Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Er minn tími þá kominn, herra? Árangursríkari gönguferðir Styrkjandi stafganga STAFGANGA ergönguaðferð semfræðslu- og hvatn- ingarátakið Ísland á iði er að kynna um þessar mund- ir. Stafganga (Nordic walking) er upprunnin í Finnlandi og Sigurbjörg Árnadóttir, sem bjó þar, hafði frumkvæði að því að kynna hana hér á landi. Þjálfarar finnskra göngu- skíðakappa fundu upp á því um 1930 að láta þá ganga með stafi yfir sum- arið til að halda efri hluta líkamans í þjálfun. Staf- ganga varð síðar almenn- ingsíþrótt víða um heim í kringum 1997. Nýlega voru hér á landi erlendir þjálfarar til að kenna Ís- lendingum stafgöngu. Ás- dís Sigurðardóttir, íþróttakennari og þolfimiþjálfari, sótti námskeið- ið og mun annast þjálfun ís- lenskra stafgöngukennara ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur. Ásdís var fyrst spurð um kosti staf- göngunnar. „Stafgangan hefur það framyfir venjulega göngu að maður virkjar efri líkamann miklu meira. Það er meiri virkni í brjóstvöðvum, bak- vöðvum og upphandleggsvöðvum. Hún hefur góð áhrif á háls- og herðasvæði því að blóðflæðið um það svæði eykst til muna. Rann- sóknir hafa sýnt að brennslan er um 20% meiri en við venjulega göngu, þótt gengið sé á sama hraða. Maður er því fljótari að bæta líkamsástand með staf- göngu en venjulegri göngu.“ Getur fólk notað skíðastafina sína til að æfa sig í stafgöngu? „Nei, það er best að nota göngustafi sem eru sérstaklega ætlaðir til stafgöngu og þola álag- ið. Lykkjan við handfangið, sem brugðið er utan um höndina, þarf að vera þannig að stafurinn komi aftur upp í höndina í bak- sveiflunni. Broddurinn á göngu- stafnum þarf að vera með réttum halla og þessum stöfum fylgja eins konar gúmmískór til að nota á hörðu undirlagi. Excel-fyrir- tækið, sem smíðar gönguskíði og stafi, hefur hannað stafi til staf- göngu.“ Hvernig á fólk að bera sig að sem vill læra stafgöngu? „Stafganga er einföld og áhrifa- rík þjálfunaraðferð en það er mik- ilvægt að læra rétta tækni í upp- hafi. Íþróttakennarar, sjúkra- þjálfarar og aðrir sem hafa áhuga á að gerast stafgönguþjálfarar geta haft samband við skrifstofu ÍSÍ og skráð sig á námskeið fyrir stafgönguþjálfara. Þeir sem hafa áhuga á að nota þetta þjálfunar- form geta komið á námskeið hjá okkur Jónu. Við verðum yfirþjálf- arar í þessu átaki. Það er hægt að ná í mig í Gáska í Bolholti. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ÍSÍ og hjá almennings- íþróttadeild Fram.“ Er komin einhver reynsla á stafgöngu hér á landi? „Það var settur af stað tilraunahópur í sambandi við Kvenna- hlaupið, sem verður 21. júní næstkomandi. Þessi hópur hefur ver- ið að æfa stafgöngu og er að byrja sína fimmtu viku núna. Það hafa um 50 konur prófað og eru ákaf- lega ánægðar. Þetta er ákjósan- leg íþrótt til að bæta við göngu- ferðirnar. Við munum reyna að koma upp fleiri svona stafgöngu- hópum í framtíðinni. Það hefjast t.d. fljótlega námskeið hjá al- menningsíþróttadeild Fram í Álftamýri í Reykjavík.“ Er hægt að stunda stafgöngu allan ársins hring? „Já, hana er hægt að stunda á malbiki, grasi, snjó, sandi eða möl. Svo er bara að klæða sig eftir veðri.“ Hvernig skó er best að nota í stafgöngu? „Góða íþróttaskó, sem gefa góðan stuðning við hæl og fara vel. Þeir þurfa að fjaðra vel til að taka högg af liðum líkamans.“ Hefur þú sjálf stundað staf- göngu? „Þetta er ný íþrótt fyrir mér en ég hef reynslu af skíðagöngu og annarri þjálfun. Ég get vitnað um að þetta er mjög góð viðbót við gönguna. Nú starfa ég fyrir Kvennahlaup ÍSÍ sem endur- speglar allt sem verkefnið Ísland á iði stendur fyrir. Markmiðið er að hvetja fólk á öllum aldri til að hreyfa sig reglulega, sér til ánægju og heilsubótar.“ Er til íþrótt fyrir hvern sem er? „Já, flestir geta gert eitthvað sér til heilsubótar. Öll hreyfing er betri en engin, sama hversu lítil hún er. Það er betra að ganga í 10 mínútur á dag en að sleppa því. Eins er ágætt að taka kröftuglega til hendinni við heimilisstörfin! Það eiga flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið með hreyfingu er ekki endilega að líta út eins og hreystidrottning eða hreystikóngur. Það er fyrst og fremst að styrkja hjarta-, lungna- og æðakerfi. Með því er- um við að vinna að for- vörnum og betri líðan. Það er svo góður fylgi- fiskur aukinnar hreyf- ingar að fólk léttist og grennist, en það er bara bónus.“ Hvar er hægt að afla nánari upplýsinga um stafgöngu? „Það eru upplýsingar á heima- síðu ÍSÍ, www.isisport.is, undir hnappnum Ísland á iði og einnig á heimasíðu Alþjóðastafgöngusam- bandsins, www.inwa.nordicwalk- ing.com. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ veitir einnig upplýsingar um stafgöngu.“ Ásdís Sigurðardóttir  Ásdís Sigurðardóttir fæddist 12. febrúar 1970 og ólst upp á Siglufirði. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla og útskrifaðist frá íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni árið 1999. Hún bjó í sex ár á Ísafirði og starfaði þar sem þolfimiþjálfari í Stúdíó Dan, auk ýmissa annarra starfa. Þá var hún íþróttakennari hjá Grunnskóla Siglufjarðar árin 2000–2002. Ásdís vinnur nú á skrifstofu Íþróttakennarafélags Íslands, sér um tækjaþjálfun í Gáska og er starfsmaður Kvenna- hlaups ÍSÍ. Hún á einn son sem heitir Kristófer Rúnar Ólafsson. Lítil hreyfing er betri en engin lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fimm 2003 Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí. UMSÓKNARFRESTUR um nám við Menntaskólann Hraðbraut rann út í gær, laugardag. Í skólanum gefst nemendum kostur á að ljúka stúd- entsprófi á tveimur árum. Að sögn Ólafs Hauks Johnson skólastjóra hafa borist um 110–120 umsóknir um skólavist en gert var ráð fyrir um 100 nemendum í skól- anum. „Við munum ná flugi en um- sóknirnar verða ekki allar sam- þykktar,“ segir Ólafur. Umsækjendur mega eiga von á svörum við umsóknum sínum eftir hádegi á mánudag. 120 umsóknir um skólavist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.