Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú lítur vel út og hefur mikið til brunns að bera. Auk þess ertu mikil tilfinningavera. Þú getur notað útlit þitt eða gáfur til þess að ná langt. Best væri að nota bæði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þrátt fyrir að um hægist bíða þín mörg verkefni. Nú er ekki rétti tíminn til þess að liggja í leti. Farðu út og sýndu dugn- að. Naut (20. apríl - 20. maí)  Líkar þér vel í starfi? Nú er tímabært að þú einbeitir þér að starfi þínu og ákveðir hvað það er sem þú kýst að gera til þess að framfleyta þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér gengur allt í haginn. Þú átt auðvelt með að fá fólk til fylgilags við þig og koma þér í mjúkinn á réttum stöðum. Nýttu þér það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til hvíldar og slök- unar. Nú væri rétt að horfa um öxl og huga að því sem má betur fara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Fólk vill sjá þig og njóta nærveru þinnar. Það væri hyggilegast að þiggja öll heimboð og sýna kurteisi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Mikilvægur tími fyrir feril þinn er að renna upp. Þú átt auðvelt með að nýta þér hvers konar aðstæður þér til hags- bóta. Margir vilja aðstoða þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að auka við þekkingu þína. Reyndu að ferðast og eiga samskipti við fólk frá öðrum heimshlutum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eyddu einhverjum tíma dagsins í að afla þér upplýs- inga um fjármál. Það er ef- laust engin skemmtun fólgin í því en það mun borga sig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafnmikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Hugleiddu hvað þú hefur fram að færa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu undan löngun þinni til skipulagningar. Leggðu hart að þér til þess að ná mark- miðum þínum. Það mun ekki alltaf reynast eins auðvelt og núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Daður, skemmtun og græskulaust gaman mun ein- kenna þennan dag. Njóttu lífsins; njóttu ástvina þinna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki taka heimili þitt og fjöl- skyldu sem sjálfsagðan hlut. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Tjáðu ástvinum hversu miklu máli þeir skipta þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. UM FLJÓTSHLÍÐ Eyjafjalls grætur ásinn þar ísa frá toppi hám og hrynja lætur hvarmskúrar haglið úr mekki blám, af því að fætur Fljótshlíðar fljótið sker upp að knjám – Yggdrasils rætur við svo var vættur með hvofti grám. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 16. júní, verður sextugur Ólafur G. Vagnsson, ráðu- nautur, Hlébergi. Af því til- efni mun Ólafur og fjöl- skylda taka á móti ætt- ingjum og vinum í Laugar- borg á afmælisdaginn frá kl. 21. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 16. júní, er fimmtugur Finnbogi Þór Esrason, tannlæknir. Af því tilefni mun hann koma frá Boston, þar sem hann býr, ásamt eiginkonu sinni Huldu Ás- geirsdóttur, og fagna þess- um tímamótum. Finnbogi og fjölskylda bjóða ætt- ingjum og vinum til veislu í Frímúrarahúsinu, Bakka- stíg, Njarðvík, kl. 19 á af- mælisdaginn. GRÍSKI stærðfræðing- urinn Evklíð benti á að stysta vegalengd milli tveggja punkta væri bein lína. Norður er undir mikl- um áhrifum frá hinum forna fræðimanni: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K5 ♥ ÁK5 ♦ Á9753 ♣ÁD7 Suður ♠ ÁDG1098 ♥ 8 ♦ 842 ♣653 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartasexa. Hvernig er best að spila? Hin stærðfæðilega ná- kvæmni hefur skilað sér í góðum samningi, en nú reynir á listræna hug- kvæmni í úrvinnslunni. Augljóslega þarf að fríspila tígulinn og sú hugmynd kviknar strax að henda einum tígli niður í hjarta og gefa vörninni slag á lit- inn. Einn ljóður er þó á því ráði: Ef vestur fær tíg- ulslaginn og spilar laufi verður kóngurinn að liggja fyrir svíningu – samgang- urinn leyfir ekki annað. Gott væri að losna við lauf- svíninguna og það hægt með því snilldarbragði að dúkka fyrsta slaginn! Norður ♠ K5 ♥ ÁK5 ♦ Á9753 ♣ÁD7 Vestur Austur ♠ 762 ♠ 43 ♥ D1064 ♥ G9732 ♦ KD ♦ G106 ♣G984 ♣K102 Suður ♠ ÁDG1098 ♥ 8 ♦ 842 ♣653 Austur fær óvænt slag á hjartagosa. Segjum að hann spili trompi til baka. Suður tekur slaginn heima, spilar tígli á ás, hendir tveimur tíglum niður í ÁK í hjarta og stingur tígul. Fer svo inn í borð á spaða- kóng og trompar tígulinn frían. Nú er laufásinn óhreyfður í blindum sem innkoma á tvo frítígla. Hér er Einstein við völd. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 b5 6. 0–0 Bb7 7. a4 b4 8. Rd2 e5 9. Rf5 g6 10. Re3 Rf6 11. a5 Bc5 12. Rec4 d5 13. Rxe5 dxe4 14. Bc4 0–0 15. Rb3 Bd6 16. Dd4 Rc6 17. Rxc6 Bxc6 18. Bg5 Be7 19. De5 He8 20. Rd4 Bb7 21. Had1 Rd7 Staðan kom upp á Evrópu- meistaramóti einstaklinga sem fram fór í Istanbúl. Serg- ey Vokarev (2.498) hafði hvítt gegn Ingvari Ásmundssyni (2.327). 22. Bxf7+! Kxf7 23. De6+ Kg7 Svartur hefði orðið mát eftir 23 … Kf8 24. Bh6#. 24. Rf5+! gxf5 25. Hxd7 Dxd7 og svartur gafst upp um leið enda fátt til varnar eftir 26. Dxd7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 23.-27. júní • 40 klukkustundir Blómvöndur, brúðarvöndur, skreytingar, kransar, krossar og margt fleira eftir óskum. Skráning og upplýsingar í síma 897 1876. Uffe Balslev, Hvassahraun. Blómaskreytinganámskeið Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til þessarar heillandi borgar á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægilegu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigubíla frá Avis á einstaklega hagstæðu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 Verona 25. júní frá kr. 19.950 Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar, kr. 3.650. Samtals kr. 19.950 á mann. Úrval hótela í boði. Almennt verð kr. 20.950. Námskeið í Bowen tækni Einföld, mjúk og áhrifarík, meðferð sem farið hefur sigurför um Evrópu. Virkar vel á hverskonar vandamál. Kennt á Íslandi 22. júní - 25. júní 2003. Upplýsingar og skráning: Margeir sími 897 7469 og 421 4569 • jmsig@simnet.is www.thebowentecnique.com Tækifæri Til sölu sérverslun með fjölbreyttar gjafavörur, s.s. leikja- og spáspil, kort, plaköt, tónlist, skartgripi o.m.fl. á góðum stað í Hafnarfirði. Tryggur hópur viðskiptavina sem myndu að stærstum hluta fylgja versluninni þótt hún yrði flutt og eða sameinuð annarri verslun. Einstakt tækifæri fyrir t.d. samhent hjón, vini eða jafnvel einstak- linga sem gætu hugsað sér að vinna saman og starfa sjálfstætt. Áhugasamir sendi svar á augldeild Mbl. merkt: „Tækifæri - 13804“ MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Lágafellskirkja. Bænastund á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Nú höfum við fært samkomutíma okkar yf- ir til kl. 20 á sunnudagskvöldum og verður það þannig í sumar. Í dag er samkoma kl. 20. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Og svo kemurðu strax heim á eftir! www.nowfoods.com ÁRNAÐ HEILLA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.