Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ÞEGAR forseti Ís-lands, Ólafur RagnarGrímsson, hefir gengiðí hjónaband öðru sinniog leitt til hjónasæng- ur, og gert að forsetafrú, konu af ættkvísl gyðinga er ástæða til þess að hyggja að afstöðu íslenskra stjórnvalda til annarra kynþátta en norrænna. Í nýlegri úttekt Vals Ingimundarsonar sagnfræðings kemur fram að þeir Bandaríkja- menn sem ráða miklu um utanríkis- stefnu Íslendinga fá tæpast dulið andúð sína á gyðingum. Valur nefnir í skýrslu, er hann birti í Morgun- blaðinu, að þar komi fram ákveðin andúð á blökkumönnum (lituðum, eins og hann kýs að kalla blökku- menn) og gyðingum. Svo vel vill til að núverandi sendi- herra Bandaríkjanna er hörunds- dökkur. Sé hugað að umræðum á Alþingi verður ljóst að þar gerist einstæður atburður þegar meirihluti þáver- andi Alþingis árið 1853 vísar á bug boðskap Friðriks konungs 7. um jafnrétti gyðinga við aðra þegna á Íslandi. Sagnfræðingar Háskóla Ís- lands og lögspekingar ættu að fást til þess fyrir góð orð og betalingu að segja álit sitt á þessari staðhæfingu. Er ekki kominn tími til þess eftir þögn hálfrar annarrar aldar? „Ísjárvert“ að gefa gyðingum réttindi Sé hugað að alþingistíðindum kemur fram að árið 1853 sendir Friðrik konungur sjöundi konung- lega tilskipun til Alþingis. Snarpar umræður verða á Alþingi. Vilhjálm- ur Finsen, nafnkunnur lögspeking- ur, fer í fararbroddi þeirra er vísa vilja á bug tilskipan konungs. Það sem vekur furðu nútímamanna er djúpstætt gyðingahatur, sem kemur fram, einkum í ræðum breiðfirskra klerka, dyggra fylgismanna Jóns Sigurðssonar. „Mér skilst, að nefndin vilji gefa Gyðíngum full réttindi, en mér finnst það nokkuð ísjárvert, með þessu lagaboði, að gefa þeim þannig öll þessi réttindi; því það er þó margt, sem þyrfti að hugsa um áður; eg vil t.a.m. benda til, hvaða lög ættu að gilda um giptingar milli Gyðínga og kristinna, hvernig trúarbragða- réttindum þeirra skyldi vera farið, o.s.frv. Að því leyti nefndin hefur stúngið upp á að löggilda lagaboð 5. apr. 1850, um aðgáng Gyðinga til, að setj- ast að í ríkinu, þá hefur nefndin sjálf álitið, að slíkt lagaboð ekki þyrfti hér, þar eð Gyðíngar eptir þeim gildandi lögum hafi rétt til, að setj- ast hér að, og eg er líka helzt hneigð- ur til, að skilja lögin á þá leið; en hvaða álit sem menn kunna nú að hafa um það, þá vildi eg fremur ráða frá, að löggilda lagaboðið. Það er kunnugt, að Gyðíngar eru þjóð, sem hefur marga góða kosti, en þeim fylgja einnig ókostir; Gyðíngar eru ágætir í menntuðum og fjölmennum stöðum, einkum þegar þeir sjálfir eru í álitlegri stöðu, en í þeim stöð- um, þar sem allt er smátt, eins og hjá okkur, er eg hræddur um að þeir kunni að verða hættulegir; menn vita, að þeir eru af náttúrunni lagað- ir fyrir kaupskap, og fyrir að græða, og mundu þeir ef til vill sjúga menn út, og er ekki að vita, hvaða skaði af því kynni að fljóta. Að öðru leyti þætti mér bezt, ef ekkert yrði ákveðið um þetta mál; það lítur ófrjálslega út, að gefa atkvæði á móti Gyðíngum, en að löggilda laga- boðið, er hér um bil sama, og að bjóða Gyðíngum, að koma híngað og setjast hér að, og vildi eg því helzt skjóta því til nefndarinnar, hvort hún ekki fyndi ástæðu til, að taka uppástungu sína aptur um þetta lagaboð.“ Bjarni Thorarensen skáld og síð- ar amtmaður á Möðruvöllum lýsir áliti sínu á ýmsum þjóðum í bréfi til Finns Magnússonar prófessors er hann ritar í Gufunesi 2. mars 1830: „Gott er að Grískir verði sui juris [sjálfstæðir] þó þeir séu og æ hafi verið Fantar, því mikið á Evrópa þeirri þjóð að þakka, en eg segi að allur Heimur eigi Gyðingum meir að launa.“ Eftir þessi lofsyrði um gyðinga grípur skáldið til kímninnar og læt- ur flakka tilvitnun í danska skáldið J.P. Heiberg, sem segir í skáldverki sínu Kong Salomon og Jörgen Hattemager: Nå, hvorfor kiæver man ikke Palestina til dem? [Hei- berg lætur gyðinginn segja „kiæv- er“ sem þýðir „köber“ (kaupir).] Þegar Bjarni Thorarensen ritar Finni Magnússyni bréf þetta þá er frelsisstríði Grikkja lokið og stóð yf- ir ráðstefna um framtíð þeirra segir Jón Helgason prófessor í útgáfu sinni á bréfum Bjarna Thorarensen. Svona eindreginn og ákafur er Bjarni í afstöðu sinni til þjóða og kynþátta. Gyðingar guldu þess með margvíslegum hætti að þeim var samkvæmt lögum fjölmargra ríkja bannað að fást við ýmsar atvinnu- greinar og skipað að viðlögðum þungum refsingum að stunda fyrst og fremst peningaviðskipti og lána- starfsemi. Hafnarstúdentar og okurkarlar Veðlán stunduðu margir. Nægir að minna á fjölda íslenskra Hafn- arstúdenta, sem töldu sig fasta í klóm okurkarla er þeir neyddust til að taka víxillán þegar þeim brugðust peningasendingar að heiman. Bene- dikt Gröndal skáld og fjöllistamaður segir frá dæmi um „okrara“, sem Grímur Thomsen hótar hörðu og ógnar með lífláti. Það var vegna skulda Konráðs Gíslasonar Fjölnis- manns, en hann var flæktur í víxla- viðskipti og skuldafjötra lengst æv- innar. Gröndal greinir frá því að Grímur hafi farið á fund víxlarans, sem hafði hótað að setja Konráð í skuldafangelsi. Þegar Grímur byrsti sig og „hótaði að drepa hann“ segir Gröndal þá heyktist okurkarlinn. Þegar þetta gerðist bjó Gröndal hjá gyðingafjölskyldu á Forhaabnings- holms Allée. Húsbóndinn hét Hart- vigsen og var gyðingur. Kona hans var einnig af gyðingaætt. Þau áttu fjórar dætur. Hjá þessu góða fólki, að sögn Gröndals, bjó hann á níunda ár „og hafði allt í húsinu nema þvott“ segir Gröndal. Fyrir þetta greiddi hann 50 krónur um mánuðinn. „Mat- aræði var eins og hjá kristnu fólki, en aldrei var etið annað kjöt en það, sem slátrað hafði verið af gyðinga- slátrara, og ekki mátti steikja í smjöri, heldur einhverju floti.“ Harmsaga Konráðs Gíslasonar, ævarandi skuldabasl og heimilis- ógæfa, er nístandi dæmi um meinleg örlög. Konráð dylur eiginkonu sína fjárhagsvandræðum. Gætir þess vandlega að hún viti ekki um hótanir um gjaldþrot og skuldafangelsi. Stjúpsonur Konráðs Georg var hon- um erfiður, en Konráð lét sér mjög annt um hann. Þegar Konráð varð gjaldþrota og „gaf upp allar eigur sínar“ lét hann aka Georg og móður hans, eiginkonu sinni, út í skóg til þess að vera ekki heima og bað Benedikt Gröndal að vera með þeim. Konráð syrgði Jónas Hallgríms- son og kvað um hann: Því, sem að Ísland ekki meta kunni er Ísland svipt, því skáldið hné og dó, skáldið, sem því af öllu hjarta unni, sem elskaði þess fjöll og dali og sjó. Og vakti fornan vætt í hverjum runni. Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta hlýddum vér til, en eptirtektarlaust, vesælir menn, er gleymdum þess að gæta, að Guð er sá, sem talar skáldsins raust, hvort sem hann vill oss gleðja eða græta. Það vekur hvorttveggja í senn hryggð og kæti þegar þess er gætt að svokallaðir „okurvextir“ gyðinga- víxla Hafnarstúdenta eru að sögn miklu lægri en vextir Seðlabanka Ís- lands og annarra íslenskra lána- stofnana. Ekki bara gyðingur — líka eskimói Fyrir allnokkrum árum kom mér til hugar að hafa samband við ýmsa kunna borgara, sem ég taldi að gætu rakið ættir sínar til gyðinga, og spurði Ellert Schram hvað hann vissi um ættartengsl Schramanna. Hann tók spurningunni fjarri og kaus ekki að ræða það mál frekar. Örn Clausen íþróttagarpur og lög- maður tók spurningunni fagnandi. Hló hressilega og sagði: „Ég er ekki bara gyðingur. Ég er líka eskimói.“ Séra Ólafur Sivertsen, einn helsti menningarfrömuður Breiðfirðinga, samherji Jóns Sigurðssonar og faðir séra Eiríks Kúld, var eindreginn andstæðingur þess að veita gyðing- um réttindi til dvalar hérlendis. Það er jökulkuldi og óvild sem ráða má af ummælum hans: „Lagaboðið 5. apríl 1850 get eg ei aðhyllzt, en fellst á það, sem margir þingmenn hafa talið því til ann- marka. Mig uggir svo mætti fara, að, ef menn færu líka sem að bjóða Gyð- íngum híngað, þá þætti sumum seinna meir betri kveðja þeirra en koma. Ég vil bæta einu við það, sem búið er að ræða um þetta: að þyki þessi miður þokkasæla þjóð kænari hverjum öðrum í kaupum og sölum, þá gæti sú kænska skaðað núver- andi kaupmenn vora, eins og aðra landsmenn. Nú eigum vér ei svo marga góða og gagnlega hér búsetta verzlendur, að oss hæfi, að vera því ollandi, að frá þeim dragist út úr landinu það, sem þeir ella gætu búið að, og landinu síðan komið að not- um.“ Taldi að halla myndi á Íslendinga Það er einkar athyglisvert að bera saman afstöðu máganna, Benedikts S. Gröndal skálds og Eiríks Kúld varaþingmanns Snæfellinga. Að vísu eru áratugir milli dómsupp- kvaðningar þeirra. Séra Eiríkur kann að hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum og tjóni af völdum gyðinga. Fjáraustur prófasts- hjónanna, gestanauð og heimilisböl vegna óráðsíu Brynjólfs sonar þeirra, sem var skáldmæltur efnis- piltur, kann þó að hafa valdið miklu um meinleg örlög. Séra Eiríkur var jafnan talinn túlka stefnu Jóns Sigurðssonar for- seta í flestum greinum. Það kemur líka síðar í ljós að Jón styrkir útgáfu bæklings, sem gefinn er út til höfuðs gyðingum. „Eg skal ekki fara mörgum orðum um breytingaratkvæði þau, sem hér liggja fyrir, og það því síður, sem mjög hefur verið rætt um sum þeirra að minnsta kosti. Hvað opnu bréfi 9. nóv. 1847 viðvíkur, þá er eg helzt á sömu meiníngu um það og hinn heiðraði 5. konúngkjörni þíng- maður. En það hefur einginn minnzt á töluliðinn 3, um Gyðíngana. Eg skil þá uppástúngu svo, sem nefndin vilji bjóða Gyðíngum til vor eins og vinum, en mér dettur þá í hug, að biðja, að vér varðveitumst frá slík- um vinum. Það hefur opt verið talinn galli á kaupmönnum, að þeir hafi dvalið hér of stutta stund, og ekki nema á meðan þeir hafi verið að græða, síðan hafi þeir þotið í burtu aptur, til að sóa fé sínu erlendis, sem hér var safnað saman, og dregið á þann hátt mikið fé alveg út úr land- inu. Gyðíngar eru nú sagðir kænir menn og slægir mjög í kaupum og sölum, en vér erum hreinir og beinir Íslendíngar, svo það væri ekki ólík- legt, að þeim mundi takast, að ná Með gyðingum og á móti Þórður Sveinbjörnsson dómstjóri. Fluttur á kviktrjám úr Nesstofu í Túngötu að skipan Marcusar skips- læknis, en hann var gyðingur. Örn Clausen íþróttagarpur og lög- maður. „Ekki bara gyðingur — líka eskimói.“ Konráð Gíslason, Fjölnismaður. Var í klóm okrara. Leyndi eig- inkonuna gjaldþroti. Harmaði Jónas Hallgrímsson og kvað um hann látinn. Grímur Thomsen skáld og bóndi. Hann hótaði lánardrottni Konráðs lífláti. Björn M. Ólsen fyrsti rektor Háskóla Íslands. Svæsinn and- stæðingur gyðinga. Bjarni Thorarensen skáld var hlið- hollur gyðingum og taldi þá öðrum fremri. Benedikt Gröndal skáld og fjöl- listamaður bjó hjá gyðinga- fjölskyldu í Kaupmannahöfn á níunda ár. Hann undi sér hvergi betur en í skjóli þeirra. Séra Eiríkur Kúld var eindreginn andstæðingur gyðinga og talaði gegn þeim á Alþingi árin 1853 og 1855. Fordóma gegn gyðingum mátti ekki síður finna á Íslandi fyrr á tímum en á meginlandi Evrópu. Pétur Pétursson rifjar hér upp söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.