Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 27 „ÉG BYRJAÐI að spila með Eyþóri Þorlákssyni gít- arleikara í kringum 1943. Við vorum saman í barna- skóla, og hann var að reyna sig á gítar og harmónikku og átti trommusett líka. Ég var alltaf að lemja á borðin í skólanum, svona eins og krakkar gera enn þann dag í dag.“ Svo mælist Guðmundi Steingrímssyni trommuleik- ara, en annað kvöld fagna vinir hans því með tónleikum í Hafnarborg, að sextíu ár eru liðin frá því að Guð- mundur „papa jazz“ byrjaði að spila. „Við fórum að spila á dans- æfingum í Flensborg, og prívatböll- um og á árshátíðum á ýmsum stöð- um í Hafnarfirði, Iðnaðarmanna- húsinu, Gúttó og Alþýðuhúsinu. En þegar að gaggó kom fór Eyþór í Gaggó vest, en ekki í Flensborg, og þar komst hann í kompaní sem ég fór að spila með, Óla Gauk og Stein- þór Steingrímsson. Þar voru líka Skafti Ólafsson, Árni Elvar og fleiri. Þarna var líka Matthías Mathiesen ráðherra, þeir voru vin- ir, Eyþór og hann. Matti var þá í pí- anónámi.“ Guðmundur segist hafa „reynt“ að spila svolítið með þess- um mönnum – og trúlega hefur það verið meira en hann vill vera láta, því stuttu síðar, 1945, var hann far- inn að spila með einum mesta djass- meistara Íslands, Gunnari Ormslev saxófónleikara. „Hann kom til Hafnarfjarðar, við stofnuðum hljómsveitina Unga pilta og spiluðum fast í Gúttó í Hafnarfirði, sem er eitt elsta sam- komuhús sem til er í landinu. Seinna stofnuðum við GO kvartett, þar sem Eyþór spilaði á kontra- bassa, ég á trommur, Bragi Björns- son á Sjónarhól á píanó og harm- ónikku og Gunnar Ormslev á altsaxófón. Í þá daga var restrasjón á hverju sunnudagskvöldi í Gúttó. Þá kom pakkfullur strætó úr Reykjavík og fólk dansaði jitterbug og tjútt en klukkan korter yfir ell- efu tæmdist húsið, því síðasti strætó til Reykjavíkur fór kl. hálf- tólf.“ Guðmundur er í dag mikill áhugamaður um stríðsárasögu Hafnarfjarðar – og það var einmitt þar og þá sem hann lét heillast af trommuslættinum. „Mér fannst rosalega gaman að sjá Skotana ganga til kirkju í skota- pilsunum og sjá hvernig þeir beittu kjuðunum – tóku þá upp að nefinu á sér og voru með alls konar stæla – svo voru þeir auðvitað líka með sekkjapípur. Á þessum árum, kringum fermingaraldurinn, var ég að selja fish and chips til Bretanna í kampana í Hafnarfirði, og þegar Ameríkaninn kom vildu þeir bara sandwiches, sem ég kallaði sam- viskur, og bara með skinku og osti, sem þá var ekki til á Íslandi. Þeir komu svo einn daginn með tíu hjóla stríðsbíl, opnuðu á honum hliðina sem varð að borði, og þar voru þeir með hot dogs. Þarna fór ég fyrst að heyra djass og varð alveg dolfallinn. Síðan hef ég ekki hugsað um annað. Kaninn var með stórar svartar 78 snúninga plötur og ég átti fleiri hundruð slík- ar. Ég rammaði inn eina sem ég ætla að geyma. Hún heitir Some- body loves me, og það er Woody Herman og hljómsveit hans. Hann var ekkert síður frægur klarinettu- leikari en Benny Goodman. Kaninn gaf mér fullt af plötum – þeir fengu þær fríar. Þetta var allt mögulegt, Glenn Miller og fleiri. Ég fékk plötu með Ellu Fitzgerald og trommu- leikaranum Buddy Rich þar sem hann spilar That’s Rich í alveg rosalegu tempói. En Skafti Ólafs, Guðmundur R. Einarsson og fleiri trommarar á mínum aldri, þeir voru allir í Gene Krupa. En nú segja þeir að þessir bestu í Banda- ríkjunum, eins og Dave Wackle, séu yfirnáttúrulegir snillingar. Ég les nú alltaf Down Beat, og þar sá ég að það er búið að mæla það að þess- ir menn komast jafnhratt og Buddy Rich, en ekki hraðar. Nú er ég að lesa ævisögu hans, og hann byrjaði þriggja til fjögurra ára – var stórbrotinn maður en dó úr krabbameini 1987. Hann spilaði með Tommy Dorsey í bíómyndum, og ég veit ekki hvað oft ég sá þess- ar myndir, segi ég nú bara eins og Óttar Felix sem sá Bítlana hundrað sinnum. Ég horfði á þetta dolfall- inn. Myndirnar eru enn þá til og ég ætla að fá mér þær á DVD.“ Guðmundur ætlar að taka í settið með félögum sínum á tónleikunum í Hafnarborg. Þeir hefjast kl. 20.30, og þar koma fram, auk hans, Áskell Másson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson, Jónatan Garðarsson, Kári Árnason, Pétur Grétarsson, Vernharður Linnet, Ómar Guð- jónsson, Steingrímur Guðmundsson og hljómsveitin Bardukha, en hana skipa, auk Steingríms, Ástvaldur Traustason, Hjörleifur Valsson og Birgir Bragason. Sérstakur gestur tónleikanna verður hollenski píanó- snillingurinn Hans Kwakkernaat. „Komast jafnhratt og Buddy Rich en ekki hraðar“ Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur „papa jazz“ Steingrímsson byrjaði að spila 1943. Á SKRIÐUKLAUSTRI hefur ver- ið opnuð sýning á völdum gripum frá Þjóðminjasafni Íslands. Þar eru til sýnis altarisklæði frá Hofi í Vopnafirði, betur þekkt sem álf- konudúkurinn frá Bustarfelli. Sag- an segir að sýslumannskonu á Bustarfelli hafi verið gefinn dúk- urinn af álfkonu sem hún hjálpaði í barnsnauð. Einnig eru á sýning- unni brjóstnæla fundin á Skriðu- klaustri, hurðarhringur frá Stafa- felli og bollasteinn frá Gaut- löndum. Sýningin ber yfirskriftina Í skuggsjá fortíðar og er samstarfs- verkefni Þjóðminjasafns Íslands, Landsvirkjunar og Gunnarsstofn- unar. Hún er opin alla daga frá kl. 10–18 í allt sumar. Þjóðminjar á Skriðuklaustri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.