Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 36
Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Matthías JóhannJónsson fæddist á Þórshöfn á Langanesi 20. nóvember 1922. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að- faranótt 5. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Magnússon, trésmiður á Þórshöfn, f. 18. september 1871, d. 29. september 1950, og Kristveig Jónsdótt- ir, f. 28. september 1891, d. 27. apríl 1981. Börn þeirra og systk- ini Matthíasar voru Stefán Magnús, látinn, Sigríður, búsett í Reykjavík, Aðalheiður, bú- sett í Reykjavík, Magnea Guðný, látin, Einar, lést ungur, Sigurður, útgerðarmaður á Þórshöfn, og Jón, búsettur í Reykjavík. Matthías kvæntist 1949 Kristínu S. J. Magnúsdóttir húsmóður, f. 12. september 1913 í Litlu-Ávík í Ár- neshreppi á Ströndum, látin. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Einar, byggingafræðingur í Reykjavík, f. 1947, kvæntur Guðrúnu Guð- björnsdóttur ljósmóður. Börn þeirra eru Kristín Rut, Þórlaug og Stefán Örn og barnabörn þeirra eru þrjú. 2) Margrét, f. 1950, kenn- ari, búsett í Reykjavík. 3) Guðbjörg Magnea, f. 1952, kennari, búsett í Vestmannaeyjum, gift Sigurði Ein- arssyni útgerðarmanni en hann lést í október 2000. Synir þeirra eru Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn. 4) Svandís hjúkrunar- fræðingur, f. 1953, búsett í Reykjavík, var gift Gunnari H. Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru Gunnar Rúnar, Kristján Már og Anna Margrét. 5) Viðar Már, f. 1954, lögfræðingur og pró- fessor við HÍ, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Angantýsdóttur kennara. Börn þeirra eru Logi, Hildur Ýr, Harpa og Orri. Eftirlifandi eiginkona Matthías- ar er Anita Villadsen, f. 1939 í Dan- mörku, hjúkrunarfræðingur. Barnabörn Matthíasar eru 14 og barnabarnbörnin eru þrjú. Matthías ólst upp á Þórshöfn og fór snemma að vinna fyrir sér eftir almenna skólagöngu um fermingu. Hann sótti sjó lengst af á ýmsum bátum og togurum en sigldi auk þess lengi á ýmsum farskipum hjá Skipafélaginu Jöklum, m.a. sem háseti á MS Vatnajökli sem var í langsiglingum til Rússlands og Eystrasaltslandanna. Eftir að sjó- mennsku lauk stofnaði hann heild- sölufyrirtækið Málma í Reykjavík sem hann rak til dauðadags. Útför Matthíasar var gerð frá Fossvogskirkju 13. júní. Okkur langar til að minnast elsku- legs frænda okkar, hans Matta, í ör- fáum orðum. Það er skrýtin tilfinning fyrir okkur systkinin að átta okkur á því að hann sé ekki lengur til staðar nema minningin ein sem að vísu verð- ur aldrei frá okkur tekin. Frá því við munum eftir okkur var hann hluti af fjölskyldulífi okkar, Matti frændi sem birtist oft óvænt, hlaðinn útlendu sælgæti og framandi gjöfum sem margar hverjar hafa ver- ið geymdar af umhyggjusemi öll þessi ár. Komu hans fylgdu líka alltaf einhverjar óvæntar uppákomur því Matti var ekki maður sem sat lengi aðgerðarlaus. Við minnumst ekki síst stóru pallbílanna sem hann var alltaf á sem þóttu framandi á Þórshöfn á Langanesi á þessum árum en þetta voru atvinnutæki Matta þótt við gerðum okkur ekki grein fyrir því á þeim tíma. Í okkar huga var bara æv- intýrið þegar öllum krakkaskaranum var smalað uppá pallinn og oftast fylgdu með nokkrir nágrannakrakk- ar sem voru til í að taka þátt í æv- intýrum dagsins. Þegar við svo urð- um fullorðin og fluttumst burt af Langanesinu var það áfram órjúfan- legur hluti af tilverunni að hafa sam- band við Matta frænda, ýmist rækt- uðum við þau tengsl hér fyrir sunnan eða hittum hann og svo Anitu þegar hún kom til sögunnar í sumarfríunum á Þórshöfn. Það voru örugglega ekki mörg sumrin sem Matti og Anita komu ekki með hjólhýsið norður og dvöldu um tíma út við Fossá en þar var hjólhýsinu yfirleitt lagt þann tíma sem þau stoppuðu. Matti og Anita voru einhvern veginn alltaf boðsgestir í allar uppákomur hjá fjöl- skyldum okkar og við vitum að Anita mun fylla það skarð um ókomna tíð. Þau voru mikið á ferðinni og ekki var óalgengt að rekast á þau þar sem eitthvað var um að vera og skipti þá ekki máli hvort það var í Kringlunni, Smáralind eða á sinfóníutónleikum. Ef einhverjum datt í hug að ferðast til nýrra staða erlendis var næsta víst að Matti og Anita hefðu komið þang- að og til þeirra mætti leita til þess að fá upplýsingar um staðhætti. Við minnumst frænda okkar með eftirsjá og væntumþykju og biðjum Guð að styrkja Anitu, börn hans og afkomendur þeirra í sorginni. Hafþór, Örn, Lilja og Aðalheiður Sigurðarbörn. Afi okkar Matthías Jóhann Jóns- son, eða afi Matti eins og við barna- börnin kölluðum hann, er látinn eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu. Þó svo að sambandið við afa hafi ekki verið mjög mikið, vitum við að hann fylgdist vel með okkur og barna- barnabörnunum sem nú eru orðin þrjú. Afi Matti var um margt mjög sérstakur maður, hann var harðjaxl sem gekk í gúmmístígvélum og keyrði vörubíl um landið þvert og endilangt en hann átti einnig aðrar ánægjustundir með Anitu, eftirlif- andi eiginkonu sinni, á ferðalögum um Ísland, Danmörku og fjarlæg lönd. Anita annaðist afa okkar vel og undir lokin þegar sjúkdómurinn sigr- aði þennan austfirska harðjaxl, þá stóð hún eins og klettur við hlið hans. Anitu og fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur. Kristín Rut, Þórlaug og Stef- án Örn Einarsbörn. MATTHÍAS JÓHANN JÓNSSON ✝ Björn TómasKjaran fæddist í Reykjavík 2. janúar 1930. Hann lést á heimili sínu 20. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ingvar Kristinn Kjaran skipstjóri frá Vælu- gerði í Flóa og Rann- veig Björnsdóttir Kjaran húsfreyja frá Ísafirði. Björn var næstelstur fjögurra systkina, en hin eru Kristín, „Níní“, Anna og Snorri Páll. Björn kvæntist 2. janúar 1956 Sigríði Sigfúsdóttur, f. 2. janúar 1934. Foreldrar Sigríðar eru Sig- fús Kristjánsson trésmiður frá Holtsmúla í Skaga- firði og Sigríður Elín Guðbjartsdóttir frá Hjarðarfelli í Miklholtshreppi. Börn Björns og Sig- ríðar eru 1) Ingvar; 2) Sigfús; 3) Sigríð- ur Elín, giftist Njáli Helga Jónssyni. Þeirra börn eru Steingrímur, Björn Tómas, Kristín Helga og Tryggvi, og búa þau í Noregi; 4) Rannveig, gift Guðjóni Þór Gunn- arssyni. Dóttir þeirra er Dýrleif, og búa þau í Kaliforníu. Útför Björns var gerð í kyrr- þey 28. maí síðastliðinn. Látinn er í Reykjavík Björn Tómas Kjaran, fyrrverandi skip- stjóri, á 74. aldursári. Björn kvæntist frænku minni Sigríði Sig- fúsdóttur árið 1956. Sigríður er dóttir móðursystur minnar og allt- af var mikill samgangur á milli heimilanna. Sigga og systir hennar gættu okkar, mín og systur minn- ar, þegar við vorum litlar. Okkur systrum fannst þessar frænkur okkar vera miklar veraldarkonur og fannst allt mjög spennandi sem tengdist þeim. Það ríkti því mikil eftirvænting þegar þessi glæsilegi ungi sjómaður kom inn í fjölskylduna. Ekki sakaði að hann var fyrrverandi nemandi föður okkar í Stýrimannaskólanum. Sigga og Böddi stofnuðu heimili og börnin komu eitt af öðru. Nú var komið að okkur að gæta barna Siggu og kom það oftar í hlut Guð- nýjar, systur minnar. Sambandið milli fjölskyldnanna breyttist ekki þó að Böddi kæmi í fjölskylduna. Hann sýndi okkur systrum og for- eldrum okkar ætíð mikla vinsemd og ræktarsemi. Ég veit ekki mikið um starfsferil Björns, aðrir verða að vera til frá- sagnar um þann þátt. En fyrir ein- skæra tilviljun kynntist ég þó skip- stjórnarmanninum Birni. Á námsárum okkar hjóna 1965–1970 bjuggum við í Liverpool í Eng- landi. Þá gerðist það að Tungufoss fór að sigla til Weston Point sem er í nágrenni Liverpool. Björn var þá fyrsti stýrimaður á Tungufossi. Þegar Tungufoss kom til Weston Point fórum við í heimsóknir um borð í skipið og fengum send dag- blöð og harðfisk og annað sem þótti gott að fá frá Íslandi. Nutum við ætíð frábærrar gestrisni um borð. Eftir eitt jólafríið fengum við svo far með skipinu út til Eng- lands. Seinna þegar við komum heim frá námi og stofnuðum heimili á Ís- landi héldust þessi góðu tengsl. Rannveig, yngsta dóttir Siggu og Bödda, gerðist barnfóstra hjá okk- ur í eitt sumar. Og það var alltaf gott og notalegt að koma í heim- sókn í Básendann. Böddi var alltaf kátur og hress og hafði gamanyrði á vörum. Hann hafði mikið yndi af börnum og milli hans og barna minna myndaðist gott samband. Það er mér og fjölskyldu minni, móður, systrum, eiginmanni og börnum mikil gleði að hafa þekkt þennan góða dreng og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við hann. Sigrún Helgadóttir. BJÖRN TÓMAS KJARAN Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA ÞÓRA VALENTÍNUSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á krabbameinsdeild Landspítalans. Smári Karl Kristófersson, Daníel Stefánsson, Kristján S. Smárason, Valdís Karen Smáradóttir, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hlýhug og samúð við andlát okkar kæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HELGU HALLSDÓTTUR frá Fáskrúðsfirði. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. júní. Berta Kristinsdóttir, Ragnar Bernburg, Nína Kristinsdóttir, Helgi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, Barónstíg 29, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur heima hjá sér á hvíta- sunnudag 8. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SÆUNN PÉTURSDÓTTIR, áður Ferjubakka 4, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 12. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Bryndís Guðmundsdóttir, Málfríður Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sæunn Halldórsdóttir, barnabörn og aðrir ástvinir. Eiginmaður minn, ÓLAFUR OLGEIRSSON, Arnarási 6, Garðabæ, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 13. júní. Helga Jörundsdóttir. Maðurinn minn, GUNNAR JÓHANNESSON bakarameistari, Sólheimum 25, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 10. júní, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.