Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 11 Þ EGAR Sigurður Kári Kristjánsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Ís- lands fyrir tíu árum spáði Rúnar Freyr Gíslason vinur hans því að að tíu árum liðnum yrði Sigurður Kári kominn á þing með lögfræðipróf upp á vasann. Nú tíu árum síðar hefur þessi spá- dómur ræst. Sigurður Kári, sem varð þrítugur daginn fyrir kjördag, hlaut kosningu sem þingmaður Reykjavík- ur norður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í nýliðnum kosningum og er að auki meðeigandi í lögfræðistofunni Lex. Sigurður segir Rúnar greinilega hafa sterka spádómsgáfu því sjálfur hafi hann ekki tekið markvissar ákvarðanir í þessa átt. „Af ferilskrá minni má lesa að ég sé svo útpældur að ég hafi tekið ákvörðun um þingmennsku og lög- fræði strax í bernsku. Það er ekki þannig. Ég hef tekið eitt skref í einu sem smám saman hefur leitt mig hingað,“ segir Sigurður sem viður- kennir reyndar að hafa verið mjög virkur í félagslífi strax í grunnskóla. Hann var formaður nemendafélags Hólabrekkuskóla, forseti nemenda- félags Verslunarskóla Íslands og for- maður Orators, félags laganema í Háskóla Íslands. Sigurður var í ræðuliði Verslunarskólans og hann segir að þar hafi áhuginn á stjórn- málum kviknað. Kynntist pólitík í ræðumennsku „Í ræðukeppnum voru ýmis póli- tísk mál til umfjöllunar og sífelld um- fjöllun um þau mál fékk mig til að velta því fyrir mér hvar ég stæði í pólitík. Ég sat samtímis í stjórnmála- fræðinámskeiði sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson kenndi og hann hafði mikil áhrif á mig. Ég velti fyrir mér kostum hægri og vinstri stefnu og komst svo að því að skoðanir mín- ar áttu mest sameiginlegt með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég held ég sé sá fyrsti í fjölskyldunni sem gengur í Sjálfstæðisflokkinn. Ég er ekki alinn upp á pólitísku heimili en afar mínir og ömmur voru mjög ákveðið alþýðubandalagsfólk og kratar,“ segir Sigurður Kári. Hann tók fyrst þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins árið 1995, settist fljótlega í stjórn Heimdallar, varð formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1999 og tók svo þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins síðastliðið vor. „Það var mjög stór ákvörðun að fara í prófkjör, þetta er dýrt, erfitt, tímafrekt og mikil vinna auk þess sem maður teflir starfsvettvangi sín- um í tvísýnu,“ segir hann og bendir á að lögmenn þurfi að hafa áru hlut- leysis yfir sínum störfum. Þegar nið- urstöður prófkjörsins lágu fyrir og hann hafnaði í 7. sæti gerði hann sér grein fyrir að líklega hlyti hann kosningu. „Þá þurfti ég að setjast niður og átta mig á því að ég væri að fara inn á alveg nýjan starfsvett- vang.“ Frjálslyndari kynslóð á þingi Sigurður segist telja að kynslóða- skiptin sem urðu á Alþingi í nýliðn- um kosningum muni hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi tel ég að umræðurnar muni endurspegla betur áherslur ungu kynslóðarinnar. Í öðru lagi þá geri ég ráð fyrir að ungt fólk í öllum flokkum sé almennt frjálslyndara og víðsýnna en margir eldri þingmenn hafa verið. Nútímalegra og alþjóð- legra í hugsun. Allt þetta unga fólk hefur margsinnis komið til útlanda og velflestir búið þar um skeið. Ég tel að þessi kynslóðabreyting muni hafa áhrif í frjálslyndisátt varðandi versl- un, viðskipti og þjónustu. Ég held það sé minni skilningur á því hjá þeim sem yngri eru að ríkið eigi að standa í ýmsum rekstri eins og smá- sölu, rekstri fjölmiðla og fjarskipta- fyrirtækja og öðrum rekstri sem einkaaðilar geta sinnt,“ segir Sigurð- ur. Sjálfur segist Sigurður vilja leggja áherslu á að draga úr umsvif- um ríkisins. Hann vilji lækka skatta, halda áfram einkaavæðingu og sjá hagræðingu á mörgum sviðum, leggja til dæmis niður ýmis ráð og nefndir sem séu arfur gamalla tíma. „Það er nauðsynlegt að ríkið einbeiti sér að sínu meginhlutverki, en í mín- um huga er það að tryggja öryggi borgara og vernd þeirra gagnvart hvorum öðrum og ríkinu. Löggæsla og öflugt réttarkerfi er grunnþáttur ríkisþjónustunnar,“ segir Sigurður Kári að lokum og er rokinn í golf sem er brennheitt áhugamál hans um þessar mundir. Var spáð þingsæti fyrir tíu árum H ANN segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á stjórn- málum. Ágúst Ólafur Ágústs- son er 26 ára þingmaður Samfylkingarinnar og næstyngsti þingmaður Alþingis. Hann er sonur Ágústs Einarssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar og núverandi forseta viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands. „Á okkar heimili hefur alltaf verið rætt um stjórnmál. Ég fann það snemma að ég aðhylltist frjálslynda jafnaðarstefnu. Ég vil frelsi einstak- lingsins og atvinnulífsins í öndvegi samhliða öflugu velferðar- og menntakerfi. Ég er mjög hrifinn af allri alþjóðasamvinnu og er mikill talsmaður þess að Ísland taki einnig frekari þátt í þróunarhjálp og gerist aðili að Evrópusambandinu enda eigum við heima þar með hinu lága matvælaverði og auknum áhrifum á framtíð okkar,“ segir Ágúst Ólafur sem segir ferðalög eitt sinna aðaláhugamála en hann hefur ferðast um flest lönd Evrópu, farið til Indlands, Japans, Suðaustur- Asíu, Afríku, Suður- og Norður-Am- eríku. „Ég á ferðaglaða móður sem tók okkur bræðurna oft með og svo hef ég ferðast talsvert sjálfur með vinum mínum og bræðrum,“ segir hann. Í stjórnmálum af hugsjón Ágúst Ólafur er alinn upp á Sel- tjarnarnesi en býr nú ásamt sam- býliskonu, Þorbjörgu Gunnlaugs- dóttur, og ársgamalli dóttur, Elísabetu Unu, í Reykjavík. Hann segist ekki hafa gengið með þing- mann í maganum, heldur hafi hann aðeins tekið virkan þátt í stjórnmál- um í fjögur ár. Hann er formaður Ungra jafnaðarmanna og tók lítil- lega þátt í stúdentapólitíkinni í Há- skólanum auk þess sem hann var for- seti Framtíðarinnar í Mennta- skólanum í Reykjavík. Ágúst leggur stund á nám í lögfræði og hagfræði við Háskóla Íslands og stefnir að út- skrift í haust. Hann segist hafa ákveðið í fyrra að nýta tækifærið og taka þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar. Hann hefur hins vegar fyrir- vara á ævilangri þátttöku í stjórn- málum: „Ég held að stjórnmál eigi að vera þannig vettvangur að fólk á ekki að vera of lengi í honum. Menn eiga að fara í stjórnmál af hugsjón og þrá til að breyta og bæta, en um leið og fólk verður of tengt kerfinu og hags- munahópum á það að hætta.“ Ágúst segist vilja leggja áherslu á breytta forgangsröðun í þjóðfélag- inu á komandi þingi: „Við erum sjötta ríkasta þjóð í heimi og mér finnst alveg út í hött að málefni geð- fatlaðra einstaklinga, hvað þá barna, í okkar samfélagi séu oft í uppnámi vegna fjárskorts og sinnuleysis. Mér finnst út í hött að fólk þurfi að betla mat og nauðsynjavöru í hverri viku. Við höfum tök á að breyta þessu með breyttri forgangsröðun. Ég er mikill talsmaður menntamála. Mér finnst lýsandi fyrir forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar að landbún- aðarkerfið fær meira fjármagn, beint og óbeint, en allir framhalds- skólar landsins og Háskóli Íslands samanlagt. Hvorki bændur, sem eru ein fátækasta stétt landsins, né al- menningur, sem greiðir eitthvert hæsta matvælaverð í heimi, hagnast á þessu kerfi. Það virðist ekki vera vilji til að breyta þessu hjá núverandi ríkisstjórn sem hefur haft næg tæki- færi til þess,“ segir Ágúst Ólafur. Ekki í farveg flokkslínunnar Ágúst segist vona að frjálslynd við- horf ungs fólks fái að leika um sali Al- þingis á komandi þingi og málefni ungs fólks fái meiri athygli en áður. „Ungt fólk er búið að láta að sér kveða í menningar- og viðskiptalífinu með góðum árangri og nú er komið að stjórnmálunum. Ég vona svo sannar- lega að við ungu þingmennirnir dett- um ekki strax inn í fastan farveg flokkslínunnar heldur sýnum sjálf- stæðan vilja til að breyta samfélagi okkar til batnaðar,“ segir Ágúst Ólaf- ur og bindur mestar vonir við að unga kynslóðin breyti í menntamálum: „Menntamálin hafa alltaf setið á hak- anum í íslenskum stjórnmálum og aldrei verið tekin alvarlega. Eins vona ég að frjálslynd viðhorf okkar kynslóðar fái að njóta sín eins og til dæmis hvað varðar réttindi samkyn- hneigðra, Evrópumál, lýðræðismál, sölu áfengis í matvöruverslunum, réttlátari refsingar í grófum ofbeldis- og kynferðisbrotum, aðskilnað ríkis og kirkju og að gera landið að einu kjördæmi. Ég held að þetta séu mál sem gætu frekar verið tengd við kyn- slóðir en ákveðna flokka,“ segir Ágúst Ólafur að lokum. Varasamt að vera of lengi í stjórnmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.