Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Margrét Sölvadóttir, eða Stína Sölva, eins og hún var ávallt kölluð, hefur kvatt þennan heim. Þegar ég heyrði andlátsfregnina í út- varpinu hvarflaði hugurinn norður í Skagafjörð, en á Króknum átti Stína heima alla sína tíð og það á sama blettinum, við Skógargötu 8, í 98 ár. Kristín var einstök kona. Hún var sérlega glaðsinna og var stutt í bros- ið og kímnina. Hún vann langan starfsaldur í Kaupfélagi Skagfirð- inga. Það var ánægjulegt að koma í búðina og hitta Stínu og fá bros í kaupbæti. Stína tók mikinn þátt í leiksýningum á Sauðárkróki og þótti takast vel. Ég man sérstaklega er hún lék Grasa-Guddu í Skugga- sveini. Hún fór á kostum. Stína hafði góða söngrödd. Hún var meðal stofn- enda kirkjukórs Sauðárkróks 1925 og söng í þeim kór þar til nýlega að KRISTÍN SÖLVADÓTTIR ✝ Kristín Sölva-dóttir fæddist á Sauðárkróki 1. októ- ber 1905. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Sauðár- króks 31. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 13. júní. heilsan leyfði ekki meira. Nú á kveðjustund verður mér hugsað til fjölskyldu Stínu. Ég kom oft á heimili for- eldra hennar, en við bræðurnir vorum leik- félagar Sölva bróður hennar. Á því heimili var ávallt mikil glað- værð. Þar var tefld mörg skákin, spilaður marías og ekki var laust við að heyrðist í þátttakendum og gleðin réði ríkjum. Er ég nú kveð Stínu er ég að kveðja síðasta systkinið úr Sölvafjöl- skyldunni. Hin voru: Albert, Sveinn, Kristján, Sölvi og tvíburabræðurnir Maríus og Jónas. Foreldrar þeirra voru heiðurshjónin Stefanía Ferdin- andsdóttir og Sölvi Jónsson. Sölvi gekk ávallt undir nafninu Sölvi smið- ur, enda hagleiksmaður með ágæt- um. Er litla húsið sem þau áttu við Skógargötuna var orðið of lítið fyrir þessa stóru fjölskyldu byggðu Sölvi og synir hans annað hús utan um hitt gamla, sem búið var í, á meðan smíð- in stóð yfir. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir mig og ég gleðst yfir ánægjulegum minningum um góða fjölskyldu. Franch Michelsen. Elsku langafi. Það eru svo margar stundir sem ég hef átt með þér sem koma upp í hugann þessa dagana. Það eru ekki margir sem eiga langafa og hvað þá í 20 ár. Ég man ekki eftir fyrstu árunum í Eyjum, en frá þeim tíma sem ég bjó í Noregi og kom til Íslands í heim- sókn á sumrin á ég margar góðar minningar. Í Reykjavík var allt á fleygiferð en þegar við komum til Eyja var allt svo notalegt og ég var loksins komin heim til Eyja þar sem BERGUR ELÍAS GUÐJÓNSSON ✝ Bergur ElíasGuðjónsson fæddist í Vestmanna- eyjum 10. júní 1913. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 14. júní. allt má. (Eyjabrand- ari). Ég man þau skipti sem ég fór með pabba eða afa í Ísfélagið í heimsókn til þín í vinn- una. Mér fannst lyktin svo vond og hélt fyrir nefið en allir hlógu að mér og sögðu; „Hva, þetta er bara peninga- lykt.“ Það var skrítið, peningarnir mínir heima í bauknum mín- um lyktuðu ekki svona illa. Það voru ekki fá skiptin sem ég fór með þér í sólhúsið að skoða plönturnar þínar og þú fræddir mig heilmikið um plöntur og blóm. Þetta var fróðlegt og skemmtilegt en ég er ekki með græna fingur og get varla haldið lífi í kaktusi. Það kom líka fyrir að við fórum á bryggjurúnt að skoða hafið, bátana og eyjurnar fallegu hér í kring. Ég hef oft talað um Vestmannaeyjar sem fallegasta stað á Íslandi og þú varst nú bara sammála mér um það. Ég gleymi aldrei þeim tíma sem þú langafi minn, langamma, amma og afi komuð í heimsókn til Tromsö. Þið gistuð í íbúð vinafólks okkar og henni fylgdu naggrísir og fiskar. Þú röltir um garðinn með stóran eld- húshníf að skera gras handa Snúlla og Púlla, eins og afi kallaði nag- grísina. Við fórum öll í bæinn og þú kíktir auðvitað á smábátana sem voru að koma í land, það þurfti nú að kíkja á hvort þetta væri ekki al- mennilegt þarna í Noregi. Þú varst nú líka meiri barnakarl- inn og það eru ekki fá skiptin sem við kíktum á veggina inni hjá ykkur langömmu þar sem er innrömmuð mynd af hverju barnabarni, barna- barnabarni og barnabarnabarna- barni og helst vildirðu hafa allar myndirnar þín megin yfir rúminu. Ég kom fyrir viku hingað til Eyja til að halda upp á 90 ára afmælið þitt með þér. Ég var búin að hlakka svo til að sjá litla drenginn minn með langalangafa sínum. En allt þetta breyttist, gleðin breyttist á svipstundu í sorg. Ég þakka þér fyrir þessi 20 ár sem við höfum átt og það tækifæri sem ég fékk til að kveðja þig. Karitas. ✝ Helga Hallsdóttirfæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 16. júlí 1908. Hún andað- ist á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 30. maí síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru hjónin Jónína Björg Jónsdóttir, fædd á Stuðlum í Reyðarfirði 28. apríl 1877, og Hallur Páls- son, fæddur á Við- borði á Mýrum 19. apríl 1877. Helga var næst- yngst í röð fjögurra systra. Elst var Ásta Guðríður, f. 10.1.1902, d. 3.3.1961. Næst Guðlaug Valgerð- ur, f. 4.9.1904, d. 8.2.1982. Yngst var Jónína, f. 15.12.1913, d. 28.5.2003. Helga giftist 21. júlí 1929 Kristni Ottó Bjarnasyni, f. 23.11.1901, d. 22.9.1982, kaup- manni frá Vatnsnesi í Keflavík. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Jónasdóttir, f. 27.10.1860, og Bjarni Jónsson útvegsbóndi, f. 3.12.1860. Helga og Kristinn stofnuðu heimili sitt á Fáskrúðsfirði, en fluttust búferlum til Reykjavíkur árið 1949. Dætur Helgu og Kristins eru tvær: 1) Nína Björg, f. 1.7.1930. Fyrri eigin- maður hennar var Bogi Guðmundsson viðskiptafræðingur. Hann lést 1959. Þeirra börn eru Helga, Halla og Jó- hann. Seinni eigin- maður hennar er Helgi Guðmundsson úrsmiður. Þeirra sonur er Guðmund- ur; 2) Jóhanna Berta, f. 3.6.1935. Eigin- maður hennar er Ragnar Bern- burg verslunarmaður. Þeirra syn- ir eru Kristinn, Júlíus og Bergur Már. Langömmubörnin eru fimmtán og langalangömmubarn eitt. Helga stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Á ár- unum 1924–1929 vann hún við verslunarstörf hjá Guðmundi Jó- hannessyni, kaupmanni og konsúl á Eskifirði. Verslunarstörf og hús- móðurstörf urðu ævistörf hennar. Frá árinu 1997 dvaldi Helga á hjúkrunarheimilum, síðast á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hún lést. Útför Helgu fór fram í kyrrþey. Þeim fer fækkandi, ömmum sem eru eins og ömmur eiga að vera. Blíðlegar, mjúkar eldri konur, sem prjóna sokka og vettlinga og baka heimsins bestu pönnukökur. Þannig amma var Helga amma, sem nú hefur kvatt þennan heim og sofnað svefninum langa. Eftir eru fallegar minningar um góða konu. Á sínum yngri árum bjó Helga amma austur á Fáskrúðsfirði. Á miðjum aldri fluttist hún til Reykjavíkur ásamt eiginmanni og tveimur dætrum og bjó þar alla tíð síðan. Þar bjó hún fjölskyldu sinni fallegt heimili. Þegar dæturnar fluttu að heiman og fjölskyldan stækkaði, barnabörn og síðar barnabarnabörn bættust í hópinn, var alltaf jafngott að koma í heim- sókn til hennar. Hún átti alltaf eitt- hvað gott með kaffinu og hafði gaman af því að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þeg- ar til hennar var leitað og naut þess að fá að hafa yngstu fjölskyldu- meðlimina í kringum sig. Helga amma var mikil hannyrða- kona og vann lengi við afgreiðslu- störf í hannyrðaversluninni Hofi við Ingólfsstræti. Þar naut hún sín og hafði mjög gaman af því að aðstoða ungar konur við val á hannyrðum. Hún saumaði út, prjónaði og fal- legu mjúku flónelsnáttfötin sem hún saumaði á barnabarnabörnin skilja eftir ljúfar minningar. Fáar flíkur hafa verið notaðar jafnmikið á okkar heimili og lét sonurinn sig jafnvel hafa það að sofa í rósóttum náttfötum af eldri systur sinni, bara af því að þau voru svo mjúk og góð og Helga amma hafði saumað þau. Helga amma naut þess að dvelja á Unaðsstöðum, sumarbústað Bertu dóttur sinnar við Skorradals- vatn. Þar var hún í essinu sínu, með barnabörnin og barnabarna- börnin í kringum sig. Þeim fannst líka gott að setjast hjá henni og spjalla, og var hún óþreytandi við að segja þeim sögur frá því í gamla daga. Þegar við lítum til baka finnst okkur það hafa verið ákveðin forréttindi að börnin okkar skuli hafa fengið tækifæri til þess að eiga þessar stundir með henni. Það vek- ur þau til umhugsunar um svo margt sem hefur breyst í kringum okkur á síðastliðnum árum, og að hlutirnir halda áfram að breytast. Helga amma hefur nú kvatt þennan heim eftir langa og góða ævi. Eftir skilur hún fallegar minn- ingar sem munu lifa áfram með okkur um ókomin ár. Við kveðjum Helgu ömmu með þakklæti og virð- ingu. Aðalheiður og Kristinn. Ég var ekki gömul þegar ég byrjaði að leggja leið mína í Voga- búðina, litlu nýlenduvöruverslunina í Karfavoginum, til Helgu Halls- dóttur og Kristins Bjarnasonar. Eina ferð man ég þó betur en allar aðrar en ég hef þá líklega ekki ver- ið nema 5 ára gömul. Kristinn var að afgreiða í búðinni þegar tvær stelpur á mínu reki komu hlaupandi inn í búðina og sögðu fagnandi: ,,Afi, afi, sjáðu hún amma gaf okkur pening í bíó.“ Þetta voru systurnar Helga og Halla Bogadætur, dótt- urdætur Helgu og Kristins í Voga- búðinni, og þetta var upphafið að kynnum sem hafa varað alla tíð síð- an. Helga flutti stuttu síðar til ömmu sinnar og afa og við urðum óaðskiljanlegar vinkonur. Ég varð heimagangur hjá Helgu og Kristni í Karfavoginum og átti þar öruggt athvarf þar til þau fluttu í Álfta- mýrina árið 1964. Eftir á að hyggja voru þessi samvistarár í Vogunum ekki mörg en rýmið sem þau eiga í huga mér og hjarta er þeim mun stærra. Við vinkonurnar lékum okkur, borðuðum og sváfum til skiptis hjá hvor annarri og höguðum þar segl- um eftir vindi. Við borðuðum t.d. þar sem okkur fannst betra í mat- inn þann daginn og ég fæ enn vatn í munninn, áratugum síðar, þegar ég hugsa um fiskibollurnar hennar Helgu og apríkósusúpuna. Heimili Helgu og Kristins var um margt ólíkt því sem ég átti að venjast. Þau voru orðin fullorðin og líf þeirra var rólegt og í föstum skorðum en heima hjá mér var fullt hús af krökkum, mikill gestagangur og því talsverður atgangur alla daga. Leikir okkar vinkvennanna á hvor- um stað tóku mið af þessu. Rólegu leikirnir voru í Karfavoginum en þeir sem kölluðu á meira umstang voru heima hjá mér í Ferjuvog- inum. Leiksvæði okkar í Karfavoginum var gjarnan í austurherberginu, sem Helga og Kristinn kölluðu svo, en það fannst mér sérkennileg nafngift á herbergi enda þekkti ég ekki áttirnar og þær höfðu enga merkingu fyrir borgarbarn eins og mig. Ég hafði mikið dálæti á hirsl- unum hennar Helgu því að þar voru ýmsir fallegir hlutir s.s. litlar perlur og pallíettur sem hægt var að sauma í efni og búa til falleg hálsbönd eða annað skraut. Tvær myndir á stofuveggjunum höfðu mikil áhrif á mig sem barn og urðu mér uppspretta ótal ímyndaðra æv- intýra. Önnur var stór útsaums- mynd af ungri og óskaplega fallegri drottningu sem horfði svo blíðlega til mín ofan af veggnum að ég var viss um að hún ætti við mig erindi, og hin var eftirprentun af Eyju hinna dauðu eftir Böcklin. Í þeirri mynd var einhver þrúgandi þögn og angist sem gerði það að verkum að ég átti lengi vel erfitt með að horfa á hana en þegar ég vandist henni gat ég spunnið út frá henni ótal sögur í huganum sem flestar gerðu þó ekki annað en að næra myrkfælni mína. Á hana var þó ekki bætandi því svo var hún mikil að í hvert sinn, eftir að skyggja tók sem ég þurfti að hlaupa úr Karfa- voginum og yfir á Ferjuvoginn, sem voru tvær húslengdir, fékk ég Helgu til að standa úti og fylgjast með mér alveg þar til ég var hólpin og komin inn úr dyrunum heima. Ég geri ráð fyrir að Helgu og Kristni hafi stundum þótt nóg um atganginn í okkur vinkonunum enda voru þeirra eigin dætur löngu uppkomnar og því eflaust talsverð viðbrigði fyrir þau að vera með barn á heimilinu. En hafi þeim þótt nóg um, þá minnist ég þess ekki að Helga hafi nokkurn tímann látið það í ljósi. Hún hafði gaman af að spjalla við okkur og var alltaf skiln- ingsrík og umburðarlynd. Hún hafði falleg, brún augu og varð oft svo skemmtilega kankvís þegar hún brosti að uppátækjum okkar eins og þegar ég reyndi að fela Helgu bakvið hús hjá Gunnari tannlækni þegar hún átti að mæta í stólinn hjá honum. Eða þegar við ákváðum að flýta fyrir okkur við heimalær- dóminn með því að ég sæi um að vinna þau verk fyrir Helgu sem ekki var auðsætt að hún þyrfti að gera sjálf. Vogabúðin var ævintýraheimur út af fyrir sig. Hún hafði orðið til á frumbýlisárum Voganna og sá íbú- unum fyrir allri daglegri nauð- synjavöru annarri en kjöti, fisk og mjólk. Fólkið sem ekki átti síma fékk að hringja í búðinni og þaðan var hlaupið með kaffipakka eða smjörstykki til þeirra sem ekki áttu heimangengt. Helga og Kristinn af- greiddu allt yfir búðarborðið og reiknuðu kostnað viðskiptavinanna á hvítan umbúðapappír eða færðu samviskusamlega hverja einustu vörutegund í til þess gerða bók hjá þeim sem tóku út í reikning. Mjöl- vara var viktuð fyrirfram í brúna pappírspoka, kex og þurrkaðir ávextir í sellófanpoka og aðrar vörur eftir hendinni. Við Helga fengum oft að hjálpa til og fengum að launum afganga af lakkrís- konfekti eða kóngabrjóstsykri, brúnt Ingimarskex eða þurrkaðar apríkósur. Helga og Kristinn höfðu þá lipurð í samskiptum sem ein- kennir góða kaupmenn og þau löð- uðu að sér krakkana og unglingana í hverfinu sem voru oft löngum stundum í búðinni á spjalli við þessi góðu hjón. Sérstaklega var Kristinn vinsæll en hann átti það til að bjóða okkur krökkunum í keppni sem gat t.d. falist í því að standa sem lengst á öðrum fæti. Sá sem vann fékk gjarnan poka af brotnu Ingimars- kexi að launum. Kristinn var þrek- inn, sköllóttur en afskaplega virðu- legur í sínum hvíta slopp og ég tala nú ekki um þegar hann setti upp gráa kúluhattinn, en það gerði hann ævinlega þegar hann fór milli heimilis og búðar þó ekki væri nema yfir eina götu að fara. Þegar Helga, Kristinn og Helga fluttu úr Karfavoginum saknaði ég þeirra óskaplega mikið og heimsótti þau til að byrja með oft í Álftamýr- ina. Með tímanum varð lengra á milli heimsókna en aldrei hefur slitnað sá sterki þráður sem fyrst varð til í Vogabúðinni um 1960. Að leiðarlokum þakka ég Helgu Halls- dóttur allt það góða sem hún gaf mér og er mér í barnsminni. Nínu, Bertu, Helgu og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur mínar og foreldra minna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. HELGA HALLSDÓTTIR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.