Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 25 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2ja - 11 ára í íbú› m/svefnh. og stofu í 7 nætur. 64.482 kr.* Sta›grei›sluver› á mann m.v. 2 í íbú› m/svefnh. og stofu í 7 nætur. 79.970 kr.* e›a * Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i, akstur og íslensk fararstjórn. Aukavika skv. ver›lista. Barnaafsláttur: 30.000 f. börn 2ja - 11 ára. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 14 72 06 /2 00 3 Ilianthos Villlage er gullfallegt hótel flar sem snyrtimennska er í hávegum höf› og fljónusta er fyrsta flokks. Íbú›ir eru loftkældar og me› öllum flægindum. Á hótelinu er veitinga- salur, snakkbar, sundlaug og barnalaug. Hóteli› stendur vi› strönd og er í göngufæri vi› verslanir og veitingasta›i. Aukavika Frítt fyrir bör n 2ja - 11 ára í í bú› me› 2 fullor› num. BJARNI Ólafur var valinn bæj- arlistamaður Vestmannaeyja árið 2002 og opnar sýningu í Galleríi- Áhaldahúsi í dag kl. 15. Um er að ræða sjöttu einkasýningu Bjarna Ólafs og getur nú að líta níu verk sem hann hefur unnið að á síðustu mánuðum. Myndirnar eru unnar í kol og pastel og sækir Bjarni Ólaf- ur viðfangsefni sín í mannslíkam- ann og landslag Eyjanna. Hann keypti íbúðarhús Guðna Her- mansen, hins kunna listamanns úr Eyjum, og segist vera innblásinn af nærveru Guðna og þeim gengnu meisturum Eyjanna sem bjuggu á þeim slóðum þar sem Bjarni Ólafur vinnur að list sinni. Í næsta húsi, Svalbarða, bjó Sverrir Haraldsson og í nánasta nágrenni Júlíanna Sveinsdóttir og Engilbert Gíslason sem markað hafa spor sín í mynd- list á Íslandi. „Viðfangsefnið mitt sæki ég í mitt nánasta umhverfi. Þar má líta margbreytileika landslagsins í and- litum og furðuveröld sem ég gef áhorfandanum tækifæri á að kynn- ast um stund og gleyma sér í nýrri veröld Eyjanna. Það var ekki stefnu mín í upphafi ferilsins að gera landslagsmyndir en eftir að ég fór að vinna að list minni í gömlu vinnustofunni hans Guðna Her- mansen var það sjálfsagt framhald á ferlinum,“ segir Bjarni Ólafur. Bjarni Ólafur við eitt verka sinna. Bæjarlistamaður Vestmannaeyja Ný veröld Eyjanna Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ALÞJÓÐLEGA myndlistarsýningin Sambönd Íslands hefur nú verið opnuð í Pakkhúsinu á Höfn í Horna- firði. Um er að ræða farandsýningu sem lýsir landi og þjóð og hefur við- komu á fjórum stöðum á landinu. Sýningin var opnuð í Pakkhúsinu í Ólafsvík í júní í fyrra, þaðan fór hún í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, og í ágúst verður hún í Safnahúsinu á Húsavík. Sýnendur eru alls 73 frá nítján þjóðum og er stærstur hluti þeirra erlendir listamenn, sem flestir hafa heimsótt Ísland, og íslenskir lista- menn búsettir erlendis. Áhugi fyrir þátttöku í sýningunni var einnig mikill meðal annarra listamanna sem ekki hafa komið til Íslands en vildu fá að lýsa hinu ókunnuga landi sem hefur heillað þá og þeir ætla sér að heimsækja í náinni framtíð. Fengu þeir því að bætast í hópinn. Flestir gefa listamennirnir verk sín sem framlög til fyrirhugaðrar stofnunar smáverkasafns hér á landi. Bréfaskrif sem hafa farið fram á milli listamannanna og umsjónar- manna sýningarinnar liggja frammi til sýnis fyrir gesti. Umsjón sýninganna annast Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Kristín Geirsdóttir, Þorgerður Sig- urðardóttir, Ása Ólafsdóttir og Bryndís Jónsdóttir en þær eru allar starfandi listamenn á Korpúlfsstöð- um í Reykjavík. Sýningin á Höfn stendur til 28. júní. Alþjóðleg myndlistarsýning á Höfn VORHEFTI 177. ár- gangs Skírnis 2003, í ritstjórn Svavars Hrafns Svavarssonar og Sveins Yngva Eg- ilssonar, er komið út. Er þar að finna efni af ýmsum toga, allt frá rit- gerðum um fræðileg efni til ljóða og umfjöllunar um myndlist. Menn hafa löngum reynt að skilja, þýða og tileinka sér framandi menn- ingu. Margar greinar vorheftisins fjalla um ólíkar hliðar þessarar viðleitni. Gottskálk Jensson færir rök fyrir því að íslensk málhreinsun, eitt sérkenni ís- lenskrar menningar, eigi upphaf sitt í latneskri málhreinsun húmanistanna, að hún sé yfirfærð úr latínu á íslensku. Gunnar Harðarson horfir einnig til lat- ínu og gerir því skóna að augabrúnir Egils Skallagrímssonar, sem vafalaust eru með merkari brúnum íslenskra bókmennta, eigi sér rómverskar skýr- ingar. Geir Sigurðsson segir frá til- raunum Vesturlandabúa til að skilja kínverska heimspeki, sem jafnan hafa fellt hana í vestrænt mót. Terry Gunn- ell lítur til víetnamskra innflytjenda á Íslandi, hvernig og með hvaða afleið- ingum ólíkir menningarheimar mæt- ast. Samfundur ólíkra heima er einnig viðfangsefni Óskar Vilhjálmsdóttur, myndlistarmanns Skírnis, sem Ragna Sigurðardóttir skrifar um. Keneva Kunz gerir grein fyrir nýlegum þýðingum á ís- lenskum miðaldasögum. Sumar sög- urnar voru upphaflega útleggingar á er- lendum verkum og eru þýðendur nútímans því að glíma við það for- vitnilega verkefni að þýða þýðingar. Við komumst ekki hjá því að þýða og túlka þegar við fjöllum um liðna tíma, enda er fortíðin okkur sem framandi land og ekki síður ókunnugleg en menning fjarlægra þjóða. Annette Lassen rýnir í auga Óðins og tákngildi þess í íslenskum miðaldabók- menntum. Már Jónsson fæst við tvö verk um horfinn heim fjölkynngi og galdra, sem er framandi flestum nú- tímamönnum. Gunnþórunn Guð- mundsdóttir skrifar um samband minnis, fortíðar og skáldskapar í sjálfs- ævisögum. Og Sigurður Gylfi Magn- ússon veltir enn fyrir sér skýringum og frásögnum sagnfræðinga af horfinni tíð í vörn sinni fyrir einsöguna, þá sagnfræði sem Loftur Guttormsson gagnrýndi á síðum tímaritsins haustið 2001. Síðustu Skírnismálin nálgast allt annað efni, sem er dómur Hæsta- réttar um einkadans. Sigríður Þorgeirs- dóttir setur málið í víðara samhengi. Óbirt ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson sæta þó ekki minnstum tíðindum. Ey- steinn Þorvaldsson fylgir þeim úr hlaði með hugleiðingu um meitlaða list skáldsins. Hið íslenska bókmennta- félag gefur út Skírni, þetta elsta bók- mennta- og fræðatímarit á Íslandi og Norðurlöndum. Steinholt prentaði. Tímarit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.