Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 49

Morgunblaðið - 15.06.2003, Page 49
Lagið um „Róbert bangsa“ er flutt af Margréti Eir: „Ég fór að velta þessu fyrir mér og rambaði á þetta lag sem mér fannst æðislegt enda mikið stuð í því.“ Á myndband- inu við lagið setur Margrét sig held- ur betur inn í hlutverkið, klæðist stórum bangsabúningi: „Ég átti plötuna með laginu og á hana enn og man hvað mér þótti kápan flott, með bangsanum í rauðu peysunni utan á.“ Lagið „Tunglið, tunglið taktu mig“ er flutt af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni: „Þegar ég var yngri þá áttu foreldrar mínir plötu með þessu lagi,“ segir Þorvaldur. „Ég var rosalega iðinn við að smella þessu á fóninn. Þetta lag hefur alltaf setið fast í kollinum á mér. Síðan liðu árin og ég fór að þroska með mér tónlistarsmekk og fékk ég fljótt áhuga á djassi. Þegar ég var síðan spurður um hvað ég vildi syngja datt mér þetta lag í hug og að syngja það djassað en samt rólegt.“ Síðasta lagið á plötunni á Þórunn Lárusdóttir. „Ég valdi að syngja „Vögguvísu“ úr Dýrunum í Hálsa- skógi. Þetta er uppáhalds barnalagið mitt, alveg frá barnæsku. Svo söng ég þetta líka mikið fyrir systur- dóttur mína,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að sjá Dýrin í Hálsaskógi aftur en leikritið verður sett upp í haust í Þjóðleikhúsinu. ppáhaldslögunum okkar Uppáhaldslögin okkar er komin í verslanir. Diskurinn inniheldur 11 þekkt barnalög í flutningi jafn- margra dægurlagasöngvara. Disk- inum fylgir einnig mynddiskur. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 49 keldu í fyrra.“ Einnig má nefna hinn síðskeggjaða og síðhærða Hanus G. Johansen þjóðlagasöngv- ara sem margir Íslendingar eru vel kunnugir. Hátíðin fer fram í fjöruborðinu í Götu þar sem sjórinn gutlar við svartan sandinn og fjöllin umvefja allt um kring. „Það gefur þessu sér- stakan svip að halda þetta á strönd- inni með fjöllin allt um kring,“ seg- ir Sólarn en bætir við: „Færeyjar eru sumpart eins og Ísland hvað veður snertir. Maður veit aldrei SÍÐASTA sumar fengu ungirfæreyskir tónlistarunn-endur þá hugmynd aðhalda í fyrsta skipti í Fær- eyjum útitónlistarhátíð líka þeim sem þekkjast í öðrum löndum. Há- tíðin tókst vel og nú á að endurtaka leikinn í Götu, þúsund manna sjáv- arþorpi þar sem Þrándur stóð á sín- um tíma í vegi fyrir tilraunum Ólafs helga til að skattgilda Færeyjar. „Í fyrra vorum við aðeins með færeysk bönd. Þetta gekk mjög vel og við ákváðum að næsta ár mynd- um við gera þetta almennilega og gera hátíðina að stærra fyrirbæri,“ segir Sólarn Sólmunde, einn að- standenda hátíðarinnar en hann var nýverið hér á landi að kynna hátíðina, en Norræni menning- arsjóðurinn styður að þessu sinni veglega við framtakið. Gata er þúsund manna þorp sem af einhverjum ástæðum hefur alið af sér mörg bestu bönd Færeyja: „Þetta er miðstöð í færeysku tón- listarlífi og tíu virkar rokkgrúppur eru í þorpinu sem meðal annars hefur alið upp Eyvöru Pálsdóttur, Clickhaze og hljómsveitina Gesti.“ Segir Sólarn. Hátíðin stendur í tvo daga, 18., og 19. júlí, en þann 17. verður nokk- urs konar upphitun. Að þessu sinni koma aðrar sveitir en færeyskar að hátíðinni, meðal annars hin ís- lenska Úlpa. Meðal stærstu númeranna verða hinir finnsku Bomfunk MC’s, sem eiga ómældra vinsælda að fagna þessa dagana og heyrast nær dag- lega á MTV-sjónvarpsstöðinni, en Sólarn segir þá eitt stærsta nafnið í tónlistarbransanum sem komið hef- ur til Færeyja. Einnig ber að geta hinna norsku Xploding Plastix sem nýlokið hafa farsælli tónleikaferð um England og hina færeysk- dansk-amerísku Glorybox. Það verður eitthvað fyrir alla á hátíðinni að sögn Sólarns. Djass- tónlist, rokktónlist og þjóðleg tón- list í bland við rokk og raftónlist allskonar: „Við fáum bestu fær- eysku böndin á hátíðina. Clickhaze með Eyvöru Pálsdóttur innanborðs, sem einnig spilar á hátíðinni, er í dag frægasta rokkbandið sem kom- ið hefur fram í Færeyjum og spiluðu þau til dæmis á Hróars- hvers skal vænta. Það getur alveg eins orðið hvasst og rigningasamt – maður veit aldrei. En í fyrra var veður með ágætum. Þetta er engu að síður viss áhætta en til vara er- um við með húsakynni á staðnum sem hýst geta 2.000 manna tónlist- arhátíð, en ef veður er gott von- umst við til að sjá á milli 3–5.000 gesti.“ Tónlistarhátíðin fer fram í fjöruborðinu í færeyskum firði. Rokkað í færeyskri fjöru Bomfunk MC’s verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni G!-Festival. G!-Festival er dagana 18. og 19. júlí í Götu. Nánari upplýsingar á síðunni www.gfestival.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.