Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 12

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 12
12 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ K ATRÍN Júlíus- dóttir er 28 ára og hefur alltaf haft áhuga á stjórn- málum. Hún gat lengi vel ekki gert upp á milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks. „En þegar Jón Baldvin fór út í Viðey með Davíð Oddssyni þá ákvað ég að ganga í Al- þýðubandalagið,“ segir Katrín sem þá var 16 ára og strax farin að láta til sín taka í stjórnmálunum. Hún ólst upp á heimili þar sem mik- ið var rætt um þjóðfélagsmál og stjórnmál. „Ég fór mjög snemma að fylgjast með fréttum og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum. Ég varð fljótt mjög fyrirferðarmikil og þurfti alltaf að vera að segja skoðun mína á þessu og hinu, annars leið mér bara illa,“ segir Katrín. Hún segir að sterk rétt- lætiskennd hafi verið alin upp í henni og tvíburabræðrum hennar sem eru ári yngri en hún en auk þess á Katrín systur sem er tíu árum eldri en hún. „Ég ætlaði alltaf að verða mann- réttindalögfræðingur, en þegar ég hafði lokið námi í Snælandsskóla í Kópavogi og Menntaskólanum í Kópavogi hóf ég nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Ég hef nægan tíma síðar til þess að huga að því að láta þann draum rætast,“ segir hún. „Mannfræðin kom til vegna þess að frá því ég var barn hef ég haft mikinn áhuga á mannréttindamálum, bætt- um heimi og bættum félagslegum að- stæðum allra. Maður er alinn upp við að hafa allt en horfir svo á fréttir sem smákríli og sér börnin hinu megin á hnettinum sem fá ekki að borða. Sem barn spyr maður: Af hverju? Af hverju stafar þessi misskipting?“ Fékk stjórnmálabakteríuna Þegar Katrín var 18 ára stofnaði hún ásamt fleirum Vakningu, ungliða- hreyfingu Alþýðubandalagsins í Kópavogi. „Upp frá því fékk ég stjórnmálabakteríuna og hef ekki hætt síðan,“ segir Katrín sem verið hefur bæði varaformaður og formað- ur Ungra jafnaðarmanna, auk þess sem hún tók þátt í sameiningu vinstri flokkanna í Samfylkingu, og er nú varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins. Katrín var einnig liðtæk í stúdentapólitíkinni með Röskvu og var meðal annars framkvæmdastjóri Stúdentaráðs á háskólaárunum. Katrín tók þátt í prófkjöri Samfylk- ingarinnar, hlaut góða kosningu og komst svo á þing í nýliðnum kosning- um. „Það var svo margt sem mér fannst vanta umræðu um sem gerði það að verkum að ég lét slag standa og fór í framboð. Í fyrsta lagi er það umræða um kjör barnafólks. Að litið sé á skuldbindingar fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er með ung börn, er að borga af námslánum og fleiru. Þetta þarf að skoða í heild- rænu samhengi og mér finnst til dæmis að þeir sem eru að greiða af námslánum eigi að geta dregið það frá skatti,“ segir Katrín. Með syninum í frístundum En fleiri mál sem hún hefur áhuga á að taka upp á þingi eru ofarlega á blaði hjá henni. „Ég hef mikinn áhuga á menntamálum og vil beita mér fyrir því að stytta framhaldsskólastigið, endurskoðun Lánasjóðs íslenskra námsmanna er mér hugleikin með það að markmiði að hann verði raun- verulegur félagslegur jöfnunarsjóð- ur. Ekki síst vegna þess að það eru al- gild sannindi að menntun skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið og það á ekki að vera baggi einstaklingsins að fara í nám,“ segir Katrín og bætir við að sjávarútvegsmálin og Evrópumál- in séu líka mikilvæg í sínum huga. Katrín er sannfærð um að breyt- ingar fylgi nýrri kynslóð þingmanna. „Ég myndi halda að þessi kynslóð hefði mun jákvæðara viðhorf til ým- issa mála, eins og til dæmis þess að samkynhneigðir fái að ættleiða börn, opnunartíma verslana, lægri virðis- aukaskatts á tónlist og annars í þess- um dúr. Þegar það kemur inn stór hópur af annarri kynslóð en verið hef- ur á þingi, og hefur ekki sömu fortíð og fyrirennarar hennar þá held ég að það þýði óhjákvæmilega breytingar,“ segir Katrín sem á soninn Júlíus, fjög- urra ára og reynir að eyða sem mest- um tíma með honum utan vinnunnar. Varð snemma að segja skoðun mína M AMMA var ekk- ert hissa á því að ég væri kom- inn á þing svona ungur. Hún hefur ætíð staðið í þeirri trú að ég yrði þingmaður,“ segir Birkir Jón Jónsson, alþingismaður Framsókn- arflokks, yngsti þingmaður kjör- tímabilsins og næstyngsti þingmað- ur Alþingis frá upphafi. Sömu sögu er að segja af gömlu bekkjarfélög- unum sem Birkir hitti á bekkjarmóti á Siglufirði um daginn: „Þeir höfðu nokkrir á orði að að þeir hefðu talið að ég yrði þingmaður á endanum.“ En hvers vegna skyldu svo margir hafa fundið þetta á sér? „Trúlega vegna þess að ég hef verið vel mál- hress í gegnum tíðina!“ Birkir er fæddur á Siglufirði árið 1979. Hann gekk þar í skóla og fór að því loknu á Sauðárkrók og hóf nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem hann lauk árið 1999. Birkir hefur verið virkur í félagslífi í gegnum tíðina og var m.a. forseti nemendafélags fjölbrautaskólans. Hann fór í prófkjör Framsóknar- flokksins á Norðvesturlandi fyrir al- þingiskosningarnar árið 1999, þá að- eins átján ára. Hann náði fjórða sætinu í prófkjörinu, sem alla jafna hefði verið tryggt varaþingmanns- sæti, en Framsóknarflokkurinn tap- aði nokkru í kosningunum og fékk einungis einn þingmann kjörinn á Norðurlandi vestra. Birkir varð því ekki varaþingmaður eins og hann hafði gert sér vonir um. Að loknu stúdentsprófi hóf Birkir nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hætti námi árið 2000 þeg- ar Páll Pétursson réð hann sem að- stoðarmann sinn. „Ég held ég hafi alltaf verið framsóknarmaður en tek þó fram að fjölskylda mín er ekki ein- lit hvað stjórnmálin varðar,“ segir Birkir, sem gegnt hefur varafor- mennsku í Sambandi ungra fram- sóknarmanna síðastliðið ár. Birkir segir að þingmennskan hafi alltaf verið fjarlægur draumur sem þó rættist fyrr en hann hafði búist við. „Að verða þingmaður er rosalega stórt skref og það hefur tekið sinn tíma að átta sig á því. Það var eig- inlega ekki fyrr en ég flutti jómfrú- ræðuna að ég upplifði mig sem þing- mann.“ Spilar brids í frístundum Birkir telur að áður óþekktur fjöldi ungra þingmanna á Alþingi nú muni hafa veruleg áhrif. „Við komum með nýjar áherslur og það er alveg á hreinu að viðhorf okkar sem yngri erum fara kannski ekki alltaf saman við viðhorf þeirra sem eldri eru. Það er margt sem við munum hafa áhuga á að breyta. Við ungliðarnir í Framsókn leggjum mikla áherslu á mennta-, fjölskyldu og húsnæðismál, það eru mál sem þarfnast breytinga við,“ segir Birkir. Birkir segist hafa mikinn áhuga á málefnum fjölskyld- unnar, þrátt fyrir að vera einhleypur og barnlaus sjálfur, enda ungur að árum. Hann hafi starfað í ráðuneyti fjölskyldumála á fjórða ár og vilji bæta hag fjölskyldnanna. Málefni landsbyggðarinnar eru einnig ofar- lega í hans huga. „Ég kem úr byggð- arlagi sem hefur lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi. Ég vil stuðla að stöð- ugleika í sjávarútvegi og tel ánægju- legt að sjá þá þróun að aflaheimildir næsta fiskveiðiárs verði mun meiri en á yfirstandandi ári. Aflaaukning er mikilvæg í þjóðhagslegu og byggðalegu tilliti þar sem 80% fisk- veiðiheimildanna eru á landsbyggð- inni. Ég vil auka fjölbreytni í at- vinnulífinu á landsbyggðinni, svo yngra fólk eigi auðveldara með að snúa aftur til heimahaga sinna að námi loknu. Ég tel til dæmis að veiði- gjaldið sem á að leggja á sjávarút- veginn eigi að renna til sjávarbyggð- anna, meðal annars til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Ef þessi skattlagning rennur ekki til sjávar- byggðanna er beinlínis verið að skattleggja þær byggðir sérstak- lega,“ segir Birkir Jón. Hann segist hlakka mikið til þing- haldsins í haust þótt hann sé þegar kominn á fleygiferð í þingstörfin. „Kjördæmið er víðfeðmt og yfir mik- ið svæði að fara, ætli sumarið og haustið fari ekki í slík ferðalög. Það er mikilvægt að þingmenn kynnist sínu kjördæmi vel og séu vel inni í þeim málefnum er varða hag íbúa þess,“ segir hann að lokum þar sem hann er nýkominn og rétt ófarinn úr höfuðborginni til að sinna þingstörf- um. Áhugamál hans verða líklega að bíða um sinn, en Birkir er mikill bridsspilari. Mamma var ekki hissa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.