Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Súrefnisvörur Karin Herzog Náðu toppformi með Silhouette fyrir sumarið Silhouette er framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og uppsöfnun á fituvef, svo sem mjöðmun, rass- kinnum, lærum og á kviðnum. Silhouette inniheldur 4% súrefni sem gefur öflugt nudd og nær- ingu til að losa um fitu og úr- gangsefni innan frá, viðheldur heilbrigðri, teygjanlegri og fallegri húð. Gefur öfluga rakagjöf sem endist allan daginn. Vinnur á sliti undan og eftir meðgöngu og einnig eftir megrun. ...fegurð og ferskleiki... Kynningar í Lyf og heilsu: Mánudaginn 16. júní Hamraborg Miðvikudaginn 18. júní Mjódd Fimmtudaginn 19. júní Hringbraut Föstudaginn 20. júní Kringlunni Laugardaginn 21. júní Kringlunni w w w .k a ri n h e rz o g .c h Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 23. júní - 4. júlí 7. júlí - 18. júlí 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. Í SLAND verður seint miðja alheimsins og vart hægt að ætlast til þess. Ísland er þó enn lengra frá miðju alheimsins í tísku- heiminum en til dæmis í fótbolta. Hér hafa lengi verið til fótboltalið en það var ekki fyrr en í vor að fatahönnuðir voru útskrifaðir í fyrsta sinn hérlendis þegar Listaháskóli Íslands útskrifaði sex nemendur í faginu. Fram að þessu hafa fatahönnuðir þurft að sækja nám á erlenda grundu og margir hafa starfað þar að útskrift lok- inni. Linda Björg Árnadóttir, sem er yfir fata- og textílhönnun í LHÍ, minnti réttilega á í Morgun- blaðinu að þessi hópur þyrfti í raun að búa sér til störf og vakti um leið athygli á því hversu lítil hefð er fyrir fatahönnun á Íslandi. Íslendingar telja sig jafnan vera framarlega í tískunni og hafa óspart gert grín að „hallær- islegum“ Þjóðverjum eða Bandaríkjamönnum með sítt að aftan og í gallabuxum, sem þrengjast skarpt niður á ökkla. Íslendingar vita sko hvað er í tísku. Eða hvað? Það er ekki nóg til að tolla í tísk- unni að allir geti keypt sér álíka föt úr ámóta tískubúð- um. Tískan er ekki einnota fyrirbæri og tískuföt ná því yfir meira heldur en nýj- ustu támjóu skóna og app- elsínugulan bol í stíl. Hvítir íþróttaskór, sítt að aft- an og „mottan“ sem áðurnefndar þjóðir skarta inn á milli komast jafnvel í tísku með reglulegu milli- bili. Er það að tolla í tískunni? Hér er lítil umfjöll- un um tísku í blöðum og hvað þá síður til tímarit, sem eingöngu er tileinkað tísku. Ansi langur vegur er þar til íslenska Vogue verður að veruleika. Sem sagt, öll umræða og þjóðarvitund um tísku er á frumstigi. Með fatahönnuðum er leggja stund á nám á Ís- landi getur þetta smám saman breyst. Vitað er að á næstu árum á sífellt eftir að bæta í hóp þeirra, sem útskrifaðir eru hérlendis. Ekki er enn ljóst hvaða stefnu þeir eiga eftir að taka og þar með ís- lensk tíska. Margir virðast telja að það sé eitthvert skilyrði að hanna úr íslenskum efnum á borð við roð og þæfða ull. Það er ekkert sem segir að þetta þurfi að vera lykilorð í hönnun íslenskra fatahönn- uða. Íslenskt hugvit getur framleitt fjöldamargt annað en töskur úr steinbítsroði og ólögulega kjóla úr þunnum ullarefnum, svo ekki sé talað um önnur náttúruleg efni og fötin þá helst í öll í sauðalit- unum. Ráðamennn froðufella þegar íslenskar af- urðir eru notaðar. Setur það oft hvalbeinstöluna yfir i-ið og hugsa þeir sér gott til glóðarinnar hvað útflutning varðar. Þetta sama vandamál á einnig við á Norðurlönd- unum. Hönnunin einkennist þar víða af nátt- úrulegum litum og einföldum formum, eða þetta er að minnsta kosti sá stimpill, sem hönnuðir í Skand- inavíu hafa fengið á sig. Nú er kominn tími til að horfa fram á við og leyfa íslenskum hönnuðum að skapa sinn eigin stíl óhindrað. Líkt og ekki er hægt að skipa listmálara að nota einungis olíumálningu í ákveðnum litum er ekki hægt að búast við því að íslenskir fatahönn- uðir troði sífellt sömu kindagöturnar. Systurnar Bára og Hrafnhildur Hólmgeirs-dætur, sem hafa skapað sér nafn meðmerkinu Aftur, teljast til forystusauðanýju hönnuðanna. Þær notast við gömul föt sem textíl og er nafnið semsagt dregið af því að þær notast við fötin aftur. Hönnun þeirra er ekk- ert í áttina við það sem lýst er hér að ofan en þær eru jafn íslenskar fyrir því og alls engir svartir sauðir. Það þarf að skera á naflastrenginn milli ís- lenskra efna og íslenskra hönnuða og losa íslenska tískuhönnuði úr ullarspennitreyjunni. Líkt og end- urnar hlupu frjálsar um heiðina hjá Bjarti í Sum- arhúsum og fiskarnir stukku í ánum hans hafa ís- lenskir hönnuðir fleiri tækifæri ónýtt. Til þess að nýta tækifærin þarf góða hönnuði. London, París, New York og Mílanó eru leiðandi borgir í tískuheiminum og þangað leita margir færir hönnuðir. Sama hvar hönnuður er staddur eru þó ákveðnir hlutir sem skera úr á milli feigs og ófeigs. Colin McDowell, helsti tískublaðamaður Sunday Times í Bretlandi, hefur lýst þessu ágæt- lega. Hann segir að lélegur hönnuður endurvinni hugmyndir annarra. Góður hönnuður hefur sér- stæða sýn á heiminn. Hann notar hana til að láta föt sín endurspegla persónuleika sinn, listræn við- horf og menningarlegan bakgrunn á nýjan hátt. Frábær hönnuður er hins vegar framsýnn hug- sjónamaður, sem gefur fólki nýja sýn á tískuna. Björk telst til framsýnna hugsjónamanna, sem hafa gefið fólki nýja sýn á tónlistina, minnug upp- runa sínum en ekki bundin af honum. Hún malar ekki bara ull. Líkt og Björk skaut Íslandi upp á tónlistarstjörnuhimininn gæti íslensk stjarna í tískuheiminum gert hið sama fyrir íslenska tísku. Bretar hafa átt nokkrar slíkar stjörnur, sem hafa reglulega blásið lífi í breskan tískuheim. Zandra Rhodes er ein þeirra en hún varð þekkt fyrir lit- ríka hönnun sína á áttunda áratuginum. Hún hefur nýlega opnað safn í London eingöngu tileinkað nú- tímatísku og -textíl, hið eina sinnar tegundar þar. Hún á stórt fatasafn og hafði hugleitt að gefa það Viktoríu og Albert-safninu í sömu borg, safni sem lætur sig tískuna varða að ýmsu leyti. Hún hætti við það af ótta við að fötin hennar myndu týnast í svo umfangsmiklu safni, veðsetti húsið sitt og lét slag standa. Útkoman er sýningin „Uppáhalds- kjóllinn minn“, sem var opnuð 12. maí og taka 70 þekktir hönnuðir þátt í henni en m.a. velja Donna Karan, Thierry Mugler og Catherine Malandrino þá kjóla, sem eru í uppáhaldi af ferli sínum. Slíkt tískusafn er ekki enn í augsýn hér og eiga Íslendingar ærið verkefni fram undan hvað tískuna varðar. Líkt og það er langur vegur frá torfkofunum yfir í háhýsin er leiðin löng frá upp- hlutnum yfir í hátískuna. Það er þó tilhlökkunar- efni að sjá Ísland vaxa í þetta nýja hlutverk. Nokkrir ungir hönnuðir og listamenn hafa séð sér fært að sníða sér stóran stakk eftir vexti og opnað verslanir eins og Búðina við Laugaveg og Júní- form við Hverfisgötu og er það gleðiefni. Ekki er allt ull sem glóir Reuters NÝJUNGAGJÖRN: Breski fatahönnuðurinn Zandra Rhodes við súkkulaðikjól, sem var búinn til af Godiva í tilefni opnunar tísku- og textílsafns hennar í London í maí, en það er hið fyrsta sinnar tegundar þar. AF LISTUM Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Don Giovanni í Borgar- leikhúsinu ÓPERUSTÚDÍÓ Austur- lands flytur óperuna Don Giovanni, eftir W A Mozart, í Borgarleikhúsinu í dag, sunnudag, kl. 17 og mánudag kl. 20. Óperan hefur undan- farið verið sýnd á Eiðum við góðan orðstír. Leikstjóri og listrænn stjórnandi er Keith Reed, en hann syngur einnig eitt af burðarhlutverkunum. Hljómsveitarstjóri er Gunn- steinn Ólafsson. Einsöngvarar skipa með sér tvö hlutverk hver. Þeir eru Ágúst Ólafsson, Herbjörn Þórðarson, Keith Reed, Man- fred Lemke, Xu Wen, Kristín R. Sigurðardóttir, Marta Guð- rún Halldórsdóttir, Ildiko Varga, Margrét Lára Þórar- insdóttir, Tinna Árnadóttir, Valdimar H. Hilmarsson, Árni Björnsson, Jónas Guð- mundsson, Þorsteinn H. Ár- björnsson og Stefán Arn- grímsson. Gerist á geðsjúkrahúsi í kringum 1950 Uppfærslan á Don Giovanni er ekki hefðbundin uppfærslu óperunnar þar sem sögusviðið er brúðkaup á Spáni um 1800. Í þess stað lætur leikstjórinn óperuna gerast á geðsjúkra- húsi í kringum 1950. Um 100 manns taka þátt í sýningunni, þar af er 37 manna hljóm- sveit, 19 manna kór og 15 söngvarar, atvinnumenn og langt komnir nemendur í söng og hljóðfæraleik, þ.á m. tveir íslenskir söngvarar, frá erlendum háskólum, sem eru að ljúka námi og fá nú tæki- færi til að syngja sín fyrstu hlutverk á óperusviði. Þess má geta að gagnrýn- andi frá tímaritinu Opera Now, sem er eitt af virtustu óperublöðum í heiminum, verður viðstaddur sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.