Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 41 ÍSLAND er eittmesta eldfjallaland ver-aldar. Eldvirknin tengistlegu þess á Atlantshafs-hryggnum, en það er á mörkum tveggja stærstu jarð- skorpuflekanna, þ.e.a.s. Norður- Ameríkuflekans og Evrasíuflek- ans, liggur á einum af svonefndu heitu reitunum. Flekana rekur hvorn frá öðum, að meðaltali um 2 sm á ári, annan vestur en hinn austur. Við það tognar á jarð- skorpunni, sem liggur á milli, og gerir það að verkum að hún rifn- ar á 100–200 ára fresti. En Ísland er þó ekki gamalt í jarðsögulegu tilliti. Elsta berg hér er að finna við ystu annes á Vestfjörðum og Austfjörðum; neðst í hraunlagastaflanum við utanvert Ísafjarðardjúp finnst 16 milljóna ára gamalt berg og á Austfjörðum, neðst í Gerpi, er bergið um 13 milljóna ára gam- alt. Til samanburðar má nefna, að Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Og alheim- urinn sjálfur fyrir 10–20 millj- örðum ára; það er 2–4 sinnum meiri en aldur sólkerfis okkar. Ísland er líka yngsta þjóðveldi heimsins, ekki nema um 1100 ára. En það hefur frá upphafi byggðar verið elskað og dáð, þrátt fyrir hið kuldalega nafn sitt og óblíð faðmlög á stundum. Og svo er enn. Eggert Ólafsson (1726–1768) náttúrufræðingur og skáld mun fyrstur hafa persónugert þetta land táknfræðilega sem konu. Um það segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur í Sögu dag- anna: Hugmyndin um Ísland í konulíki sést fyrst í erfikvæðum eftir danskt kónga- fólk sem Eggert Ólafsson orti … árin 1752 og 1766. Ekki verður þó séð að Eggert noti nokkru sinni orðið fjall- kona. Það gerðu hins vegar mörg skáld eftir hans dag, og þekktust er „fjallkonan fríð“ í kvæði Bjarna Thor- arensens um Eldgömlu Ísafold frá fyrsta áratugi 19. aldar. Um hundrað árum eftir kvæði Eggerts, eða nánar tiltekið 1864, birtist Eiríki Magnússyni, sem þá var prófessor í norrænum fræðum við Cambridge- háskólann í Englandi, sýn af Ís- landi sem prúðbúinni konu. Ei- ríkur gerði af henni skissu og fékk þýskan myndlistarmann, J.B. Zwecker, til að vinna hana áfram. Birtist hún fyrst á prenti í Lundúnum árið 1866, í seinna bindi af enskum þýðingum Eiríks Magnússonar og G.E.J. Powels á íslenskum þjóðsögum. Hálf- bróðir Eiríks, listamaðurinn Helgi Magnússon, fullvann síðar þá mynd eða stækkaði og varð hún útbreidd hér á landi og í byggðum Íslendinga vestanhafs, ekki hvað síst út af því að Bene- dikt Gröndal tók þann eftirdrátt upp í þjóðhátíðarspjald sitt árið 1874. Í byrjun 20. aldar fóru Vestur- Íslendingar í Winnipeg að láta skrýdda Fjallkonu mæla nokkur orð á þorrablóti og árið 1924 kom hún fram á Íslendingadegi, og hefur svo verið alla tíð síðan. Þetta fordæmi mun hafa leitt til þess, að siðurinn var tekinn upp hér á landi í kjölfar stofnunar lýðveldisins, 1944, og bundinn þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Og núna, þegar komið er á 21. öldina, er þetta land okkar í hættu statt, þrátt fyrir ungan aldur. Klæði þess eru rifin og tætt á köflum, og líkaminn sjálf- ur farinn að láta á sjá. Við svo búið má ekki standa. Það hefur fóstrað okkur í 11 aldir rúmar, stundum við fátæklegan beina og hart atlæti, eins og gengur, en alltaf þó stolt í fasi. Og nú kallar það á hjálp, biður íbúana að halda vöku sinni gagnvart að- steðjandi meinsemdum. Það á ekki skilið að við leyfum að í það sé ótæpilega krukkað með vopn- um tækninnar eða slíkum ágangi búpenings, að auðnin tóm liggi eftir. Landhnignun og eyðimerk- urmyndun er einhver alvarleg- asti umhverfisvandi heimsins. Til að efla samstöðuna í baráttunni gegn þessum vágesti hafa Sam- einuðu þjóðirnar tileinkað 17. júní ár hvert verndun jarðvegs. Og það er vel. Eyðimerkurvofan ógnar nú lífsafkomu um 1200 milljóna íbúa heimsins, en verst er ástandið í Afríku, Asíu og þeim löndum sem áður mynduðu Sovétríkin. Talið er að um 20 milljarðar tonna af jarðvegi glat- ist á ári hverju. Það er óhugn- anleg tala. Við, sem þetta eyland byggjum í Norður-Atlantshafi, höfum ekki leyfi Guðs eða ættjarðarinnar til frekari gróðureyðingar, með til- heyrandi áfoki, og höfðum það raunar ekki fyrr heldur. Eins er að segja um nag járntólanna og sprengiefnisins. Hér verður að fara með gát. Verum í fylking- arbrjósti í hinni góðu baráttu, sjáum til þess, að Fjallkonan þurfi ekki að bera kinnroða vegna öra og graftarkýla í andliti eða gatslitinna fata sinna; bætum kyrtil hennar og pils, greiðum henni og förðum og látum hana sjá, að okkur þykir í hana varið. Að vísu er bert hold í tísku, nektin selur. En það á ekki við í þessu dæmi. Þetta er hún móðir okkar. Fjallkonan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þjóðhátíðardagur okkar er innan seilingar og Fjall- konan, persónu- gervingur landsins, er honum tengd órjúfanlegum böndum. Sigurður Ægisson lítur á sögu hennar af því tilefni og hvetur Ís- lendinga og gesti til að sýna líkama hennar og búningi virðingu. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít HUGVEKJA Að morgni 12. maí sl. barst mér sú fregn að frændi minn Þórð- ur væri látinn, en hann dvaldi á elli- og hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Tóti eins og hann var kall- aður ólst upp í Hólshúsum hjá for- eldrum með stórum systkinahópi. Þegar hann komst til vits og ára fannst honum gaman að stússast í kringum búið, hann hafði yndi af dýrum og þá sérstaklega hestum en hann átti alla tíð mjög góða hesta. Tóti var mjög dagfarsprúð- ur maður og glaður í lund. Við for- um ríðandi saman til fjalls, einnig fórum við saman á hestamannamót og ævinlega áttum við góðar stundir er við fórum eitthvað sam- an. ÞÓRÐUR ELÍASSON ✝ Þórður Elíassonfæddist í Hóls- húsum 8. október 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 12. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Gaul- verjabæjarkirkju 17. maí. Tóti var mjög góður starfsmaður að hverju sem hann gekk, hvort sem það var við bú- skapinn hjá foreldum sínum eða í vinnu hjá öðrum. Þá vann hann um tíma í byggingar- vinnu í Reykjavík og einnig stundaði hann sjómennsku frá Stokkseyri í fjóra vet- ur. Þá reri Tóti með Jóni Jónssyni frá Vestri-Loftsstöðum, fyrst á árabát en síðan trillu (vélbát) og róið var þá frá Loftsstaðasandi. Tóti var einn af fáum sem rötuðu út og inn um sundið sem liggur á milli skerja frá Loftsstaðasandi. Með annarri vinnu vann Tóti að búi for- eldra sinna í Hólshúsum en tók við búinu 1964. Ári seinna komu syst- ursonur hans, Gunnar, og hans kona, Elísabet, að Hólshúsum og hófu þar félagsbúskap, sem hefur verið rekinn þar af miklum dugn- aði og myndarskap. Tóti var ókvæntur og barnlaus en hann átti hug og hjörtu barna þeirra Gunn- ars og Ellýjar. Hann hafði mikið yndi af börnunum og þau hændust að honum. Þá var hann tryggur fé- lagi í Ungmannafélaginu Samhygð og rétti þar oft hjálparhönd ef á þurfti að halda. Ég minnist margra góðra stunda sem ég hef átt þegar ég hef komið að Hólshúsum. Við þökkum Tóta samfylgdina í lífinu og biðjum góðan guð að varð- veita hann og minningin um hann lifir með okkur. Ég votta Gunnari, Ellý og börnum þeirra samúð mína sem og öðrum eftirlifandi ættingj- um Tóta. Guðmundur Steindórsson. Mig langar að minnast móður- bróður míns Þórðar Elíassonar eða Tóta í Hólshúsum eins og hann var oftast kallaður. Vorið er komið og tilhlökkunin að komast í sveitina brýst fram í huga unglings sem getur ekki hugsað sér að vera annars staðar en hjá Tóta og ömmu og afa í Hóls- húsum að fylgjast með sauðburð- inum og hinum dýrunum, sjá belj- urnar hoppa út um allt tún á fyrsta útivistardeginum. Við vorum hjá þeim, frændfólk og vinir, og var undirrituð þar í fjögur sumur. Við sóttum beljurnar og gerðum svona hitt og annað sem til féll í sveitinni. Það var mjög gestkvæmt í Hóls- húsum, oftast komu einhverjir í heimsókn um helgar og alltaf var vel tekið á móti fólki og mikið spjallað við kaffiborðið. Tóta fannst alltaf gaman ef gestir komu, hann lék á als oddi, hló og gerði að gamni sínu. Það var alltaf nóg pláss fyrir gesti að gista þó að gamla baðstofan væri nú ekki stór. Tóti hafði gott lag á okkur krökk- unum og ekki var hann nú mikið að skamma okkur, sagði ekki mikið þegar vinkonur mínar komu frá Selfossi á hjólum. Ég mátti til að sýna þeim hvað ég kynni á traktor sem stóð í brekku og ég tók hann úr gír og auðvitað rann hann niður brekkuna og endaði ofan í vatni, við ætluðum hins vegar að reyna að stöðva hann og stukkum fram fyrir hann en urðum auðvitað að hörfa. Tóti tók þessu bara með jafnaðargeði. Það væri hægt að segja margar álíka sögur en þessi verður látin duga. Það verður skrýtið að koma að Hólshúsum og hitta ekki Tóta en honum líður örugglega vel núna hjá foreldrum sínum og þeim systkinum sem eru látin. Blessuð sé minning hans. Guðrún Elsa Marelsdóttir. JÓN ELLIÐI ÞORSTEINSSON ✝ Jón Elliði Þor-steinsson fæddist á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit 3. ágúst 1928. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 13. maí. Kveðja frá Golf- klúbbi Suðurnesja Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja góð- an félaga sinn, Jón Þorsteinsson, sem lést 2. maí sl. Jón var einn af þeim sem stofnuðu klúbbinn árið 1964 og var ötull í starfi á fyrstu starfsárum klúbbsins. Hann var formaður klúbbsins ár- ið 1973. Jón var alla tíð ötull við golfiðkun og mikill keppnismaður. Hann var löngum stundum úti í Leiru við golfleik alveg fram á hinsta dag eða þar til að veikindi hans hindr- uðu það. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja kveðja Jón Þorsteinsson með þakklæti og votta aðstandendum samúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.