Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ÍKLEGT er að innan áratugar muni þekk- ing á stofnfrumum nýtast beint við próf- anir á nýjum lyfjum og til að auka skiln- ing á því hvernig unnt er að stýra stofnfrumum á þann hátt að þær sér- hæfi sig í ákveðnar áttir. Þegar hefur tekist að láta þær mynda blóðmynd- andi frumur og taugafrumur. Þótt slík stýring takist er sú hætta fyrir hendi að ónæmiskerfi líkamans hafni stofnfrumum sem ræktaðar hafa ver- ið utan hans. Þar að auki eiga fóst- urstofnfrumur það til að mynda æxli, þegar þeim er komið fyrir í líkaman- um. Ekkert er unnið með því að græða stofnfrumur í briskirtil til að lækna sykursýki ef líkur eru á að sjúklingurinn fái krabbamein í bris eða annan sjúkdóm miklu alvarlegri en sykursýkina. Þetta kom m.a. fram í máli James Thomson, prófessors við Wisconsin- háskóla og upphafsmanns að einangr- un og ræktun ósérhæfðra fósturstofn- frumna. Thomson einangraði fóstur- stofnfrumur úr mannöpum árið 1995 og úr mönnum árið 1998 og sýndi fyrstur fram á fjölþætta eiginleika þeirra til sérhæfingar. Thompson flutti fyrirlestur í Há- skóla Íslands sl. þriðjudag, þar sem hann lýsti tækninni að baki stofn- frumurannsóknum. Fósturstofn- frumur eru fyrirrennarar allra ann- arra frumna í líkamanum. Eftir fyrstu frumuskiptingar hjá spendýrum, þeg- ar egg hefur frjóvgast, eru frumur fósturvísisins enn allar jafngildar. Þær halda svo áfram að skipta sér og lenda þá sumar á yfirborði fósturvís- isins en aðrar inni í honum. Fylgjan verður til úr ytri frumum en fóstrið sjálft úr innri frumunum. Frumurnar, sem í upphafi voru allar alhæfar, breytast og verða sérhæfðar. Sumar verða taugafrumur, aðrar að beini, vöðvum, húð, blóði og svo framvegis. Í fullorðnum einstaklingum er einnig að finna stofnfrumur, t.d. í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið einangraðar og notaðar í læknisfræðilegum tilgangi í áraraðir til endurnýjunar á blóðfrumum sjúk- linga. Hins vegar hafa menn ekki talið að stofnfrumur væri að finna í ýmsum mikilvægum líffærum fullorðinna ein- staklinga og því nái líffæri t.d. ekki að endurnýjast, verði þau fyrir skemmd- um. Í nýjum rannsóknum hafa þó stofnfrumur fundist í æ fleiri fullvaxta líffærum, til dæmis eru sterkar vís- bendingar um þær í lifur og í íslensk- um rannsóknum hafa frumur með stofnfrumueiginleika fundist í brjóstkirtli. Hingað til hefur reynst erfitt að rækta stofnfrumur úr full- orðnum einstaklingum. Fósturstofnfrumur, sem bera í sér hæfileikann til að verða hvaða fruma sem er þegar fram líða stundir, eru heillandi viðfangsefni vísindanna. Vís- indamenn láta sig dreyma um að ná slíkum tökum á frumunum, að þeir geti t.d. látið þær taka á sig mynd taugafrumu og koma í stað skaddaðra taugafrumna í einstaklingum, t.d. þeim sem þjást af Parkinsons-veiki. Annað dæmi má taka af hjartavef. Engar stofnfrumur er að finna í full- orðnu hjarta. Verði það fyrir skemmdum nær vefurinn ekki að endurnýjast. Vonir standa hins vegar til að hægt verði að stýra fósturstofn- frumu á þann veg, að hún myndi hjartavef og „geri við“ skemmda hjartavefinn. Thomson sýndi meðal annars myndband af stofnfrumum sem tekið hafa á sig mynd hjarta- frumna og sást greinilegur og reglu- bundinn samdráttur frumnanna á myndbandinu. Það var „hjartsláttur“ í frumunum. Enn er hins vegar sá vandi óleystur, hvernig á að nýta frumurnar til að gera við hjartavef. Thomson lagði áherslu á, að á næstunni myndu stofnfrumurann- sóknir einna helst nýtast í lyfjaiðnaði. Hægt væri að rækta ákveðnar frum- ur og kanna viðbrögð þeirra við lyfj- um. Þannig mætti stytta verulega þann tíma sem fer í lyfjarannsóknir á dýrum og mönnum, fyrir utan þann augljósa kost að hægt væri að forðast frekari prófanir ef frumurnar bregð- ast illa við. Á þennan hátt væri hægt að prófa mörg hundruð þúsund efna- sambönd á miklu skemmri tíma en nú er unnt. Stofnfrumurannsóknir veita líka nýja innsýn í þróun mannveru. Með því að rannsaka myndun fyrstu frumnanna er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir eða lagfæra fæðing- argalla, meðhöndla ófrjósemi og koma í veg fyrir fósturlát. James Thomson fjallaði lítillega um þau siðferðilegu álitamál sem komið hafa upp í tengslum við rannsóknir á fósturstofnfrumum. Honum kemur greinilega spánskt fyrir sjónir að sumir telji æskilegra að eyða fóstur- vísum, sem verða til við glasafrjóvgun en ekki reynist þörf fyrir, í stað þess að nýta þá til góðs, í baráttunni gegn illvígum sjúkdómum. Tvær rannsóknir hér Hér á landi er ekki unnið með stofnfrumur úr fósturvísum. Sam- kvæmt lögum um tæknifrjóvganir eru hvers konar rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum óheimilar, fyrir utan þær rannsóknir sem eru liður í glasafrjóvgunarmeðferð, er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, miða að fram- förum í meðferð vegna ófrjósemi eða eru ætlaðar til aukins skilnings á or- sökum meðfæddra sjúkdóma og fóst- urláta. Lögin banna ræktun eða fram- leiðslu fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og ræktun fósturvísa lengur en í 14 daga utan líkamans. Íslenskir vísindamenn vinna hins vegar að rannsóknum á fullorðnum stofnfrumum. Tvær slíkar rannsóknir eru nú í gangi. Þórarinn Guðjónsson, líffræðingur á rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins, rannsakar stofnfrumur í brjóstum og brjósta- krabbameini og Kristbjörn Orri Guð- mundsson, líffræðingur hjá Blóð- bankanum, rannsakar þroskun blóðmyndandi stofnfrumna. „Blóðmyndandi stofnfrumur, sem eiga sér aðallega aðsetur í beinmerg, eru móðurfrumur allra blóðfrumna. Þær geta því myndað rauð blóðkorn, allar gerðir hvítfrumna og mega- karýócýta, sem eru forverar blóð- flagna. Þær geta einnig endurmyndað sjálfar sig sem er aðaleiginleiki stofn- frumna,“ segir Kristbjörn Orri Guð- mundsson. „Blóðmyndandi stofn- frumur hafa verið notaðar í læknisfræðilegum tilgangi í yfir 30 ár í formi beinmergsígræðslna þótt nú sé frekar talað um stofnfrumu- ígræðslur. Stofnfrumumeðferð er því síður en svo ný af nálinni. Hér er þó um að ræða svokallaðar fullorðins- stofnfrumur en ekki fósturstofnfrum- ur sem mikil umræða hefur verið um undanfarin 4–5 ár.“ Ein af þeim spurningum sem vís- indamenn í stofnfrumugeiranum hafa verið að leita svara við undanfarin ár er hvaða ytri og innri þættir ráða því í Stofnfrumurannsók Morgunblaðið/Arnaldur James Thomson telur að innan áratugar muni þekking á stofnfrumum nýtast beint við prófanir á nýjum lyfjum. Vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur dreymir um að geta stýrt frumunum til sér- hæfingar. Ragnhildur Sverrisdóttir hlýddi á fyrir- lestur eins fremsta vísinda- manns heims á þessu sviði og kannaði hvaða stofn- frumurannsóknir fara fram hér á landi. LJÓST er að stofnfrumur fósturvísa eru áhugaverðastar frá sjónarhóli læknavísindanna, en siðferðilegt rétt- mæti slíkra rannsókna er mjög um- deilt. Þar er tekist á um mismunandi afstöðu til þess hvenær líf hefjist og hver sé helgi þess. Í desember sl. skýrði Morgunblaðið frá niðurstöðum könnunar tveggja háskólamanna á viðhorfum þriggja stétta til notkunar á stofnfrumum úr fósturvísum í bar- áttunni við sjúkdóma. Þeir Trausti Óskarsson og Flóki Guðmundsson, nemar í læknisfræði og heimspeki, lögðu spurningar fyrir lækna, lög- fræðinga og presta og kom í ljós að viðhorf manna hér á landi eru al- mennt séð heldur frjálslyndari en víða annars staðar. Lögfræðingar reyndust frjálslyndastir, þá læknar en síðan prestar, en meðal þeirra var að finna marga sem telja fósturvísa minnstu einingu mannlífsins. Í grein í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins lýsa þeir Trausti og Flóki nánar ólíkum viðhorfum manna til notkunar stofnfrumna úr fóstur- vísum. „Andstæða póla skipa annars vegar þeir sem aðhyllast persónu- viðhorfið og sjá engan meinbug á fósturvísarannsóknum, og hins vegar þeir sem eru talsmenn lífverndunar og eru í sinni ströngustu mynd með öllu mótfallnir slíkum rannsóknum. Þriðja hópinn skipa svo þeir sem taka hófsamari afstöðu til siðferðisstöðu fósturvísa og fóstra en geta verið ýmist með eða á móti því að fóst- urvísar séu notaðir sem uppspretta stofnfrumna, þó af öðrum ástæðum en fyrrnefndu hóparnir. Þann hóp er við hæfi að kalla sérstöðusinna,“ segja þeir Trausti og Flóki í grein sinni. Þeir útskýra persónuviðhorfið svo, að samkvæmt því þurfi meira en þá staðreynd eina að lífvera tilheyri teg- undinni homo sapiens, til þess að hún njóti þeirra siðferðilegu réttinda sem við eignum venjulega manneskjum. Til að hljóta slík réttindi þurfi lífveran að vera persóna. Til grundvallar skil- greiningum á persónuhugtakinu sé einhvers konar sjálfsvitund, en fóst- urvísar uppfylli ekki það skilyrði. Þá nefna þeir einnig, að fram að fjór- tánda degi geti fósturvísirinn enn skipt sér og þannig orðið að fleiri en einum (eineggja fjölburar) og því skjóti skökku við að líta á hann sem einstaka og helga veru. Fósturvísir njóti ekki siðferðisréttar umfram aðra frumuklasa og því megi nota hann sem tæki í þágu þeirra sem eru per- sónur. Lífverndunarsinnar líta á fóstur- vísa sem smæsta form manneskju sem nýtur þar með fullra réttinda sem slík, þar með talinn óskoraður réttur til lífs. „Lífverndunarsinnar horfa þó ekki framhjá þeirri stað- reynd að fósturvísirinn hefur lítil auð- kenni manns á fyrstu stigum þroska síns en vekja athygli á að þroskaferill þeirrar mannveru sem fóstrið verður síðar sé samfelldur allt frá getnaði og því í vissum skilningi um sama ein- stakling að ræða. Þar af leiðir að fóst- urvísirinn á skýlausan rétt á fullri vernd án tillits til þess hverjum til- gangi hann getur þjónað fyrir aðra (sbr. yfirlýsingu frá Páfagarði 25. ágúst 2000). Þeirri ályktun að ein- faldlega sé verið að stýra fósturvís- inum en ekki eyða, vísa lífvernd- unarsinnar á bug með þeirri röksemd að inngrip af slíku tagi meini fóstur- vísinum að verða að náttúrulegri heild allra þeirra frumna sem hann hefur möguleika til og því sé ekki „bara verið að stýra“ honum í aðra og sérhæfðari átt heldur gjörbreyta hlutverki hans. Síst minnkar svo óréttmætið ef sýnt er að fósturvís- irinn getur orðið að tveimur eða fleiri einstaklingum í stað eins.“ Þeir sem aðhyllast sérstöðu- viðhorf eru ekki eins afgerandi í af- stöðu sinni og þeir sem aðhyllast per- sónuviðhorf eða lífverndunarviðhorf. Trausti og Flóki segja að innan þessa hóps sé sundurleitni og ágreiningur um hversu langt megi ganga. „Miðju- hópurinn er þó skipaður einstak- lingum sem eiga sameiginlega þá af- stöðu til fósturvísisins að þrátt fyrir að vera ekki meira en frumumassi þá hafi hann í krafti möguleikans til að verða að mannveru siðferðilegt vægi umfram önnur slík form, þó ekki til jafns við fullþroskaðan einstakling. „Sérstöðusinnar vilja gjarnan meta hvert tilvik fyrir sig í stað þess að setja blákalt bann eða gefa algjört frelsi til stofnfrumutöku úr fóstur- vísum. Þó er að finna innan hópsins þá sem taka afgerandi afstöðu á móti því að fósturvísar séu notaðir sem uppspretta stofnfrumna.“ Í greininni segja þeir Trausti og Flóki að margir hræðist að með auknu frjálsræði verði helgi mannlífs- ins skoðuð með meiri léttúð en áður. Verið sé að meðhöndla grunnefnivið mannsins á þann hátt að það sé ógn- un við mannlega reisn og þannig sé virðingu fyrir mannlífi stefnt í voða. Ólíkt persónusinnum sé umræða sérstöðusinna oftast einskorðuð við lífshættulega og/eða erfiða sjúkdóma sem engin önnur lækning hafi fundist við. Framför vísindanna og siðferðileg álitamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.