Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 33
stundum verður maður hundleiður að sjá ekkert nema grænt í kring- um sig, með fullri virðingu fyrir Framsóknarflokknum... Þá getur verið líflegt að gróðursetja runna með rauðum eða gulum blöðum í garðinn hjá sér. Purpurabroddur er með dökkvínrauð blöð allt sum- arið og fær svo rauða haustliti í þokkabót á haustin. Hann blómstr- ar gulum blómum þannig að þetta er ákaflega skrautleg planta. Einn- ig eru komin fram nokkur afbrigði af japanskvisti með gulum blöðum, blöð þessara afbrigða eru gul allt sumarið og á haustin fá þau rauða haustliti. Japanskvistirnir blómstra svo bleikum blómum þannig að þeir ná svo sannarlega að lífga upp á græna tilveruna. Þessar tegundir eiga það sameiginlegt að þær þurfa að standa á björtum stað í garð- inum því annars dofna litirnir og blöðin grænka. Fallegur börkur er augnayndi og þurfum við ekki að leita langt yfir skammt því íslenska birkið býr yfir ótrúlegustu litum í berki sínum. Margar tegundir af hegg eða kirsu- berjum eru líka með fallegan börk og má þar til dæmis nefna næf- urhegg sem er með sérlega fal- legan kanelbrúnan börk. Börkurinn er líka, eðli málsins samkvæmt, til staðar á plöntunni allt árið þannig að við getum notið hans yfir hávet- urinn líka, svona rétt á meðan dagsbirtu nýtur. Allir ræktendur, hvar sem þeir búa á jarðarkringlunni, reyna að rækta plöntur sem á að vera ógjörningur að rækta á viðkomandi stað. Hjá okkur endurspeglast þetta í því að við ræktum eplatré, eikur, beyki og margar aðrar teg- undir sem öll skynsemi segir okkur að þrífist ekki hér á landi en í sum- um tilfellum hefur gleymst að segja plöntunum frá því og dafna þær því bara ljómandi vel, fái þær hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað. Yfirleitt gleðjumst við garðyrkjufræðingar ekkert yfir því þegar „óbreyttir“ ræktendur reka okkur á gat í fræð- unum en þegar viðkomandi hefur tekist að rækta upp einhverja af þessum óræktanlegu plöntum get- um við ekki annað en samglaðst honum, það þýðir bara að flóran okkar er orðin enn fjölbreyttari. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. OPIÐ HÚS - 101 - Óðinsgata 30 Heimilisfang: Óðinsgata 30 Stærð eignar: 93,8 fm Bílskúr: nei Byggingarár: 1919 Brunabótamat: 9,5 millj. Áhvílandi: 8 millj. Verð: 14,6 millj. Falleg íbúð á 2 hæðum á þess- um vinsæla stað. Mikið endur- nýjuð. Eldhús sérlega kokka- vænt. Eign sem vert er að skoða. Elís Árnason, sölufulltrúi RE/MAX, tekur á móti gestum milli kl. 17.00 og 18.00 í dag, sunnudag. Elís Árnason, gsm 897 6007 netfang elis@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Huldubraut 62 - Kópavogur Opið hús í dag Í dag sunnudag verður opið hús að Huldubraut 62, Kópavogi um er að ræða glæsilegt 258,7 fm parhús á tveimur hæðum. Möguleiki er á að gera aukaíbúð á neðri hæð. Lárus sölumaður Hóls verður á staðnum og sýnir eignina milli kl. 15 og 17 í dag. Verð 25,7 millj. Hlíðarsmára 15 Sími 595 9090 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 www.holl.is Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. SUMARBÚSTAÐUR Í GRÍMSNESI Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Vandaður 58 fm sumarbústaður í landi byggingameistara í Kiðjabergi. Um er að ræða fallegt fullbúið hús, 58 fm að grunnfleti, ásamt ca 25 fm risi. Húsið stendur á 1 ha lóð með einstöku útsýni yfir Hvítá og víðar. Verönd ca 60-70 fm umlykur húsið með skjólgirðingu að hluta. Rennandi vatn og rafmagn. Stutt í golf, sund og alla þjónustu. Ekki nema 45 mín akstur úr Rvík. ÓTRÚLEGT VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR Á AÐ SELJAST STRAX. Hringu strax, það gæti borgað sig. Upplýsingar á fasteign.is eða hjá Jóni í síma 690 0505 GVENDARGEISLI - VERÐLAUNAHÖNNUN Stórglæsilegar og vel hannaðar 2ja og 4ra herbergja íbúðir. Teikning af húsinu fékk verðlaun bygginga- og skipulagsnefndar Reykjavíkur fyrir bestu hönnun íbúðarhúsnæðis á starfsárinu 2001-2002. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna eða tilbúnar til innréttinga og málningar. Afhending í nóvember- desember 2003. Hér þýðir ekkert að bíða með hlutina, „fyrstur kemur - fyrstur fær“. Áhugasamir, nýtið ykkur sýningaraðstöðu Húseignar í Hlíðasmára 17 í Kópavogi þar sem hægt er að skoða teikningar og þrívíddarmyndir af íbúð- unum. Opið sunnudag frá kl. 13-15. Sumarbridge og landsliðið í samvinnu Mánudaginn 9. júní var spilaður Barómeter með þátttöku 14 para. Spilaðar voru 9 umferðir, 3 spil á milli para. Sveinn R. Þorvaldsson og Gísli Steingrímsson skoruðu 66% sem er næst hæsta skor sum- arsins og tryggðu sér Verðlauna- pottinn í leiðinni. Efstu pör voru: Gísli Steingrímss. – Sveinn R. Þorvaldss.52 Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 34 Óli Björn Gunnarsson – Eyþór Hauksson 24 Einar L. Péturss. – Sæmundur Knútss. 14 Anna Guðlaug N. – Guðlaugur Nielsen 14 Þriðjudaginn 10. júní var spilaður Howell-tvímenningur með þátttöku 16 para. Spiluð voru 30 spil og meðalskor var 210. Efstu pör voru: Guðlaugur Sveinss. – Baldur Bjartm. 254 Gísli Steingrímss. – Sveinn R. Þorvaldss.253 Þröstur Þorlákss. – Heiðar Sigurjónss. 248 Daníel M. Sigurðss. – Bjarni Einarss. 243 Gísli Hafliðason – Björn E. Pétursson 233 Guðlaugur og Baldur leiddu eina umferð, þá síðustu. Komust þeir á toppinn í bronsstigakeppni Sumar- bridge, Guðlaugur í 1. og Baldur í 2. Miðvikudaginn 11. júní var sam- starf með landsliðinu í opnum flokki og Sumarbridge. Spilaður var butler-tvímenningur og saman- burður við Sumarbridge notaður fyrir landsliðið. Svo skemmtilega vildi til að Davíð Oddsson styrkti Sumarbridge í baráttunni við lands- liðið. Til að gera langa sögu stutta þá unnu Halldóra Magnúsdóttir og Ragnheiður Nielsen góðan sigur með +72 impa í 27 spilum og voru hæstar fyrir og eftir samanburð við niðurstöður landsliðsins. Efstu pör voru: Halldóra Magnúsd. – Ragnheiður Nielsen72 Guðlaugur Sveinsson – Gylfi Baldursson 26 Jón Viðar Jónm. – Eggert Bergsson 21 Böðvar Magnússon – Hjálmar Pálsson 9 Jón Steinar Gunnl. – Davíð Oddsson 7 Sumarbridge er spilað öll virk kvöld. Monrad Barómeter á mánu- dögum og miðvikudögum annars Snúnings Mitchell. Spilarar geta tekið þátt í Verðlaunapotti á mánu-, miðviku- og föstudögum auk þess sem Miðnætursveitakeppnin verður á sínum stað að tvímenningnum loknum á föstudögum. Sú nýbreytni verður í sumar að allir sigurvegarar í Sumarbridge fá verðlaun. Í maí verður það í formi frímiða í Sumarbridge en glæsilegir vinningar verða auglýstir síðar. Spilamennska fellur niður 17. júní. Öll úrslit og aðrar upplýsingar um Sumarbridge er að finna á vef- síðu BSÍ, www.bridge.is og er Sum- arbridge efst í valröndinni vinstra megin, auk þess sem Sumarbridge kemur sér á framfæri á textavarp- inu á síðu 326. Spilarar sem eru 20 ára og yngri og nemar sem voru í brids sem val- grein borga 300 kr. en aðrir 700 kr. Umsjónarmaður Sumarbridge er Sveinn R. Eiríksson, s. 899-0928 og Verndari Sumarbidge er Guðlaugur Sveinsson, s. 552-3790. Allir spilarar eru velkomnir, sér- staklega þeir sem koma í eða með sumarskapið! BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.