Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 49
Lagið um „Róbert bangsa“ er flutt af Margréti Eir: „Ég fór að velta þessu fyrir mér og rambaði á þetta lag sem mér fannst æðislegt enda mikið stuð í því.“ Á myndband- inu við lagið setur Margrét sig held- ur betur inn í hlutverkið, klæðist stórum bangsabúningi: „Ég átti plötuna með laginu og á hana enn og man hvað mér þótti kápan flott, með bangsanum í rauðu peysunni utan á.“ Lagið „Tunglið, tunglið taktu mig“ er flutt af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni: „Þegar ég var yngri þá áttu foreldrar mínir plötu með þessu lagi,“ segir Þorvaldur. „Ég var rosalega iðinn við að smella þessu á fóninn. Þetta lag hefur alltaf setið fast í kollinum á mér. Síðan liðu árin og ég fór að þroska með mér tónlistarsmekk og fékk ég fljótt áhuga á djassi. Þegar ég var síðan spurður um hvað ég vildi syngja datt mér þetta lag í hug og að syngja það djassað en samt rólegt.“ Síðasta lagið á plötunni á Þórunn Lárusdóttir. „Ég valdi að syngja „Vögguvísu“ úr Dýrunum í Hálsa- skógi. Þetta er uppáhalds barnalagið mitt, alveg frá barnæsku. Svo söng ég þetta líka mikið fyrir systur- dóttur mína,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að sjá Dýrin í Hálsaskógi aftur en leikritið verður sett upp í haust í Þjóðleikhúsinu. ppáhaldslögunum okkar Uppáhaldslögin okkar er komin í verslanir. Diskurinn inniheldur 11 þekkt barnalög í flutningi jafn- margra dægurlagasöngvara. Disk- inum fylgir einnig mynddiskur. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 49 keldu í fyrra.“ Einnig má nefna hinn síðskeggjaða og síðhærða Hanus G. Johansen þjóðlagasöngv- ara sem margir Íslendingar eru vel kunnugir. Hátíðin fer fram í fjöruborðinu í Götu þar sem sjórinn gutlar við svartan sandinn og fjöllin umvefja allt um kring. „Það gefur þessu sér- stakan svip að halda þetta á strönd- inni með fjöllin allt um kring,“ seg- ir Sólarn en bætir við: „Færeyjar eru sumpart eins og Ísland hvað veður snertir. Maður veit aldrei SÍÐASTA sumar fengu ungirfæreyskir tónlistarunn-endur þá hugmynd aðhalda í fyrsta skipti í Fær- eyjum útitónlistarhátíð líka þeim sem þekkjast í öðrum löndum. Há- tíðin tókst vel og nú á að endurtaka leikinn í Götu, þúsund manna sjáv- arþorpi þar sem Þrándur stóð á sín- um tíma í vegi fyrir tilraunum Ólafs helga til að skattgilda Færeyjar. „Í fyrra vorum við aðeins með færeysk bönd. Þetta gekk mjög vel og við ákváðum að næsta ár mynd- um við gera þetta almennilega og gera hátíðina að stærra fyrirbæri,“ segir Sólarn Sólmunde, einn að- standenda hátíðarinnar en hann var nýverið hér á landi að kynna hátíðina, en Norræni menning- arsjóðurinn styður að þessu sinni veglega við framtakið. Gata er þúsund manna þorp sem af einhverjum ástæðum hefur alið af sér mörg bestu bönd Færeyja: „Þetta er miðstöð í færeysku tón- listarlífi og tíu virkar rokkgrúppur eru í þorpinu sem meðal annars hefur alið upp Eyvöru Pálsdóttur, Clickhaze og hljómsveitina Gesti.“ Segir Sólarn. Hátíðin stendur í tvo daga, 18., og 19. júlí, en þann 17. verður nokk- urs konar upphitun. Að þessu sinni koma aðrar sveitir en færeyskar að hátíðinni, meðal annars hin ís- lenska Úlpa. Meðal stærstu númeranna verða hinir finnsku Bomfunk MC’s, sem eiga ómældra vinsælda að fagna þessa dagana og heyrast nær dag- lega á MTV-sjónvarpsstöðinni, en Sólarn segir þá eitt stærsta nafnið í tónlistarbransanum sem komið hef- ur til Færeyja. Einnig ber að geta hinna norsku Xploding Plastix sem nýlokið hafa farsælli tónleikaferð um England og hina færeysk- dansk-amerísku Glorybox. Það verður eitthvað fyrir alla á hátíðinni að sögn Sólarns. Djass- tónlist, rokktónlist og þjóðleg tón- list í bland við rokk og raftónlist allskonar: „Við fáum bestu fær- eysku böndin á hátíðina. Clickhaze með Eyvöru Pálsdóttur innanborðs, sem einnig spilar á hátíðinni, er í dag frægasta rokkbandið sem kom- ið hefur fram í Færeyjum og spiluðu þau til dæmis á Hróars- hvers skal vænta. Það getur alveg eins orðið hvasst og rigningasamt – maður veit aldrei. En í fyrra var veður með ágætum. Þetta er engu að síður viss áhætta en til vara er- um við með húsakynni á staðnum sem hýst geta 2.000 manna tónlist- arhátíð, en ef veður er gott von- umst við til að sjá á milli 3–5.000 gesti.“ Tónlistarhátíðin fer fram í fjöruborðinu í færeyskum firði. Rokkað í færeyskri fjöru Bomfunk MC’s verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni G!-Festival. G!-Festival er dagana 18. og 19. júlí í Götu. Nánari upplýsingar á síðunni www.gfestival.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.