Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dansleikhús með ekka leikles LÍNEIK OG LAUFEY sun. 15. júní kl. 14 Miðaverð kr. 500 fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf. Forsala á Eskifirði í síma: 8977424 Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789 www.sellofon.is Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR DON GIOVANNI EFTIR W. A. MOZART ÓPERUSTÚDÍÓ AUSTURLANDS Í dag kl. 17, Má 16/6 kl. 20 FRUMSÝNING FIMMTUD. 26.06 - KL. 20.00 LAUGARD. 28.06 - KL. 15.00 SUNNUD. 29.06 - KL. 17.00 FIMMTUD. 03.07 - KL. 20.00 FÖSTUD. 04.07 - KL. 20.00 SUNNUD. 06.07 - KL. 17.00 FÖSTUD. 11.07 - KL. 20.00 LAUGARD. 12.07 - KL. 15.00 Mánudagur 16. júní kl. 20 Píanótónleikar Tómas G. Eggerts- son leikur franska svítu nr. 5 í G dúr eftir J. S. Bach, Pathétique-sónöt- una e. Beethoven, Faschingsschwank aus Wien eftir Schumann og Three pieces for piano solo eftir Hafliða Hallgrímsson. Verð kr. 1.500/1.200 Þjóðlagasönghópurinn Oktet Lesna frá Slóveníu heldur tónleika í Skálholtskirkju í kvöld kl. 20.30 og í Dómkirk- junni í Reykjavík annað kvöld kl. 20.00. Oktet Lesna kemur einnig fram í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15.00 á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og á Ingólfstorgi kl. 16.15 sama dag. Allir eru velkomnir Tónleikar Oktet Lesna á Íslandi Bláskógablíða Verið velkomin á markaðs- og kynningardaga í Bláskógabyggð Opin hús, kynningar og fjölbreyttar uppákomur um alla sveit helgina 14. og 15. júní. Skoðið nánar dagskrá á www.blaskogabyggd.is Í VETUR sem leið litu margir vin- sælustu tónlistarmenn landsins í heimsókn í Stundina okkar og tóku þar lagið. Nú er komin út platan Uppáhaldslögin okkar í veglegri út- gáfu sem inniheldur lögin bæði í flutningi listamannanna og einnig án söngs en að auki fylgir mynddiskur með upptökum af lögunum í sjón- varpssal þar sem söngvararnir klæddu sig upp í viðeigandi búninga. Þegar að var gáð voru miklar pæl- ingar og skemmtilegar sögur á bak við það hvaða lög urðu fyrir valinu. Ómar Ragnarsson hylltur Jónsi (Jón Jósep Snæbjörnsson) í hljómsveitinni Í svörtum fötum hef- ur sönginn á plötunni með laginu um „Minkinn í hænsnakofanum“ sem Ómar Ragnarsson gerði vinsælt á sínum tíma: „Við tökum þetta lag reyndar á böllum,“ segir Jónsi. „Mér finnst arfleifð Ómars Ragnarssonar svo afskaplega skemmtileg og hann hefur skilið eftir mikið af frábærum barnalögum. Þegar ég var spurður um hvaða lag ég vildi flytja kom þetta strax upp í hugann og lagið „Lok, lok og læs (og allt í stáli)“ en þar sem mér fannst ekki hægt að gera Lok, lok á læs á nokkurn hátt betur varð Minkurinn fyrir valinu.“ „Þegar ég ákvað fyrst að syngja lagið var það eiginlega til að gera grín að sjálfri mér,“ segir Birgitta Haukdal sem syngur lagið um „Línu Langsokk“. „Ég var þá alltaf með fléttur sem voru mikið í umræðunni og ég vildi sýna að ég hefði húmor fyrir sjálfri mér. Svo er Lína auð- vitað klassísk og þetta er eitt af þeim lögum sem maður lærði fyrst enda viðlagið svo einfalt að maður söng alltaf með. Lína var líka manneskja sem mann langaði til að vera, sterk og rík og allt það. Lína var svo mikill töffari – það var líka engin Britney Spears til að horfa á þá.“ Magni Ásgeirsson úr Á móti sól syngur lagið „Hlustið, góðu vinir“ sem Emil í Kattholti gerði frægt: „Þetta lag er búið að óma í hausnum á mér síðan ég var lítill, sérstaklega „la-la-la-la“-kaflinn,“ segir Magni sönglandi. „Það gerðist reyndar eitt sinn þegar ég var að skemmta ásamt hljómsveitinni á Gauki á Stöng að góður vinur minn kom upp á svið og söng lagið í heild, en hann kunni all- an textann sem er ekkert smáræði. Eftir það sat lagið enn fastar í mér því mér fannst þetta svo rosalega skemmtilegt.“ Spilverk þjóðanna í uppáhaldi Næst kemur Selma Björnsdóttir en hún syngur lagið „Skýin“ (sem kíkja á leiki mannanna). Selma seg- ist alltaf hafa haldið upp á Spilverk þjóðanna, sem flutti lagið á sínum tíma: „Síðan, þegar vinafólk okkar eignaðist litla stelpu fyrir nokkrum árum varð þetta uppáhaldslagið hennar. Hún bjó til hreyfingar við lagið og mér fannst það svo sætt að það sat í mér, svo ég ákvað að flytja þetta lag.“ Hreimur Örn Heimisson úr Landi og sonum syngur lagið um „Grýlu“ (sem enginn vildi gefa brauð). „Þeg- ar ég var yngri – um 8 ára aldurinn – og kom í bæinn,“ segir Hreimur, „þá fékk ég að hlusta á plötur hjá Bjarna föðurbróður mínum. Hann átti barnaplötuna Lög unga fólksinsmeð Hrekkjusvínum sem var með svo flottri kápu sem var gaman að skoða á meðan ég hlustaði á lögin.“ Hreim- ur minnist með miklum létti hvað hann var feginn að hin skelfilega Grýla hefði verið rekin á braut af krökkum og öskuköllum: „Þegar ég hlustaði á lagið um Grýlu þá fannst mér alltaf svo frábært að hún væri dauð.“ Óskasteinar kærustunnar Naglbíturinn Vilhelm Örn Heim- isson syngur lagið um „Óska- steinana“: „Þetta er reyndar uppá- haldslag kærustunnar minnar. Ég hafði aldrei heyrt það en hún söng það fyrir mig og mér þótti það hrika- lega fallegt. Mig langaði líka ekki til að vera með sprell-lag en þetta lag er flott og með flottum texta. Það er sorglegt á vissan hátt, en samt ekki því að kannski hefur stúlka eða pilt- ur fundið óskasteinana.“ Matthías Matthíasson úr Pöpum yngist um nokkra áratugi í laginu „Ekki bíl“: „Þegar ég ólst upp á Dal- vík þá var Hrekkjusvínaplatan uppáhaldsplata allra á heimilinu, mömmu, pabba, mín og systkinanna. Mér fannst þetta lag sérlega sniðugt þegar ég var lítill, og finnst það enn, og valdi það þess vegna,“ segir Matti og bætir við að boðskapurinn sé líka góður. Málað fyrir mömmu Næst syngur Hansa „Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma“. „Þetta var með mínum uppáhalds- lögum þegar ég var yngri og ég söng það mikið þá. Það er enn í uppáhaldi og mér fannst tími kominn til að það yrði sungið aftur í nýjum búningi,“ segir söngkonan sem setur sig í franskar stellingar í myndbandinu við lagið með alpahúfu og harm- onikkuspil í bakgrunninum. Ýmsar minningar og tilfinningar voru tengdar lagavali söngvaranna á Up Margir vinsælustu dægurlagasöngvarar landsins syngja sín uppáhaldsbarnalög á nýrri barnaplötu. Ásgeir Ingvarsson spurði flytjendurna um söguna á bak við lögin sem þau völdu. Æskulögin endurvakin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.