Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 40

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 40
Oft má heyra því hreyft að sendi- ráðsmenn séu að glutra niður hlut- verki sínu í tilverunni, verkum þeirra fylgi miklar og tilgerðarlegar umbúðir um lítið innihald. Júrí Reshetov var með lífi sínu og starfi öflug röksemd gegn slíkum um- kvörtunum. Hann kom ungur maður til Íslands til að túlka á milli manna á dögum kalds stríðs, hann varð síð- ustu ár Sovétríkjanna atkvæðamikill fulltrúi lands síns í alþjóðlegu sam- starfi um mannréttindamál og hélt því áfram til dauðadags; hann lét einnig þann draum sinn rætast að verða sendiherra Rússlands á Ís- landi. Og hvar sem hann kom lagði hann gott til mála með þekkingu sinni, yfirsýn, hugkvæmni í sam- skiptum og samningagerð – og gam- ansemi. Og hafði sér við hlið ágæta konu, Nínu Akímovu, hlýja, áhuga- sama og gestrisna. Það fór ekki fram hjá neinum að Reshetov var ágætur íslenskumaður og færni hans í því að láta jafnt Hávamál, Þórberg sem íslenska fyndni prýða allan sinn málflutning tryggði honum gott og vinsamlegt hljóð hvar sem hann tók til máls. Hann líktist um margt fyrsta rúss- neska Íslandsvininum, séra Sabinín, sendiráðsklerki í Kaupmannahöfn, sem lærði íslensku á dögum Rasks og gaf út íslenska málfræði fyrir Rússa á miðri nítjándu öld. Báðir höfðu þeir mikið yndi af því að „baða sig í gagnsærri orðasmíð“ Íslend- inga, eins og Júrí komst að orði – og báðum fannst að landar þeirra gætu lært mikið af þeirri íslensku sér- visku sem kölluð hefur verið hrein- tungustefna. Júrí fylgdi dálæti sínu JÚRÍ RESHETOV ✝ Júrí Aleksandro-vitsj Reshetov, fyrrum sendiherra Rússlands á Íslandi, lést á 68. aldursári aðfaranótt 6. maí síð- astliðinn, er hann var á ferðalagi á Spáni í opinberum erindagjörðum. Hann var fæddur og uppalinn í borginni Nishní Novgorod við Volgu (Gorkí nefnd- ist borgin á sovét- tímanum). Útför hans var gerð í Moskvu 12. maí. á íslenskri tungu og menningu eftir með mörgum ráðum. Hann stóð að því að þeir rússneskir fræðimenn sem best höfðu sinnt íslenskum fræðum kæmust til Íslands á dögum takmarkaðs ferðafrelsis Sovét- manna og nú á síðustu misserum vann hann að því að þýða íslensk leikrit á rússnesku og semja um flutning þeirra. Og er þá fátt eitt talið. Ísland kom reyndar furðumikið við alla hans sögu. Júrí hafði oft orð á því, að það hefði haft mikil áhrif á sig ungan að kynnast ýmsum kost- um þessa litla og skrýtna samfélags sem svo ólíkt var Sovétríkjunum – og hann taldi að þau kynni hefðu haft sín áhrif á það að hann sneri sér síðar að því að vinna að uppbygg- ingu réttarríkis heima fyrir og fram- gangi mannréttindamála. Ég man líka að þegar að því fór að Sov- étríkin liðuðust í sundur skrifaði hann í blöð og benti mönnum á for- dæmi Íslands og Danmerkur í því, hvernig skilnaður þjóða sem höfðu lotið einu yfirvaldi gæti farið fram með sem sársaukaminnstum hætti. En Júrí vissi líka vel af göllum Ís- lendinga og þeim sveiflum milli of- lætis og vanmetakenndar sem eru okkur sjálfum þyrnir í augum – hann var of vel að sér til að freistast til að gera sér Ísland að einskonar fagurri útópíu þar sem allir lifa sæl- ir og glaðir í ástúðlegu sambýli við menninguna og hver annan, en svo rómantískir Íslandsvinir hafa verið furðu áberandi í Rússlandi, bæði fyrr og síðar. Þegar við vorum að ræða málin í síðustu heimsókn minni til Moskvu og Júrís til Íslands – en það var í vetur leið – þá kom okkur saman um eitt. Að bæði smáþjóð mín og stór- þjóð hans gætu varla lifað af án þess sem Júrí kallaði „viss skammtur af þjóðernishyggju“. Þar með er átt við það, að menn forðist þjóðrembu og yfirgang ýmislegan en leggi góða rækt við menningu, tungu og þau sérkenni sem efla jákvæða fjöl- breytni í heiminum. Júrí hafði eins og aðrir mannkostamenn í landi hans orðið fyrir vonbrigðum um það hvernig til tókst um umskiptin miklu: við vorum, sagði hann, komin mjög á rétta leið á dögum Gorb- atsjovs, við vorum búin að setja lög um málfrelsi og ferðafrelsi og fé- lagafrelsi og afnema ritskoðun og þar með var Kommúnistaflokkurinn búinn að afsala sér þeirri valdaein- okun sem hann áður hafði. En svo tekur við sá „kapítalismi með grimmdarsvip“ með frekum rán- skap á þjóðarauð sem torveldar í raun að lýðræðisleg réttindi festist í sessi og öðlist marktæka þýðingu fyrir almenning. Þetta þótti Júrí að vonum dapurlegt. En hann sleppti ekki taki af von um betri tíð og þeirri hugsun, að hver og einn gæti greitt götu hennar með sínum hætti – í anda þess sem hann sagði sjálfur í bók sinni „Svart og hvítt“: „Ég hefi sett mér eina einfalda grundvallar- reglu í þessum kolbrjálaða heimi: Getir þú útskýrt fyrir sjálfum þér og þínum nánustu hegðun þína og framgöngu þá þarft þú engu að kvíða. Ríki verða til og hrynja, sag- an heldur sína leið, en það sem skiptir mestu er að vera sjálfum sér trúr.“ Við söknum sárt góðs drengs og vinar og sendum einlægustu samúðarkveðjur ekkju hans Nínu og syni þeirra Aleksej. Árni Bergmann. Hinn 12. maí var vinur minn Júrí A. Reshetov borinn til grafar í Moskvu. Júrí var alinn upp í borg- inni Nishne Novgorod í þáverandi Sovétríkjunum en fluttist til Moskvu til náms. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í þjóðarétti. Júrí var mjög virkur í baráttu fyrir auknum mannréttindum, ekki bara í Ráð- stjórnarríkjunum heldur allsstaðar þar sem hann vissi þau brotin. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast honum þegar hann varð sendiherra Rússa á Íslandi í ágúst 1993. Ég var staddur vestur á Barðaströnd í sumarbústað ásamt Júrí og fleira fólki. Hann kom til mín og sagði að sonur minn segði að við værum nágrannar. „Eigum við ekki að hittast eins og góðir grannar gerðu hér áður fyrr á Íslandi?“ sagði hann og þar með hófst vinátta okkar í millum sem entist meðan við báðir lifðum. Júrí var mikill málamaður. Sem ungur maður byrjaði hann að læra dönsku en kennarinn sem var Dani sagði honum að hann ætti að læra íslensku fyrst allra mála því hún væri grunnur fyrir svo mörg mál. Þessu ráði fylgdi hann og oft fann ég að íslenskan var það mál erlent sem stóð hjarta hans næst. Einhverju sinni vorum við að ganga saman niður við Ægisíðu og var tunglskin og föl á jörð. Ég spurði Júrí hvort hann vissi hvað svona aðstæður væru kallaðar en hann kvað nei við. Þetta kallast rat- ljóst sagði ég. Nokkrum dögum seinna vorum við að ganga þarna við sömu veðurskilyrði og þá spurði ég hann hvort hann myndi hvað þetta væri kallað, ratljóst sagði hann. Júrí hafði ríkt skopskyn og ég minnist þess einu sinni er við vorum að fljúga saman í lítilli vél sem ég á að ég spurði hann hvort við ættum ekki að syngja saman rússnesk lög. Þetta var Júrí til í að gera. Meðan við vorum að syngja heyrðum við af og til í flugturninum. „Hvernig er það,“ spurði Júrí, „geta allir heyrt það sem við erum að tala saman?“ „Nei,“ sagði ég, „ekki nema ég ýti á rauða takkann hérna, þá geta allir hlustað.“ Við héldum svo áfram að syngja. Þegar söngnum var lokið fór ég að hrósa honum fyrir sönginn. Hann hlustaði á mig en sagði svo: „Bíddu aðeins, ýttu á rauða takkann og endurtaktu þetta.“ Ég heimsótti Júrí og Nínu konu hans í Moskvu 1999. Júrí sýndi mér þá orðu sem honum hafði verið veitt af íslenska ríkinu. Júrí var mjög stoltur yfir orðunni og þakklátur. „Þetta er eina orðan sem mig hefur langað í á lífsleiðinni,“ sagði hann og bætti því við að aðrar orður hefði hann heldur ekki fengið. Júrí var vandaður og hógvær maður og aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns. Það þroskar og göfgar að kynnast mönnum eins og Júrí og er ég guði þakklátur fyrir mitt tækifæri. Kæri vinur, þetta eru fátækleg orð en ég vil trúa því að skapari okkar leyfi mér að hitta þig aftur og til þess hlakka ég. Ég vil senda Nínu Akimovu konu hans og Alexei, syni þeirra hjóna, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far vel, frændi og vinur. Vilhjálmur H. Gíslason. MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Anna Ragnheiður er látin, aðeins 16 ára gömul. Að þurfa að kveðja vinkonu mína sem átti allt lífið fram undan er eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei þurfa að gera. Ég sit hér og rifja upp allar þær minningar sem við áttum saman og get ekki varist brosi, enda varst það þú sem komst okkur vinkonunum alltaf til að brosa. Manstu þegar við tvær fórum í starfskynninguna í fyrra, ég sagði þér að það væri alveg örstutt ANNA RAGNHEIÐUR ÍVARSDÓTTIR ✝ Anna Ragnheið-ur Ívarsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 4. desember 1986. Hún lést af slysförum aðfaranótt 11. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 17. maí. að labba að Skjá 1, eða það hélt ég. Þú varst í háhæluðum skóm sem þú hafðir keypt þér fyrr um daginn, labbið reyndist ekki örstutt og eftir smástund varst þú alveg að drepast í fótunum. Ég bauðst til að skipta við þig, nei, mín vildi það sko ekki, þú lést þig hafa þetta. Svona varst þú. Þér fannst svo gaman að vera fín og mála þig. Þú elskaðir að dansa og hlusta á tónlist. Sumarbústaðarferðin okkar krakkanna sem við fórum í nóvem- ber sl. líður okkur seint úr minni. Þar var dansað og trallað fram und- ir morgun og á daginn sátum við stelpurnar í pottinum og og töluðum um stelpumál. Hjá okkur voru bjartir dagar framundan, skólinn var að verða bú- in og sumarið var á næsta leiti. Við vorum farin að spekúlera í þjóðhá- tíðarbúningunum, en hápunkturinn átti svo að vera Mallorca-ferðin í ágúst. En af þessu verður víst ekki. Anna Ragnheiður var einstök manneskja, hún var brosmild og hreif alla með sér. Það er ofar mín- um skilningi að finna þann tilgang að taka þig í burtu frá okkur, þú sem áttir allt lífið fram undan. Sagt er: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Þeir hafa greinilega elskað þig, líkt og ég elska þig. Ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi þínu, þó svo að ég hefði viljað fá að hafa þig lengur hjá mér. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mér og taka þig með mér hvert sem ég fer. Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg og megi hann vaka yfir ykkur á erf- iðum tímum. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Anna Ragnheiður, með sökn- uð í hjarta. Með þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Halla Ósk Ólafsdóttir. Hann Valdi mágur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann lést af slysförum við vinnu sína á Breiðafirði 30. maí sl. Valda kynntumst við fyrst þegar þau voru að draga sig saman, hann og Steina systir fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þau byggðu sér strax hús á Reykhólum og var Valdi afskaplega duglegur að dytta að því og vinna í garðinum ásamt Steinu og var garðvinnan sameiginlegt áhugamál þeirra alla tíð. Valdi var mikill rólyndismaður og heimakær og hafði mikið gaman af því að spjalla um lífið og tilveruna. Börnunum sínum fimm var hann traustur faðir og gátu VALDIMAR JÓNSSON ✝ Valdimar Jóns-son fæddist í Árbæ í Reykhóla- sveit 19. ágúst 1950. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykhólakirkju 7. júní. þau ávallt stólað á hann nema kannski í eldhús- inu þar sem hann gaf heimilisstörfunum ekk- ert of mikinn tíma. En hann ryksugaði því ryk- sugan tengdist ein- stökum áhuga hans á öllum vélum, tækjum og tólum. Hann eyddi ófáum tímum í bílskúrn- um við að breyta og bæta fyrir sjálfan sig og aðra. Hann og Steina ferðuðust talsvert um landið, bæði ein og með börnunum, og auk þess hafði hann ómældan áhuga á fjalla- ferðum, sem hann fór í bæði sumar og vetur. Ein eftirminnilegustu sam- skipti okkar við Valda í seinni tíð voru þegar við fórum saman til Danmerk- ur sumarið 2000. Þessi ferð þeirra Steinu og tveggja yngstu dætranna var gjöf til hans í tilefni af 50 ára af- mælinu. Við áttum skemmtilegar stundir í sól og hita þar sem Valdi lék á als oddi. Stelpurnar voru aftur á móti orðnar dálítið pirraðar út í pabba sinn þar sem hann, sveitamaðurinn, að keyra í fyrsta sinn í útlöndum, átti það til að villast og hlógum við gjarn- an dátt yfir aksturssögunum sem sagðar voru á kvöldin. Elsku Steina og börn. Missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Sigvaldi, Kristín og fjöl- skylda, Grindavík. Fyrir hönd Þörungaverksmiðjunn- ar hf. vil ég þakka Valdimari fyrir samstarfið í gegnum tíðina og hans framlag við uppbyggingu fyrir- tækisins. Valdimar var verksmiðju- stjóri um árabil og nú síðast sláttu- maður í þangskurði. Það er mikill missir að Valdimari og verður skarð hans vandfyllt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð styrki Steinunni, börn þeirra og fjölskyldur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Valdimars Jónssonar. Halldór Ó. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Elsku mágur, aðeins örfá orð til að þakka þér fyrir að hafa verið mágur minn. Þú varst alltaf svo ljúfur og átt- ir svo fallegt bros. Svo var líka einn eiginleiki sem þú áttir sem er ekki öllum gefinn, æðru- leysi. Í öllum þínum miklu veik- indum var aldrei kvartað, hversu erfitt sem það var. Samgangur var minni en hefði átt að vera, aðstæður réðu því þar sem ég bý í öðrum landshluta. Þess ÓLAFUR INGIMUNDARSON ✝ Ólafur Ingi-mundarson fæddist í Grindavík 5. janúar 1933. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi þriðju- daginn 25. maí síð- astliðinn og var útför Ólafs gerð frá Víði- staðakirkju 5. júní. vegna vil ég líka þakka þér fyrir að leggja á þig, eftir að þú varðst svona veikur, að koma vestur til okkar og eiga með okkur stund- ir. Það eru góðar minningar. Það er alltaf erfitt þegar vinir falla frá, en ég trúi því að núna líði þér vel, elsku mág- ur, laus við allar þrautir. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við fjölskylda mín vottum elsku systur minni, börnum hennar og fjölskyldum og öðrum aðstandend- um innilega samúð. Guð blessi ykk- ur öll. Guðrún Halla. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.