Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 29 „bandarískt vald, jafnvel þegar því er beitt með tvöföldu siðgæði, gæti verið besta leiðin til að ýta þróun mannsins fram á við – jafnvel eina leiðin“. Hann segir að hættan sé sú ef hættu skyldi kalla að Bandaríkin og Evrópa haldi áfram að fjar- lægjast. „Evrópumenn gætu orðið enn skrækari í árásum sínum á Bandaríkin. Vilji Bandaríkja- manna til að hlusta eða hafa áhuga gæti minnkað. Sá dagur gæti komið að Bandaríkjamenn taki ekki meira mark á yfirlýsingum ESB en yfirlýs- ingum ASEAN eða Andes-bandalagsins, ef hann er ekki runninn upp nú þegar.“ Kagan segir að bandarískir forustumenn þurfi að gera sér grein fyrir því að nánast ekkert hefti Bandaríkin. Um leið ættu Bandaríkjamenn að byrja að sýna tilfinningum og sjónarmiðum ann- arra meiri skilning, sýna „aðeins meira af þeirri gjafmildi, sem einkenndi bandaríska utanríkis- stefnu í kalda stríðinu. Þeir gætu sýnt samstarfi ríkja og bókstaf laganna meiri virðingu og reynt að safna í alþjóðlegan pólitískan höfuðstól til að nota þegar ógerningur er að grípa til marghliða aðgerða og ekki verður komist hjá einhliða að- gerðum.“ Hann bendir á að það sé óneitanlega æskilegra að afla sér stuðnings vina og banda- manna, sérstaklega í Evrópu, en að aðhafast ein- hliða þannig að Evrópa fyllist kvíða og andúð: „Það er þegar öllu er á botninn hvolft meira en tugga að Bandaríkjamenn og Evrópa deila sam- eiginlegum vestrænum gildum,“ segir Kagan. „Væntingar þeirra í þágu mannkyns eru að mestu þær sömu þótt hið gríðarlega valdamis- vægi geri það að verkum að staða þeirra er ger- ólík. Kannski er það ekki of barnaleg bjartsýni að trúa því að sameiginlegur skilningur geti fengið miklu áorkað.“ Margt er rökrétt í greiningu Kagans á því hvers vegna Bandaríkjamenn hegða sér eins og þeir gera og hvernig málflutningur Evrópu helg- ast af evrópsku máttleysi fremur en hugsjónum. Ein spurningin, sem vaknar við lestur kvers hans, er í hvaða tilgangi Bandaríkjamenn eigi að áskilja sér réttinn til að fara sínu fram þegar þeim þykir henta. Önnur spurning er hvort það sé ekki „barnaleg bjartsýni“ að ætla að þjóðir heims sætti sig við það að Bandaríkjamenn áskilji sér þann rétt, til dæmis með vísan til þess að það sé eina leiðin til að stuðla að framförum mannsins. Hugmyndin um tvöfalt siðgæði skapar ótal vandamál og þau verða enn fleiri þegar talað er um réttlætingu tvöfalds siðgæðis í krafti valds. Það er ógerningur að boða lýðræði og frelsi með fyrirvörum. Ekkert samfélag fær þrif- ist til lengdar þar sem sá sterki getur í krafti valds síns ráðskast með þá, sem veikari eru, og það er erfitt að sjá hvernig það á að ganga í sam- félagi þjóðanna. Útbreiðsla lýð- ræðis og efling Margir eru um þessar mundir að velta því fyrir sér hvernig Bandaríkjamenn eigi að beita valdi sínu. Fareed Zakaria, ritstjóri hinnar alþjóðlegu útgáfu tímaritsins Newsweek, gaf nýverið út bókina The Future of Freedom (Framtíð frelsisins) þar sem hann fjallar um það hvernig nú er svo komið að þorri mannkyns er þeirrar hyggju að lýðræði sé hið æskilega og ákjósanlega stjórnarfar. Lýðræðisríkjum fari stöðugt fjölgandi og harðstjórar á borð við Ro- bert Mugabe og Hosni Mubarak sjái sig til- neydda til að halda kosningar þar sem sigur þeirra er fyrirfram bókaður og allir sjái í gegnum loddaraskapinn. Þar sem lýðræði hafi verið kom- ið á sé það mun víðtækara með tilliti til kosninga- réttar og annarra þátta en dæmi hafi verið um fyrir 100 árum. „Lýðræðisríki nútímans munu þurfa að takast á við ný og erfið verkefni – berjast við hryðju- verkastarfsemi, laga sig að hnattvæðingu, laga sig að öldrun í þjóðfélaginu – og þau þurfa að láta kerfið virka betur en það gerir nú,“ skrifar Zak- aria og bætir við að það þýði að lýðræðisleg ákvarðanataka verði að vera skilvirk. Síðan segir hann: „Það krefst þess, sem ef til vill er erfiðast, að þeir, sem hafa mikil völd í okkar þjóðfélögum, axli ábyrgð sína, leiði og setji staðla, sem ekki eru aðeins lagalegir heldur siðferðislegir. Án þess- arar innri fyllingar verður lýðræðið að holri skel, sem ekki er aðeins ófullnægjandi, heldur gæti einnig verið hættulegt og haft í för með sér að vélað verði með frelsið og gengið á það og hnign- un daglegs lífs. Það væri harmleikur vegna þess að lýðræðið með öllum sínum göllum er hinsta von fólks um allan heim. En það þarf að tryggja það og styrkja á okkar tímum.“ Það er ekki sannfærandi að halda því fram að breiða megi út lýðræði með ólýðræðislegum vinnubrögðum. Það hafa orðið miklar breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar frá því að George Bush forseti komst til valda. Þegar hann bauð sig fram var undirtónn utanríkisstefnu hans fremur einangrunarhyggja, en sú útrás, sem raunin hefur orðið. Í þeim efnum mörkuðu hryðjuverkin 11. september 2001 vitaskuld þáttaskil. Síðan hefur Bush í tvígang hafið stríð og sigrað í báðum tilfellum. Það hefur hins vegar margfaldlega sýnt sig í sögunni að það að vinna stríðið er ekki nema hálfur sigurinn. Framhaldið liggur í því hvernig friði er komið á að nýju. Bandaríkjamenn kunna að búa yfir hernaðarleg- um ofurmætti, en þegar komið er niður á jörðina til að huga að innviðum og gangvirki samfélags- ins er lausnin ekki alltaf fólgin í hernaðarmætt- inum eins og virðist vera að koma fram í Afgan- istan og Írak. Hvaðan kemur andúð í garð Bandaríkja- manna? Stanley Hoffman, pró- fessor við Harvard- háskóla, skrifaði ný- verið grein undir heit- inu Bandaríkin fara afturábak í tímaritið New York Review of Books. Þar fjallar hann um einhliða aðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna: „Það getur eflt raun- verulegt vald öflugs ríkis í utanríkismálum að lúta viðmiðum sjálfstjórnar, þjóðaréttar og al- þjóðlegra stofnana. Sú andúð í garð Bandaríkj- anna, sem færist í aukana um allan heim, er ekki aðeins fjandskapur í garð voldugasta ríkisins eða byggð á gömlum tuggum um vinstri og hægri. Ekki er heldur hægt að afgreiða hana sem öfund eða hatur í garð okkar gildismats. Hún er oftar en ekki afsprengi gremju vegna tvöfalds siðgæð- is og tvöfeldni í tali, vegna grófrar fáfræði og hroka, vegna rangra ályktana og vafasamrar stefnu. Hvort núverandi leiðtogar okkar eru fær- ir um sjálfsskoðun á tímum hernaðarsigurs gæti haft áhrif á hnöttinn til framtíðar.“ Í kenningum um alþjóðastjórnmál aðhyllist ákveðinn skóli raunsæisstefnu. Í anda raunsæis reynir hvert ríki að knýja fram sína hagsmuni eftir mætti. Hinir veiku fara sínar leiðir og hinir máttugu sínar. Gerðir þeirra eru ef til vill klædd- ar í búning leiftrandi hugsjóna, en þegar upp er staðið ráða eiginhagsmunir för. Hagsmunir geta hins vegar verið breytilegir og sömuleiðis valdið, þótt ekki bendi neitt til þess að á því verði breyt- ing í bráð. Sá, sem ætíð fer sínu fram, lifir í raun eins og hann geri ráð fyrir því að ekki komi dagur eftir þennan dag. Slík hegðun er ekki uppskrift að árangri til frambúðar. Morgunblaðið/Arnaldur Breskur ferðalangur situr við Sæbrautina, horfir í átt að Esjunni og mundar pensilinn. „Það er þegar öllu er á botninn hvolft meira en tugga að Bandaríkjamenn og Evrópa deila sam- eiginlegum vestræn- um gildum,“ segir Kagan. „Væntingar þeirra í þágu mann- kyns eru að mestu þær sömu þótt hið gríðarlega valda- misvægi geri það að verkum að staða þeirra er gerólík. Kannski er það ekki of barnaleg bjart- sýni að trúa því að sameiginlegur skiln- ingur geti fengið miklu áorkað.“ Laugardagur 14. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.