Morgunblaðið - 15.06.2003, Side 19

Morgunblaðið - 15.06.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 19 w w w .ic el an da ir .is borg Mílanó. Stórbrotin borg með þessa stórbrotnu Dómkirkju í hjarta sínu. Ég fann nú samt fljótlega Bueno Aresstræti og Napóleónströð, en þar blöstu við margar ásjálegustu klæðabúða heimsins. Þarna hlaut hamingjan að búa, eða allavega for- skrift að henni. Ég sogaði í mig and- rúmsloftið, götusalana, marmarann, flísarnar, fágaðar en alvarlegar af- greiðsludömurnar og leit á verðmiða með þriggja stafa tölum. Þetta var lífið. Þversögnin varð svo fullkomnuð er ég fjárfesti í nýrri flík og leið strax betur. Að sjálfsögðu gekk ég beint til aflausnar í Dómkirkjuna. Fór í gegn- um vopnaleit áður en ég hitti Guð og játaði efnissyndir mínar og hégóma. Er ég sneri aftur á ráðstefnuna, aftur komin í jafnvægi, var Ruut Veenhoven, prófessor í hamingju- félagsfræðum, kominn í ræðustólinn. Veenhoven hafði aðra hamingjunálg- un enda félagsfræðingur. Veenhoven benti í upphafi á að fólk væri ham- ingjusamt þrátt fyrir félagsleg og einstaklingsbundin vandræði. Ham- ingjan væri byggð á virkum þörfum en ekki ákveðinni hugsjón og virkar þarfir þróuðust áfram þrátt fyrir erf- iðleika og vandræði. M.ö.o.: hamingj- unni er ekki paradís nauðsynleg. Hamingjan gengur hvorki í erfðir né er afstæð. Tálsýn hamingju þver- sagnarinnar liggur innra með okkur. Í því hvernig við upplifum og tök- umst á við vandamál og í okkar eigin kenningu og skoðun á hamingjunni. Veenhoven er einn þeirra sem hef- ur helgað líf sitt rannsóknum á ham- ingjunni og birti hann allmargar skyggnur af samanburði meðal þjóða heims og kom þar fram að Íslend- ingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi, eins og mynd 1.3. ber með sér. Veenhoven líkt og Lord Layard varð tíðrætt um hlutdeild og samnýtingu meðal manna og líkt og Richard Easterlin mæltu þeir með nýrri nálg- un að hamingjusamari þjóðfélögum. Erfðabreyttur kapítalismi var eitt- hvað sem þyrfti að fara saman við endurhugsaða hagfræði ef hamingj- an ætti að fylgja þjóðarhagvexti. Eftir frábæra og nautnasama sjö rétta kvöldmáltíð í ítölsku hringleika- húsi vaknaði sunnudagurinn. Síðasti dagur þversagna hamingjunnar í hagfræði í Mílanó. Þá þrjá daga sem ráðstefnan stóð höfðu samhliða aðal- réttum hennar verið um 25 málstofur þar sem minni spámenn kynntu sínar pælingar og pappíra. Í dag langaði mig bara að hlusta á prófessor Stef- ano Zamagni sem flutti síðasta fram- söguerindi ráðstefnunnar sem hann kallaði: „Hið ómögulega hjónaband einstaklingshyggjunnar og hamingj- unnar“. Professor Zamagi undir- strikaði að mikilvægt væri að taka manneskjuna fram yfir einstakling- inn í allri nálgun að hamingjunni. Samfélögum yrði að skiljast það að samnýting sprytti út frá samúð hverrar manneskju og samfélagið sjálft væri spegill manneskjunar. Þar af leiðandi væri öllum til heilla að samnýtingu væri gert hærra undir höfði, ekki bara vegna bætts sam- félags heldur einnig vegna þess að hamingja manneskjunnar er sprottin úr samskiptum og tengslum við aðrar manneskjur. Því væri það algerlega nauðsynlegt að pláss fyrir fórnfýsi fyndist innan hagfræðinnar. Opna þyrfti hagfræðina fyrir lögmáli gjafa, því að í gjöf lægi verðmæti tengsla. „Ánægja verður virkileg ánægja ef aðrir taka þátt í henni líka“. Á þess- um orðum lauk þessari ráðstefnu um þversagnir hamingjunnar í hagfræði í Mílanó. Slóðir og frekari upplýsingar 1) Heimasíða Professors Ruut Veenhoven og hamingjugagnagrunnurinn. http://www.eur.nl/fsw/research/veenhoven/ 2) Grein í Guardian um fyrirlestra Lord Rich- ar Layard um hamingjuna http://www.guardian.co.uk/leaders/ story/0,3604,908202,00.html 3) Heimasíða ráðstefnunnar http://dipeco.economia.unimib.it/happiness/ 4) Fyrirlestrar Lord Layards um þversagnir hamingjunnar í hagfræði http://cep.lse.ac.uk/about/news/ 5) Grein í Independent um Lord Layard http://argument.independent.co.uk/com- mentators/story.jsp?story=385107 6) Frey, B og Stutzer, A (2002). Happiness and Economics. Princeton: Princton University Press. 7) De Botton, A. (2000). The consolations of philosophy. London: Penguin Books. Höfundur stundar nám við háskólann í Bath. UM hvítasunnuna fór hið árlega sjó- stangaveiðimót Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja, Sjóve, fram í Vest- mannaeyjum. Nokkur bræla var báða keppnisdagana sem voru laug- ardagur og sunnudagur. Keppt var á ellefu bátum. Lagt var í’ann kl. 6 báða morgnana og komið að landi kl. 14. Ágætis afli var þrátt fyrir velting og gladdi það þátttakendur sem eru þó ýmsu vanir frá fyrri mót- um í Eyjum. Aflahæsti einstakling- urinn var Jóhann Halldórsson frá Sjóve með 559 kg, þá Sverrir S. Ólafsson með 510 kg og þriðji Ólafur Bjarnason með 488 kg, en þeir voru frá Sjósigló. Sonja Guðlaugsdóttir frá Sjósnæ dró mest að landi af kon- unum eða 329 kg, Guðrún Snæ- björnsdóttir, Sjóve, landaði 329 kg og Svala Júlía Ólafsdóttir, Sjósigló, dró 300 kg. Aflahæstu sveitirnar voru sveit Sverris Ólafssonar sem dró að landi 1.256 kg og sveit Jó- hanns Haldórssonar með 1.144 kg. Aflahæsta kvennasveitin var sveit Sonju Guðlaugsdóttur með 533 kg. Á lokahófi mótsins fóru fram verðlaunaafhendingar fyrir bestan árangur o.fl. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðrún Snæbjörnsdóttir: Takk fyr- ir að bíta á hjá mér. Ágæt veiði þrátt fyrir brælu Keppt var á ellefu bátum á sjóstanga- veiðimóti Sjóve í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.