Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT lát er á hækkunhúsnæðisverðs á höfuð-borgarsvæðinu. Þannighefur fasteignaverð í fjöl-býli á höfuðborgarsvæð- inu hækkað um 13% síðustu tólf mánuðina samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins og raunar má rekja verðbólgu síðustu tólf mán- aða meira en að þremur fjórðu hlut- um til hækkunar á húsnæðisverði. Verðlag hefur hækkað um 1,8% á tímabilinu, en sé hækkun húsnæð- isverðs undanskilin nemur verðlags- hækkunin síðustu tólf mánuði innan við hálfu prósenti. Þessar hækkanir koma í kjölfar samfelldra hækkana á íbúðarverði á undanförnum árum og er nú svo komið að verðlag á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í hlutfalli við al- mennt verðlag hefur ekki í annan tíma verið hærra ef undan er skilið skammvinnt tímabil á fyrrihluta árs 1982. Tölur á þeim tíma eru þó varla marktækar til samanburðar vegna óðaverðbólgu sem ríkti á þeim árum og þar af leiðandi sveiflukenndra verðhækkana þegar verðlag á íbúð- arhúsnæði er borið saman við al- mennt verðlag. Verðhækkunarskeið frá 1998 Núverandi verðhækkunarskeið hefur í stórum dráttum staðið yfir frá því í ársbyrjun 1998 eða í hálft sjötta ár, sem er óvenju langvinnt hækkunarskeið á íslenskan mæli- kvarða. Framan af tímabilinu hækk- aði verð jafnt og þétt eða fram á vor- daga 2001 að verðið lækkaði lítillega í hlutfalli við verðlag vegna aukinnar verðbólgu á því ári. Frá því í árs- byrjun í fyrra hefur verðið síðan hækkað jafnt og þétt á nýjan leik og er ekki að merkja neitt lát þar á enn sem komið er. Þegar verðþróun á húsnæði hér á landi er skoðuð lengra aftur í tímann kemur fram mjög sveiflukennd verð- lagsþróun í upphafi níunda áratug- arins á tímum óðaverðbólgu þegar verðtrygging var jafnframt að taka sín fyrstu skref. Verð fór þá mjög hátt um skamman tíma en lækkaði síðan hratt árin þar á eftir. Verð á húsnæði í hlutfalli við verðlag varð lægst í ársbyrjun 1986, en þá fór vísi- tala verðs íbúða í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu í hlutfalli við verðlag í 75,1 og hefur verð ekki orðið lægra en þá síðasta aldarfjórðunginn. Í kjölfarið tók við verðhækkunarskeið samfara mikilli og skammvinnri kaupmáttaraukningu á þessu tíma- bili og nýju lánakerfi þáverandi Hús- næðisstofnunar ríkisins, sem hafði í för með sér stóraukna fyrirgreiðslu við húsnæðiskaupendur. Það verð- hækkunarskeið varð þó ekki líkt því jafn langvinnt og það verðhækkun- arskeið sem nú stendur yfir né náði verðið að vera líkt því jafnhátt og það nú er í hlutfalli við almennt verðlag. Verðhækkunarskeiðið stóð fram á vordaga 1988 eða í tvö og hálft ár. Vísitalan fór í 112 stig og verðið hækkaði um nálægt 50%. Verðið lækkaði síðan aftur um 15–20% á næstu tveimur árum og var síðan til þess að gera stöðugt framan af öllum síðasta áratug eða allt fram til þess að núverandi verðhækkunarskeið hófst í ársbyrjun 1998. 70% verðhækkun frá 1997 Þegar verðþróun síðustu ára er skoðuð nánar kemur fram að verðlag á húsnæði í Reykjavík hefur hækkað almennt talað í kringum 70% frá því í ársbyrjun 1997 og fram til dagsins í dag og sambærileg þróun hefur orð- ið í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 22% en það jafngildir því að raunhækkun á verðlagi húsnæðis á tímabilinu hafi verið um 40%. Hækkunin er aðeins mismunandi eftir stærð húsnæðis, en munurinn er þó ótrúlega lítill þegar íbúðir í fjölbýlishúsum eiga í hlut og í raun svo lítill að hann er varla marktæk- ur. Hækkunin er 70% að meðaltali. Meiru munar hins vegar þegar verðþróun á sérbýli er skoðuð. Þann- ig hefur verð á 150–210 fermetra sérbýli hækkað mest á tímabilinu af þeim flokkum húseigna sem Morg- unblaðið skoðaði, eða um 82%. Minnst er hins vegar hækkunin á stærsta sérbýlinu, 270–370 fermetr- ar að stærð, en það hefur hækkað um 64% á tímabilinu frá fyrra árshelm- ingi ársins 1997 til jafnlengdar í ár. Ofangreindar tölur miðast við staðgreiðsluverð á fermetra, en það er öruggasti mælikvarðinn í saman- burði þar sem tekið hefur verið tillit til greiðslufyrirkomulags. Tölurnar byggjast á úrvinnslu Fasteignamats ríkisins á efni kaupsamninga um húsnæði sem gerðir hafa verið á þessu tímabili, en miðað er við meðaltal þeirra kaupsamninga sem Húsnæðisverðið hækkar Íbúðarverð hefur hækkað stöðugt undanfarin fimm og hálft ár og hafa fyrri verðhækkunarskeið ekki verið jafnlangvinn. Fermetr- inn í tveggja herbergja íbúð kostar nú 136 þúsund kr. að meðaltali en kostaði 80 þúsund fyrir sex árum. Hjálmar Jónsson kannaði þróunina á fasteignamark- aði. ÞAÐ er ekki bara á Íslandi sem fasteignaverð hefur stórhækkað á undanförnum árum. Það sama gildir um langflest iðnríkin ef Þýskaland og Japan eru undanskilin. Þannig hefur raun- verð fasteigna hækkað um meira en 50% í Ástr- alíu, Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Spáni og Sví- þjóð frá því á miðjum tíunda áratugnum. Í Bandaríkjunum hefur verð á fasteignum hækkað um 30% á sama tíma sem er meiri hækkun en áð- ur hefur þekkst á ekki lengra tímabili. Gerð er úttekt á þessari þróun í nýlegu hefti af tímaritinu The Economist. Þar kemur fram að á síðustu sjö árum hefur raunverð fasteigna hækk- að meira en nokkru sinni áður í sögunni. Er það meðal annars rakið til aukins áhuga fjárfesta á fasteignamarkaðnum vegna lélegrar ávöxtunar á öðrum mörkuðum á undanförnum árum, t.a.m. hlutabréfamarkaði. Veltir blaðið því fyrir sér hvort um bólu geti verið að ræða sem kunni að springa með tíð og tíma með tilheyrandi sam- drætti og erfiðleikum í efnahagslífinu. 40–60% fólks búa í eigin húsnæði Afleiðingar af verðfalli á fasteignamarkaði yrðu hins vegar mun alvarlegri heldur en af verðfalli á hlutabréfamarkaði til dæmis, segir blaðið. Ástæðurnar eru þrjár. Í fyrsta lagi er mun algengara að fólk eigi fasteignir en hluta- bréf og því kemur verðfall við miklu fleiri. Þann- ig búa 40–60% af fólki í flestum ríkjum Evrópu og Ástralíu í eigin húsnæði og 30% í Bandaríkj- unum. Í öðru lagi er fólk miklu líklegra til þess að hafa tekið lán til að eignast hús en hlutabréf og í þriðja lagi getur verðlækkun á fasteignum haft það í för með sér að fasteignir verði yfirveðsett- ar og haft þannig áhrif á hag banka og annarra lánastofnana. Þá er á það bent að hækkun fasteignaverðs auki veðhæfni eigna og geri fólki fært að taka hærri lán en ella, m.a. til einkaneyslu, og það hafi átt sinn þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Efnahagsrannsóknir sýni að afleiðingar af verðfalli séu mun afdrifaríkari en af verðfalli á öðrum mörkuðum, enda bygginga- og fast- eignamarkaðurinn stærsti hluti viðskiptalífsins þegar allt sé talið, auk þess sem langstærstur hluti eignamyndunar sé í fasteignum. Spáð 30% verðlækkun Niðurstaða af athugun blaðsins er að hækkun fasteignaverðs að undanförnu hafi öll einkenni bólu sem muni springa í nokkrum löndum, eink- um Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Hollandi og Spáni. Er því spáð að á næsta ári eða svo muni þessi bóla springa með þeim afleið- ingum að raunverð fasteigna í Bandaríkjunum lækki um 15–20% og lækkunin muni nema 30% eða meira annars staðar á nokkrum næstu árum. Það sé í stíl við það sem gerst hafi þegar fyrri fasteignabólur hafi sprungið, en nú sé þess að vænta að nafnverð eigna lækki meira en áður þar sem verðbólga sé svo lág. Nafnverð eigna í Bretlandi muni að líkindum lækka um 20–25% á næstu árum og lækkunin á eignum í London verði mun meiri. Afleiðingarnar verði þær að verðgildi húsa verulegs fjölda húseigenda verði minni en nemi áhvílandi veðlánum, einkum þar sem hlutfall eigna þar sem meira en 80% af verð- mæti hvíli á eigninni sé mun hærra nú en áður. Segir blaðið að þegar séu merki um verðlækk- anir í nokkrum borgum, eins og London, New York og Amsterdam og nefnt er dæmi af fólki sem keypti eign á 150 millj. kr. í San Francisco árið 2000. Það seldi eignina vegna skilnaðar tveimur árum seinna og fékk þá ekki nema 100 milljónir kr. fyrir hana. Bóla sem springur?                                          ! "      ! #$  %           ! !           !" #  $% "#$ %# "      !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.