkan á neðri hæðinni. Hún var líka að koma úr Húsdýragarðinum og ráð að spyrja: – Hvað sástu merkilegt? – Sigga Hall, svarar hún. Morgunblaðið/Jim Smart Kýrhausar í borginni SKISSA Pétur Blöndal hitti hinar skepnurnar í Húsdýragarð- inum „ÞAT er upphaf aa saugu þesse. At Haakon konungr adalsteins fostri red fyrir noregi,“ segir í skinnhandritinu AM 556a 4to frá síðari hluta 15. aldar. Hinir vel lesnu vita að þetta eru upphafs- orð Gísla sögu Súrssonar en hvort sem menn eru vel að sér í fornum bókmenntum eða ekki, er upplagt að líta inn í Mennta- skólann á Ísafirði (MÍ) um helgina. Þar er nú sýning á ljós- myndum af hluta af þeim hand- ritum sem voru varðveitt á Vest- fjörðum eða tengjast landshlut- anum með öðrum hætti. Sýningin er opnuð í tilefni af ráðstefnunni „Vestfirðir. Aflstöð íslenskrar sögu“ sem hófst í gær og lýkur á morgun. Vekja athygli á sérstöðu vestfirskrar sögu Ráðstefnan er haldin í MÍ og stendur frá klukkan 9–17 báða daga. Verður þar rætt vítt og breitt um sögu og menningu Vestfjarða, sönghópurinn Vestan Fjögur syngur kveðskap eftir Ólaf Jónsson á Söndum og farið verður á slóðir Gísla Súrssonar sem að öðrum ólöstuðum er fræg- asti Dýrfirðingur allra tíma. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. „Það sem vakti fyrir okkur var að vekja athygli á sérstöðu vest- firskrar sögu og hversu mik- ilvægu hlutverki Vestfirðir hafa gengt í aldanna rás,“ sagði Torfi H. Túliníus, prófessor við Há- skóla Íslands og forstöðumaður Hugvísindastofnunar við blaða- mann sem leit á sýninguna í gær- morgun. Að hans sögn varðveittu Vestfirðingar heilmikið af hand- ritum sem glötuðust annars stað- ar. „Bókmenning var hér mjög mikil og ekki síst á 17. öld,“ bætti Þórunn Sigurðardóttir við en bókmenntir þeirrar aldar eru hennar sérsvið. Hún er íslensku- fræðingur í Reykjavíkurakadem- íunni og hefur ásamt Torfa og fleirum unnið að því að skipu- leggja ráðstefnuna. „Eitt af því sem maður verður var við þegar maður skoðar sögu Vestfjarða er að þegar Vestfirðir eru aflstöð, það er að segja, þeg- ar hér er bryddað upp á nýj- ungum, menningariðja eða efna- hagsleg starfsemi eru blómleg eða Vestfirðingar á undan sinni samtíð, þá er það þegar samskipti við útlönd eru mikil,“ sagði Torfi. Þórunn tók undir þessi orð og nefndi sérstaklega afkomendur Magnúsar prúða Jónssonar sem stóðu fyrir heilmikilli menningar- starfsemi í Vigur í Ísafjarð- ardjúpi á 17. öld. Þeir voru af einni ríkustu valdaætt landsins á þessum tíma en aðeins ein önnur ætt taldist jafnoki hennar að völdum. Í Vigur var gömlum handritum safnað og þau skrifuð upp auk þess sem frumsaminn kveðskapur var festur á bók. Myndir af nokkrum þessara hand- rita eru til sýnis í MÍ auk fleiri handrita sem tengjast þessari ætt með einum eða öðrum hætti. Engin handritasýning á Vest- fjörðum er þó fullkomin án hand- ritsbrota úr Gísla sögu Súrssonar. Torfi segir raunar óljóst hvort handritið sem sýnt er, AM 556a 4to, hafi varðveist á Vestfjörðum eða hvort sagan sé í raun skrifuð þar. Það sé þó alls ekki ólíklegt því greinilegt er að höfundur þekkti staðhætti vel. Vekur margar áhugaverðar spurningar Vestfirðir hafa til skamms tíma verið álitnir afskekktir. Það er þó ekki svo og var alls ekki þannig fyrr á öldum, a.m.k. ekki á löngum tímabilum í sögunni. Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafns- eyri í Arnarfirði sem veginn var á 13. öld ferðaðist vítt og breitt um Evrópu og nam m.a. lækn- isfræði. Jafnaðist þekking hans í lækningum á við það besta sem samtímamenn hans kunnu þó að fæstir nútímamenn myndu sætta sig við slíka heilbrigðisþjónustu. Á 14. og 15. öld söfnuðu vest- firskir höfðingar miklum auði með útflutningi á fiski og á 16. og 17. öld áttu afkomendur Magn- úsar prúða í beinum samskiptum við Þýskaland en þar áttu þeir ættingja og dvöldu þar sumir um tíma. Á 19. öld var endurreisn at- vinnulífsins á Vestfjörðum tengd samskiptum við útlönd þegar Norðmenn voru stórtækir í hval- veiðum, Ameríkumenn stunduðu útgerð og Ásgeirsverslunin átti skip í siglingum til og frá Kaup- mannahöfn. Á miðöldum var miðja vestrænnar menningar í Róm og París. „Vestfirðir voru jaðarsvæði í landi sem var á út- jaðri jaðarsvæðisins Norðurlönd. En samt sem áður var hér há- menning. Og það vekur mjög margar áhugaverðar spurningar fyrir fræðimenn,“ sagði Torfi. www.hugvis.hi.is www.bb.is Vestfirðir voru aflstöð þegar samskipti við útlönd voru mikil Skinnhandritið AM 556a 4to sem geymir brot af Gísla sögu Súrssonar. Þar má m.a. lesa: „Þorkell het madr. hann var kalladr skerauke.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Magnús prúða, Gísla Súrsson og Hrafn Sveinbjarnarson bar á góma þegar Morgunblaðsmaður hitti Torfa H. Túliníus og Þórunni Sigurðardóttur sem taka þátt í ráðstefnunni „Vestfirðir. Aflstöð íslenskrar sögu“ á Ísafirði. Hámenning ríkti á útjaðri jaðarsvæðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.