Morgunblaðið - 15.06.2003, Side 30

Morgunblaðið - 15.06.2003, Side 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKHÚSFÓLK fylkti liði á fund borgarstjóra í byrjun maí. Skorað var á borgaryfirvöld „að bregðast strax við því menningarlega slysi sem nú er staðreynd í Borgarleik- húsinu“. Og hvert er slysið? Jú, Leikfélag Reykjavíkur er kom- ið á vonarvöl. Borg- arstarfsmenn hafa verið kallaðir til að bjarga því sem bjargað verður af minna tilefni. Ekki er samt fyrst og fremst við borgaryfirvöld að sakast um hvernig komið er, heldur stjórn- endur Leikfélagsins. Frá því núver- andi leikhússtjóri, Guðjón Pedersen, tók við völdum fyrir tæpum þremur árum hefur verið stöðugt tap hjá fé- laginu, meira en þekkist í langri sögu þess. Eignum félagsins hefur verið sóað í hallarekstur, sem stefndi í þrot strax sl. haust. Fimmtíu milljón króna aukafjárveiting (neyð- araðstoð) Reykjavíkurborgar á þessu leikári dugar ekki til, tap er samt. Ábyrgð eða óskhyggja Fyrir fjörutíu árum urðu þáttaskil í íslensku leikhúslífi þegar Reykja- víkurborg, undir forystu Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra, ákvað að gera Leikfélaginu kleift að ráða leik- ara á fasta samninga. Þar með varð annað atvinnuleikhúsið í landinu að veruleika, við hlið Þjóðleikhússins. Félagið hefur æ síðan notið mikils skilnings borgaryfirvalda. Sá velvilji lýsti sér áþreifanlega í byggingu Borgarleikhúss. En þrátt fyrir góðan stuðning hefur LR ætíð orðið að bera ábyrgð á sínum rekstri. Það er ekki ný saga að forsvarsmenn félagsins leiti eftir auknu fjárframlagi hjá borginni og einnig hjá fjárveit- ingavaldi ríkisins. Leikhúsmenn eru flestir sammála um að æskilegt væri að félagið hefði meiri fjármuni til ráðstöfunar í rekstri sínum. Hins vegar dugar óskhyggja skammt við stjórn fyrirtækis. Það á ekki síður við um menningarfyrirtæki en önn- ur. Slíkt getur ekki talist góð hag- fræði. Ég hef bent á að vænlegra sé að sækjast eftir hækkuðu framlagi ef menn sýna ábyrgð og raunsæi í rekstrinum. Engan þyrfti að undra þótt fulltrúar fjárveitingavaldsins spyrðu hvort verjandi sé að leggja aukið skattfé í hendur stjórnendum sem sýna ekki betra ráðslag en raun ber vitni hjá LR síðustu þrjú ár. Við upphaf leikárs, í ágúst 2000, þegar núverandi leikhússtjóri tók við, var staða LR vænleg, þrátt fyrir nokkrar skuldir. Hrein eign var 124 milljónir að núvirði. Þessi eign átti sér sögulegar skýringar og til henn- ar stofnað löngu áður en núverandi stjórnendur komu nálægt starfsemi félagsins. Þetta var trygging fyrir tilveru þess og öflugu starfi í Borg- arleikhúsinu. Það er skilningur allra eldri félaga LR sem áttu þátt í að skapa þessa eign. Nú, tæpum þrem- ur árum síðar, er félagið eignalaust og þarf sennilega undanþágu frá við- skiptaráðuneytinu til þess að halda áfram starfsemi, samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir. Svör eftir dúk og disk Mikið er í húfi fyrir velunnara Leikfélagsins fyrr og síðar, þar með ráðamenn Reykjavíkur, að LR logn- ist ekki út af. En alvaran blasir ekki hvað síst við okkar unga leik- húsheimi, þar sem öðru af tveimur stóru atvinnuleikhúsunum í landinu hefur nánast verið siglt í strand með þessum dæmalausa hætti. Leik- hússtjóri ber að sjálfsögðu ábyrgð, ekki einungis listræna ábyrgð, held- ur hefur hann yfirstjórn og yfirum- sjón með leikhúsrekstrinum sam- kvæmt samþykktum (lögum) félagsins, sem hann hefur ráðið sig til að starfa eftir. En hann starfar í umboði stjórnar, sem ber alla ábyrgð á rekstrinum gagnvart félaginu. Al- mennir félagar hafa þar engin bein afskipti, utan að kjósa þrjá menn í stjórn og fela þeim þessa ábyrgð. Hins vegar hafa félagsmenn og starfsfólk þungar áhyggjur þegar svona er á málum haldið. Þetta hefur verið rætt á mörgum fundum í félag- inu, varað við og bent á í hvaða háska stefndi. Heiðursfélagar LR, sex fyrrum forsvarsmenn félagsins, áttu fund með stjórnendum LR snemma árs 2002, spurðu spurninga og vildu fá að vita um viðbrögð við vandanum. Jafnframt bauð þetta mæta fólk fram hjálp sína, en það er löngu hætt afskiptum af félaginu, á þar ekki annarra hagsmuna að gæta en eigin tilfinningar og sögu félagsins. Bréf- legri málaleitan þeirra um upplýs- ingar var ekki svarað fyrr en eftir dúk og disk og aldrei tekin fyrir á stjórnarfundi. Það tók núverandi for- mann LR sjö mánuði að koma til þeirra svari. Og það var í skötulíki. Þannig var slegið á útrétta hjálp- arhönd. Hagræðing engin afsökun Leikhúsrekstur LR hefur aldrei verið auðveldur, fjármunir einatt af skornum skammti. Við hallarekstri hefur þó jafnan verið reynt að bregð- ast í tíma, með því að fækka verk- efnum, breyta verkefnavali og þá gjarnan taka til sýninga verk sem líkleg þóttu til vinsælda. Þannig tókst félaginu að halda úti öflugu at- vinnuleikhúsi í nærri 40 ár. Umfang starfseminnar, verkefnafjöldi og að- sókn að sýningum, hefur oft verið jafnmikið eða meira en nú, þessi þrjú hallaár. Fyrri stjórnendur kappkostuðu að leysa fjárhagsvanda með öðrum hætti en uppsögnum fjölda lista- manna og annarra starfsmanna. Nú ber nýrra við. Einu ráðin sem núver- andi stjórnendur félagsins virðast koma auga á til þess að bregðast við þeim hallarekstri sem þeir bera ábyrgð á, eru uppsagnir. Og þeir skirrast ekki við að leggja til og sam- þykkja uppsagnir listamanna með 35–40 ára starf að baki hjá félaginu. Í ályktun fjölmenns fundar 2. deildar Félags íslenskra leikara (leikara hjá LR) segir um þetta m.a.: „Erfið fjárhagsstaða og hagræðing afsakar ekki þessa framkomu við elstu listamenn félagsins.“ Og enn- fremur: „Atvinnuleikhús á Íslandi myndi bíða mikinn hnekki ef slík að- för að elstu listamönnum þess á að viðgangast.“ Leikurum fækkar um helming Eins og Randver Þorláksson, for- maður FÍL, benti á í Morgunblaðs- grein nú, 7. maí, voru fastráðnir leik- arar LR 25 skömmu eftir að félagið flutti í Borgarleikhús. Í tíð síðasta leikhússtjóra, Þórhildar Þorleifs- dóttur, urðu fastráðnir leikarar 26 (auk álíka fjölda lausráðinna eins og jafnan). Síðustu þrjú ár hefur þeim fækkað jafnt og þétt og verða víst 13 eftir síðustu uppsagnir, að því er fram kom á aðalfundi félagsins nú í maí. Fastráðnir leikmyndateiknarar voru lengi tveir hjá félaginu, urðu þrír um tíma, en er nú enginn í föstu starfi hjá LR. Fljótlega eftir að núverandi leik- hússtjóri tók við, 1. ágúst árið 2000, fékk hann á margan hátt skýrari lín- ur en fyrirrennarar hans og rýmri fjárhagsramma. Snemma á hans fyrsta leikári var eignarhluti LR í Borgarleikhúsi seldur borginni. Það var umdeild aðgerð. Ýmsir, þar með talinn undirritaður, mæltu mjög gegn henni. En félagsmenn sam- þykktu söluna í þeirri góðu trú að rekstrarafkoma félagsins yrði þar með tryggð til frambúðar. Félagið losnaði við skuldahala og íþyngjandi vaxtabyrði. Og eiginfjárstaðan var góð sem fyrr sagði. Á afmæli félagsins 11. janúar 2001 var svo undirritaður samstarfssamn- ingur við Reykjavíkurborg til tólf ára. Hann fól í sér fast verðtryggt framlag borgarinnar til félagsins. Það er 206 milljónir í ár. (Auka- fjárveitingar ekki meðtaldar.) Auk þess hefur borgin tekið að sér ýmsar skyldur varðandi húseignina sem kosta borgarsjóð 60 milljónir á þessu ári samkvæmt greinargerð fulltrúa Rvk. (Mbl. 30.4. 2003.) LR hefur Borgarleikhúsið til afnota án endur- gjalds, leigir það auk þess út. Leigu- tekjur félagsins hafa aukist í tíð nú- Menningarlegt slys! Leikhúsið lamað eftir þriggja ára taprekstur Eftir Jón Hjartarson Leikhússtjóraskipti urðu um mitt ár 2000. Línan stefndi niður fyrir núll, niður úr þakinu, sl. haust. Hrunið hægði ögn á sér sl. vetur vegna 50 milljóna króna neyðaraðstoðar Reykjavíkurborgar. HVERS kyns mismunun á mark- aðstorginu er sem eitur í beinum allra sannra markaðssinna. Litið er á slíkt sem arfleifð liðins tíma. Hlut- verk hins opinbera á samkvæmt þeirra kokkabókum að ein- skorðast við að setja almennar reglur og greiða síðan fyrir aðkeypta þjónustu. Í þessum anda eru nú settar fram, af hálfu rektora Við- skiptaháskólans á Bifröst og Há- skólans í Reykjavík, hugmyndir um að gera Háskóla Íslands að sjálfs- eignarstofnun sem færa eigi yfir á torg markaðarins. Hugmyndin er sú að allir háskólar skuli sitja við sama borð gagnvart skattgreiðandanum. Komi nýir skólar fram á sjón- arsviðið skuli skattpyngjurnar standa þeim opnar á sömu for- sendum og þeim skólum sem fyrir eru. Formúlan gengur út á að þeir skólar sem sýni hugkvæmni og fái þar af leiðandi flesta nemendur til sín fái jafnframt mest greitt úr rík- issjóði. Að mínu mati hefði þetta ákveðna veikleika í för með sér sem mik- ilvægt er að ræða í þaula áður en nokkrar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Á markaðurinn að stýra allri menntun? Í fyrsta lagi skulum við ekki gleyma því að almannasjóðir eru ekki óþrjótandi. Um langt árabil hefur fjárskortur staðið rann- sóknum við Háskóla Íslands fyrir þrifum. Ef þeim fjármunum sem ætlað er til rannsókna og kennslu yrði ráðstafað samkvæmt markaðs- formúlunni er hætt við að kröft- unum yrði dreift og í mörgum til- vikum háir einmitt smæðin rannsókna- og öðru háskólastarfi hér á landi. Krafan um að aldrei megi mismuna jafngildir kröfu um að lýðræðislegum ákvörðunum megi aldrei beita, allt þurfi að gerast sam- kvæmt jafnræðisreglu markaðarins. Að sönnu má segja að í stað þess að úthluta fjármunum til stofnana yrði eftirleiðis úthlutað til verkefna. Þannig væri farin millileið á milli markaðsstýringar og stofn- anahyggju. Þetta kann að hljóma sannfærandi í fyrstu en þegar málin eru krufin kemur annað í ljós. M.a. gæti þetta átt við um sum verkefni en ekki önnur og það kann að vera rétt að smám saman færist landa- merkin til. Það þýðir ekki að þau færist öll í einni svipan. Þegar lengi hefur verið unnið að tilteknum verkefnum tekur starf- semin á sig mynd stofnunar. Þar starfar fólk, þar myndast þekking og hefðir sem kunna að hafa gildi í sjálfu sér. Þetta hefur verið styrkur háskólasamfélagsins í hinum vest- ræna heimi og er mikils um vert að varðveita hann. Ný lög um vísinda- rannsóknir auka vægi stjórnmála- manna verulega við alla ákvarð- anatöku um ráðstöfun fjármuna til vísindarannsókna. Þegar saman koma þessi nýja hugsun um styrk- veitingar vegna verkefna og póli- tískar ákvarðanir um styrkveitingar er hætt við því að þessi eldri aka- demíska hefð komi til með að eiga undir högg að sækja. Mín skoðun er sú að mikið sé gefandi fyrir sjálf- stæði vísindastofnana. Af þeim sök- um hef ég haft ákveðnar efasemdir um þá braut sem við erum smám saman að halda út á. Sjálfkrafa í vasa skattgreiðenda? Nú vil ég taka það skýrt fram að sveigjanleiki þarf að vera fyrir hendi í mennta- og vísindaumhverf- inu. Nýjar stofnanir þurfa að fá svigrúm til að fæðast og ekki mæli ég gegn því að þær fái samfélags- legan stuðning. En hvernig á að draga línurnar? Eiga nýjar stofn- anir sjálfkrafa að öðlast sjálf- tökurétt á skattfé almennings? Eiga stofnanir sem reknar eru fyrir styrktarfé frá fyrirtækjum að sitja við sama borð og stofnanir á borð við Háskóla Íslands gagnvart rík- issjóði? Er ekki hætt við að með því móti muni þær smám saman þröngva Háskóla Íslands inn á þá braut að sækja styrki úr atvinnulíf- inu fyrir kennslu og rannsóknir á öllum sviðum eða taka skólagjöld? Ef allir fá sama framlag úr ríkissjóði og einkaskólarnir að auki stuðning frá fyrirtækjum og skólagjöld frá nemendum, þá segir það sig sjálft að samkeppnisstaða Háskóla Íslands yrði mun verri en hinna skólanna. Varla vill HÍ að sinn hlutur verði minni en þessara nýrri skóla? Sú hætta er því mjög raunveruleg að krafa rektora Háskóla Reykjavíkur og Bifrastar muni í reynd leiða okk- ur inn í þessa kerfisbreytingu. Og fylgifiskarnir yrðu ófáir. Við skulum til dæmis ekki gleyma því að rann- sóknir sem við teljum öll mikilvægar eru ekki endilega vinsælar og myndu þar af leiðandi ekki draga mikið skattfé inn í menntastofnanirnar samkvæmt höfðatölureglu markaðs- sinna. Byggjum upp en brjótum ekki niður Talsmenn Háskólans í Reykjavík hafa verið ákafir talsmenn markaðs- væðingar og ég fæ ekki betur séð en hugmyndir rektors Viðskiptaháskól- ans á Bifröst um að gera Háskóla Ís- lands að sjálfseignarstofnun séu af þessum toga. Ég ætla að leyfa mér að vara við þeirri einstefnu sem mér þykir einkenna þennan málflutning og benda jafnframt á að til kunna að vera millivegir, málamiðlanir sem flestir gætu sætt sig við. Þá horfi ég til greiðslufyrirkomulags sem annars vegar stuðli að sveigjanleika og fjöl- breytileika en tefldi þó ekki í tvísýnu tilverugrunni þeirra rannsóknar- og menntastofnana sem við eigum og höfum byggt upp í landinu. Í þessu samhengi má nefna að á Norð- urlöndum mun það sums staðar tíðk- ast að skólar sem njóta skólagjalda eða styrkja úr atvinnulífinu fá hlut- fallslega minna úr pyngju skattborg- arans en þær stofnanir sem sam- félagið tók ákvörðun um að koma á laggirnar. Þetta fyrirkomulag trygg- ir sveigjanleika – hægt er að koma nýjum stofnunum á fót en varðveita um leið þann mikilvæga rétt sam- félagsins að starfrækja óháðar mennta- og rannsóknarstofnanir sem ekki eru skipulagðar eingöngu á grundvelli markaðssjónarmiða, stofnanir þar sem starfsmenn hafa m.a. ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu og skoðana- og tjáning- arfrelsi um sérfræði sín sem visst at- vinnuöryggi veitir. Þetta er í mínum huga grundvallaratriði. Það má alls ekki gerast að „réttindabarátta“ einkaskólanna verði til þess að draga tennurnar úr þeim opinberu stofn- unum sem fyrir eru. Ef sú yrði raun- in mundu einkaskólarnir setja stand- ardinn niður en ekki upp. Rektorarnir telja sig hafa dottið nið- ur á hina einu réttu lausn, hið rétta rekstrarform. Þeir virðast hafa gleymt því að flest kerfi hafa bæði kosti og galla. Þeir einblína of ákveð- ið á kosti eins kerfis og galla hins. Rektorar um lýðræði og starfskjör Reyndar vakti það furðu mína að rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst skyldi við útskrift nú á dögunum nota tækifærið til þess að gera at- lögu að réttindum opinberra starfs- manna. Í Morgunblaðinu 1. júní sl. er haft eftir Runólfi Ágústssyni að stjórnkerfi og lagarammi ríkishá- skóla væri ósveigjanlegur og kemur fram í blaðinu að þar sé vísað í rétt- indi launafólks. „Réttindi og skyldur opinberra starfsmanna séu þar til að mynda nær ókleif hindrun“ hefur Morgunblaðið eftir rektor Við- skiptaháskólans. Ekki var tónninn í rektor Háskól- ans í Reykjavík betri. Guðfinna S. Bjarnadóttir talaði af megnri fyr- Bifröst og Háskólinn í Reykjavík kynna kröfugerð Eftir Ögmund Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.