Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 15 w w w .ic el an da ir .is gerðir eru á fyrrihluta hvers árs. Fermetraverð í tveggja herbergja íbúð 136 þúsund krónur Þegar þetta er skoðað nánar kem- ur í ljós að staðgreitt fermetraverð fyrir tveggja herbergja íbúð var tæpar 80 þúsund krónur á fyrrihluta árs 1997, fyrir sex árum. Fermetra- verð í tveggja herbergja íbúð í dag er hins vegar 136 þúsund kr. eða 56 þúsund kr. hærra en það var fyrir sex árum. Fermetraverð fer lækkandi eftir því sem eignirnar stækka, en verð- hækkunin er engu að síður sambæri- leg. Þannig kostaði fermetrinn í þriggja herbergja íbúð rúmar 75 þús. kr. 1997 en rúm 126 þús. á fyrri hluta árs í ár eða um 50 þúsund kr. meira. Fermetrinn í fjögurra her- bergja íbúðum hækkaði úr 70 þús- und kr. í 118 þúsund kr. á sama tíma og í fimm herbergja íbúðum úr 64 þúsund kr. í 110 þúsund kr. Fer- metraverð í fjölbýlishúsum hefur á þessu tímabili hækkað að meðaltali úr 73 þúsund kr. í tæpar 124 þúsund kr., eða um 70% eins og fyrr sagði. Þegar sérbýlið er hins vegar skoð- að sérstaklega kemur í ljós að sér- býli 150–210 fermetrar að stærð hef- ur hækkað um 82% á tímabilinu. Fermetraverðið hefur hækkað úr 64 þúsund kr. í tæplega 117 þúsund kr., eða um 53 þúsund kr. Stærra sérbýli 270–370 fermetrar að stærð hefur hins vegar hækkað mun minna eða um 64% á þessu tímabili, úr 52 þús- und kr. á fermetra í 86 þúsund kr. á fyrrihluta ársins í ár. Mælingar Hagstofu Íslands á verðþróun á húsnæði á ofangreindu tímabili eru mjög í sama anda og ofangreindar tölur bera með sér. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hefur hækkað um rúm 65% frá því í marsmánuði 1997 eða ívið minna en ofangreindar tölur bera með sér, en þess ber að gæta að þar er húsnæð- isverð á öllu landinu undir. Tvöfalt fleiri kaupsamningar Verðþróun undanfarinna ára má greinilega merkja í auknum umsvif- um á fasteignamarkaði, hvort sem litið er til fjárhæðar eða fjölda þeirra kaupsamninga um íbúðarhúsnæði sem gerðir eru árlega. Þannig eru nálega tvöfalt fleiri kaupsamningar gerðir að meðaltali árin 1998–2000 en á árunum 1990–1995 þegar við- varandi sölutregða var á markaðn- um. Á þessu árabili voru fæstir kaupsamningar gerðir árið 1993, eða 5.277, en flestir voru þeir 1999, eða 11.572 talsins. Vegna verðhækkunar á húsnæði hefur veltan aukist enn meira. Hún hefur meira en þre- faldast frá árinu 1990 þegar hún nam tæpum 34 milljörðum króna, en veltan í fasteignaviðskiptum á árinu 2001 var tæpir 114 milljarðar króna. enn Morgunblaðið/Arnaldur Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum Landlæknisembættið gengst fyrir almennum borg- arafundi í Vetrargarðinum í Smára- lind á morgun, mánudaginn 16. júní kl. 17.17. Til fundarins er boðað til að kynna fræðslu- og forvarnaverk- efnið Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum, sem er samstarfsverk- efni á vegum Landlæknisembætt- isins. Það nýtur stuðnings op- inberrra aðila og fyrirtækja, m.a.: VÍS, Símans, Kaupþings Bún- aðarbanka og SPRON. Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir setur fundinn en síðan flytur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ávarp. Einar Már Guðmundssson rithöfundar verður með upplestur. Erindi halda: Ellý A. Þorsteins- dóttir, framkvæmdastjóri ráðgjaf- arsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík, og Högni Óskarsson geð- læknir. Fundarstjóri verður Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á geðdeild LSH, og mun hann einnig flytja lokaorð. Í fundarlok, kl. 18, fer fram uppboð á fornbíl, Mercedes Benz af árgerð 1958, sem VÍS, aðalstyrktaraðili verkefnisins, stendur fyrir. Mun andvirði bílsins renna óskipt til verkefnisins. Með verkefninu Þjóð gegn þung- lyndi verður sjónum beint að þung- lyndi, sem er stærsti áhættuþáttur sjálfsvíga, í því skyni að reyna að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstil- raunum eins og kostur er. Verður það gert með margvíslegu upplýs- inga- og kynningarstarfi um allt land á næstu árum, s.s með útgáfu vegg- spjalda og bæklinga sem beint verð- ur til almennings og fagfólks. Samtökin Styrkur úr hlekkjum til frelsis, sem eru samtök þolenda heimilisofbeldis og aðstandenda þeirra halda aðalfund á morgun, mánudaginn 16. júní, kl. 21 í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7, Reykja- vík. Fyrirlestur hjá Íslenska stærð- fræðafélaginu verður haldinn á morgun, mánudaginn 16. júní, kl. 16.15, í stofu V157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda Háskólans, (VR-II). Sigurður Helgason, pró- fessor í stærðfræði við MIT háskól- ann í Boston, flytur erindi sem hann nefnir: Óevklíðsk greining. Hann lýsir erindinu svo: Hið óevklíðska plan Bolyais og Lobatschevskys leysti hið 2000 ára gamla vandamál Evklíðs að samsíðufrumsendan er ekki afleiðing hinna. Síðan hefur þetta plan haft grundvallarþýðingu í diffurrúmfræði og Lie-grúpufræð- um. Í erindinu verður lýst sérstakri Fourier-greiningu í þessu plani og ýmsum nýjum setningum, bæði í óevklíðskri Fourier-greiningu og um Radon-vörpunina. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.