Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAR SEM ég sit á kaffiteríustúdentanna hér í Háskól-anum í Mílanó-Bicoccavelti ég því fyrir mér hvortþeir séu hamingjusamir. Hvort stig huglægrar vellíðunar (subjective well-being) þeirra sé við- unandi og hvort þeir hafi verið upp- lýstir um muninn á neysluvarningi (consumption goods) og „samskipta- varningi“ (interaction goods). En þetta eru aðeins nokkur þeirra hug- taka sem hafa skotið upp kollinum á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er hér í skólanum um þversögn ham- ingjunnar í hagfræðilegum skilningi. Hér eru samankomnir 200 manns til að ræða þversögnina. Margir þeirra þekktir fræðimenn í sínu fagi. Þeirra á meðal Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2002 sálfræðingurinn Daniel Khaneman. Einnig prófessor Richard Easterlin sólbrúnn frá Há- skóla Suður-Kaliforníu, Lord Rich- ard Layard frá London School of Economics, Ruut Veenhoven pró- fessor í hamingjufræðum frá Hol- landi og margir fleiri fræðimenn slig- aðir af þekkingu. Þversögnin sem um ræðir er sú að þrátt fyrir nokkuð stöðugan vöxt á vergri þjóðarfram- leiðslu í hinum vestræna heimi eftir iðnbyltinguna hefur hamingja eða huglæg vellíðan ekki fylgt. Erum við að fara villur vega í vellíðunar- og hamingjuviðleitni okkar? Hefði Adam Smith ekki skrifað um ham- ingju þjóðanna frekar en auðlegð ef hann væri uppi í dag? Hvernig stend- ur á því að ánægja okkar og full- nægja með lífið eykst ekki í sama hlutfalli og þjóðarauður? Hvað er að þegar ekkert er að, en samt er ekki allt í lagi? Veðrið í Mílanó er gott, sólskin og hitinn um 20ºC. Það er ekki hægt annað en að vera hamingjusamur í svona veðri, eða hvað? Eru allar mín- ar þarfir uppfylltar? Einhverjar langanir e.t.v. kraumandi undir sakir ögrandi markaðsafla? Líður mér ekki vel? Jú, hér er gott að vera, ég tala nú ekki um í kringum allt þetta fræði- fólk sem hefur kafað svo djúpt niður í hafsjó lífsins fræða, og í dag er ham- ingjan á dagskrá. Ráðstefnuna opn- aði Luagi Pasinatti sem er „öldungur economus“. Hann kom aðeins of seint í þetta ítalska hringleikahús sem sal- arkynnin eru. Byrjaði á að kynna að höfuð Evrópusambandsins, Romanio Prodi, kæmist ekki en skilaði „ham- ingju“óskum frá honum. Pasinatti velti þversögninni um hamingjuna út frá sjónarhorni sögunnar og varð honum tíðrætt um Adam Smith og hversu mikið Smith hefði einblínt á efnisleg gæði en tvinnaði inn í það þann innkomuþröskuld sem virtist vera til staðar í hagfræðum hamingj- unnar. Þröskuldurinn er sá að eftir að ákveðinni velmegun er náð flest hamingjukúrfan út á meðan þjóðar- framleiðslan eykst áfram. Richard Easterlin útskýrði þröskuldinn enn betur um leið og hann með sínum vesturstrandarhreim kafaði með áheyrendur enn dýpra (misdjúpt þó) í skilgreiningar og mælingar á ham- ingju. Easterlin gerði þó ekki nógu vel grein fyrir muninum á vellíðan og hamingju. Hann blandaði saman fræðileitum sálfræðinnar, félags- fræðinnar og hagfræðinnar listavel er hann útskýrði hvernig sálfræðin nálgaðist hamingjuna með svokall- aðri „set point“ aðferð. Með „set point“-aðferð átti hann við að hver einstaklingur hefði sinn eigin „hamingju“þröskuld og því væri í eðli sínu óraunhæft að nálgast velferð allra út frá staðlaðri almennri stefnu- mótun. Easterlin dró þó skýra línu milli hlutlægrar nálgunar hagfræð- innar og huglægrar nálgunar sál- fræðinnar. Því næst dró hann skýr tengsl milli heilsufars og hamingju. Með auknum heilsufarsvandræðum minnkar hug- læg vellíðan og öfugt. Huglæg vellíð- an minnkar einnig eftir fráfall maka en eykst við hjónaband. Kannski ekki nýr sannleikur, en það sem athygl- isverðara var að samkvæmt rann- sóknum Easterlins virðast hjóna- bönd hafa bein áhrif á huglæga vellíðan heildarinnar, eða þjóða. Þannig fullyrti hann að því fleiri hjónabönd í þjóðfélagi því meiri al- menna vellíðan allra í því þjóðfélagi. Hann talaði ekki um áhrif skilnaða á hamingju. Menntað fólk er ham- ingjusamara en minna menntað fólk. Fylgni hjónabanda og heilsu við hamingjuna er þó ekki alveg fullkom- in vegna ólíkra þröskulda fólks, sem má einfaldlega skýra út með ólíkum væntingum fólks. Nýjar væntingar vakna þegar þeim „gömlu“ hefur ver- ið fullnægt. Þetta á þá helst við um efnislegar væntingar. Þó er það svo að hallatala rauntekna er sú sama og hallatala þeirra tekna sem „þú þarft til að komast af“, samkvæmt rann- sóknum Easterlins. Með öðrum orð- um það sem við þénum er rétt aðeins nóg til að framfleyta okkur. (mynd 1.2.) (byggð á gögnum frá USA.) Eftir að Easterlin hafði skýrt nið- urstöður sínar varðandi hamingju, væntingar og þætti sem hafa áhrif á hvorttveggja lagði hann drög að bættri kenningu um innkomu og hamingju. Hvorki aðlögun að sæld- arlífi né félagslegur samanburður meðal manna er jafn í öllum þeim deildum sem hafa áhrif á hamingju. Menn áætla að þættir í ákveðnum deildum hafi frekari áhrif á vellíðan og hamingju en aðrir og áætla að væntingar þeirra séu fasti vegna ákveðinna fyrirmynda sældarlífs og félagslegs samanburðar. „Og að þessu gefnu,“ hélt Easterlin áfram, fórnar mannfólkið oft þeim þáttum sem í raun gerir það hamingjusam- ara fyrir deildir sem vega ekki eins þungt á vogarskálum. Heilsu og fjöl- skyldu er fórnað fyrir neyslu á efnis- varningi þegar áherslan ætti frekar að vera á heilsu og fjölskyldu. Því er vekefni stjórnvalda að mati Prófess- ors Easterlins að móta hegðun og forgang fólks svo hámarka megi hamingju. Af þessu skyldi öll stefnu- mörkun ríkisvaldsins mótast. Þetta var hans skýring á þversögninni, þ.e. að ekki væri marktækt samband milli tekna og hamingju (sjá mynd 1.1.) (byggð á gögnum frá USA). Á eftir Easterlin steig prófessor Daniel Kahneman frá Princeton og handhafi Nóbelsverðlaunanna í hag- fræði á stokk og talaði um nytsemi (utility) og muninn á völdu notagildi byggðu á vali og reyndu notagildi, byggðu á sældarhyggju. Kahneman er orðinn gamall og erfitt var að skilja það sem hann sagði auk þess sem kenningar hans voru of hag- fræðilegar í alfa og sigma fyrir mitt einfalda höfuðtau. En Kahneman fékk Nóbelsverðlaunin einmitt fyrir að samhæfa rannsóknir sínar í sál- fræði við hagfræði. Annar dagur ráðstefnunnar hófst á erindi dr. Andrews Oswalds frá Warrick-háskóla í Englandi. Honum til aðstoðar var Lord Layard. Erind- ið fjallaði um ójöfnuð og hamingju. Dr. Oswald varð tíðrætt um afstæði hamingjunnar í ójöfnu samfélagi. Það hvernig þáttum sem hafa veru- leg áhrif á vellíðan og ójöfnuð svo sem heilsu og tilfinningasamböndum væri fórnað fyrir efnislega hluti. At- hyglisvert að hlusta á Lord Layard ræða á sömu nótum hvað fólk fórnaði miklu fyrir ríkidæmi en þrátt fyrir að þjóðfélög yrðu almennt ríkari yrðu þau ekki hamingjusamari. Hann sýndi fram á að traust í samfélögum hefði minnkað og það hefði neikvæð áhrif á hamingju. Einnig væri skýr- inga á þversögninni að leita í tálsýn einstaklinga í sínum samanburði við aðra og hvernig sá samanburður ýtti undir efnislegt kapphlaup. Hann tók dæmi af rannsókn sem sýndi að fólk vildi frekar fá 5 milljónir á ári, ef allir aðrir fengju 2,5 milljónir, heldur en að fá 10 milljónir ef aðrir fengju 20 milljónir. Þeir félagar enduðu svo á því að ræða velferðarþjóðfélagið (3 gerðir samkvæmt Esping Andersen) og hvernig hagfræðin gæti tekist á við tálmyndir hamingunnar. Þar bar skattamál og jaðarskatta hæst ásamt því umdeilda fyrirbrigði samneyslu í „samfélögum“ einstaklinga. Ég hvarf um stund í huganum aftur til kenn- ingar um að allt sem maðurinn gerði, gerði hann fyrir sjálfan sig og að eng- in óskilyrt ást væri til nema sjálfs- elskan og ást á eigin afkvæmum. Var þetta hin breyska dauðasynd sem æ erfiðara var að eiga við. En þá skaut Kant upp kollinum og sagði mér að á endanum værum við öll á sama báti. Næsti dagur ráðstefnunnar hófst á verslunar- og athugunarferð um mið- &' ! "   &'!   ()    *+, &()# *   +   # ,+   +  -   . / %" 0(  1   /   . 2  3  4 & ) 5 )  # 6)#  7 #3   8)  6,.9 :'   6)# :;   <% 4(  .,=>   6?" @  -   ,  % 4   A  8 0  -  ?? '3    &B ) 8)(2 C  .   D) * #E :E#  4  )+ ) 6,8) A>3 63"  F  A,F   (  F   6#3)$ D G H   -   F  8      5 ?  .I I  A( I -  6# -   C,=>   &' !               I 9 3G %  3I  C/   & '(  ( )  *  ( &' ! -  &  )    .,,                + ,  -., /.0 12  , 3 +4'/.0  C   J  K                    C   %  3I H  3I" L(  M     &  Hagfræði hamingjunnar Hvert er samband hamingju og efna? Er velmegun dragbítur á hamingju? Héðinn Unnsteinsson sótti ráðstefnu um hagfræði hamingjunnar í Mílanó og komst að því að þjóðarframleiðslan getur aukist án þess að hamingjan fylgi með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.