Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                "#  $      !   %&        $        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NOTKUN hitaveitu til upphitunar í sumarbústöðum fer nú ört vaxandi, ekki síst eftir uppbyggingu Gríms- nesveitu í Gríms- ness- og Grafn- ingshreppi. Hitaveita í sumarbústaða- hverfum eykur mjög þægindi notenda húsanna og minnkar oft upphitunarkostn- að. Það þarf þó að huga að ýmsum þáttum varðandi notkun hitaveitu á þessum svæðum, bæði hvað varðar öryggi með tilliti til vatnstjóna í byggingum, en einnig varðandi hættu á umhverfisáhrifum frá frá- rennsli. Vegna þessa hefur verið gef- ið út nýtt tækniblað hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins að frumkvæði Vatnstjónaráðs. Vatnstjón í sumarhúsum Huga þarf sérstaklega að öryggis- málum í sumarhúsum, sem standa mannlaus dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman. Vatnstjón í sum- arhúsum eru talin vera um 70% af heildartjónum sumarhúsa. Oftast eru tjónin rakin til þess að frosið hafi í lögnum. Lagnirnar springa þá gjarnan, sem aftur leiðir til þess að vatn streymir óhindrað inn í hús. Ef um er að ræða beintengingu við hita- veitu geta skemmdir orðið verulegar og eru ljót dæmi um gufusoðin sum- arhús þar sem allt, hús og innan- stokksmunir, er ónýtt af völdum gufu og vatns. Þá eru einnig dæmi um tjón af völdum vatns frá tækjum, s.s. þvottavélum og uppþvottavélum, og brýnt að fólk skrúfi fyrir vatnið að tækjunum þegar húsin eru yfirgefin. Tækniblaðið er ritað með það í huga að hönnun og framkvæmd við lagnakerfi húsanna sé þannig að verði leki í kerfinu sé tjón lágmark- að. Í blaðinu er farið yfir frágang að- veituvatns inn í húsið og lögð áhersla á að tengiskápur sé hafður utanhúss, þannig að ekki berist raki inn í bygg- inguna við hugsanlega leka í tengi- skáp. Einnig er farið yfir frágang og val á hita- og vatnskerfum innanhúss og frárennsli. Grátt vatn – frárennsli heita vatnsins Fráveita frá sumarhúsum er þrennskonar; regnvatn, skólpvatn og grávatn. Allt að 2/3 af fráveitu heimilanna er grávatn. Við lagningu hitaveitu þarf sérlega að huga að frá- rennsli grávatns, en það er vatn frá ofnum og hugsanlega heitum pott- um, gólfniðurföllum, sturtum og bað- vöskum. Grátt vatn er mun minna mengað en skólp og þarf því litla hreinsun áður en því er veitt út í um- hverfið. Það á ekki að fara í rotþró og er algengasta hreinsunin síun í mal- ar- eða grjótsvelg. Þar sem hitaveita er í sumarhúsum þarf því að leggja tvöfalda fráveitulögn, annarsvegar fyrir skólp og hinsvegar grávatns- lögn. Í tækniblaðinu eru leiðbeiningar um frárennsli frá bústöðum, bæði hvað varðar grávatn, en einnig varð- andi skólp; rotþrær og siturlagnir. Ragnar Gunnarsson, Verkvangi, tók blaðið saman. Í ritstjórn voru fulltrúar frá Félagi byggingarfull- trúa, Landssambandi sumarhúsa- eigenda, Orkuveitu Reykjavíkur, Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins, Sambandi íslenskra trygg- ingafélaga, Samorku og Umhverfis- stofnun. RAGNHEIÐUR I. ÞÓRARINSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Vatnstjónaráðs. Réttur frágangur tryggir öryggi Frá Ragnheiði I. Þórarinsdóttur Ragnheiður I. Þórarinsdóttir MEÐ lögum skal land byggja og ólögum eyða. Er hægt að setja lög ofan á lögréttinn og eyða þjóðfélags- réttinum þar sem ólög og lagaréttur virka ekki aftur, hvað þá heila öld? Er hægt að senda þjóðfélagsþegnum og framliðnum stefnur með refsi- verðu athæfi um eignarupptöku á þinglýstum eigum án nokkurra saka hjá fjölda þjóðfélagsþegna? Allir þeir sem lentu í þessu einelti ættu að gefa upp hug sinn. Einelti er hættu- legt. JÓN G. GUÐLAUGSSON, Hafnarstræti 23, Akureyri. Þjóðlendumálið Frá Jóni G. Guðlaugssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.